Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 74. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1974. PrentsmiSja Morgunblaðsins. Þýzkaland: Ný stjórn á fimmtudag Bonn 13. maí AP—NTB. IIEIMILDIR f Bonn hermdu í kvöld, aö Helmut Schmidt, eftir- maöur Willy Brandts sem kanslari V-Þýzkalands, heföi lökið viö stjórnarmyndun, en aö ráöherralistinn yrði ekki birtur opinberlega fyrr en sfödegis á fimmtudag, eftir aö þýzka þingiö hefur formlega kjörið Schmidt sem kanslara. Samkomlag mun haí i náöst um stjörnarmyndun- ina í morgun á fundi Jafnaöar- mannaflokks Schmidts og stuðn- ingsflokks hans í stjórninni, Frjálsra demókrata. Talið er víst, aö Egon Bahr, helzti samninga- maöur Brandts vió A-Þjóóverja fái ekki sæti istjórninni. Willy Brandt og Helmut Schmidt á fundi í Bonn um helg- ina. Schmidt sagði við fréttamenn i dag, að hann myndi í boðskap sfnum til þingsins á fimmtudag leggja áherzlu á aukið aðhald i efnahagsmálum til að hamla gegn verðbólgu. Umræður um afsögn Brandts héldu áfram í Þýzkalandi i dag og að sögn mögnuðust deilurnar til muna í dag. Stúðningsmenn Brandts héldu því fram, að and- stæðingar hans notuðu sérafsögn- ina til að klekkja á honum per- sónulega með alls konar gróu- sögum um einkalíf hans. Brandt lýsti því einmitt yfir, að hann hefði m.a. sagt af sér til að koma i veg fyrir, að illgjarnir menn eyði- legðu sig i einkalffi og sem stjórn- málamann. Hins vegar lagði Brandt áherzlu á, að hann hefði ekkert að fela i einkalffi sínu, sem Framhald á bls. 2 7. Danmörk: Hartling mistókst aftur Kosningar verða 11. júní Kaupmannahöfn 13. maf, einkaskeyti til Mbl. frá Jörgen Harboe. I KVÖLD var Ijóst, aó viðræður rfkisstjórnar Paul Hartlings vió jafnaöarmenn og aóra þingflokka f Danmörku um málamiólunar- lausn í deilunni um sparnaðar- frumvarpiö, sem Hartling lagði fram í síöustu viku, voru komnar f strand og að Hartling neyddist til þess aö boða nýjar kosningar síödegis á morgun. Er gert ráð fyrir.aökosið verði 11. júní. Meðan á viðræðunum stóð í fundarherbergjum danska þings- ins söfnuðust um 40 þúsund verkamenn saman fyrir utan þinghúsbygginguna í mótmæla- skyni og tugþúsundir annarra verkamanna um gervallt landið gerðu verkfall i mótmælaskyni og kröfðust þess.að Hartling segði af sér. Hartling ræddi fyrst við leið- toga Jafnaðarmannaf lokksins, sem er stærsti þingflokkurinn, og kröföust þá jafnaðarmenn vissra breytinga í húsnæðismálum í staðinn fyrir stuóning við hærri tolla og söluskatt. Þessum kröfum visaði Hartling á bug og slitnaði þá upp úr viðræðunum. Hartling hóf þá viðræður við borgaraflokk- ana, sem veittu stjórn hans traustsyfirlýsingu í sl. viku, en Mogens Glistrup, formaður Fram- faraflokksins lýsti því yfir í kvöld, að flokkur sinn gæti ekki stutt frumvarp rfkisstjórnarinn- ar. Er þar með ljóst, að ekki er möguleiki fyrir stjórnina að fá meirihluta’í þinginu og hún mun því falla við atkvæðagreiðsluna á niorgun. Hartling hefur lýst því yfir, að fari svo, muni hann boða tíl nýrra kosninga. Virðist því ljóst, að kosningar verða í Dan- mörku 11. júni. Síðustu þingkosn- ingar fóru fram í Danmörku 4. desember sl. I frumvarpi stjórn- arinnar er gert ráð fyrir sölu- Italir fá að skilja Rómaborg. 13. maí, AP. LJÓST var f kvöld, er talningu var langt komiö í þjóðarat- kvæðagreióslunni á ítalfu um skilnaóarlögin umdeildu, að 59% kjósenda voru fylgjandi því, að lögin yróu látin gilda, en 41% á möti. Úrslitín eru mikió áfall fyrir kristilega demókrata, sem nutu stuðn- ings páfa í baráttunni og er talið víst, að Mariano Rumor verði að biójast lausnar fvrir sig og ráðuneyti sitt. skatts- og tollahækkun, sem tækja og rafmagns um allt að draga úr almannatrygginga- myndi hækka útsöluverð bifreiða, 33%. Auk þess átti að draga stór- greiðslum, greiðslum tíl mennta- bjórs, áfengis, tóbaks, heimilis- lega úr nkisútgjöidum með því að Framhald á bls. 27. Hagrannsóknarstjóri um efnahagsástandið: Háskaleg verðbólgu- hættuástand þróun „Við blasir háskaleg verðbólgu- þróun, sem stefnir atvinnuöryggi, lánstrausti þjóðarinnar erlendis og hagvexti í framtfðinni í hættu.“ Svo segir í hinni frægu skýrslu Jóns Sigurðssonar, hag- rannsóknarstjórá, til ríkis- stjórnarinnar um ástand og horf- ur í efnahagsmálum á árinu 1974. Hann segir ennfremur: ....... efnahagsveðramótin framund- an eru svo skörp og vandamál- in, sem þeim fylgja, svo alvarleg, að varla er of fast að orði kveðið, þótt ástandið framundan sé nefnt: hættuástand." í lokakafla skýrslunnar segir hagrannsóknarstjóri: „Það hættu- ástand, sem nú hefur skapazt í efnahagsmálum, kallar hins vegar á tafarlausar; aðgerðir, sem ekki þola bið. . .“ 60% HÆKKUN KAUPGJALDS Hagrannsóknarstjóri spáir því í skýrslu sinni, að á þessu ári muni kaupgjald hækka um 60%. Þar af áætlar hann, að kaupgjaldsvísi- talan muni hækka um 34,2% og að framfærslukostnaður hækki um 42,4%. Um þessa fyrirsjáanlegu þróun segirf skýrslunni: „Hérer um svo mikla hækkun að ræða, að ný og kröpp verðbólgualda hlýtur að rfsa í kjölfarið. . .“ STÓRFELLDUR TAP- REKSTUR ATVINNU- VEGANNA Hagrannsóknarstjóri spáir stór- felldum hallarekstri atvinnuveg- anna á þessu ári. Miðað við rekstrarskilyrði í apríl-maf spáir hann tapi á frystiiðnaðinum að upphæð 1100—1200 milljónir króna. En ef reiknað er með kaup- gjaldsvísitöluhækkunum fram í september og öðrum kostnaðar- hækkunum telur hann tap frysti- húsanna geta numið milli 2000—3000 milljónum króna á ári. I skýrslunni er talið að rekstrar- halli Q togaranna geti numið um 1000 milljónum á ári □ og bátaflotans um 700 milljónum króna á ári og er þá miðað við rekstrarskilyrði í haust. Miðað við þau skilyrði spáir hag- rannsóknarstjóri því, að tap f sjávarútvegi og fiskvinnslu geti numið 4000—5000 milljónum króna á ári. Um útflutningsiðnaðinn segir í skýrslunni: „Rekstrargrundvöll- ur útflutningsiðnaðar er því f þann veginn að bresta og þar með verðurþungt undirfæti tilþróun- ar nýrra iðngreina." GÍFURLEGUR VIÐSKIPTAHALLI Skv. skýrslu hagrannsöknar- stjóra má búast við fskyggilegri þróun í viðskiptum þjóðarinnar við útlönd eins og nú horfir. „Við- skiptahal linn stefnir í 7800 —8300 milljónir króna, sem bera má saman við viðskiptahalla 2600 milljónir árið 1973. . .“ segir ískýrslunni. Um gjaldeyrisstöðuna segir: „Reynslan það sem af er þessu ári gefur ekki ástæðu tíl bjai sýni, þvf á fyrstu þremur mánu um ársins hefur gjaldeyrisstaðf versnað um 2400 milljón króna." HALLI A RÍKISREKSTRI Loks segir í skýrslu hagrann- sóknarstjóra: „Fjárhagsstaða ríkissjóðs er engan veginn nógu traust og hætt er við verulegum halla á rfkisrekstrinum. Rekstrarhalli og fjárvöntun'kem- ur fram hjá mörgum opinberum fyrirtækjum og verðhækkunartil- felli hrannast uppfrekstri þeirra, sem vafalaust er ekki að fullu tekið tillit ti 1 i vísitöluspám hér að framan. Mikil fjárvöntun er hjá fjárfestingarlánasjóðum að óbreyttum útlánaáformum. Geysi- mikil aukning hefur verið í útlán- um bankanna á fyrstu mánuðum þessa árs þrátt fyrir það, að lausa- fjárstaða þeirra hefur farið ört versnandi. Vaxandi verðbólga og peningaþensla hefur þannig hald- izt íhendur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.