Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 273. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
13
Hvar er öll
gamla myntin?
Islenzkir myntsafnarar hafa
velt því töluvert fyrir sér hvaða
mynt hefir verið notuð hér á
landi á árunum frá um 1000 til
um 1800. Landnámsmennirnir
komu með hingað eitthvað af
silfri, bæði peningum og öðru
silfri sem notað var við verzlun.
Siifrið var þá vegið en ekki
talið í peningum, sem höfðu
eitthvað gildi, eins og nú i dag.
A þrettándu öld breytist þetta
víðast hvar í Evrópu og farið er
að slá peninga sem höfðu visst
gildi. Mér dettur í hug í þessu
sambandi kafli úr Njálu í hug.
Þar er Kári að hefna sín á
brennumönnum og er staddur á
Bretlandi. „Þenna myrgin gekk
Kolur Þorsteinsson (einn
brennumanna) í borg að kaupa
silfur. Hann hafði mest hæði-
yrði um brennuna. Kolur hafði
talað margt við frú eina ríka, og
var mjög í gadda slegið, að
hann niyndi fá hennar og setj-
ast þar. Þenna hinn sama morg-
un gekk Kári i borgina. Hann
kom þar að, er Kolur taldi silfr-
ið. Kári kenndi hann og hljóp
að honum með sverð brugðið og
hjó á hálsinn, en hann taldi
silfrið, og nefndi tíu höfuðið, er
það fauk af bolnum".
Samkyæmt því, er ég hefi les-
ið um víkingaaldarmynt og
verzlunarhætti þeirra tíma, var
allt silf ur vegið, eins og tekið er
fram í byrjun þessarar greinar.
A hinn bóginn mun Njáls saga
ekki hafa verið rituð fyrr en á
13. öldinni og þá er farið að
telja peningana. Sögnin að telja
getur auðvitað hafa þýtt annað
þá en hún þýðir i dag, en ef við
gerum ráð fyrir að hún hafi
þýtt það sama í þann tima er
Njála var rituð og nú, er greini-
legt að höfundur Njáls sögu
hefir ekki alveg gert sér grein
fyrir þvi á hvern hátt greiðslur
voru inntar af hendi á þeim
tima er Njáls saga gerist. Þessi
misskilningur er ekki bara i
Njálu heldur og i fleiri Islend-
ingasögum. Pétur Hoffmann
Salómonsson, sem ég held
kunni þær allar utanað ennþá,
hefir sagt mér af svipuð atviki í
Laxdælu. Auðvitað er ekki ger-
andi veður útaf svona smámun-
um heldur að nota þessi atriði
til að komast á sporið i leitinni
að þvi hvers konar mynt var i
notkun hér á landi á undan-
förnum öldum.
Ekki hefir mér orðið neitt
ágengt í leit minni að upplýs-
ingum um notkun peninga hér
á landi, nema frá því um 1800
eða svo. Sjálfsagt væri hægt að
komast að því með því að fara í
gegnum    stjórnartilskipanir
greitt fyrir störf þeirra en sýsl-
urnar eru frá þvi á 13. öldinni?
Hvernig greiddu Islendingar tí-
und til páfans (um Niðarós)?
Hvernig greiddu Hansakaup-
menn fyrir vörur er þeir létu af
fríðu. Um 1400 var Island mjög
mikilvægt fyrir Evrópubúa því
við seldum þeim lýsi, sem notað
var til að lýsa upp borgirnar,
sem voru að risa við strendur
Norðursjávar. Brennisteinninn
var líka mikilvæg útflutnings-
afurð á þeim tima því hann var
notaðurí sprengipúður. Ég á
erfitt með að trúa því að þarna
hafi eingöngu verið um vöru-
skipti að ræða. Það hljóta ein-
herjir peningar að hafa flotið
með. En hvar eru þá þessir pen-
ingar? Hvaðan getum við feng-
ið heimildir um þessi viðskipti?
Hefir orðið eftir eitthvað af
mynt frá þessum tíma, þó ekki
tveggja skildinga peningur frá 1711 sleginn af
Friðrik 4.
Danskur peningur, 1 mark frá dögum Kristjáns 5.
Sleginn 1676.____________________________________
danskar, hvernig þessu hefir
verið varið, en ég held að þann-
ig sé ekki auðvelt að komast
lengra aftur en til um 1700. Þá
vakna spurningarnar. Til dæm-
is: Hvernig var sýslumönnum
hendi við Islendinga? Hvernig
var varið viðskiptum Englend-
inga og Islendinga? Sjálfsagt
hefir megnið af þessum við-
skiptum verið vöruskiptaverzl-
un og tiundargreiðslur einnig i
se nema einn og einn pemngur
á stangli? Er hægt að fá upplýs-
ingar um þessa peninga. Þeir
gætu hafa verið í eigu einhverr-
ar fjölskyldu og það í mörg
hundruð ár. Þetta hafa að öll-
ufti líkindum verið silfurpen-
ingar. Ef einhverjir lesara
minna eiga eða vita um mjög
gamla peninga sem gætu verið
hingað komnir vegna viðskipta
við Hansakaupmenn, Englend-
inga eða aðrar þjóðir, eða vita
um gamla peninga, sem notaðir
hafa verið sem greiðsla fyrir
störf eða þjónustu hér á landi,
væri mikill fengur að þvi að fá
þá til athugunar. Það þarf ekki
að senda peningana. Bara setja
blað yfir þá og rissa yfir með
blýanti svo það komi sem bezt
fram á pappírnum mynstur
peningsins bæði á fram- og bak-
hlið. Helzt þarf að fylgja með
Mynt
eftir RAGNAR
BORG
saga hvers penings, hve lengi
hann hefir verið hér á landi og
hverjir hafa átt hann, svo langt
sem rakið verður.
Stjórn Myntsafnarafélags Is-
lands vill beita sér fyrir ráð-
stefnuhaldi á komanda vori,
þar sem fjallað verður um það
hvaða peningar muni hafa ver-
ið notaðir hér á landi á undan-
förnum öldum. Munu fræði-
menn verða fengnir til fyrir-
lestrahalds. En þetta er ekki
nóg. Vil ég þvi biðja alla, sem
eitthvað vita um sögur af mynt
frá því fyrir 1700 að láta til sín
heyra. Þetta mega vera miinn-
mælasögur, úr annálum, úr
bókum eða kvæðum eða nærri
hvað sem er sem getur orðið til
að upplýsa um notkun peninga
hér á landi . . . Skrifið mér eða
hringið til mín eða hittið mig og
hjálpið mér til að koma sem
mestum upplýsingum saman á
einn stað. Mikið af gömlu pen-
ingunum var innkallað og skil-
uðu menn þá sínum peningum
og fengu nýja, oft verri, pen-
inga í staðinn. Silfrið var einnig
oft notað til smíða og eru á
Þjóðminjasafninu margir hlut-
ir, skeiðar, gafflar, skrautmun-
ir og fleira, sem smíðað hefir
verið úr gömlum silfurpening-
um. Samt er kannske eitthvað
eftir. Af þeim peningum langar
mig að frétta til að reyna að
varpa ljósi á myntsögu Islands.
Ég heiti því á alla, leika sem
lærða, að leggja hönd á plóginn
með því að veita okkur upplýs-
ingar um mynt á Islandi fyrr á
öldum. Þetta á við bæði Reyk-
víkinga sem fólk úti á lands-
byggðinni. Hversu smátt, sem
það kann að virðast, gæti, þegar
safnast saman, orðið til þess að
varpa ljósi á myntsögu landsins
okkar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32