Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 2
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Til heiðurs Ólafi Björnssyni Frelsið, 1. hefði 1982 Útgefandi: Félag frjálshyggjumanna Ritstjóri: Hannes Hólmsteinn Gissurarson Fyrsta hefti Frelsisins 1982 er nýkomið út. Ritið er með svipuðu sniði ok síðastliðin tvö ár. Það er prentað á vandaðan pappír, nokk- uð af auglýsinKum, efnið skiptist í metíinatriðum í tvo flokka: rit- dóma um innlendar og erlendar hækur annars vej?ar og hins vegar t?reinar um ýmisleg efni. Viðanxs' efnin,.sem höfundar velja sér, eru af svipuðu tæi og áður. Það er yf- irlýstur til(?ant?ur ritsins að efla frjálshygnjuna að rökum, og það þarf entíinn að t?ant?a að því grufl- andi, hvaða sjónarmið eru á borð borin í því. Þetta hefti er engin undantekning. í þessu hefti er ein nýjung mið- að við fyrri hefti. Hún er viðtal við Ólaf Björnsson sjötugan. Það þarf engan að undra, að frjálshyggju- menn votti Ólafi virðingu sína. Þó ekki væri annað, þá er Ólafur þannig maður, að hann verðskuld- ar virðingu annarra. En hitt skipt- ir ekki síður máli, að Ólafur hefur staðfastlega beitt rökum frjáls- h.VKKjumanna málstað sínum til framdráttar á löngum ferli á sviði fræða og stjórnmála. Hann varð ungur fyrir áhrifum frá ritum von Misesar og Hayeks og sér þess víða stað í því, sem hann hefur látið frá sér fara. í þessu viðtali kemur ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt fram um feril Ólafs. Það hefur gengið sú saga, sem Ólafur játar raunar, að hann hafi ungur stúdent verið sósíalisti. Þá var kreppa og mikið atvinnuleysi. Ólafur segir frá einu atviki, sem breytti miklu um skoðanir hans. Þá hélt Halldór Laxness ræðu fyrir stúdenta í Kaupmannahöfn, nýkominn frá Moskvuréttarhöld- unum, og lofaði mannlíf í Ráð- stjórnarríkjunum og sérstaklega félaga Stalín. í lokin las hann þýð- ingu á kvæði um Stalín eftir Dsjamhúl. Ólafur segir um þenn- an fund: „Þetta erindi vakti mikla hrifningu, en ég laumaðist út und- ir lófatakinu, því að mér þótti nóg um þessa messu alla og um skýr- ingar skáldsins á réttarhöldunum og hét því að sækja slíkar athafnir ekki aftur. Það, sem gerst hafði áður, var, að ég hafði rekist á at- hyglisverð rit um sósíalisma eftir þá Ludwig von Mises, Friedrich A. Hayek og Lionel Robbins, sem all- ir eru kunnir hagfræðingar, lesið þau og sannfærst um, að sósíal- ismi væri óframkvæmanlegur í þeim skilningi, að ekki tækist að ná þeim markmiðum með honum, sem stefnt væri að. Þetta er það, sem hefur breytt mestu um mínar skoðanir um ævina.“ Það, sem veldur sinnaskiptum Ólafs er bæði skilningur á rökum, sem mæla gegn sósíalisma, og atvik, sem ofbjóða dómgreind hans, á borð við það, sem hann nefnir. Fyrir okkur, sem yngri erum og þekkjum þessa tíma einungis af afspurn, þá eru viðbrögð Ólafs á fundinum í Kaupmannahöfn lær- dómsrík. Þetta á kannski sérstak- lega við um þá, sem hneigjast til dómhörku um þessa tíma. Eitt af því, sem veldur oft efa um rétt- mæti dómhörkunnar, er, að hún stafi af því, að við sjáum atburð- ina úr fjarlægð, höfum gleggri upplýsingar um það, sem var að gerast, sem sýna, hvílíkum firnum sósíalistar héldu fram um Ráð- stjórnarríkin á þessum tíma. Sé þetta rétt, eiga sósíalistar skilið mildari dóma um skoðanir sínar og viðhorf, en þeir stundum fá. En dæmi Ólafs sýnir Ijóslega, að það blasti við honum þá, sem aðrir sáu ekki fyrr en löngu seinna, en hefðu átt að sjá miklu fyrr, og sumir hafa ekki séð enn. Almenn trú sósíalista og fjölmargra mennta- manna á Ráðstjórnarríkin á fjórða og fimmta áratugnum er því jafn óskiljanleg og fyrr. Líkist einna helzt almennri sefasýki, svo sljó var dómgreindin. Eins og við er að búast, ræðir Ólafur mikið um efnahagsmál. Hann segir: „Ég er þeirrar skoð- unar, að meginskýringin á sífelld- um efnahagsvandræðum íslend- inga og miklu meiri verðbólgu hér en í nágrannalöndunum liggi í ósamræminu sem hefir verið á milli stefnu stjórnvalda í pen- ingamálum og stefnu þeirra á öðr- um sviðum. — Ýmsir hafa að vísu Ólafur Björnsson telur meginskýr- inguna á verðbólgu hér á landi vera ósamræmi stefnu stjórnvalda í pen- ingamálum og stefnu á öðrum svið- um. haldið því fram, að takmörkun peningamagns sé illframkvæm- anleg í jafnopnu hagkerfi og hinu íslenska, en ég efast um þetta sjónarmið, að minnsta kosti ef gengisskráning er eðlileg. Ég tek það fram, að ég er ekki að álasa stjórnmálamönnum með þessum orðum. Þeir verða að sjálfsögðu að taka tillit til stjórnmálahagsmuna sinna, því að þeir eiga á hættu fylgistap, ef þeir framkvæma harðhenta peningastefnu, svipaða þeirri, sem hinn kunni bandaríski hagfræðingur Milton Friedman leggur til, þótt ég telji að vísu, að veita beri peningamagnskenningu hans meiri athygli en gert hefir verið." Þetta er forvitnileg skýring á verðbólgu hér á landi og er með nokkrum öðrum hætti en til að mynda skýring Jónasar H. Haralz í Velferðarríki á villigötum. Margt fleira kemur fram í viðtalinu við Ólaf. Greinar í þessu hefti Frelsisins eru fjórar. Dr. Guðmundur Magn- ússon ritar fróðlega og skarplega grein um bók Jónasar H. Haralz Velferðarríki á villigötum. Hann dregur fram ýmislegt í orðum Jón- asar, sem er þess virði að skoða nánar. Niðurstaða hans er þessi: „Ég tel, að enginn Islendingur með kosningarétt geti látið bókina fram hjá sér fara.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritar um ævisögu Ólafs Thors eftir Matthí- as Johannessen, sem út kom á síð- asta ári. Hannes lítur á stjórn- málaátökin á árunum 1927—1939 ekki einvörðungu sem stéttaátök. „Þetta var einnig barátta tveggja hugmynda um hlutverk ríkisins. Önnur var sú, að ríkið ætti að láta atvinnulífið afskiptalaust í flest- um efnum, dómstólarnir ættu að vera óháðir og fyrirtækin í séreign ... Hin hugmyndin um hlutverk ríkisins var, að það ætti að vera til að breyta tekjuskiptingunni, sem yrði til á markaðnum, tilteknum stéttum í hag, bændum sam- kvæmt skoðun Framsóknar- manna, verkamönnum í þéttbýli samkvæmt skoðun Alþýðuflokks- manna.“ Hannes fjallar síðan um tímabilið í ljósi þessara skoðana. Hann víkur að fjölmörgum efnum í tengslum við bókina. Þorvaldur Búason skrifar ítarlega grein, sem nefnist Sameignarfyrirbærið og fjallar um bók eftir rússneska stærðfræðinginn og andófsmann- inn ígor Safarevits, sem ber þetta heiti. í greininni rekur Þorvaldur niðurstöður Safarevits um kenn- ingar samhyggjumanna og sam- ræmið á milli þeirra og hinna sósíalísku ríkja. Hann rekur líka sögu kenninganna, sem koma fyrst fram í riti Platóns Ríkinu. Vilhjálmur Egilsson ritar grein- ina Tekjujöfnun. Hann leitast við að komast að niðurstöðu um, hvort tekjujöfnun sé réttlætanleg og að hve miklu marki. Það eru ágætar hugmyndir í greininni, en hún er ekki nógu vel stíluð. í heild er þetta hefti af Frelsinu vel heppnað. Þó bregður fyrir fleiri prentvillum, en ég hef séð þar áður. Guðmundur Heiðar Frímannsson Milliveggja- og loftklæðninga- framleiðsla í Þorlákshöfn: Helmingi fljótari uppsetning á milli- veggjum með mát- fyrirkomulaginu NÝVERH) fékk Edgar Guðmunds- son verkfræðistofa úthlutun úr Menningar- og framfarasjóði Lúð- víks Storr. Fékk verkfræðistofan 100 þús. kr., 50 þús. kr. styrk og 50 þús. kr. lán, vegna nýhiinnunar. Hef- ur verkfræðistofan hannað milli- ve8S' °B loftklæðningar sem fram- leiddar hafa verið í Mát hf. i Þor- lákshöfn. Það eru þeir Edgar Guð- mundsson verkfræðingur, Óli Ás- mundsson arkitekt og Hannes Gunnarsson byggingameistari, sem hafa hannað þetta. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita, hvort einhverj- ar nýjungar væru á döfinni hjá þeim. Þeir Edgar og Óli sögðu, að Mát hefði starfað í um 5 mánuði aust- ur í Þorlákshöfn. Þar væri fram- leitt efni, sem væri notað í milli- veggi og loftklæðningar og innan á útveggi. En ætlunin væri að nota þetta kerfi við hönnun útveggja. Framundan væri að byggja 170 m2 tilraunahús, sem væri viðbygging við verksmiðjuhúsið í Þorláks- höfn. Þetta hús yrði reist sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem þeir hefðu um aukna hagkvæmni í húsbyggingum. Væri það reist á þeirra eigin ábyrgð. Væri um að ræða nýjar gerðir af gluggum og hurðum, jafnframt nýrri lausn á hitakerfum í einingahúsum. í hús- inu ætluðu þeir sér að prófa ýmsar útfærslur meö milliveggi, sem væru á ýmsum þróunarstigum. Sumt væri á byrjunarstigi og ann- að á lokastigi. 30% sparnaður á hcildarkostnaði við upp- setningu milliveggja Þegar verið' er að setja upp milliveggi, þarf að negla stoðir fastar, síðan negla einangrunar- plötur eða þilplötur fastar á stoð- irnar. Eru um 75 naglar í hverri stoð með 60 cm millibili, svo það þarf mörg handtökin við neglingu. Eftir að búið er að „dúkka“ saum- inn inn, þá þarf að sparsla og slípa yfir. Allt þetta tekur mikinn tíma. En með mátfyrirkomulaginu, þá er enginn nagli notaður né þörf fyrir neitt sparsl upp í „dúkkgöt- in“, heldur eru aðeins leiðararnir festir upp í loft og í gólf. En síðan eru stoðirnar settar milli lofts og gólfs og því næst er komið með plöturnar, sem búið er að gera í eins konar geirneglingu og skorða 8toðirnar af. Verður því engin þörf á því að negla stoðirnar fastar né plöturnar, þar sem mátfyrirkomu- lagið heldur þessu föstu, og kemur síðan næsta plata við líkt og verið væri að byggja með „legókubb- um“. „Reynslan sýnir, að það er helmingi fljótlegra að segja þetta upp, sé miðað við hefðbundnar að- ferðir,“ sagði Edgar Guðmunds- son. Óli Ásmundsson sagði, að þeir hefðu í þennan stutta tíma sent út tilboð í 70 verk. Búið væri að taka 51 tilboði en engu hafnað. Þetta sýndi, að þeir gætu með þessari hagkvæmni náð verðinu niður um Hér standa þeir Óli Ásmundsson og Edgar Guðmundsson við millivegg frá Mát hf. i Þorlákshöfn. Þetta er milliveggur með hljóðeinangrunarplötu í milli. Þessi veggur er 46 desibila hljóðeinangrandi. Þannig heyrist hávaði, sem er allt að 46 desibil, ekki í gegn. 30% á heildarkostnaði við upp- setningu milliveggja, og ekki síður hversu fljótlegt þetta væri í upp- setningu. T.a.m. þar sem e.t.v. þyrfti siðar meir að breyta inn- réttingum á skrifstofum og víðar, þá þyrfti ekkert að líma stoðirnar og plötur. En ef þetta ætti að standa um mörg ár þá væri það frekar límt. En efni gæti notast þótt það væri tekið niður aftur allt að 90%. „Okkar markmið er að standa gegn innflutningi á ein- ingahúsum á þeim grundvelli, að um heilbrigða samkeppni verði að ræða. Við ætlum að ná almennum byggingarkostnaði niður um 20% með þessu. Og það er nú ekki neitt smáræði af heildarkostnaðinum.“ Það væri þeirra von með því að útfæra mátkerfið í útveggjum í tilraunahúsinu, þá kæmi þetta neytandanum til góða, og það væri fyrir mestu. Góð fyrirgreiðsla hjá hinu opinbera Edgar sagði reynslu manna af þeim sjóðum, sem ættu að fjár- magna nýjungar og nýhannanir, vera yfirleitt svona upp og ofan. En þeirra reynsla væri mjög góð. Undirbúningur verður að vera góður hvað varðar útfærslu og teikningar. Sumt er ekki nægilega undirbúið og oft kastað til hönd- unum við frágang. Það sé nauð- synlegt að fara ekki með hugmynd hráa og óútfærða til þessara manna, sem hefðu með fyrir- greiðslu að gera. Hugmyndir verða að vera vel studdar með teikningum, líkönum o.fl. En þeg- ar það væri komið, þá gæfist þetta mjög vel. Menn hefðu þá eitthvað í höndunum, sem unnt væri að ganga útfrá. Þess vegna væri þeirra reynsla góð. Iðnþróunarsjóður hefði stutt þá með ráðum og dáð, allt frá upp- hafi eða um 4 ára skeið. Húsnæð- isstofnun hefði sýnt mikinn vel- vilja og fyrirgreiðslu. Iðnaðar- ráðuneytið hefði stutt við bakið á þeim með styrkjum margvísleg- um, bæði beinum og óbeinum. Iðn- þróunarsjóður Suðurlands hefur veitt margháttaða aðstoð. Fleiri hefðu veitt góða fyrirgreiðslu m.a. Norræni iðnaðarsjóðurinn. Það væri afar mikilvægt að njóta þessarar fyrirgreiðslu, þar sem það væri langt í frá að vera á færi einstaklinga að fjármagna svona iðþnróunarverkefni hjálp- arlaust. Þetta væri fjárfrekt og ómetanlegt að finna þennan já- kvæða skilning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.