Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 266 Svo segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar (27. sálmur, 6 vers): Pílatus keisarans hræddist heift, ef honum yrði frá völdum steypt. Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann. Umsjónarmanni kemur Píl- atus ekki mikið við í bili, en hann lætur feitletra siðara hlutann af versi þessu í tilefni vondrar villu í 263. þætti (sjá ummæli Árna Gunnarssonar hér á eftir). Umsjónarmaður hafði að vísu nokkra tilburði til leiðréttingar strax í næsta þætti á eftir, en betur má, ef duga skal. Satt að segja er ég hissa á því, að fleiri skuli ekki hafa fundið að við mig en raun ber vitni. Stundum er gott að hafa ekki síma. Vini mínum, sem fyrstur sagði mér frá villunni, var svo mikið niðri fyrir, að hann brá fyrir sig orðinu bömmer (= skandall, stórhneyksli) þegar hann sagði mér frá ósköpun- um. Ég hafði sem sagt, eins og segir í síðasta þætti, blandað saman sögnunum að hlakka til og langa til. Kom þetta þannig út sem ég hefði þolfall með sögninni að hlakka, í stað nefnifalls, en slíkan rugling hef ég stundum verið að gagn- rýna hjá öðrum. Hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Eftir þessar afsakanir stendur þetta þá upp úr: „Ég hlakka til, en mig langar til“, er það sem segja skal. Það er ekki furða, þótt lesendur þáttarins verði undrandi, þegar þessu er ekki greinilega til skila haldið. Gef- um svo orðið einum þeim sem undraðist: Árni Gunnarsson í Garðabæ skrifar mér: „ósköp finnst mér leiðinlegt að það hefur farið fram hjá mér hvenær sögnin að hlakka til hætti að taka með sér nefnifall. En þetta má vel vera enda hefi ég dvalið erlendis í mörg ár. Kona nokkur, sem hefur verið að lesa sögu fyrir börnin í útvarpinu á morgnana, notar alls ekki nefnifall með þessari sögn, og fleiri „villur" finnst mér hún fara með í hverjum lestri...“ Hér grípur umsjónarmaður fram í fyrir bréfritara og seg- ist skilja skensið (sjá fyrr) enda sendi hann mér næstsíð- asta þátt klipptan út úr blað- inu með villunni merktri. Nóg um það. Árni Gunnarsson heldur áfram (umsjónarmanni til huggunar): „Annars þakka ég þér fyrir alla þætti um íslenskt mál, hvort sem er í blöðum eða út- varpi. Orðið sýr held ég mikið upp á og nota stundum í tali mínu. Sýrnes í Þingeyjarsýslu er líka enn býli. Dýralæknir sagði mér ný- lega að hann væri steinhættur að reyna að leiðrétta viðmæl- endur sína er þeir væru að tala um kýr. Beygingarvillur væru svo miklu algengari en að rétt væri farið með orðið kýr, því miður. Setning eins og þessi: „Það er kú hjá mér sem á að fara að bera en ..væri svo miklu algengari en að rétt væri með farið. Þetta er leið- inlegt vegna þess að satt er. En hvað er til ráða?“ Er þá lokið bréfi Árna. Fær- ir umsjónarmaður honum bestu þakkir. Hvað er til ráða? Ekkert annað en gefast ekki upp og fara alltaf rétt með orðin ær og kýr og flýja ekki yfir í rolla og belja. Slík þraut- seigja skal vera okkar ær og kýr. Hins vegar held ég að erf- itt verði að bjarga súnni, þótt orðið sé skemmtilegt, enda er gylta virðulegra en bæði belja og roila. ★ Þess var fyrr getið að gyðju- heitið Sif væri Sifjar í eignar- falli. í blaði fyrir skömmu mátti lesa í fyrirsögn: „Fyrsta sjúkraflug TF Sif“. Þarna finnst umsjónarmanni að átt hefði að standa: Fyrsta sjúkra- flug TF Sifjar. i. þáttur Maðurinn, sem kom í morgun, er farinn. Af hverju skyldum við kljúfa aðalsetningu undan- farandi málsgreinar með til- vísunarsetningunm sem kom í morgun? Af hverjum segjum við ekki: Maðurinn er farinn sem kom í morgun? Vegna þess, að okkur þykir nauðsyn til bera að tilvísunarfornafnið scm (eða er) standi sem næst orðinu sem það vísar til. Til- vísunin þarf að vera skýr. Hugsum okkur ennfremur eft- irfarandi málsgrein: Ég sá bfl á stæðinu sem mig langar í. Nú er ekki full-ljóst hvort mig lang- ar í bílinn eða stæðið. Til þess að gera tilvísunina skýra í þessu dæmi er hægt að bjarga sér með lausri einkunn, ábend- ingarfornafni, og segja: Ég sá bíl á götunni, þann sem mig langar í. En þetta er tilgerð- arlegt mál. Frjálsræði um orðaröð í íslensku leggur okkur til bestu úrlausnina: Á stæðinu sá ég bfi sem mig langar í. Tilvísunin er skýr, tilvísun- arfornafnið er við hliðina á orðinu sem það vísar til. Vont er, þegar menn taka upp á að láta sem og er vísa til heilla setninga. Mér er kennt að prófessor Þórhallur Vil- mundarson hafi nefnt þann stílgalla breiðvísun. Dæmi: Vegna fjárskorts gátu þau ekki séð sér farborða, sem er al- kunn staðreynd. Til þess að forðast þessa breiðvísun mætti segja: en það er alkunn stað- reynd. Best væri þó að snúa málsgreininni alveg við og segja: Sú staðreynd er alkunn, að þau gátu ekki séð sér far- borða vegna fjárskorts. ★ Hlymrekur handan skrifar mér fréttabréf og segir, eins og kerlingin, að nú ætli þeir að fara „að leika hann Eyvind, hérna Fjallavind". Hlymrekur endar svo fréttabréfið: Hún er komin að Hamri, 'ún Halla synd, við hana ég trússið mitt varla bind, enda bý ég á Flugá og hún leggur hug á hann Eyvind héma, æ hérna, Fjallavind. Bæjarstjóri Seltjarnarness: Tillaga um lækkun að- stöðugjalda í BÆJARSTJÓRN Seltjarnar- ness liggur fyrir tillaga frá Guð- mari Magnússyni bæjarfulltrúa um að aðstöðugjald fyrirtækja, sem eru í samkeppnisiðnaöi, verði lækkað á næsta fjárhags- ári, úr núgildandi 0,7% í 0,2%. Guðmar sagði í samtali við Mbl., að hugmyndin að baki til- lögunni væri sú, að auðvelda þessum fyrirtækjum harða sam- keppni við erlend fyrirtæki. Er- lendis þekktust slík gjöld ekki hjá samsvarandi fyrirtækjum. Þau væru fremur styrkt en hitt. Tillaga Guðmars verður tekin til afgreiðslu á bæjarstjórnar- fundi 19. desember nk. Þií svalar lestrarþörf dagsinsy ásí()um Moggans! Glæsileg húseign í Álftamýri Raðhús sem er 191 fm Á 1. hæö er stofa, boröstofa, eldhús, geymsla, gestasalerni og bílskúr. A efri hæö eru 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, baö og stórar svalir. Samþykktar teikningar aö blómaskála. Tilboö sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt „191“. MfrOBOR' Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæð. Símar: 25590 - 21682. OPIÐ í DAG KL. 12—18 Opiö á morgun, sunnudag, kl. 12—18 (OpiA virka daga kl. 9—21) Einstaklingsíbúð Viö Grundarstíg Ca. 35 fm risíbúð undir súð. Stórt „Stúdió-. Verö 600—650 þús. 2ja herb. Miöbær + bílskúr Austurberg + bílskúr A 3. hæð. Afbragðs ibúð. Ákv. sala Barónsstígur A 2. hæð i fjórbýlishúsl. Nýleg eign. Þvoftur á haeöinni. Verö 2 millj. Flúðasel + aukaherb i kjallara íbúöin er á 1. haBÖ hússins. Verö 1950 þús. Laus íbúðin er á 1. hæð nýbyggingar. Mikil sameign. öll frágengin. öll sameiginleg strax. þritaðkeypt Breióvangur Dalsel + aukaherb. i kjallara. Mjög vönduð A 1. hæð snotur ibúð. Verð 1250 þús. elgn. Frábær l|allasyn. Jovottur og búr Laus strax. Laugavegur Á 1. hæö í steinsteyptu fjölbýlishúsi Verö 1150 þús. Kópavogur innaf eldhúsi. Verö 2,3 millj. Vió Sundin Á 2. hæö í fjölbýlishúsi innst viö Kleppsveg. Verö 2,2 mlllj. Kleppsvegur i tjölbýlishúsi, óskast fyrir kaupanda A jarðhæð i tjófbýlishúsi. Einstaklega rúmgóö eign. (Laus fljótl). Verö sem er meö mjög góöar greiöslur. 3ja herb. Dúfnahólar Björt og falleg íbúö meö sa-svölum. íbúöin er á 5. hæö. Krummahólar Á 4. haaö í lyftublokk. Snotur og þægi- leg ibúö. Ákv. sala. Rauðarárstígur Á 1. hæö yfir kjallara. Lftil en góö ibúö. Verö 1150 þús. Spóahólar Á 1. hæö (sérgaröur). Afar þægileg AllSturborgin 1850—1900 þús. Melabraut 4ra herb. á miðhæö (þribýlishúsi). Bíl- skúrsréttur. Steinhús. Verð 1900 þús. Vesturberg 4ra herb. mjög rúmgóð. Sérgarður. Verð 1850 þús. Súluhólar Á 2. hœð. Svallr i vestur. 3 svefnherb.. stðr stofa. glæsileg eign. Laus strax. Verð 1900 þús. Raöhús íbúö. Verö 1650 þús. 4ra herb. 3x45 fm, samtals 145 fm á efstu hæö: 3 svefnherb. baöherb. 1. haBÖ, stofa eldhús m. borökrók, gengiö út í fallegan garö. í kjallara er þvottahús, stofa og svefnherb. Verö 2,4 millj. Sklpti koma til Kópavogur V» Alfhólsveg á 2. haáð. Verð 1900 þús. greina á 3ja herb. góðri ibúð. Lækjargata 2, (Nýja Bíóhúsinu) 5. hæð. Simar: 25590 og 21682. Brynjótfur Eyvindsson hdl. FASTEIGNAMIÐLUN, GOÐHEIMUM 15, SÍMAR: 68-79-66 — 68-79-67 Opió í dag frá kl. 1—4 HRAUNBÆR Góö 4ra—5 herb. ib., ca. 110 fm, aukaherb. í kj. HRAUNBÆR 90 fm góö ibúö á 2. hæö. Verö 1800 þús. HRAUNBÆR Góö 3ja herb. ibúö. Ákv. sala. Verö 1700 þús HAMRABORG 4ra herb. ib. á 1. hæö i þriggja hæöa blokk. 3 stór svefnherb., stór stofa. Falleg íbuö. Þvofta- hús á hæöinni. Sérhnðir VÍDIMELUR Góö 120 fm neöri sérhæö. Stórar stofur, góöur bilskúr. Verö 3,1 millj. NJÖRVASUND Mikiö endurnýjuö efri sérhæö ca. 120 fm. Verö 2,3 millj. kambasel Sérhæö meö 3 svetnh. Stór stofa, sér þv.hús og geymsla. Raðhús HLÍÐARBYGGÐ GARÐABÆ + GÓOUR BÍLSKÚR Glæsil. raöhús ca. 130 fm auk 30 fm ib.húsn. í kj. Stór og góöur bílsk. Skiþti mögul. á 3ja—4ra herb. ib. KLEIFARSEL — SKIPTI Á 4RA HERB. Vandaó 160 fm raöhús. 4—5 svefnherb., stórar stofur. Innb. bil- skúr. Óinnr. baöstofuloft. Skipti á 4ra herb. íbúö mögul. TORFUFELL — GLÆSILEGT RAÐHUS Glæsil. raöh., allar innr. nýjar, góöur bílsk. Skipti mögul. BREKKUTANGI — MOSFELLSSVEIT Vandaö 290 fm raöhús. 4 svefnherb., stórar stofur, 3ja herb. íb. i kj. Bilsk. Mikiö útsýni. Skipti mögul. BEKKUTANGI — MOSFELLSSVEIT 270 Im raöhús á 2 hæöum. Ólnnr. kjallarl. Laust strax. Einbýiishús HRYGGJARSEL + TVÖFALDUR BÍLSKÚR Glæsiiegt einb.hús viö Hryggjarsel ca. 230 fm. Stórar og glæsilegar stofur, 4 svefnherb., sfórt baö. Á jaröhæö er ca. 60 fm einstakl.ib. meö sérinng. Stór tvöf. bílskúr. Skiþti á 4ra—5 herb. ib. möguleg. SELJAHVERFI — GLÆSILEGT EINBYLISHUS Eitt af glæsíl. einb.húsum borgarinnar, ca. 230 fm. 4 svefnherb., glæsil stofur, fvöf. innb. bilsk. Uþpl aöeins á skrifst IÐNAÐAR- OG VERSLUNARHUSNÆDI viösvegar um borgina. Upplýsingar aöeins á skrifstofu. VANTAR EIGN í MOSFELLSSVEIT Höfum kaupanda að sérhæö eða gððu raöhúai í Mosfellssveit. HÖFUM KAUP. AD 4RA—5 HERB. IB. I HRAUNBÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.