Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 ^------------------------- Beljavsky reyndi til þrautar að I fella Jóhann út Á Skák '&r----------;--------------- Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson er kominn í áskorendakeppnina í skák eftir að hafa gert jafntefli við Alex- ander Beljavsky, skákmeistara Sovétríkjanna, í æsispennandi skák í síðustu umferð millisvæða- mótsins í Szirak. Fljótlega eftir að umferðin hófst kom í ljós að Jóhann yrði að treysta á sjálfan sig, því keppinautar hans fengu mjög góðar stöður og ijóst að Jóhann mætti alls ekki tapa fyir Beljavsky, til að komast áfram án aukakeppni. Eftir vel heppn- sj(»?a byijun missti Jóhann þráðinn og lenti í nokkrum erfiðleikum. Staða hans var hins vegar nokk- uð traust og hann varðist af seiglu og tókst að halda jafntefli í 48 leibjum. Þar með hafði hann sigrað á millisvæðamótinu ásamt Sovétmanninum Valery Salov. Þeir hlutu báðir 12'A vinning af 17 mögulegum. Þriðja sætinu deildu Ungveijinn Lajos Portisch og Englendingurinn John Nunn með 12 vinninga. Dvöl _/jpirra í Szirak er ekki lokið, þvf nú verða þeir að tefla sex skáka einvígi um þriðja sætið í áskorenda- keppninni. í næstu sætum koma síðan heimsfrægir skákmenn, sem eru úr leik. Beljavsky varð í fimmta sæti með 11 vinninga, Svíinn Ulf Andersson sjötti með IOV2 v. og Júgóslavinn óheppni, Ljubomir Ljubojevic, varð sjöundi með 10 v. Þessi stórglæsilegi árangur Jó- hanns er bezti eða næstbezti árangur sem íslendingur hefur náð í skák, í raun og veru er það aðeins fímmta til sjötta sæti Friðriks Ólafs- sonar á miilisvæðamótinu í Portoroz 1958 sem er í sama gæðaflokki. í þá daga var teflt um aðeins sex sjeti á einu millisvæðamóti, nú er teflt um níu á þremur og saman- burður á þessum glæsilegu afrekum er auðvitað ómögulegur. Jóhann fær nú mikið tækifæri Þessi árangur Jóhanns færir hon- um fyrst og fremst sæti í áskor- endakeppninni í Kanada í febrúar næstkomandi. Sú keppni fer fram með því sniði að fjórtán skákmenn tefla sjö einvígi, sex skákir hvert. í hóp þeirra sjö sem eftir verða bætist sá þeirra Kasparovs eða Karpovs sem tapar heimsmeistara- einvíginu í haust. Þessir átta tefla jfðan Qögur einvígi og þannig þrengist hópurinn þar til nýr áskor- andi heimsmeistarans er fundinn. Þeir sem unnið hafa sér rétt til þátttöku á áskorendamótinu eru þessir: Úr síðustu áskorendakeppni: Sovétmennimir Artur Jusupov, Andrei Sokolov, Rafael Vaganjan og Hollendingurinn Jan Timman. Úr millisvæðamótinu í Subotica í júlí: Englendingamir Nigel Short og Jonathan Speelman og Ungvetj- inn Gyula Sax. Úr millisvæðamótinu í Szirak: Jóhann Hjartarson og Valery Salov, Sovétrikjunum. Portisch og Nunn tefla einvígi um eitt sæti. Kanadamenn fá eitt sæti fyrir að halda mótið. Það fær eini stór- meistari þeirra, Kevin Spraggett. Úr millisvæðamótinu í Zagreb sem nú er nýhafíð koma síðan þrír skákmenn. Má vænta þess að Vikt- or Korchnoi verði einn þeirra, en Seirawan, Bandaríkjunum, Pol- ugajevsky, Sovétríkjunum og Nikolic, Júgóslavíu bítist um hin sætin. Af þessari upptalningu sézt að það skiptir miklu máli að dragast á móti réttum andstæðingi í fyrstu umferð og verður væntanlega dreg- ið næsta haust. Jóhann vann sér einnig rétt til þátttöku í nýrri keppni, heimsbikar- keppninni, sem hefur göngu sína á næsta ári. Hann mun á árunum 1988 og 1989 tefla á fjórum stór- mótum ásamt sterkustu skákmönn- um heims. Há verðlaun eru á mótunum, en einnig eru heildar- verðlaun í boði þar sem samanlagð- ur árangur gildir. Skák Jóhanns í síðustu umferð: Fyrir síðustu umferðina var ljóst að Jóhann væri öruggur ef hann gerði jafntefli og öll nótt var heldur ekki úti þótt hann tapaði. Ef Port- isch næði ekki að vinna Júgóslavann Velimirovic mátti Jóhann tapa. Það kom hins vegar strax í ljós að Jó- hann yrði að treysta á sjálfan sig. Eftir fáranlega mannsfóm Júgó- slavans í fjórtánda leik var aðeins tímaspursmál hvenær Portisch myndi innbyrða vinninginn. Salov vann einnig auðveldan sigur á Bou- aziz frá Túnis, eins og búist hafði verið við, en Nunn tókst ekki að knýja fram vinning gegn Banda- ríkjamanninum Christiansen og lauk skák þeirra með jafntefli. Þar með slökknaði veikur vonar- neisti Beljavskys, en þótt hann ætti enga möguleika sjálfíir tefldi hann stíft upp á vinning gegn Jóhanni. Fyrst hafnaði hann jafntefli eftir byrjunina, þótt staðan hans væri greinilega lakari og aftur rétt fyrir tímamörkin í 40. leik. Það var ekki fyrr en kóngamir vom einir eftir á borðinu ásamt peðum að hann bauð sjálfur jafntefli. Þessi eftirminnilega skák tefldist þannig: Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Beljavsky Hollensk vörn 1. d4 - f5 2. Rf3 - Rf6 3. g3 - g6 4. Bg2 - Bg7 5. 0-0 - 0-0 6. c4 - d6 7. Rc3 - De8!? Leningradafbrigðið í hollenskri vöm hefur nýlega verið endurlífgað með þessum athyglisverða leik, sem reynst hefur svarti vel upp á síðkastið. Þetta kom Jóhanni ekki á óvart, þeir Elvar höfðu legið yfír stöðunni á frídeginum á sunnudag- inn og undirbúið svarið gaumgæfí- lega: 8. Rd5!? Beljavsky hafði greinilega ekki átt von á þessum leik, því hugsaði hann sig um í hálfa klukkustund. Góðir leikir í stöð- unni eru 8. Db3 eða 8. d5. í skákinni Margeir Pétursson- Valkesalmi, á Norðurlandamót- inu i sumar, reyndi hvitur snarpa atlögu: 8. Hel!? — Df7 9. Rg5 — Dxc4 10. Bfl - Db4 11. a3 - Db6 12. e4 og staða er mjög tvísýn. Slík taflmennska kom auðvitað ekki til greina i þessari skák. Jóhann varð að hafa allt sitt á þurru. 8. —Rxd5 9. cxd5 — c6 Áður hefur verið leikið hér 9. — Db5 10. Rel sem hefur komið vel út á hvítt. 10. Db3 — cxd5 11. Dxd5+ — Kh8 12. Bd2 - Rc6 13. Bc3 - Bd7 14. Db3! • b c d • I g h Auk þess sem svarta peðið á b7 stendur nú í uppnámi, hótar hvítur nú óþyrmilega að leika d5. Eftir þann leik myndi svartur lenda í krappri vöm, svo Beljavsky ákveður að fóma peði til að losa um sig. 14. - e5! 15. dxe5 - dxe5 16. Dxb7 - Hb8 17. Dc7 - e4 18. Bxg7+? Jóhann var mjög óánægður með þennan leik eftir skákina. Mun sterkara var 18. Hfdl! — Hf7 19. Rg5 — He7, því þá þarf hvítur ekki að eyða tíma í valda peðið á b2, en getur leikið 20. Rh3, eða 20. h4 og svartur hefur engar bætur fyrir peðið. 18. - Kxg7 19. Hadl Hvítur leggur að vonum kapp á að halda í umframpeðið, en 19. Rg5 strax var e.t.v. betri leikur, því ekki gengur 19. — Hxb2 20. Hadl - Re5 21. Hd5. 19. - Hf7 20. Rg5 - He7 21. b3 - h6 22. Rh3 - g5 Bætur svarts fyrir peðsmissinn felast fyrst og fremst í því að hon- um hefur tekist að gera létta menn hvíts óvirka. Að öðm leyti er hvíta staðan hins vegar traust. 23. f4 - g4 24. Rf2 - Hb6 25. e3 - Df7 26. Hfel - Be6 27. Dd6 - Rb4 28. Dd2 - Df6 29. Bfl - Hc7 Jóhann Hjartarson, stórmeistari. Svarta staðan er orðin mjög virk og Beljavsky hótar nú að leika 30. — Hc2, sem myndi leiða til hartnær unnins endatafl á svart. Jóhann tekur nú mjög skynsamlega ákvörð- un, sérstaklega með tilliti til stöðunnar í mótinu og gefur peðið til baka. 30. Bc4! — Bxc4 31. bxc4 — Hxc4 32. Hcl — Hxcl 33. Hxcl Hvítur hefur náð að létta mikið á stöðunni með þessum uppskipt- um. Vegna ótraustrar kóngsstöðu sinnar sér Beljavsky sér þann kost vænstan að fara með fyrrum herskáan riddara sinn í vömina. 33. - Rc6 34. Rdl - Re7 35. Hc7 - Hd6 36. Dcl - a6 37. Rb2 - Kf8 38. Rc4 - Hc6 Þótt Beljavsky hafí um þessar mundir í skákinni hafnað jafnteflis- boði Jóhanns verður hann sjálfur að stofna til uppskipta. 39. Hxc6 - Rxc6 40. Da3+ - Re7 41. Re5 - De6 42. Dc5 - Dd5!? Ég var með Elvar í símanum þegar þessi kúnstugi leikur kom á sýningarborðið. Hann missti málið um stund, en tók síðan gleði sína aftur því nú þvingar hvítur augljós- lega fram jafntefli. 43. Rg6+ - Kg7 44. Dxe7+ - Kxg6 45. De8+ - Kg7 46. De7+ - Df7 47. Dxf7+ - Kxf7 48. Kf2 og eftir þennan leik bauð Beljavsky jafntefli, sem að sjálfsögðu var þeg- ið með þökkum. Þar með var „Jóhann sýndi örugga, ákveðna taflmennsku“ - segir Friðrik Ólafsson um sigur Jóhanns Hjartarsonar SIGUR Jóhanns Hjartarssonar stórmeistara á millisvæðamótinu í Szirca á sér eina hliðstæðu í íslenskri skáksögu. Árið 1958 tefldi Friðrik Ólafsson stórmeistari á millisvæðamótinu í Port- oroz í Júgóslavíu og hafnaði í 5.-6. sæti ásamt Bobby Fischer. Friðrik var þá 23 ára en Johann er 24 ára. Það var fjórða millisvæðamótið til undirbúnings heimsmeistarakeppninni frá stríðslokum og hið fyrsta þar sem Rússar höfðu ekki algera yfirburði. Fischer og Friðrik veittu Tahl og Petrosjan verðuga keppni, ásamt Júgóslavanum Gligoric og Benkö, landflótta Ungveija. „Samanburður á árangri okkar Jóhanns gegnir litlum tilgangi. Ég gleðst fyrst og fremst yfír hin- um glæsilega árangri hans og lít á sigurinn sem rökrétt skref í þeirri þróun sem orðið hefur í skáklistinni hér á landi frá því að ég keppti í Portoroz. Það má segja að með árangri mínum hafi ísland í fyrsta sinn látið verulega að sér kveða í skákheiminum. í sviðsljós- inu höfum við haldið okkur síðan," sagði Friðrik þegar blaðið ræddi við hann í gærdag. Leið Friðriks lá af millisvæða- mótinu í mót áskorenda þar sem átta þátttakendur kepptu um rétt- inn til að skora heimsmeistarann á hólm. Hann sagði að sér hefði gengið fremur ilia á mótinu. í hópi mótheijanna voru Rússamir Mikhail Tahl og Tigran Petrosjan, tilvonandi heimsmeistarar og Vas- il Smislov fyrrum heimsmeistari. Hlaut Friðrik sjöunda sætið. „Þetta var mikill uppgangstímí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.