Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 227. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunbiaðsins ' Ðretland Belgla -.U Frmasund' Parls* Strasbouri Nantes Dijorr Frakkland v Lyon* >- ‘Bordeaux f Nimes Toulouse Biíbao * Spánn ANDORR; llillllll! Bhkaja• IIMi wiarseilte Reuter Flóð íFrakklandi Knight-Bldder Graphics Network Ellefu manns hafa látist og margra er saknað í flóðum í frönsku borginni Nimes eftir fárveður í Suður-Frakk- landi á mánudag. Hér sést þegar verið er að bjarga bflflökum af botni skipaskurðar f borginni. Kosningar í Chile í dag: Stj ómarandstað- an óttast svikráð Santiago. Reuter. Stjórnarandstæðingar í Chile sögðust í gær óttast að Augusto Pinochet einræðisherra myndi annað hvort reyna að hindra fram- kvæmd kosninganna í dag eða lýsa niðurstöðu þeirra ómerka. Orð- rómur þar að lútandi gekk svo langt að Bandaríkjastjórn kallaði sendiherra Chfle í Washington á sinn fúnd til að leita skýringa á þessu. Yfirvöld í Chile hafa vísað þessum orðrómi á bug og segja hann „lævíslegt samsæri stjórnarandstöðunnar til þess fallið að blekkja erlendar ríkisstjómir". I kosningunum í dag greiða menn einungis atkvæði um það hvort Pinochet verður áfram við völd eða ekki. Einræðisherrann, 72 ára að aldri, sem verið hefur við völd frá árinu 1973, hefur heitið því að taka upp lýðræðislega stjómarhætti fái hann fylgi meirihluta kjósenda í kosningunum í dag. Annars hefur hann Iofað að láta af embætti í síðasta Iagi í mars árið 1990 og boða til fijálsra kosninga. Mörg hundruð erlendir sljóm- málaleiðtogar em komnir til lands- ins til að fylgjast með framkvæmd kosninganna í dag.. Þó fékk Arg- entínumaðurinn Adolfo Peres Es- quivel, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1980, ekki að fara um borð í flugvél frá Buenos Aires til Santiagao í dag að fyrirmælum sljómvalda í Chile. Mannréttindasamtök í Chile segja að rúmlega 1200 manns hafí verið handtekin undanfarinn mánuð síðan boðað var til kosninganna. Poul Schluter forsætisráðherra Danmerkur í stefiiuræðu: Talsmenn sljómarandstöðunnar, með 16 flokka innanborðs, segja að skoðanakannanir bendi til þess að Pinochet tapi kosningunum í dag með miklum mun en stjómin spáir naumum sigri hershöfðingjans. * Islands- heimsókn Wömers frestað Brussel, frá Kristófer M. Kristmssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. Heimsókn Manfreds Wörners framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins til íslands sem vera átti dagana 4. og 5. október hef- ur verið frestað um óákveðinn tíma. Hefð er fyrir því að nýskip- aður framkvæmdastjóri fari f kurteisisheimsóknir til höfiið- Hvorki svierúm til skatta- lækkana ne launahækkana Boðar samdrátt í ríkisútgjöldum og eflingu einkageirans Kaupmannahðfa. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL SchlUter, forsætisráð- herra Danmerkur, flutti í gær stefnuneðu sína við setningu danska þjóðþingsins. Hann sagði Sovétríkin: Gífurleg sprengingí lestarslysi Moskvu. Reuter. Vöruflutningalest, hlaðin sprengiefhum, rakst á koialest í borginni Sverdlovsk í Sovétríkjun- um í gærmorgun. Fjórir nær- staddir týndu lífi og mörg hundr- uð slösuðust í gifulegri spreng- ingu við áreksturinn. Sprengingin myndaði holu sem er 60 metrar í þvermál og 10 metra djúp. Slysið varð við skiptispor, skömmu fyrir dögun, að sögn TASS- fréttastofunnar sovésku. Hundruð manna í nágrenninu misstu heimili sín af völdum sprengingarinnar. Nær þijú hundruð manns slösuðust, þar af voru 87 lagðir á sjúkrahús. að þörf væri strangs aðhalds i efhahagsmálum, hvorki væri svigrúm til skattalækkana né kauphækkana. Danir yrðu að spara meira og búa sig nndir samdrátt í ríkisútgjöldum. „Brýnasta verkefiiið er að stöðva frekari skuldasöfimn erlendis," sagði Schliiter. „Árið 1987 námu erlendar skuldir 272 milþ'örðum króna [1822 milijarðar ísl. króna].“ Schliiter sagði að gera þyrfti breytingar á þremur þátt- um í dönsku efhahagslifi. Vinnu- markaðurinn væri of ósveigjan- legur, einkageirinn of lítill og hlutur hins opinbera of stór. í stefnuræðu sinni sagði forsæt- isráðherrann að minnihiutastjóm borgaraflokkanna væri með tillögur í undirbúningi um aukna einkavæð- ingu. Hann sagði að Danir hefðu ekki efiii á því að reka kerfi þar sem fimmti hver borgari á aldrinum 18 til 67 ára væri í raun á fram- færslu hins opinbera á einn eða annan máta. Schluter sagði að forsenda skattalækkana væri sú að útflutn- ingsvörur væm samkeppnishæfari, skrifræðið minnkaði, neysla drægist saman og almenningur borgaði í auknum mæli fyrir not af þjónustu hins opinbera. Forsætisráðherrann lagði áherslu á að Danir byggju sig vel undir sameiginlegan markað Evrópu- bandalagsins árið 1992 og ykju þátttökuna í vamarsamstarfi NATO-ríkja. Sænska þingið var einnig sett í gær. Ingvar Carlsson boðaði átak í umhverfismálum og lagði fram ráðherralista sinn. Sjá „Stjóm jafiiaðarmanna . .“ á bls. 24. borga aðildarríkjanna. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins kvaðst Wömer hlakka til að koma aftur til íslands, en hann ferðaðist um landið í hálfan mánuð fyrir þremur ámm. Þá var Wömer vamarmálaráðherra Vestur-Þýska- lands og ók um landið með konu sinni í bílaleigubíl. Wömer sagði að með því að láta í té aðstöðu á landi treystu íslend- ingar vamir Atlantshafsbandalags- ins og öryggi aðildarríkja þess, framlag þeirra væri mjög mikils virði. Rétt væri að hafa í huga að framlög til vamar- og öryggismála bæri að meta út frá fleiru en fjölda hermanna og stærð fjárframlaga til hemaðar. Frelsinu feginn „Ekkert er betra en frelsið. Ég er nyög glaður," sagði Indveijinn Mithileshwar Singh við frétta- menn eftir að honum var sleppt úr gíslingu í Libanon á mánudag. Hann hafði verið 20 mánuði í haldi by á samtökunum Heilagt stríð sem studd eru af írönum og beijast fyrir fijálsri Palestínu. Singh vildi lítið segja um aðbúnaðinn í prísundinni af ótta við að það kynni að skaða þijá Bandaríkja- menn sem voru í haldi á sama stað. í gær var ftogið með Singh frá Damaskus, höfúðborg Sýrlands, áleiðis til Bandaríkjanna. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði ekki samið við mannræningjana til að fá Singh lausan. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.