Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988
Norðurlandaráð um umhverfísmál:
m
Oánægja með tillögu
ráðheiranemdarinnar
,,Verður sennilega vísað frá" segir
Olafur G. Einarsson alþingismaður
Aukafiindur Norðurlandaráðs
um umhverfismál hefst í dag á
Helsingjaeyri í Danmörku og
verður þá gengið til atkvæða um
tillögu ráðherranemdarinnar
um hvernig dregið skuli úr sjáv-
armengun. Mikill styr stendur
um þessa tillögu og í viðtali við
Morgunblaðið sagði Ólafur G.
Einarsson alþingismaður, sem
sæti á í forsætisnemdinni, að
mörgum þætti hún ganga of
skammt. Kvaðst hann helst hall-
ast að því, að henni yrði visað
frá „með vinsamlegu orðalagi".
TiIIagan, sem norrænu umhverf-
ismálaráðherrarnir leggja fyrir
aukaþingið, er um það, að ríkis-
stjórnirnar leggi fyrir Norðurlanda-
ráð í febrúar-mars í vetur nákvæma
áætlun um það hvernig köfnunar-
efnis- og næringarsaltamengun
verði minnkuð um 50% fyrir 1995.
Olafur G. Einarsson sagði, að
margir væru ósáttir við þessa til-
lögu, sem ráðherranefndin hefði
breytt og gengi nú skemmra en
áður. Þá þætti þeim hafa verið
unmð að henni í of miklum flýti.
„Ég er ekki viss um hvernig at-
kvæðagreiðslan fer á þinginu í dag
en ég hallast helst að því, að henni
verði vísað frá með vinsamlegu
orðalagi," sagði Olafur. „Pólitíska
litrófið kemur hér dálítið við sögu.
Jafnaðarmenn vilja samþykkja til-
löguna eins og hún er en flestir
hinna flokkanna, hægriflokkarnir,
miðflokkarnir, vinstrisósíalistar og
umhverfísmálaflokkurinn sænski,
sem á hér einn fulltrúa, eru andvíg-
ír henni. Þeir vilja, að ný tillaga eða
þessi sama, sem hefur sumt til síns
ágætis, verði lögð fyrir Stokkhólms-
þingið í febrúar-mars í vetur. Það
á því ekki að tapast neinn tími og
unnt að hefja þessa vinnu strax."
Ólafur sagði, að flokkaskiptingin
væri raunar ekki alveg klippt og
skorin því að íhaldsflokkurinn
danski og miðflokkarnir ætluðu að
greiða tillögunni atkvæði. Afstaðan
færi því nokkuð eftir því hvort
flokkarnir ættu aðild að ríkisstjórn
eða ekki en auk þess hefðu Danir
nokkra sérstöðu og vildu fara hæg-
ar í sakirnar en aðrir.
Ólafur sagði að lokum, að fund-
arstjórn á þinginu í dag gæti orðið
nokkuð snúin. 73 væru á mælenda-
skrá og þyrfti því að takmarka
ræðutímann við fjórar mínútur.
Talsmenn nefndarinnar og ráð-
herrar fengju þó sjö mínútur.
Krítarkorta-
fyrirtæki
skattlögð
SKATTLAGNING á hagnað
krítarkortafyrírtækja er i undir-
búningi og yrði skattur þessi eitt-
hvað hærri en sá skattur, sem
lagður er á almenna bankastarf-
semi. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra skýrði frá
þessu á fundi á Akureyri fyrir
helgina.
Hann sagði m.a.:. „Skattlagning
á krítarkort var ein þeirra hug-
mynda, sem rædd var í minni fjár-
málaráðherratíð. Reyndar heyra slík
mál undir viðskiptaráðherra. Við
féllum frá þessu þá af verðlagsáhrif-
um, sem skattlagningin hefði haft í
for með sér," sagði Jón Baldvin.
Keflvíkingur KE kemur með loðnu til Siglufjarðar.
Morgunbtaðið/Matthías Jóhannsson
Loðnuveiði aðglæðast
TILKYNNT hafði verið um veiðar á 81.130
tonnum af loðnu síðdegis í gær. Um 20 loðnu-
skip eru á miðunum og fengu þau 20 til 100
tonna köst austan við Kolbeinsey í fyrrinótt,
að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns
loðnunefhdar.
Síðdegis í gær, þriðjudag, hafði Keflviking-
ur KE tilkynut um 230 tonn til Siglufjarðar
og Háberg GK 70 tonn til Krossaness. Á
mánudaginn tilkynnti Sunnuberg GK um 50
tonn til Siglufjarðar. Á sunnudaginn til-
kynnti Höfrungur AK um 100 tonn til Siglu-
fjarðar og Grindvíkingur GK 250* tonn til
Grindavíkur.
Þorskaflahámark dregið
saman um 10% á næsta ári
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi tilkynning frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu um há-
marksafla af helztu botnfiskteg-
undum við ísland á næsta ári.
Þar er gert ráð fýrir nokkrum
samdrætti í veiðum, en þó ekki
eins miklum og Hafrannsókna-
stofnun leggur til:
„Samkvæmt lögum nr. 3/198j8,
um stjórn fískveiða 1988-1990, skal
ráðuneytið fyrir 15. nóvember hvert
ár, að fengnum tíllögum Hafrann-
sóknastofunar, ákveða þann heild-
arafla, sem veiða má úr helstu botn-
fisktegundum á komandi ári. Ráðu-
neytið hefur í dag gefið út reglu-
gerð um aflakvóta fyrir fimm helstu
botnfisktegundir, sem veiddar eru
við ísland og skulu heimildir
íslenskra fiskiskipa til botnfiskveiða
á næsta ári miðast við aflakvóta:
Þorskur
Á yfirstandandi ári voru veiði-
heimildir þrengdar og þorskkvóti
lækkaður. Viðmiðunaraflinn var
ákveðinn 315 þús. lestir og var
stefnt að því að heildarþorskaflinn
yrði nálægt 350 þús. lestum. Ársafl-
inn á þorski stefnir nú í 355 til 360
þús. lestir. Hafrannsóknastofnun
telur að ef þorskstofninn eigi ekki
að fara minnkandi megi afli ekki
fara yfir 300 þús. lestir árin 1989
og 1990. Til að ná því marki þyrfti
að draga allt að 20% úr þorskafla
þegar á næsta ári. Miðað við ástand
efnahagsmála er svo mikill sam-
dráttur illmögulegur og hefur ráðu-
neytið því ákveðið, að samdráttur
mili ára verði rúm 10%. Viðmiðun-
armörkin hafa verið ákveðin 285
þús. lestir en vegna sveigjanleika
kerfisins gæti heildarþorskaflinn á
árinu 1989 orðið 325 þús. lestir.
Ljóst er að draga verður enn frekar
úr veiðum á árinu 1990 miðað við
óbreyttar forsendur.
Karfí
Aflaheimildir f karfa hafa farið
Ragnar Kjartansson:
í tileftii af ákæru í Hafskipsmáli
I TILEFNI af ákærum sérstaks
ríkissaksóknara i málum vegna
gjaldþrots Hafskips hf. óskar
Ragnar Kjartansson, fyrrverandi
stjórnarformaður Hafskips, eftir
þvi að eftirfarandi komi fram:
Hér á við sem endranær að spurt
skal að leikslokum, ekki vopnavið-
skiptum.
Enn á ný hljómar ákæra eins og
meðalglæpareyfari enda er mér enn
minnisstætt hliðstætt plagg í Kaffi-
baunamálinu og hver afdrif þess
urðu. Ég minni á orð fræðimannsins
og saksóknarans Jónatans Þór-
mundssonar í blaðaviðtali nýlega
er hann sagði: „Svo verða menn
að hafa í huga að þetta eru bara
ákærur." Það er einmitt kjarni
málsins, þetta eru bara ákærur og
Ijóst að prófessorinn vill láta reyna
á það sem hann kallar sjálfsagt
vafaatriði. Engu að síður er það
hart að þurfa endurtekið að sitja
undir blekkingarstimpli á meðan ég
veit betur og Jónatan sjálfur má
vita betur. Eg hef leyft mér að
kalla meðferð málsins nokkurs kon-
ar rússneska rúllettu eða réttar-
farslottó. Það er ómögulegt að vita
fyrirfram hvaða tölur koma upp í
þessu máli.
í ónýtu máli ákærði Hallvarður
ellefu menn en nú er þremur sleppt
og níu bætt við. Þetta kalla ég lottó.
Sem dæmi úr reikningsskila-
þætti, þá áttum við að hafa falsað
reikninga félagsins í fyrri ákæru
um 130-140 milljónir vegnaTneints
ofmats á skipum. Nú er þessi tala
komin niður í 40 milljónir án þess
að ég átti mig á þessum 100 milljón
króna mismun. I ónýtri meðferð
Hallvarðar er ég ákærður fyrir 148
fjárdráttarliði, nú er liðirnir hins
vegar 15 og svipaðrar upphæðar
og þrotabúið hefur samþykkt að ég
skuldajafni gagnvart því eða endur-
greiði. Þetta kalla ég lottó.
Upphaflegt fárviðri Hafskips-
málsins má að hluta rekja til áætl-
anafrávika. Á síðasta ársfjórðungi
1984 reyndust þau vera um 4% og
á fyrri hluta ársins 1985 um 8%.
Þetta leiddi meðal annars til ásak-
ana um blekkingar gagnvart banka
og hlutafjárkaupendum. Þessar
ásakanir komu frá skiptaráðendum
og bústjórum í upphafí árs 1986.
Síðan liðu nokkur misseri og þá var
kúvent af sömu aðilum enda lagði
bústjóri þrotabúsins fram 23 síðna
markvissa greinargerð í skiptarétti
þar sem kenningin um blekkingar
gagnvart hluthöfum var hrakin, lið
fyrir lið. Þetta kalla ég réttarfars-
legt lottó.
Það er reyndar einkar áhugav^rt
að skoða áætlunarmistök Hafskips
í ljósi nýrra upplýsinga um áætlun-
armistök ríkisins í fjárlögum 1987.
Þar reyndist skekkja, meðal annars
utanríkisráðuneytisins, vera rúm-
lega 100%, dómsmálaráðuneytisins
um 74%, auk fjölda annarra stofn-
ana og ráðuneyta sem léku á bilinu
50%, ýmist fyrir ofan eða neðan,
og var þó verðbólga á íslandi sýnu
minni á árinu 1987 en á árunum
1984 og 1985. Það sem kemur mér
yfírhöfuð mest á óvart í ákærunni
er að ekki skuli veragerðurgreinar-
munur á ásetningi og góðri trú en
það er reyndar eitt af undirstöðuat-
riðum refsiréttar.
Þá fæ ég einnig ekki skilið ákær-
ur á bankaráð Útvegsbanka íslands
og þess vegna á bankastjórnina.
Ef saksóknari telur að Hafskip hafí
blekkt bankann þá, fyrir það fyrsta,
virkar þetta  sem þversögn enda
held ég að fæstum detti í hug að
bankaráðið hafí unnið sér til sakar.
Miðað við töluverða þekkingu á
málinu og óhrekjanlega vitneskju
um að ekki var beitt vísvitandi
blekkingum fæ ég ekki annað séð
en nú eigi að taka við í þessu hring-
leikahúsi einhvers konar akademísk
prinsípmálaumfjöllun í þágu
íslensks refsiréttar.
Það er raunar mjög athyglisvert
fyrir okkur, leikmenn, sem stöndum
frammi fyrir frumskógi laga og
reglugerða sem gerðar eru á ein-
hvers konar kanselimáli, að iðulega
skilja ekki einu sinni lögmenn hvað
lögin þýða og sífellt þarf að leita
til dómstóla til að fá úr inntaki
þeirra skorið. Þetta er meðal ann-
ars hluti af því sem ég kalla réttar-
farslegt lottó.
Að lokum þessi spurning: Þar eð
Jónatan sér ástæðu til að ákæra
Útvegsbankamenn fyrir brot í opin-
beru starfí af hverju ákærði hann
þá ekki Hallvarð Einvarðsson ríkis-
saksóknara og fyrrverandi rann-
sóknarlögreglustjóra fyrir hliðstæð
brot óg í sumum tilfellum umtals-
verðari. Eru ekki allir jafnir fyrir
lögunum?
lækkandi undanfarin ár og miðast
heildarúthlutunin í ár við 85 þús.
lestir. Áætlað er að heildarkarfaafl-
inn á árinu 1988 verði 90 þús. lest-
ir. Hafrannsóknastofnun hefur lagt
til, að hámarksafli af karfa verði
75 þús. lestir á árinu 1989. Ráðu-
neytið hefur ákveðið, að samdráttur
í karfaveiðum verði rétt um 10%
og miðast því veiðiheimildir ársins
1989 við 77 þús. lesta heildarafla.
Ýsa
Aflaheimildir miðast við 65 þús.
lesta ýsuafla á árinu 1988. Áætlað
er, að veiðiheimildir nýtist ekki að
fullu og ýsuafli verði nálægt 50
þús. lestir á þessu ári. Hafrann-
sóknastofnun hefur lagt til, að
heildarafli á ýsu takmarkist við 60
þús. lestir árið 1989. Ráðuneytið
hefur ákveðið, að aflaheimildir á
næsta ári miðist við óbreytt magn
eða 65 þús. lesa ýsuafla.
Ufsi
Aflaheimildir miðast við 80 þús.
lesta ufsaafla á árinu 1988 og er
áætlað, að ufsaafli verði rétt um
70 þús. lestir í ár. Tillögur Hafrann-
sóknastofnunar fyrir árið 1989
miða að 80 þús. lesta ufsaafla og
hefur ráðuneytið ákveðið að afla-
heimildir verði óbreyttar milli ára.
Grálúða
Veiðiheimildir miðast við 30 þús.
tonna grálúðuafla á árinu 1988.
Sóknarmarksskip hafa til þessa
ekki sætt hámarki varðandi veiðar
á grálúðu og hefur sókn þeirra
aukist verulega í grálúðustofninn.
Benda áætlanir til, að ársaflinn
verði allt að 50 þús. lestum. Tillög-
ur Hafrannsóknastofnunar fyrir
1989 miða að 30 þús. lesta afla og
telur stofnunin, að veiði umfram
það magn leiði til minnkunar heild-
arstofnsins. Ráðuneytið hefur
ákveðið, að veiðiheimildir fyrir árið
1989 miðist við 30 þús. lesta grá-
lúðuafla. Jafnframt er talið óhjá-
kvæmilegt að stemma stigu við
ásókn sóknarmarksskipa í grálúðu-
stofninn með setningu sérstaks
hámarks í grálúðuveiðum sóknar-
marksskipa."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56