Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989
19
Húseigendafélagið stofhar skattadeild:
Lækkun skatts
af íbúðarhúsnæði
er allra hagur
- segir Þuríður Pálsdóttir söngkona
„VIÐ viljum vinna að því að
lækka eignaskatta, sem fólk
greiðir af íbúðarhúsnæði sínu,
því það er allra hagur. Eigna-
skattur var hækkaður stórlega
síðastliðið haust og sú hækkun
kom sérstaklega illa niður á ein-
staklingum," sagði Þuríður Páls-
dottir, söngkona, í samtali við
Morgunblaðið. í kvöld heldur
Húseigendafélagið fund, þar sem
stofnuð verður sérstök skatta-
deild ihnan félagsins, sem mun
beita sér fyrir lækkun eigna-
skattsins.
Þuríður hefur verið í forsvari
þess hóps, sem barist hefur fyrir
lækkun tignaskatta á íbúðarhús-
næði. „Einstaklingar eru í lægra
skattþrepi en hjón og greiða allt
að 3-4 sinnum hærri skatta af sams
konar skuldlausu húsnæði," sagði
hún. „Skattleysismörk einstaklinga
liggja við 2,5 milljóna skuldlausa
eign, en hjóna við 5 milljónir. Hærra
þrep skattsins er 7 milljónir hjá ein-
staklingum og það þarf ekki stóra
íbúð til að ná því verðmæti. Þar er
um hreina eignaupptöku að ræða.
Hins vegar er öllu sjaldgæfara að
hjón eigi skuldlausa eign upp á 14
milljónir og þurfi að greiða af henni
hærri skatt. Þá hefur fasteignamat
hækkað mjög mikið og er miklu
hærra á höfuðborgarsvæðinu en
landsbyggðinni. Þannig er fólki
mismunað eftir hjúskaparstöðu og
búsetu og ég tel það vera mun ódýr-
ara fyrir þjóðfélagið að einstakling-
um sé gert kleift að búa í húsnæði
sínu, en þurfi ekki að hrekjast úr
því."
Þuríður sagði, að þó eignaskatt-
urinn  hefði  oft  verið  kallaður_
„ekknaskattur" vegna þess hve illa
hann kæmi augljóslega við ekkjur
sem  eigi  skuldlausar  eignir,  þá
væri um hagsmunamál allra að
ræða. „Á fundinum í kvöld viljum
við sjá sem flesta, því þetta mál
kemur öllum við og við verðum að
standa vörð um sjálfsögð mannrétt-"
indi," sagði Þuríður Pálsdóttir.
Fundur Húseigendafélagsins í
kvöld verður haldinn í Iðnaðar-
mannahúsinu að Skipholti 70 og
hefst hann klukkan 20.
Alnæmi - stuðningur
- fræðsla - ráðgjöf
Námstema 27. september
Þuríður Pálsdóttir
ALNÆMI, stuðningur - fræðsla
- ráðgjöf - er yfirskrift námstefnu
sem Rauði kross íslands, lands-
nefnd um alæmisvarnir og Sam-
tök áhugafólks um alnæmisvand-
ann efna til í dag, miðvikudag, í
fundarsal Hótels Lindar að Rauð-
arárstíg 18, Reykjavík.
í frétt frá Rauða Kross íslands
segir að markmið námstefnunnar
sé að fjölga þeim aðilum á landinu
sem geta veitt nauðsynlegar upplýs-
ingar um málefni er varða alnæmi
og er hún einkum ætluð fólki í heil-
brigðisstéttum, lögreglumönnum,
sjúkraflutningamönnum og öðrum
Tómstundaskóli MFA:
Boðið upp á 61 námskeið á haustönn
HAUSTÖNN Tómstundaskóla
MFA hófst í gær þriðjudag og
stendur í tíu vikur. Verður að
venju boði upp á fjökla mismun-
andi námskeiða og eru þau að
þessu sinni 61 talsins. Má sem
dæmi  nefna  Sturlungunámskeið
Húsaleiga
hækkar
um 3,5%
LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði
og atvinnuhúsnæði sem sam-
kvæmt samningum fylgir
vísitölu húsnæðiskostnaðar
eða breytingum meðallauna
hækkar um 3,5% frá og með
1. október 1989 segir í frétta-
tilkynningu frá Hagstofu ís-
lands.
Reiknast þessi hækkun á þá
leigu sem er í september 1989
og leiga helst síðan óbreytt
næstu tvo mánuði, þ.e. í nóvem-
ber og desember 1989.
og námskeið er veitir innsýn í
heim fjármála. Kennsla fer fram
í Iðnskólanum og fer innritun fram
á skrifstoíu skólans að Skóla-
vörðustíg 28 frá klukkan 10-18
daglega.
Indriði G. Þorsteinsson, rithöfurid-
ur, er í forsvari fyrir fyrsta Sturlung-
unámskeiði Tómstundaskólans sem
ber heitið „Niðurlag Sturlunga". Á
námskeiðinu mun Indriði taka fyrir
sögu Sturlu, viðureign hans og Giss-
urar og endalok ættárveldis Sturl-
unga. Indriði mun m.a. varpa fram
spurningunni hvort Sturla Þórðarson
hafi verið fyrsti íslenski blaðamaður-
inn, en hann telur, að Sturla hafi
ritað samtíðarsögu sína eins og
blaðamaður myndi gera nú á tímum.
Námskeiðið fer fram með fyrir-
lestrum og umræðum en í kjölfar
þess verður efnt til ferðar á söguslóð-
ir eins og á fyrri námskeiðum skólans
í fornsögunum. Áður hefur þannig
verið farið á slóðir Njálu og Laxdælu
og m.a.s. til Færeyja og Orkneyja.
Stefnt er að því af hálfu skólans að
fá fleiri til liðs og taka fyrir aðra
þætti Sturlungu síðar í vetur.
Af öðrum námskeiðum skólans í
haust má nefna námskeið á sviði
handmennta, lista, tungumála og
fjölmiðlunar. Einnig hefst nú í fyrsta
sinn kvikmyndaumfjöllun sem skipt
verður eftir tegund kvikmynda. Þá
verða hagnýt námskeið í tengslum
við vinnuna 'og heimilisreksturinn..
Sem dæmi um nýjung má nefna
námskeiðið „Að rata um peninga-
frumskóginn", þar sem gefin verður
innsýn í heim fjármála.
Þróun samræmds efhahagssvæðis EB og EFTA:
Búist við að bandalögin
gangi til samningaviðræðna
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu hjá Evrópuráðinu
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sem nú fer með for-
mennsku í EFTA-ráðinu hélt ræðu hjá þingi Evrópuráðsins í Strass-
borg 23. september síðastliðinn, í tilefni þess að þingið fjallaði um
málefiii Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA). Sagði utanríkisráð-
herra m.a. að búist væri við því að sameiginlegur ráðherrafundur
EFTA og EB í lok ársins myndi ákveða að ganga til samningavið-
ræðna innan hins evrópska efhahagssvæðis sem bandalögin eiga
aðild að. Áður hafði Anders Björck, forseti þings Evrópuráðsins,
ávarpað utanríkisráðherra. Þar kom m.a. fram að um málefhi EFTA
væri fjallað með þessum hætti annað hvert ár. ÁheyrnarfuUtrúar
komu að þessu sinni frá Ungverjalandi, Póllandi, Sovétríkjunum og
Júgóslavíu.
h
Jón Baldvin rakti aðdraganda
þess að fjörkippur hefði komið í
samstarf Evrópubandalagsins (EB)
og EFTA. Á leiðtogafundi EFTA í
Ósló um miðjan mars hefði í loka-
yfirlýsingu verið gert ráð fyrir því,
„að samningaviðræður milli EFTA
og EB leiddu til fyllsta mögulega
samkomulags um óhindraðan flutn-
ing á vöru, þjónustu, fjármagni og
fólki, auk náinnar samvinnu á sviði
rannsókna og þróunar, mennta-
mála, umhverfismála og tæki til
félagslegra þátta samrunans og
samgangna með það að markmiði
að koma á einu samræmdu evr-
ópsku efnahagssvæði."
Jón Baldvin skýrði frá því að leið-
togar EB hefðu í júní sl. óskað eft-
ir því að á sameiginlegum ráðherra-
fundi EB og EFTA í Strassborg í
byrjun desember n.k. kæmu fram
raunhæfar niðurstöður þeirrar
könnunar sem nú fer fram. Jón
Baldvin • lýsti stöðu mála nú með .
þessum orðum: „Eins og lýst var í
Óslóaryfirlýsingunni hefur EFTA í
þessum fyrsta áfanga staðið við
skuldbindingar sínar og sýnt fram
á vilja til að athuga framtíðarsam-
vinnu við Evrópubandalagið sem
heildarverkefni. I upphafi viðræðn-
anna bað bandalagið okkur um að
kynna sameiginlega afstöðu EFTA
í ýmsum veigamiklum málum sem
vinnuhóparnir fjalla um fremur en
að endurtaka það sem þegar er vit-
að um afstöðu einstakra EFTA-
ríkja. Þessari áskorun var tekið af
EFrA og við höfum síðan í þessum
könnunarviðræðum sýnt fram á
möguleika EFTA-ríkjanna til að
koma fram sem samhljóða heild.
I viðræðum okkar hefur EFTA í
grundvallaratriðum samþykkt að
nota „acquis communautaire", þ.e.
það sem þegar hefur verið sam-
þykkt innan EB, sem grundvöll við-
ræðna um mögulegan samning.
Hins vegar verðum við að hafa í
huga að til eru svið, þar sem
EFTA-ríkin hafa ítarlegri reglur og
reglugerðir, og svið þar sem erfitt
er fyrir EFTA-ríkin að aðlaga sig
reglum bandalagsins að fullu."
Jón Baldvin vék að niðurstöðu
fjögurra vinnuhópa EB og EFTA
sem fjölluðu um ýmsar hliðar hugs-
anlegs samstarfs. Hann sagði að
vinnuhópur I, sem fjallaði um
óhindraðan flutning vöru, hefði
samþykkt að halda möguleikum
opnum á því hvort fríverslunar-
samningur eða tollabandalag væri
betri kostur innan hins evrópska
efnahagssvæðis, EES.
Vinnuhópur V er sá eini sem
ekki hefur lokið störfum en hann
fjallar um lagaleg og stofnanaleg
atriði. Jón Baldvin sagði að hópur-
inn mýndi fram í miðjan næsta
mánuð athuga eftirfarandi lagaleg
atriði: „Bein réttaráhrif, eftirlit og
fullnustu sameiginlegra reglna og
samræmda túlkun, leiðir til lausnar
deilumála, svo og skipulag og að-
ferðir við ákvarðanatöku innan evr-
ópska efnahagssvæðisins."
Sagði Jón Baldvin að búist væri
við því að næsti sameiginlegi ráð-
herrafundur EB og EFTA í desem-
ber myndi veita samþykki sitt fyrir
því að samningaviðræður hæfust
milli bandalaganna um þróun evr-
ópsks efnahagssvæðis.
þeim er vinna félagsleg störf.
Námstefnan verður sett klukkan
9 og fyrsti fyrirlesturinn er um al-
næmi og meðferðarmöguleikar
þess, sem Haraldur Briem, læknir
flytur. Auður Matthíasdóttir, fé-
lagsráðgjafi ræðir um félagslegan
stuðning Veturliði Guðnason um
alnæmi frá sjónarhóli aðstandenda,
Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri
fjallar um lög og reglugerðir varð-
andi alnæmi og Sigríður Jakobí-
nudóttir, hjúkrunarfræðingur kynn-
ir landsnefnd um alnæmisvarnir og
landsáætlun hennar.
Eftir hádegið fjallar Sten Petter-
son, gestafyrirlesari, um samkyn-
heigð og alnæmi og þýðir Guðrún
Gísladóttir mál hans á íslensku.
Hildur Helgadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur fjallar um ráðgjöf og stuðning
við smitaða.
Auk fyrirlestranna verður sýnt
efni af myndböndum og námsstefn-
unni lýkur með umræðum. Náms-
stefnuslit er áætluð klukkan 16.30..
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Verk eftir Áskel
Másson frumflutt
FYRSTU áskriftartónleikar Sin-
fóníubJjómsveitar íslands á fer-
tugasta starfsári hennar verða
fimmtudaginnn 28. september í
Háskólabíói og hefjast klukkan
20.30. Hljómsveitarstjóri verður
Petri Sakari, aðalhljómsveitar-
stjóri Sinfóníuhyómsveitarinnar
og einleikari Christian Lindberg,
básúnuleikari. Á efhisskránni
verða þrjú verk: Básúnukonsert
eftir Áskel Másson sem er frum-
flutt, Dóttir norðursins eftir Jean
Sibelius og Scheherazade eftir
Rimsky-Korsakoff.
í frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni
segir um básúnukonsert Áskels:
Áskell samdi konsertinn fyrir
Svíann Christian Lindberg fyrir um
tveimur árum. Christian Lindberg
lærði á básúnu 17 ára gamall og
19 ára var hann ráðinn til Konung-
legu óperuhljómsveitarinnar í
Stokkhólmi. Hann sat þó ekki lengi
í hljómsveit, heldur ákvað að reyna
fyrir sér sem einleikari á básúnu
og hefur, frá því hann kom fyrst
fram sem slíkur 25 ára gamall,
verið eftirsóttur víða um lönd. Hann
hefur m.a. leikið með Fílharmóníu-
sveitinni í Hong Kong-sinfóníu-
hljómsveitunum í Queensland og
Milwaukee og BBC-hljómsveitun-
um í Manchester og Wales, svo eitt-
hvað sé nefnt. Lindberg er braut-
ryðjandi sem einleikari á básúnu
og hefur einbeitt sér fyrst og f remst
Áskell Másson
að nútímatónlist og mörg nútíma-
skáld hafa skrifað verk fyrir hann."
Petri Sakari, aðalhljómsveitar-
stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar
hefur nú annað starfsár sitt með
hljómsveitinni. Starfsárið sem nú
er 'að hefjast er hið fertugasta í
sögu Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Þann 9. mars 1990 verða afmælis-
tónleikarnir og þess minnst að þá
verða 40 ár liðin síðan hljómsveitin
hélt sína fyrstu tónleika.
Viðskiptatækni 128 klst.
Markaðstækni 60 klst.
Fjármálatækni 60 klst.
Sölutækni      36 klst.
Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling
Viðskiptaskólinn
Borgartúni  24,   sími  62  66  55

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44