Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR 6 6. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogi alsírskra heittrúarmanna: Herinn með Japan: Veikindi raska spjöld og hrópuðu slagorð til stuðn- ings honum. Voru þeir látnir óáreitt- ir en á föstudag í síðustu viku og sl. þriðjudag var skotið á stuðnings- menn forsetans í Tbilisi og a.m.k. fjórir drepnir. Gamsakliúrdía segist enn forseti Georgíu Sér eftir að hafa ekki beitt stj órnarandstöðuna meiri hörku Tbilisi. Reuter. ZVIAD Gamsakhúrdía sagðist í gær enn vera forseti Georgíu og neit- aði að verða við kröfum uppreisnarmanna um að segja af sér. Ræddi hann við fréttamenn í landamæraborginni Idzhevan í Armeníu, en þangað flúði hann um heigina vegna árása á þinghúsið í höfuðborg Georgíu, Tbilisi, þar sem hann hafðist við. Gamsakhúrdía sagðist myndu beijast fyrir því að réttlætið næði fram að ganga í Georgíu og að lög- lega kjörin yfirvöld tækju þar aftur við völdum. „Við munum virkja þjóð- ina til þeirra verka og leita eftir stuðningi erlendra ríkja,“ sagði hann. Forsetinn var óspar á stóryrðin er hann fordæmdi uppreisnarmenn í Georgíu, sagði þá vera safn glæpa- • • Oryggisráð Sþ: Leiðtogafund- ur í bígerð Sameinudu þjóOunum. Reuter. BOUTROS Ghali, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna (Sþ), Iýsti í gær yfir stuðningi við hug- mynd Breta um leiðtogafund ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í lok mánaðarins. Hlutverk slíks fundar væri að endurmeta hlutverk Sþ að kalda stríðinu loknu, fjalla um aukið gildi sáttaumleitana af hálfu samtakanna og ræða leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu gereyðingavopna. manna, mafíósa og forréttindaklík- unnar sem fór með völd í Georgíu á meðan kommúnismi var þar við lýði. „ítök forréttindastéttarinnar reynd- ust lýðræðinu yfirsterkari. Mafían heldur sínu striki og er á góðri leið með að kollsigla Georgíu. Við verðum að hindra að framferði hennar verði notað sem fordæmi í öðrum lýðveld- um,“ sagði Gamsakhúrdía. Aðspurður um hver mistök hans hefðu verið sem leiddu til uppreisnar- innar sagði Gamsakhúrdía að líklega hefði hann verið of linur gagnvart svokallaðri stjórnarandstöðu, eins og hann komst að orði. „Ég reyndi ætíð að leysa allan ágreining við hana með friðsamlegum hætti, með því að fara samningaleiðina. En glæpa- mennirnir kunna ekki að meta slíkar aðferðir," sagði hann. Gamsakhúrdía sagðist ekki myndu biðja um pólitískt hæli í Armeníu, hann dveldist þar einungis til bráða- birgða áður en hann sneri aftur til Georgíu. Uppreisnarmenn í Tbilisi reyna nú að semja við armensk yfir- völd um framsal hans. Um eitt þúsund stuðningsmenn forsetans komu saman til klukku- stundarlangs fundar við járnbrautar- stöðina í Tbilisi í gær. Báru þeir myndir af Gamsakhúrdía og kröfu- viðbúnað fyr- ir kosningar Algeirsborg. Reuter. Abdelkader Hachani, leiðtogi alsírskra heittrúarmanna, segir fregnir hafa borist af því að her landsins sé með mikinn viðbúnað um allt landið. Stjórnvöld í land- inu og erlendir stjórnarer- indrekar hafa ekki staðfest að svo sé. Frelsissamtök íslams (FIS) unnu mikinn sigur í fyrri umferð þingkosninga skömmu fyrir ára- mót og er talið að flokkurinn muni einnig vinna seinni umferð kosninganna sem haldnar verða 16. janúar. Hachani sagðist óttast að hinn meinti viðbúnaður hersins væri lið- ur í áætlun stjórnvalda um að koma í veg fyrir að síðari umferðin yrði haldin. Enda benti ekkert til að stjómin væri farin að undirbúa kosningarnar. „Allt fram á þennan dag hefur ekki verið gefið upp hversu marga á að kjósa, ekki heldur hvernig á að kjósa eða hvernig fylgst vérður með kosning- unum. Það er ekki einu sinni vitað hvernig kjörseðlarnir munu líta út,“ sagði Hachani. Reuter Bush Bandaríkjaforseti veifar til nærstaddra á leið upp í bifreið sína sem flutti hann frá opinberri móttöku sem hann varð að yfirgefa í skyndi vegna bráðrar inflúensu. Júgóslavía: Vamarmálaráðherra víkur Zagreb. Reuter. The Daily Telegraph. VELJKO Kadijevic, varnarmála- ráðherra Júgóslavíu, sagði af sér í gær. Þótt sú ákvörðun hafi kom- ið degi eftir að þyrla Evrópuband- alagsins var skotin niður með finini manns innanborðs var vitað að ráðherrann hefur verið heilsu- veill og að eigin sögn óskaði hann á gamlársdag eftir að verða leyst- ur frá störfum. Ennfremur hefur það gerst að Zvonko Jurjevic, yfir- manni flughersins, var vikið frá störfum. Kadijevic er hálfur Kró- ati og hálfur Serbi og Juijevic er Króati og þykja mannabreyting- arnar styrkja tök Serba á sam- bandshcrnum. Eftirlitsmenn Evrópubandalagsins í Júgóslavíu ákváðu í gær að hætta störfum um óákveðinn tíma eftir að júgóslavnesk herþota hafði skotið eina af þyrlum þeirra niður með þeim afleiðingum að fimm manna áhöfn nýju fyrr en yfírstjórn hersins legði fram skýringar á því hvers vegna skotið var á þyriuna og tryggði að slíkt endurtæki sig ekki. Heimildar- menn innan flughers Júgóslavíu sögðu að herinn hefði hafið rannsókn á atvikinu. Fram hafa komið ýmsar kenningar um árásina. Nokkrir Kró- atar sögðu að Serbar hefðu staðið fyrir árásinni til að refsa Evrópu- bandalaginu fyrir loforð þess um að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Sló- veníu 15. janúar. Fjórir hinna látnu í þyrlunni voru Italir og sagði Gianni De Michelis utanríkisráðherra Ítalíu í gær að allt benti til að árásin hefði verið skipulögð til að spilla friðarvið- leitni í Júgóslavíu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda 50 friðar- gæsluliða til Júgóslavíu til að standa vörð um vopnahléssamkomulagið sem tók gildi fyrir viku. Veljko Kadijevic. hennar beið bana. Yfirmaður eftir- litssveitar EB, Joao Salgueiro, sagði að hún myndi ekki hefja störf að heimsókn Bush Tókýó. Reuter. The Daily Telegraph. DAGSKRÁ opinberrar heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta í Japan fór úr skorðum í gær er forsetinn kastaði upp, hné niður og féll í yfirlið í opinberri móttöku. Náfölum forsetanum var hjálpað á fætur nokkrum mínútum síðar og hraðaði hann sér heim til bústaðar síns. Að sögn lækna má kenna um bráðri inflúensu. Talsmenn forsetans segja að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af heilsu hans. Veikind- in hafa vakið spurningar í Bandarikjunum um hvort heilsuleysi og aldur, en Bush er 67 ára gamall, eigi eftir að verða forsetanum fjötur um fót í baráttunni fyrir næstu forsetakosningar sem nú er að hefjast. Fyrirhuguðum fundi Bush og forystumanna í japönsku og banda- rísku viðskiptalífi sem vera átti. í dag hefur verið aflýst. Taka á ákvörðun um það í dag hvort heim- sókninni ljúki fyrr en ætlað var. Áður en þetta atvik varð tóku Bush og Kiichi Miyazawa, forsætis- ráðherra Japans, stefnumótandi Hugmyndir um sendiráð Norðurlanda THORVALD Stoltenberg, ut- anríkisráðherra Noregs, vill að Norðurlöndin komi á lagg- irnar og reki sameiginleg sendiráð með, sameiginlegum sendiherrum í fyrrum lýðveld- um Sovétríkjanna. Þetta sjónarmið norska utan- ríkisráðherrans kemur fram í viðtali norska dagblaðsins Aft- enposten við hann í gær. Stolt- enberg greinir þar ennfremur frá því að hann ætli að leggja tillögu þessa efnis fyrir fund utanríkis- ráðherra Norðurianda sem hald- inn verður 20. janúar nk. Þess má geta að þýsk stjórn- völd hafa lagt til að ríki Evrópu- bandalagsins komi á fyrirkomu- lagi af þessu tagi, sameiginleg EB-sendiráð í fyrrum Sovétlýð- veldunum, þó að Rússlandi und- anskildu. ákvörðun um að beita sér í samein- ingu fyrir auknum hagvexti í iðn- ríkjunum og aðgerðum til að vinna bug á efnahagskreppunni í heimin- um. Brent Scowcroft, þjóðarörygg- isráðgjafi forsetans, sagði að leið- togarnir væru bjartsýnir á að þeir næðu samkomulagi um aukinn inn- flutning frá Bandaríkjunum til Jap- ans. Bush er í fjögurra daga heimsókn í Japan og hefur lagt ríka áherslu á að japanskir markaðir verði opn- aðir fyrir bandarískum innflutningi til að skapa atvinnutækifæri í Bandaríkjunum og binda enda á efnahagssamdráttinn, sem hefur dregið mjög úr líkunum á því að hann nái endurkjöri í forsetakosn- ingunum í nóvember. Bush ræddi við Kiichi Miyazawa í Akasaka-höll í Tókýó í gær og í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra eftir fundinn sagði að þeir hygðust skapa skil- yrði fyrir auknum hagvexti í heim- inum með samræmdum efnahags- aðgerðum heima fyrir. Japanir hygðust til að mynda skapa þenslu með opinberum fjárfestingum og vaxtalækkunum og auka þar með eftirspurnina eftir innfluttum varn- ingi. Miyazawa sagði að heimurinn þarfnaðist forystu Bush vegna óvissunnar í kjölfar hruns Sovétríkj- anna og mikilvægt væri fyrir Jap- ani að leggja sitt af mörkum til að bandaríski forsetinn þyrfti ekki að eyða öllum kröftum sínum í efna- hagsvandamál heima fyrir. Sjá frétt á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.