Tíminn - 27.08.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (22 arkir) árg. ' 4 \l. Fyrri hlutinn greiðist | fyrir lok marzm., en síðari I hlutinn fyrir útgöngu júlí- i [ TOHIWW. ( I Auglýsingar verða téknar í bl., 1 fyrir 3 /3 smáleturslínan, en J 2/3 stœrraletursl. Parfleg- \ ar ritgj. til almenningsheilla mánaðar 1874 til ábyrgðar- 1 mannsins. „Tímans í straumi stöndum, sterklega sem oss ber“. 1 verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 3. ár. Beykjavík, 27. ágúst 1874. 15,—16. blað. — SKIPAFREGN. 26. f. m. kom «Norrköping» eitt af herskipum Svía, og á því admíráll Lager- krantz, sendiherra Svíakonungs, til að veita mót- töku konungi vorum. — S. d. norskt herskip «Nordstjernen». — 29. s. m. «Albion» gufuskip frá Skotlandi, með 5 höfðingjum frá Bandaríkjun- um ásamt herra kand. theol. E. Magnússyni bóka- verði í Cambridge. — 30. s. m. kom konungur vor CHRISTIAN IIINN IX. ásamt Valdimar syni sínum og miklu föruneyti á gufufregátunni «Jyl- land», fylgdi þvi herskipið «IIeimdal». — S. d. «Osprey» lystiskip frá Skotlandi,. — 3. þ. mán. gufuskipið «Wiclow» frá Skotlandi, með því komu milli 20 og 30 manns, karlar og konur frá Eng- landi, ásamt frú Sigríði konu E. Magnússonar. Fór sumt af fólki þessi til Þingvalla. — 11. þ. mán. «Bien» skipst. Pedersen, lausakaupmaður með timburfarm frá Mandal. — EMBÆTTAVEITINGAR. Hinn 16. f. mán. hefur hans hálign konungurinn skipað dómsmála- stjóra Ch. S. Klein til að vera ráðgjafa fyrir ís- land. Hinn 8. ágúst er fyrrum assessor Benedikt Sveinsson settur 1 ár frá l.sept. næst kom. sýslu- maður í Þingeyjarsýslu. Eystra læknisumdæmið í Suðuramtinu er veitt 9. f. m. kand. med. & chir. Tómasi Hallgrímssyni frá Hólmum. KONUNGSKOMAN, ÞjOÐHÁTÍÐIN í REYKJAVÍK OG Á ÞlNGVÖLLCM. Síðan að «Timinn» kom út seinast hefur margt og mikið gjörzt, er uppi mun verða í sögu vorri um margar aldir, og sem aldrei mun fyrnast, jafn- vel þótt land vort með þjóð þess og máli líði undir lok. Eins og áður er drepið á hjer að ofan, kom konungur vor hingað hinn 30. f. m. með Valdimar syni sínum 16 ára að aldri, og föruneyti miklu á skipunum «Jylland» og «Heimdal», er höfnuðu sig hjer kl. 11, 55 mín. f. m., var þá skotið á herskipum þeim er láu hjer á höfninni mörgum skotum, konungi til virðingar. Auk frakknesku herskipanna, láu einnig á hðfninni, Þjóðverjar á herskipinu «Niobe», þá Svíar á herskipinu «Norr- köping» ogNorðmenn á herskipinu «Nordstjernen», er öll voru alsett veifum. Í bænum voru reistar stenguráflestum húsum með veifum, ogallvíðasettar út um gluggana. Bryggjan við verzlunarhús Iínudt- zons stórkaupmanns, var prýdd með veifum og fánum, og lyng- og blómsturkrönsum, er helztu frúr og meyjar bæjarins undir forustu barnaskóla- kennara H. E. Helgesen, höfðu safnað og fljett- að úr íslenzku lyngi og grösum. Efst á bryggju- sporðinum var reistur sigurbogi, klæddur að ofan rauðum dúki, með kórónu á erFrakkar höfðu gefið og búið til, fjórar veifur voru á boganum ásamt blómsturfljettingum. Kl. 2 e. m. stje konungur á land ásamt föruneyti sínu, gekk þá landshöfðingi vor H. Finsen ásamt stiptsyfirvöldunum, og öðr- um embættismönnum og fulltrúum bæjarins niður á bryggju þá er gjörð var í tilefni af komu konungs, austan við Knudtzons-bryggju, var sú bryggja svo haglega gjörð, að hún var á hjól- um, svo hún yrði undin upp eða ítt fram, eptir því sem stæði á flæði þá konungur kæmi, — til að veita honum viðtöku ásamt fylgdarliði hans. Fagnaði landshöfðingi honum í nafni lands og þjóðar með ávarpi einu er hann flutti konungi þar, þvf ávarpi tók konungur blíðlega, og kvað sæla þá stund er nú væri komin, er hann stigi fæti sínum á þetta land, og liti þá þjóð er hann með mikilli eptirvæntingu hefði girnzt að sjá. Yar þá lostið upp fugnaðarópi af öllum nærstöddnm bæj- arbúum, er flestir voru þar samankomnir; síðan 57

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.