Lögberg - 02.12.1926, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.12.1926, Blaðsíða 1
t PPnVIMfT TAKIÐ SARGENT STRŒTIS riVV/Tllll^Ci VAGN AÐ DYRUNIIM VAGN AÐ DYRUNUM NÆSTU VIKU Tom Mix og Tony í leiknum ‘The Great K. and a Train]Robbery‘ sem sýnir að Province hefir myndirnarj’ 39 ARGANGUR j Helztu heims-fréttir Canada. íhaldsflokkurinn í British Col- umbia hefir kosið sér nýjan leiö- toga og er hann Dr. S F. Tolmie. Var hann áður akuryrkjumála ráöherra í stjórn Sir Robert Bor- dens og síöar Arthur Meighens. Dr. Tolmie er British Columbia maður, fæddur þar og uppalinn og er sex- tugur aÖ aldri. Hann tilheyrði áöur frjálslynda flokknum og var kos- inn þfngmaöur til sambandsþings-' ins 1917. Þegar samsteypustjórnin sat að völdum. Hélt 'hann áfram a<5 vera-ráöherra eftir aö conservativar tóku við völdum og hefir fylgt þeim flokki síöan. Dr. Tolmie þyk^ ir mikilhæfur maður og hafa flokks menn hans tnikið traust á hixium. * » • Hon. Charles Dunning, járn- brautaráöherra hefir ráðið niann, sem Palmer heitir, til að kynna sér sem vandlegast alt, sem viðkemur höfnunum viÖ Nelson og Churchill árnar viö Hudson flóann og gefa á- lit sitt um þær. Hefir Mr. Palmer mikla revnslu í þessum efnum og er hann talinn manna fróðastur um alt, sem að höfnum og hafnagerð : lýtur. Má nú á öllu sjá að stjórn- inni er full alvara meö Hudsonflóa brautina og ætlar sér að flýta því verki alt sem hægt er. * * * Harry Cater hefir í tíunda sinn veriö kosinn borgarstjóri í Brandon, Man. Gagnsækjandi hans var í þetta sinn Dr. H. O. McDiarmid. Mr. Cater hlaut 554 atkvæða meirihluta og segir hann að það sé meiri at- kvæðamunur heldur en nokkru sinni fyr. * # * Það liggur við borð að 15,000 járnbrautamenn i Canada hefji verkfall, ef þeir fá ekki kröfum sínum framgengt, en kröturnar eru hér eins og vanalega hærra kaup. \ ilja járnbrautarmenn í Canada fá sama kaup, eins og þeir sem sams- konar vinnu stunda í Bandaríkjun- um-og er munurinn hér um bil 6%. Hafa verkamannafélögin falið leið- togum sínum alla meðferð þessa máls, en mikill rneiri hluti félags- manna hefir greitt atkvæði með því að hefja verkfall, ef þessi launa- : hækkun er ófáanleg. Sjálfsagt verð- | ur gert alt sem hægt er til að koma j hér sáttum á, áður en verkfall er hafið, því það mundi hafa mjög al- varlegar afleiðingar fyrir þetta land, ef járnbrautarlestirnar hættu að ganga reglulega, þó ekki væri nema um stutt skeið. Bandaríkin. Ofsaveður mikið gekk yfir nokk- urn hluta ríkjanna I.ouisiana, Ar- kansas og Missouri í vikunni sem leið og olli miklu tjóni. Mörg hús fuku og önnur mannvirki skemdust meira og tninna. Fréttirnar segja að yfir sjötiu manns hafi farist í þessu ofsaveðri og fjöldi meiðst. * * * Óneitanlega eiga þeir, sem vín- sölu stunda í Bandarkjununt. við mikla öröugleika að stríða. Nú hef- ir það ólán komið fyrir þá, að hæsti réttur ríkisins hefir úrskurðað, að með því að verzla meö vinföng brjóti menn lög rkisins, þar sem vinið er selt og einnig alríkis lögin og mégi því dæma þá fyrir af'brot sitt af tveimur dómstólum, þó lögfræðingar hafi skilið stjórnar- skrána þannig. að svo megi ekki vera. “Bootleggers” mega því búast við enn meiri sektum og öðrum kostnaði hér eftir en hingað til. • * ■ • í Richmcnd, California, hefir kona, að nafni Mrs. Mattie Chand-| ler, verið kosin borgarstjóri. Erj hún fyrsta konan, sem þar gegnir borgarstjóra embætti. Hún er 53 ára gömul; maður hennar er rak- ari og eiga þau eina dóttur. Mrs. Chandler segir, að meðan hún megi nokkru ráða, þá skuli hún sjá stuttpilsin í friði, hvað stutt sem þau séu og eins sé stúlkunum velkomið að reykja eins margal vmdlinga eins og þær vilji sín! vegna. Sér detti ekki í hug að1 leggja nokkrar hömlur á “ffelsi” fóiksins og það sé ekki nema svo sem sjálfsagt, að það fái að iifa eins og það vill. * * * Annie Oakley, sem fræg var um j alian heim fyrir það, hve vel hún kunni að skjóta af byssu og misti aldrei marks, er nýdáin. Hún var 68 ára að aldri og átti heima í GreenviIIe, Ohio. * * * Aukakosningar til öldun-gadeild- j arinnar fóru fram í ríkinu Maine h^nn 29. nóvember. Kosinn var 1 Arthur^R. Gould, republican, með miklum meiri hluta atkvæða fram yfir gagnsækjanda sinn, Fulton J.i Redman, democrat, og hafa r^- publicanar þar með meiri hluta atkvæða í öldungadeildinni, eða i 48, democratar 47 og bændur og ! verkamenn einn. Eins og kunnugt er, þá eru nú margir hinna svo nefndu Menno- nita að flytja sig burtu frá Mani- toba, eftir að hafa búið hér í hálfa öld. Þetta fólk hefir að mestu leyti haldið saman, búið út af fyrir sig, haft lítið saman viö annað fólk að sælda, enda er alveg ótrúlegt hve ólíkt þetta fólk er öðru fólki í landinú, þrátt fyrir það að hafa búið hér 50 ár, og því flest fætt og uppalið ‘hér. Mennirnir eru að vísu klæddir þkt og aðrir menn við erf- iðisvinnu, en iþeir eru flestir al- skeggjaðir, sem er heldur óvanalegt hér í landi. Kvenfólkið hefir alls ekki tekið upp stuttu pilsin eða drengjakollinn og enn nota þær koll- hettur og allavega lit sjöl á herðun- um. Flestir af mönnunum geta gert sig skiljanlega á ensku. en þekking þeirra á málinu er mjög ófullkom- in. J>að má heita undantekning, ef fullorðin kona getur talað ensku. Börnin, sem orðið hafa að ganga á innlenda skóla síðari árin, geta vit- anlega talað ensku, hafa orðið að laéra málið. Fólk það, sem hér er um að ræða 'hefir stundað búskap- inp af mikilli alúð og hefir að því leyti farnast mjög vel, en það hefir ekki samlagast öðru fólki í landinu og nú er það hópum saman að flytja burtu. ♦ * * William Middleton hét hálf tí- ræður'öldungur, sem nú er nýdá- inn í Toronto. Hann vann í 75 ár fyrir. sama félagið og mun því hafa verið flestum mönnum leng- ur í sömu vistinni. Vann fyrir hljóðfæra-félag í Toronto. Bretland. í ræðu, sem George Bernard Shaw hélt íyrir skömmu i London, ; sagði hann meðal annars, að ef verkamannaflokknum hepnaðist að ná yfirráðum í breska þinginu nú þegar og þar með stjórnartaumun- um, þá mundi sá flokkur engan veginn vera fær um að stjórna, vegna þess að nú séu innan þess flokks svo margir óeirðarseggir, að þeir myndu sundra flokknum, nema ef eitthvert stórmál kæmi fyrir, eins og t. d. skifting veraldar auðs- ins, sem flokkurinn gæti máské sameinast um. * * * Fyrir skömmu síðan var alment við því búist, að allir hlutaðeig- endur mundu fallast á síðustu til- lögur stjórnarinnar því viðvikj- andi að koma sáttum á út af kola- verkfallinu. En sú hefir þó orð- ið raunin á, að mikill meiri hluti r.ámamanna hafa neitað að fall- ast á þessar tillögur 0g hafa því engir samningar enn tekist milli verkamanna og námaeigendanna, og það er nú naumast búist við, að þeir muni takast fyrst um sinn. Hins vegar hafa nú fjöldi náma- manna aftur tekið til starfa, og þeim fjölgar stórkostlega á degi hverjum, en það er gert^án sam- þykkis námamanna s.ambandsins. Er því ekki annað sýnna nú, en að verkfallið m' taka enda á þann hátt, að mi ftur upp vinnu sína, á ’ ’ð um vinnukjörin sa.ni eigendanna annars vega., n námamanna sambandsins hin* vegar. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1926 Hvaðanœfa. Yfirhershöfðingi Þjóðverja, von Seekt, hefir orðið að segja af sér, vegna þess.oð það hefir komist upp að eldri sonur krónprinsins, Wil- helm, væri við heræfingar með einni af herdeildum ríkisins. Blöð- in gerðu þegar mikið veður út af þessu og hermálaráðherrann, Dr. Gessler, skipaði nefnd til að rann- saka málið, því herstjórnin vildi ekki kannast við að prinsinn væri iþarna sem reglulegur hermaður, heldur til að stunda líkamsæfingar sér til heilsubótar. Eftir að nefndin hafði rannsakað þetta mál, tjáði ekki lengur að neita því að prins- inn væri einn af hermönnum ríkis- ins og lagði yfirhershöfðinginn þá niður embætti sitt. Annars hefir jafnan verið álitið og er enn, að von Seeckt sé lýðveldinu trúr, þó að hann hafi hér gengið heldur langt til að geðjast vinum sínum. , * * * verða margir, sem lesa þessa lof- samlegu og vafalaust réttorðu grein um Mr. Thordarson. Greinhöfundurinn, Xeil M. j Clark,-hefir heim^ótt Mr. Thord- ; arson í Chicago og er mvndin tekin I þar sem hann sittir, með bók í hendi. í hinu afarstóra og merki- lega bókasafni sínu, en það er í sö’rnu byggingunni eins og skrif- stofur hans og verkstofur. Mestur hluti greinarinnar er sam- tal, sem X. M. Clark hefir haft við j Mr. Thordarson og skýrir hann 1 all-greinilega frá hinum vtri at- i ‘burðum lífs síns, að því er viðkem- 1 ur staríi hans og mentun. Mr. i Thordarson var aðeins 5 ára gam- ; all þegar hann fór frá íslandi með ; foreldrum sínum og þremur syst- kinum. Settist fjölskvldan fyrst a-ð ; i iMilvvaukee. Þar veiktist faðir I hans skömmu síðar og dó. en móð- j ir hans stóð uppi með fjögur börn. en engin efni. María drotning er lögð aP stað heim á leið, en hafði þó ekki lokið ferðalagi sínu um Bandaríkin. Konungurinn í Rumeniu. maður hennar, er hættulega veikur og því flýtir hún sér heim, sem mest hún má. íslenzkur söngfiokkur í Winnipeg. A það var litillega minst í síðasta blaði, að stofnaður hefði verið nýr íslenzkur söngílokkur hér í borg- inni, og mun það vafalaust hafa orðið öllum þeim, er íslenzkri söng- ment unna, hið mesta fagnaðarefni. Tæpast geta orðið deildar mein- ingar um nytsemi vestur-íslenzks söngflokks, ef alt gðngur, eins og ætlast er til, — hefði enþa vafalaust átt að hafa verið stofnaður fvrir löngu og starfræktur af fullri al- úð, þióðarbroti voru til vndis og uppbvggíngár. * . Uo margt einiægi1 áhugafólk stendur að söngflbkki þessum hinum nýja, að góðu einu virðist mega sp;í um framtíð hans. Það er fegurra hlutverk en svo. að lýst verði í fáupi orðum, að iðka sönglist og útbreiða hana meðal al- mennings. Getur slik viðleitni að- eins' haft það eitt í för með sér, er til sannrar huggöfgi miðar.og auk- ið fær á lífsánægjuna. Sönglistin, þessi dásanilega dís samræmisins, hefir sætt margan hugdapran manninn við lifið og kringumstæðurnar og mun svo enn gera í framtíð allri. Vafalaust ér oss íslendingum, engu síður en öðr- um mannflokkum. þörf á auknu samræmi innan vébanda þjóðfélags vors. En til þess að svo geti orðið. verður hljómlistin að skipa öndvegi það í samfélagslífinu, er henni sam- kvæmt sínum eigin eðlislögum ber. Stefnuskrá nýja söngflokksins blvt- ur því að verða samrœmi fvrst og síðast. “Alt á að mætast á einum stað, alt að samhljómnum stefnir. Hvern þann sem vann um æfi þar að eilífa lifsbókin nefnir.” Svo kemst skáldspekingurinn Einar Benediktsson að orði, er hann mintist Steingrirns heitins John- sens söngkennara við latínuskólann í Reykjavík. Að samhljómnum þeim stefnir alt, er á einhvern hátt dreif- ir dapurleik öræfaþagnarinna?“,'Og auðgar mannlifið að hljómgróðri samræmra sálna. Framkvæmdr.rnefnd hins nýja. ís- lenzka söngflokks fThe Icelandic Choral Societv of Winnipeg'), er þannig skipuð: Heiðursforseti — Hon. Thomas H. Johnson; forseti -—'Mrs. B. S. Benson; vara-forseti — Miss S. H’inriksson ; f jármálaritari — Miss E. Thorvaldson; bókavörður — Mr. Paul Johnson ; söngstjóri—Mr. H. Thorólfson. Xefnd til að velja sönglög—Mr. P. Bardal, Mr. D. Jónasson og-Mr. H. Thorólfson. Húsnefnd — Mr. S. Sigmar, Mrs. P. Guttormson og Mr. Árni Goodman. Fyrstu æfinguna heldur söng- flokkurinn á þriðjudagskveldið þann 11. janúar næstkomandi. C. H. Thordarson. Mánaðarritið, “The American magazine,” flytur i þessum mánuði (des. 1926J mvnd af C. H. Thord-1 arson í Chicago og langa og ítar- j lega grein um hann. Tímarit þetta hefir ákaflega mikla útbreiðslu, töluvert á þriðju miljón, svo þeir | “Fyrsta heimili okkar var í Dane sveitinni í Visconsin" segir Mr. Thordarson. “Hér fékk eg mina fyrstu mentun. Gekk ofurlítið í skóla í tvö sumur og lærði að lesa og var það öll skólagangan. seni eg naut i all-mörg ár. En íslendingar eru bókhneigðir að- eðlisfari og um þá er sagt. að þegar þeir fari í ferðalag. og hafi litil fararefni, þá séu þeir visir til að selja af sér föt- in til að fá peninga. en Jæir taki bækurnar sínar með sér. Við höfð um töluvert af islenzkum bókum. sem eg gat lesið, og eg las þær.” Eftir nokkurra ára dvöl þar eystra flutti fjölskvldan til Xorth Dakota og gekk Hjörtur Thordarson hér um bil alla leiðina, um þúsund mil- ur. þá þrettán ára gamall. í NT. Dak. var hann þangað til hann var 18 ára og naut lítillar skólamentunar á þeim árum, en þó nokkurrar og konist upp í 4 bekk barnaskólans. Fór hann þá til Chicago til systur sinnuivseir: '|tor \*r þ%-gi,’v og gekk hann þar á barnaskóla með tiu ára börnum. Fanst honum ]iað vitan- lega nokkuð auðmýkjandi, en kærði sig þó ekki rnikið þvi hug- urinn -var allur við að læra. afla sér þekkingar. Komst Jhann þar í gegnum sjöunda bekk barnaskói- ans, en varð þá að hætta allri skóla- göngu og fara-að vinna fvrir sér. Kaupið sem hann fékk fyrsta árið var aðeins $4.00 á viku, en hann komst af með það. og meira að segja, hann varði jafnan einum dollar af hverjum fjórum til að kaupa bækur. Þetta er óneitánlega merkilegt og lýsir manninum betur en flest annað. LTngur maður, sem getur varið f jórða hlutanúm af sín- um afar litlu laununt til að seðja fróðleikslangan sína, honum er á- reiðanlega alvara með að afla sér þekkingar. Mr. Thordarson fékk smátt og smátt meira kaup, en hann hélt á- fram að vera spa'rsamur og gat hann þannig dregið saman nokkur hundruð dollara, sém hann varði til ferðalaga. Lítur hann svo á að það hafi orðið sér til mikils gagns, auðg- að anda sinn og veitt sér kjark og áræði. Vann hann þó um tíma hjá öðrum eftir það, en þegar hann var 27 ára gamall giftist hann og byrj aði jafnframt að reka sína eigin atvinnu. En hann átti aðeins $75.00 til að byrja með. “Eg vildi engum ráða til að gera hið sama,” segir Mr. Thordarson, “en eg vildi held- ur engum ráða frá því. Mér hefir orðið þetta til góðs og eg vildi ekki hafa farið á mis við þá reynslu, sem eg hlaut, þ'egar alt gekk erfið- lega; lítið var að gera og ekki sýnd- ist annað framundan, en að alt ætl- aði að fara á höfuðið. Slík reynsla er mikils virði. Eg hefi oft veitt því eftirtekt, bæði hvað snertir tilraun- ir mínar og atvinnu, að þá hefi eg mest lært, þegar ýmislegt hefir gengið alt öðruvísi heldur en eg hafði búist við og vonast eftir. Þessir $75.00 sem eg byrjaði starf- rækslu mína með, eru allir þeir peningar, sem í fyrirt&kið hafa verið lagðir, auk þess' sem það I sjálft hefir gefið af sér. Eg lög- j gilti það síðar, en seldi aldrei nein j hlutabréf. Nú er svo komið, að við seljum vörur fyrir miljónir dollara ,,“Eg hafði aldrei mjög mikla örð- ugleika með að stjórna iðnaðar- fyrirtæki mínu. Held eg að það hafi verið mest af því að eg hafði lært sparsemi og lært hana í ströng- um skóla. Eg vissi að ef eg eyddi ekki meiru en eg hafði ráð á og vissi alt af hvar eg stóð, og fékk fullvirði þess, sem eg lét úti, þá gat eg ekki lent langt frá réttum vegi. Auk þess mætti telja vinnu- semi og góða hegðun.” Með góðri hegðun á Mr. Thordarson sérstak- lega við það, að breyta ráðvand- lega við alla og bregðast aldrei trausti þeirra, sem maður 'hefir við- skifti við. Eins og kunnugt er hefir Mr. Thordarson ávalt gefið sig við saf- fræðinni og hefir hann fengið um hundrað einkaleyfi fyrir uppfynd- ingum sínum í þeirri grein. Hefir hann mjög lagt sig fram um að bæta ýms áhöld og finna upp önn- ur ný, sem notuð eru á tilraunastof- um háskólanna víðsvegar hér í álfu og annarsstaðar. Segir Mr. Thord- arson að þetta hafi orðið sér til mikils gagns, því hann hafi þannig komist í kynni við fjölda af pró- fessorum, sem hann hafi lært mikið af, kannské meira heldur en þó I hann hefði verið í skóla hjá þeim. \Ir. Thordarson hlaut gullmedalíu fyrir uppfyndingar sínar bæði á veraldarsýningunni í St. Louis og eins í San Francisco. Höfundur ritgerðar þeirrar, sem hér hefir stuttlega verið sagt frá og ofurlítill útdráttur tekinn úr, endar | ritgerð sina á þessa leið. “C. H. Thordarson lauk aðeins I við sjötinda bekk barnaskólatis, en samt sem áðurer hann hámentaður maður. Er það vegna þess. að hann hefir ávalt lagt sig eftir að læra af öðrum mönnum, eða hverju því, sept hann gat eitthvað- lært af — háskóla prófessorum, ferðalögum, sínum eigin tilraunum og af bók- um. Og þessvegna er það, að það eru nú aðeins örfáir menn í Banda- j ríkjunum, sem standa honum jafn- fætis í vísindalegri þekkingu.” Or bœnum. Vill sá, er fékk “Nýja sáttmála” lánaðan hjá ritstjóra Lögbergs,! gera honum þann greiða að skila bókinni aftur hið fyrsta. Næsti “Helga magra” fundur verður haldinn þ. 7. þ.m. (þriðju-; dag) í húsi J. G. Thorgeirssonar, 662 Ross Ave. — Áríðandi að allir félagsmenn mæti. I Mr. og Mrs. J. S. Gillis, frá Brown P. O., Man., eru stödd í borgdnni um þessar mundir. Sit- ur Mr. Gillis mót sveitarfélaga sambandsins í Manitoba, það er nú stendur yfir í St. Boniface. Fræ íslandi kom á miðvikudag- inn i síðustu viku, Garðar Guð- mundsson, frá Akureyri. Hann hefir í átta ár verið loftskeyta- maður á skipinu Gullfoss. Garðar er sonur Guðmundar Vigfússon- ar, fyrrum kaupmanns á kureyri, og bróðursonur Ms. S. W. Melsted í Winnipeg. Heiðingjatrúboðsfélagið heldur fund á þriðjudagskveldið hinn 7. þ.m. kl. 8.30 að heimili Mrs. John- son, Ste. 18, Nova Villa Apts., á Sherbrooke St. Mrs. ILára Brown, frá Swan. River, Man., kom til borgarinnar á laugardaginn ásamt syni sínum ársgömlum, og dvelur hér hjá for- eldrum sínum, að 724 Beverley St., fram yfir jól. S. G. Johnson, eigandi Drexel Hotel, Cor. 3rd and James St., Seattle, Wash., er glaður að taka á móti og leiðbeina löndum sínum. Hrein og björt herbergi (Steam heat), mjög sanngjarnir prísar. Miss Elizabet Eggertína Sigur- jónsson, dóttir Mr. og Mrs. S. Sig urjónsson að 724 Beverley Str., sem nú hefir nýskeð lokið námi í hjúkrunarfræði á Almenna spít- alanum í Winnipeg, fór á þriðju- daginn í þessari viku til Shoal Lake, Man., og ætlar hún að stunda hjúkrun við sjúkrahæli þar í bænum. Stúdentafélagið hefir ákveðið að hafa “Toboggan Party” næsta laugardag í River Park. Allir þelr sem vilja fara, eru beðnir að koma saman hjá Jóns Bjarnasonar skóla klukkan 7.15. Nauðsynlegt er, að hver hafi með sér 30 cents og “car fare”. Allir velkomnir. Veiting- ar á eftir^—Ritari. Hátíðamessur við Manitobavatn; Á jóladaginn: í húsi Sig. Sigurðs- sonar við Dolly Bay, kl. 2 e. h. Á nýársdag: á Weedy Point, á sama Jíma dags. S. S. C. Jóns Sigurðssonar félagið held- ur fund að heiníili Mrs. J. K. John- son, 352 McGee St. á þriðjudag- ínn í næstu viku. Fundurinn byrj- ar kl. 8 að kveldinu. I! NUMER 48 íslendingar eru vinsamlega beðn- ir að veita athygli auglýsingunni frá Jóns Sigurðssonar félaginu um hið niðursetta verð á Minning- arriti íslenzkra hermanna. Á- nægjulegri jólagjöf getur vart. Félagið lagði í feikna kostnað við útgáfu bókarinnar og verðskuldar sannarlega, að fá hann endur- greiddan. Notið kostaboð það, er hér «m ræðir og senöið pantanir að bókinni sem allra fyrst til Mrs. P. S. Pálsson, 715 Banning St. Madam (Kollantay. Um þessa rússnesku konu hafa mörg blöð og tímarit margt að segja, nú síðustu vikurnar. Hún gegnir nú sendiherra störfum í Mexico fyrir Soviet stjórnina á Rússlandi og hefir áður gegnt samskonar embætti í Noregi. Er það nýjung út af fyrir sig, að konu sé veitt slíkt embætti, nokk- . , , , urs staðar í heiminum, og því ekki Athygh skal her með dregin að undarlegt, þó mörgum sé forvitni auglysingunm, sem birtist í þessul . s ... .0, . , . , blaði, um skemtisamkomu a f vita eitthvað um þa konu, sem Young Men’s Lutheran Club, efn-|shku embætti gegmr. Annað er ir til í Goodtemplarahúsinu, mánu- hitt’ að kona þessi sótti um leyfi dagskveldið þann 6. þ.m., klukkanjtTl að meSa íerðast um Bandarík- fimtán mínútu’r eftir átta. Verð-] iu á leið sinni til Mexico, en var ur þar margt til skemtana, svo j synjað um að mega stíga þar á sem leikir, dans og fleira. Kemur land. Hafa mörg blöð og timarit þar meðal annars fram stórmerk- í Bandaríkjunum margt um þá ur töframaður, er fólk vafalaust, neitun að segja og sýnist sitt hefir anægju af að kynnast. 'h ..... Styðjið gott málefni, með því að fjölmenna á skemtisamkomu Dorothy Thompson, fréttaritari Þessa- ' • [ blaðsins “New York Evening Fost”, telur Madame Kollantay Skipið Frederik VIII, sem fór hina merkilegustu konu, sem nú frá Kapmannahöfn hinn 19. nóv- sé uppi á Rússlandi og lýsir henni og frá Oslo hinn 20., kom til New þannig, að hún sé lítill kvenmað- York 29. nóv. með 400 farþegja til ur, með ljósbrúnt hár, sem nú sé Bandaríkjanna. Skipið fer frá farið dálítið að grána; hefir grá segja og eins og gengur. New York 8. desember og frá Halifax hinn 10. beint til Christi- ansand, Oslo og Kaupmannahafn- ar. Með skipinu verða fjöld'i far- þega, sem eru að fara skemtiferð til Norðurlanda fyrir jólin. Það er enn hægt að fá far með skip- inu, en fólk þarf að biðja um Þa<5! telJg. sem allra fyrst. Þeir, sem fara með þessari ferð skipsins frá Vestur-Canada, fara frá Winni- peg hinn 6. des. kl. 10 að morgn- inum og segir umboðsmaður Scan- dinavian-American línunnar hér að þeir séu all-margir. augu, lítið nef og sé mjög munn- fríð; tali sex tungumál og öll á- gætlega vel. Y George R. Witte skrifar um konu þessa í “Evening World” og er það, sem hér fer á eftir, þaðan Foreldrar Madame Kollantay tilheyrðu heldra fólkinu og voru mikils metin í samkvæmislífinu. Það er því sérstaklega merkilegt, að dóttir þeirra skyldi taka þá stefnu, sem hún hefir gert. Hún er gáfuð kona og útlit hennar og Þá, sem sent hafa mér pantanir j framkoma er þannig, að hún vek- fyrir Kanamori og Sundar ur þegar eftirtekt. Skilningur Smgh bið eg að hafa það hug-;hennar á viðskiftalífinu er mjög íast, að bækur þessar hefi eg nu ... . ., . . , , ekki handhsarar, bví eins og ú>g g.]oggur’ hu?sJonlr henuar sk>’rar tók fram í Lógb. um daginn, fékk1 og hún sér vel hvað verða vil1 og eg að eins eitt eintak sem sýnis-;hefir £ott la? a að koma vel ar horn af “Sundar” og ein þrjú til! smni fyrir borð. Madame Kollan- sölu af “Kanamori”, sem sfrax tay hefir mikið af hinum sömu voru gripin upp. Eg hefi nú pant- andlegu hæfileikum eins og Ma- að nokkuð af bókunum, og vonast ^dame de Stael, sem á sinni tíð lék eftir að fá þær um eða eftir jólin. svo þýðingarmikið hlutverk, bak Strax og eg fæ þær, sendi eg á-; vjg tjöldin) a stjórnmálaleiksviði skrifendum þær. Eg hefi nu fa- Frakklands. Hún er glæsileg og eina eldn arganga “Bjarma sem , , eg get gefið nýjum áskrifendum kann- agmtleKa að koma fHir S1? í kaupbæti. Verðið er $1.50. — or^ °£ fers^ ve^ taka a S. Sigurjónsson, 724 Beverley St.,;mðti gestum. Hún heldur sínum Wpg. Phone: 87 524. ! hlut, við hvern sem hún á. En það ---------------------- | er einkennilegt, að flestum kon- Eins og lesendur íslenzku blað-| um, sem henni kynnast, geðjast anna í Winnipeg munu hafa veitt; miður vel að henni. eftirtekt, var í þetta sinn óvana- lega mikið kapp í sveitarstjórnar-1 kosningunum í Bifröst sveit. Sóttu! þeir þar um oddvitastöðuna, Sveinn, kaupmaður Thorwaldson í Riverton, sem verfið hefir oddviti! að undanförnu, og Björn Sigvalda- j son í Árborg. Er sagt, að íslend ingarnir hafi flestir fylgt Sveinik j K0Tlanta7brjóta herfilega. f en Galiciumennirmr Birni, og að h’inir síðarnefndu hafi látið mik- ið til sín taka í þessum kosning- um, og jafnvel ekki að öllu farið að lögum, frekar en víkingarnir Óvinir hennar bera á hana ýms- ar sakir, segja að hún sé tvöföld og óeinlæg og hlífist ekki við að brjóta stjórnarfarslegar reglur. Ein af kenningum kommúnistanna er sú, að öllum beri að vera spar- ! samir. Það boðorð þykir Madame vet- ur sem leið urðu nokkrar konur, sem nú eru mikils ráðandi á Rúss- landi, til þess að bera þær sakir á hana, að hún væri óheyrilega forðum. En hvað sem hæft kann eyðslusöm og bærist alt of mikið að hafa verið í þessu og hver sem vopna viðskiftin kunna að-hafa verið, þá urðu leikslokin þau, að Björn Sigvaldason var kosinn oddv'iti með 24 atkvæðum fram yfir Svein Thorwaldson. Bæjarstjórnarkosningar í Win- nipeg, sem fram fóru á föstudag- inn í vikunni sem leið, fóru þann- ig, að R. H. Webb borgarstjóri var endurkosinn með 7,269 at- kvæðum fram yfir E. F. Tipping, sem sótti undir merkjum verka- manna. Bæjarráðsmenn voru all- ir endurkosnir, nema Mr. Dur- ward í 3. kjördeild, en í hans stað var kosinn W. N. Kolisnyk, sem er kommúnisti, og segir hann sjálf- ur, að hann^séi sá fyrsti og eini kommúnisti, sem enn hafi verið koáinn til að gegna nokkru opin- beru embætti í Norður-Ameríku. C. C. Chisholm, var kosinn í 1. kjördeild í staðinn fyrir J. S. McDiarmid, sem sagði af sér sem bæjarráðsmaður, eftir að hann í haust var> kosinn þingmaður. Eru því að eins tveir nýir menn í bæj-. arráðinu, þeir C. C. Chisholm og Kolisnyk. Næsta ár verður þá bæjarráð Winnipegborgar skipað þessum 19 mönnum: Borgarstjóri, R. H. Webb; bæjarráðsmenn: í 1. kjörd.: J. G. Sullivan, A. R. Len- onard, A. H. Pulford, E. Leech, R. á í klæðaburði. Madame Kollan- tay kannaðist hiklaust við það, að hún færi við og við'til Parísar til að fá sér viðeigandi fatnað, eftir því sem tízkan krefði, og sá hún ekki neitt því til fyrirstöðu. Það verður því vel skiljanlegt, að um hana var sagt, að hún væri öllum konum betur klædd í Nor- egi, þau þrjú ár, er hún var þar og gegndi sendiherra embætti fyrir Rússa. Faðir konu þessarar, var hátt- settur embættismaður í her Rússa k^isara, en móðir hennar auðug kona af finskum aettum. Þegar hún var að eins 18 ára, gekk hún í fé- lagsskap finskra jafnaðarmanna. Nokkru síðar, þegar hún stundaði nám á Svisslandi, fór hún-að gefa sig við málum kommúnistanna á Rússlandi. Skömmu eftir að hún kom aftur heim til Rússlands 1908, fór að bera á því, að hún tæki þátt í félagsskap þeirra, sem grunaðir voru um uppreisnarhug gegn keisaravaldinu, og kom þá fljótt að því, að leynilögreglan hafði stöðugar gætur á henni. Þótti henni þá ekki við vært heima fyrir, svo hún fór til Þýzka- lands og dvaldi ýmist þar eða á Svisslandi og Frakklandi í níu ár, en kom aftúr til Rússlands 1917, J. Shore og C..C. Chisholm; í ann- ^ ^ ^ ___ __ __________________ ari kjörd.: F. H. Davidson, ’íhom-|.^eð þeim Lenin Qg Trotzkv. Þeg. as Boyd, J. A. McKerchar, L O - ar eftir stjórnarbyltinguna komst Hare, Thomas Fly og James Simp-! o kin; í þriðju kjörd.: W. B. Simp- Madame Kollantay hma nyju son, H. Jones , J. Blumberg, D. stJ°rn og heflí Jafnan Slðan haft McLean, J. A. Barry og W. N. Þar mikil ráð, innan lands og Kolisnyk. utan. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.