Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. júlí 6195 - 45. árg. - 161. tbl. - VERÐ 5 KR. iétið hefst í Reykjavík í dag Reykjavík KB 19. NORRÆNA skólamótiS ver'ður sett í Háskólabíó kl. 9.15 ár- degis í dag, Kammerliljómsveit undir stjórn Björns Ólafssonar mun Ieika tvö íslenzk þjóðlög í útsetningu Jolians Svendsens. Þá býður Jlelgi Elíasson, frasðslumálastjóri, formaður undirbúningsnefndar, gesti velkomna, og síðan setur dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð. herra skólamótið. Að raeðu hans Iokinni flytja ávörp þeir K. B. And- ersen menntamálaráðherra Danmerkur, Jussi Saukkonen menntamála ráðlierra Finnlands, Ilelgi Sivertsen menntamálaráðherra Noregs og Sven Moberg ráðuneytisstjóri frá Svíþjóð. Setningarathöfninni lýkur síðan með því að Kristinn Ilallsson syngur norræn lög við undirleik Áma Kristjánssonar. Menntamálaráðherrar þriggja Norðurlanda, sem sitja skólamótið. Frá vinstri Gylfi Þ. Gíslason, Helge j Sivertsen og K. B. Andersen. Mynd: JV. Fiskræktarstöð í Grundarfirði Síðustu dagana hefur mótsgesti Terið að drífa að hingað til Reykja víkur. 'Þeir hafa komið með sér- stökum leiguflugvélum, og í gær- morgun lagðisl þýzka farþegaskip- ið Fritz Ileckert að bryggju í Reykjavík, en með því eru um 370 erlendir þátttakendur í skólamót- inu. Auk þess hafa margir komið erlendis frá með áætlunarflugvél- um og skipum. Samtals munu tals- vert á níunda hundrað erlendra gesta taka þátt í mótinu, og hefur tala þeirra farið síhækkandi fram á síðasta dag, þar eð stöðugt eru »ð berast nýjar þátUökutilkynn- ingar. Þá mun hátt á fjórða hundr að islenzkra kennara sitja mótið, ?vo að tala mótsgesta verður að öllu samanlögðu ekki undir 1200 manns. Mótið verður sett í Háskólabíó kl. 915 í dag eins og fyrr segir. Að setningu lokinni taka við fundarhöld, og hefst fyrsti fundurinn í Háskólabíó kl. 11.15. Þá mun dr. Matthías Jónasson flytja erindi, sem hann nefnir Dreifing greindar í samfélagi og skóla. Kl. 14.15 flytur Helge Si- vertsen, menntamálaráðherra Noregs erindi, einnig í Háskóla- bíó, og fjallar það um menntunar- brautir kennara við skyldunáms- skóla. Kl. 15 verða síðan flutt fimm stutt yfirlitserindi um síð- ustu breytingar í skólakerfum Norðurlanda, en kl. 16.15 býður Reykjavíkurborg þátttakendum til kaffidrykkju. Mótinu verður haldið áfram á föstudag kl. 9 árdegis, en þá fljdur K. Gro-Nielsen kennara- skólastjóri frá Danmörku erindi, sem hann nefnir Breytingar á mynduglelkaaðstöðu kennara í skólum. Kl. 10 flytur Jónas Orring frá Noregi erindi á sama stað, og fjallar það um skólana og grein- Reykjavík - OÓ j í SUMAR er unnið að ’gerð mik- illar fiskreektunarstöðvar í Grund arfirði. Verður þar uppeldisstöð fyrir lax, bleikju og sjóbirting. Eigendur stöðvarinnar eru Jón Sveinsson, rafvirkjameistari og Ingólfur Bjarmson. Fiskeldisstöðin verður í svo- kölluðum Lárós, en í hann renna tveir lækir. Verið er að gera þarna 300 metra langa stíflugarða og er hæð þeirra um sex metrar. Þegar stíflan er fullgerð myndast stöðu- vatn sem tekur yfir 160 hektara, eða álíka stórt og Meðalfellsvatn. Stíflan er að mestu gerð úr stór- grýti en flóðgátt og yfirfall úr steinsteypu. Áætlað er að þessu verki ljúki um næstu mánaðamót. í fyrra voru sett seiði í lækina og verður meira af þeim bætt við þegar stíflunni verður lokað. Þeir félagar hafa undirbúið fiskcldið vel og eiga þeir nokkur hundruð þúsund seiði í eldi f Grafarvogi og verður farið mei Framhald á 15. síðu RÓGEERABi TEKNIR TIL BÆNA Fólkiff var varla flutt í húsin, þegar slefberar og rógtungur fengu fullan munn. Sagt var að fólkiff væri ótýndur skríll, sem tálgaffi dyrastafi, bryti handriff, seldi hurffir, eldavél- ar og jafnvel eldhúsinnrétting- ar úr íbúðunum. Hannes á horninu hefur nú rannsakað máliff til að komast að hinu sanna. Lesið frásögn hans á bls. 4. Framh. á 15. síðu. Nokkrir þátttakenda við austur-þýzka skipiö Fritz Hackert. i I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.