Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Þriðjudagur 28. maf 1963.
y
Rábinn
sveitastjóri
Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps
samþykkti á fundi slnum í gær
að ráða Bjarna Beinteinsson hdl.
sveitarstjóra hreppsins.
Jón Tómasson núverandi sveit-
arstjóri er á förum til Bolungar-
víkur til að taka við starfi lög-
reglu- og sveitarstjóra þar.
Bjarni er lögfræðingur að mennt-
un, útskrifaður 1961 ,sonur Bein-
teins Bjarnasonar, útgerðarmanns
í Hafnarfirði og konu hans Sig-
ríðar Flygering.
Sex menn sóttu um starfið, en
ákveðið hefur verið að ráða Bjarna
sem fyrr er sagt.
Bjarni Beinteinsson
Frá Seyðisfirði, þegar nýja skipið Bakkafoss vár að leggja að. Stefnið á Mánafossi með merki Eimskip, þar sem hann liggur við bryggju
Tvö nýjustu skip Eimskip
hittust á Si
Hið nýja skip Eimskipafélags-
ins, Bakkafoss kom til landsins
á sunnudaginn. Flutti skipið trjá
við til Austfjarðarhafna. Fyrsta
höfnin, sem komið var til var
Reyðarfjörður, en þar lagðist
skipið að bryggju kl. 8 á sunnu-
dagsmorgun.  Þegar  lokið  var
við að skipa f armi þar í land var
siglt áfram áleiðis til Seyðis-
fjarðar og komið þangað á
sunnudagskvöldið.
Þá vildi svo skemmtilega til,
að annað nýjasta skip Eimskip
Mánafoss var staddur við
bryggju á Seyðisfirði og heils-
20 narrænir hlaiamenn
fylgþst mei kasningunum
uðust skipin með i eimpípu-
blæstri. Var myndin sem hér
fylgir tekin, þegar Bakkafoss
var að koma að landi, en Mána-
foss Hggur við bryggju Síldar-
bræðslunnar. Þar losaði Bakka-
foss m. a. yfir i Mánafoss
bryggjustaura, sem áttu að fara
til Vopnaf jarðar.
Fréttamaður Vísis átti tal við
skipstjórann á Bakkafossi Magn
ús Þorsteinsson, sem hefur ver-
ið skipstjóri hjá Eimskipafélag-
inu síðan 1954, fyrst á Goða-
fossi, en síðan á öðrum fossum.
Hann lét vel af ferðinni heim
með Bakkafossi og telur það
ágætt sjóskip. Skipstjóri á Mána
fossi sem tók á móti honum er
Þórarinn Ingi Sigurðsson. Ferð
hans nú er fyrsta ferð hans sem
skipstjóra.
Kaup Eimskipafélagsins á þess
um tveimur skipum eru gerð f
þeim tilgangi að auka og bæta
þjónustuna við hafnir úti á
landi. Mun Bakkafoss og Mána
foss mikið verða í ferðum frá
höfnum erlendis, beint til minni
hafna úti á Iandi.
Bakkafoss er fallegasta skip.
Það  er  smíðað  1958  og  var
danskt skip  um  1600 brúttó
tonn. Á skipinu er 23 manna
áhófn.
Norræna félagið efnin til nor-1 um Norðurlanda og munu þeir
ræns blaðamannamóts hér dagana jafnframt nota tækifærið til að
7.—15. júní. Koma hingað tuttugu fylgjast með Alþingiskosningun-
blaðamenn frá ýmsum helztu blöð-1 um.
Páfí heyr haráttu
fyrir lífi sínu
Jóhannes páfi heyr nú baráttu
fyrir Iífi sfnu. Er það viðurkennt af
embættismönnum páfaríkisins, en
frá því á sunnudag, er páfi kom
ekki að sama glugganum og vana
lega til þess að blessa mannfjöld
ann á Sankti Péturstorgi, hafa allir
gert sér þetta ljóst, og margir
fyrr. Pálfi er nú 81 árs að aldri.
Líðan hans var óbreytt eftir til-
kynningum læknanna að dæma í
gærkvöldi og morgun, en í gær
hafði hann verið nokkru hressari
en um helgina, en þá vár sent
í skyndi eftir fleiri Iæknum, og
fékk hann blóðgjöf og fær við og
við.
Læknar  hafa  fyrirskipað,  að
páfi skuli njótd algerrar hvíldar.
Framhald á bls. 5.
Mótið verður sett í Háskólan-
um þann 7. júní með því að Gunn-
an Thoroddsen ráðherra flytur
ræðu um ísland og Norðurlöndin.
Þá munu fulltruar stjórnmálaflokk-
anna kynna stefnu síns flokks og
flutt verður erindi um stjórnmálin
og kosningarnar. Tími þessa blaða-
mannamóts er m.a. valinn til þess
að hinir norrænu blaðamenn fái
tækifæri til að kynnast islenzkri
stjórnmálabaráttu. Allir íslenzkir
blaðamenn mega taka þátt í mót-
inu.
Hinir erlendu fréttamenn munu
einnig fá tækifæri til að kynnast
landi og þjóð með þvi að fara í
ferðir um nágrenni Reykjavíkur,
til Þingvalla, Gullfoss og Geysis,
Skálholts og Krýsuvíkur.
Einn daginn verða þeir í boði
borgarstjórnar Reykjavíkur og fá
þá að fylgjast með framkvæmdum
1 borginni, annan daginn kynnast
þeir fiskveiðum. Þá munu þeir
heimsækja ritstjórnarskrifstofur ís-
lenzkra blaða o.m.fl.
Afgreiðslumaður Eimskip á Seyðisfirði Guðlaugur Jónsson býður
Magnús Þorsteinsson skipstjóra velkominn úr fyrstu ferðinni með
Bakkafoss.
MWMMMMMIMMtMMMMMMNWai
Glæsilegasta happdrætti
Fimm bílar-Dregið eftir 9 daga-Seljum alla miðana

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16