Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 02.10.1996, Blaðsíða 1
Lífið í landinu Lands- byggðar- menning Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Miðvikudagur 2. október 1996 79. og 80. árgangur 187. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. Kennarafélögin Alþingi Aðför að frelsi mætt með hörðu Kennarafélögin hóta hörðum viðbrögðum ef atvinnurekendur og ríkisvald ætla sér að misnota nýtt samningaumhverfi með því að binda allt launafólk f sem samræmdasta viðræðu- áætlun. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, lætur að því liggja í leiðara Kennara- blaðsins að takmark stjórn- valda með breytingu á vinnu- löggjöfmni og gerð viðræðu- áætlana sé að tryggja það að einstaka hópar fari ekki að beita aðferðum sem eru ekki í takt við það sem aðilar vinnu- markaðarins telja eðlilegt. Ef þetta reynist rétt þá leggur hann til að slík áform verði strax brotin á bak aftur vegna þess að þau séu aðför að sjálf- stæðum samningsrétti stéttarfé- laga. Formaður KÍ telur hinsveg- ar brýnt að viðræðuáætlanir séu gerðar út frá forsendum viðkomandi stéttarfélags gagn- vart sínum viðsemjanda og engu öðru. Hann varar eindreg- ið við því að gerð þessara áætl- ana verði notuð af atvinnurek- endum og stjórnvöldum til þess eins að binda launafólk í sem samræmdasta viðræðuáætlun án tillits til hagsmuna stéttarfé- laga og félagsmanna þeirra. „Ef menn ætla að misnota þetta nýja samningaumhverfi, þá mun það kalla á harðari og lengri vinnustöðvanir í framtíð- inni,“ segir formaður Kennara- sambandsins. í samræmi við áherslur kennarafélaganna stefnir í að þau muni leggja fram þrjár sameiginlegar viðræðuáætlanir gagnvart viðsemjendum sínum. -grh ’ ' Wm Æ ■ ■ ' ■ W i Úr kirkju í þinghús Alþingi var sett í gær og var það fyrsta þingsetning nýs forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ekki er búist við mikl- um átökum á þessu haustþingi og af samtölum Dags-Tímans við talsmenn stjórnmálaflokkanna má ráða að fjár- lagafrumvarpið muni að venju verða hvað mesta ágreiningsefnið. Nánar er fjallað um þingsetninguna á bls. 5,9 og 28 í blaðinu í dag. Myno. bg Vatnajökull Hætta á Skeiðarárhlaupi arðeldar geisa í Vatna- jökli sunnan Bárðar- bungu á vatnasvæði Grímsvatna, hátt í þúsund metra undir jökulhettunni. Mikið var flogið yfir svæðið í góðviðrinu f gær. Menn sáu sífelldar breytingar á jöklin- um eftir þvf sem á daginn leið. Hætta kann að vera á Skeiðarárhlaupi, og standi gosið lengi má reikna með að það brjótist upp á yfirborðlð. Þá kann að vera hætta á öskugosi. „Það fer eftir því hversu lengi þetta stendur og hversu umfangsmikið gosið er hvort einhver vá er fyrir dyrum,“ sagði Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskóla íslands í gær. Hjá stofnuninni er grannt fylgst með hinu miklu eldgosi í iðrum Vatnajökuls. „Gosið hefur verið heldur vaxandi í dag, það sjáum við á óróanum á skjálftamælunum. Mælunum ber saman við þær fréttir sem við höfum verið að fá í dag úr flugvél sem hefur verið að fljúga yfir. Núna sjá þeir þrjá sigkatla á línu norður af Grímsvötnum. Svo sjá þeir vel markaða rás, sem þeir telja að bræðsluvatnið leiti eftir nið- ur í Grímsvötn," sagði Bryndís. Úr lofti mátti greina breyt- ingar eftir því sem á daginn leið í gær. Á aðeins tveim tímum hafði sprungum á svæðinu íjölgað til muna. „Sprungumyndunin er í gangi á svæðinu og endurspegl- ar það sem við sjáum á skjálfta- mælunum, það að gosið jókst upp úr hádegi í dag, en hefur síðan verið nokkuð stöðugt," sagði Bryndís. Gosið sem fylgst er með virð- ist alfarið á vatnasvæði Gríms- vatna, sem eru 25-30 kílómetra fyrir sunnan Bárðarbungu. Liggur stór dalur milli svæð- anna og á honum talsverður hryggur. Á hryggnum skiptist vatnið í ýmsar áttir. Bryndís sagði að nú virtist vatnið leita niður í Grímsvötn. Vatnið þaðan leitar niður í Skeiðará. Skeiðar- árhlaup er tiltölulega nýbúið og var 1,1 rúmkílómetri að stærð. Ekki er ljóst hvort slíkt jökul- hlaup hlýst af gosinu nú, en vissulega er sú hætta fyrir hendi. „Teygi þessi gossprunga sig lengra til norðurs getur verið að vatnið leiti norður af jöklin- um og þá mundi vatnið fara í Jökulsá á Fjöllum. Það þyrfti ekki að verða hlaup, gæti allt eins orðið sírennsli,“ sagði Bryndís. Þekkt gos á Grímsvatnasvæði á þessari öld eru nokkur. En stærsta þekkta gosið í Bárðar- bungu sem er 2 þúsund metra hátt ijall, var árið 1477, og þá varð talsvert öskufall, sam- kvæmt öskulagarannsóknum síðari tíma. „Hræringarnar hafa sést allt frá því á sunnudag. Fyrir stuttu síðan sá ég skjálfta á mælunum sem mældist 3,3 á Richter, en kl. 5 í nótt varð skjálfti upp á 3,5. Þetta eru þó nokkrir kippir og ijöldi smáskjálfta, en heldur minni eftir hádegið en í morgun og nótt,“ sagði Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu íslands í gær. Næstu mælar við Bárðarbungu eru í Vonarskarði og við Grímsfjall. Það eru einfaldir mælar, sem segja í raun aðeins hvort mikið eða lítið er um að vera og senda upplýsingar til Reykja- víkur. Venjulegar stöðvar í kerfi Veðurstofunnar eru í 100 kíló- metra fjarlægð frá eldsumbrot- unum. -JBP Á kortinu má sjá gossprunguna á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Bráð- inn jökullinn rennur í Grímsvötn og fyllist þau má reikna með miklu Skeið- arárhlaupi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.