Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR1985. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. stiórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSK AR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—M. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. .Askriftarvcróá mánuói310kr. Veróílausasölu 30 kr. Helgarblaö35kr. Boðið að ganga í björg Alþýðubandalagið hefur skrifað stjórnarandstöðuflokk- um og ýmsum samtökum og óskað eftir viðræðum um „nýtt landstjórnarafl, sem komiö gæti í stað núverandi ríkisstjórnar,” eins og það er orðað. ölafur Ragnar Grímsson fylgir því máli úr hlaði í Þjóðviljagrein um helgina. Hann segir: „Ekki er ætlunin að leggja niður neina flokka og samtök, sem nú starfa, og enginn einn aðili á að drottna yfir öörum. Hvorki á að ýta neinum úr sögunni né láta hina stærri gleypa hina smærri,” segir Ölafur Ragnar. En hversu gæfulegt er þetta bónorð? Stjórnarandstæðingar eru aöeins tuttugu og þrír af sextíu þingmönnum. Ekki gera þeir sér vonir um meiri- hluta í kosningum. „Nýtt landstjórnarafl” gæti því aðeins komið til með samstarfi þessa liðs við annan hvorn núverandi stjórnarflokka. Að ööru leyti gæti samvinna stjórnarandstæöinga undir forystu Alþýðubandalagsins einungis birzt í öflugri átökum á vinnumarkaði, þegar samningar verða lausir. Eitthvað af slíku samstarfi sáu landsmenn í verkfalli BSRB — og með ógæfulegum afleiöingum. Gangi stjórnarandstæðingar í björg Alþýðubandalags- ins og myndi nýja vinstri stjórn meö Framsókn, er ekkert annað framundan en landstjórnin færist aftur í fyrra horf slíkra stjórna. Menn muna þær. Einkenni vinstri stjórna er að lifa um efni fram, safna jafnvel meiri óráðsíuskuldum erlendis en nú er og láta verðbólguna rása. Kostirnir eru því lítið fagrir, hvort sem hið „nýja landstjórnarafl” kæmi fram í stjórn eða stjórnarand- stöðu. Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, segist í DV í gær ekki sjá neinar forsend- ur fyrir slíkum viðræðum. Flokkana greini á um ýmis mál, svo sem skipan verkalýðsmála og samtryggingu. Það á í raun við bæði um Alþýðuflokkinn og Bandalag jafnaðarmanna, að þeir flokkar reyna nú að forða sér úr klafa vinstri kreddu. I Morgunblaðinu hefur Bandalag jafnaðarmanna verið sakað um að „stela” ýmsum stefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Það er rétt, að Banda- lag jafnaðarmanna hefur tekið upp ýmis mál, þar sem stefnt er í frjálsræðisátt og hugað að arðsemi og markaðsbúskap fremur en ríkisforsjá. Hinn nýi formaður Alþýðuflokksins hefur á svipaðan hátt reynt að skapa flokki sínum sérstöðu í fylkingunni, sem stendur vinstra megin við miðju. Enn er ónefndur mikill ágreiningur um utanríkis- og varnarmál í þessu liði. Bónorð Alþýðubandalagsins miðar að því að eyða um skeið sérstööu þessara flokka. Stjórnmálafræðingar Alþýðubandalagsins telja flokk sinn jafnan hafa grætt fylgi á umræðum um vinstri bræðslu. Aðferðin er að vingast við hina um hríð en bíða færis aö brigsla þeim um svik og íhaldsþjónkun. Slíkt gefur Alþýðubandalaginu atkvæði í kosningum. Alþýðubanda- lagið hyggst nú laga vígstöðu sína. Spor þeirra ríkisstjórna, sem Alþýöubandalagið hefur átt aðild að síðustu ár, hljóta að hræða þá stjómarand- stæðinga, sem með þeim unnu. Alþýðuflokksmenn ættu að minnast stjórnarinnar, sem þeir flýðu burt úr haustið 1979. Steingrímur Hermannsson og framsóknarmenn hafa oft rifjað upp, hvernig Alþýðubandalagið batt hendur stjórnar Gunnars Thoroddsen. Haukur Helgason. Þá var (ójkátt í höllinni...... „Alþingi ályktar aö skora á ríkis- stjórnina að láta ljáka nýbyggingu Seðlabanka tslands við Ingólisstræti eins fljótt og auðið er. Jafnframt skorar Alþingi á ríkisstjórn að yfir- taka bygginguna undir Stjórnarráð íslands. Þá skorar Alþingi á rikis- stjórnina að láta Seðlabankanum í té í makaskiptum byggingu Fram- kvæmdastofnunar rikisms við Rauðarárstíg, með vísan til ákvæðis 6.2 í „Samkomulagi stjórnarflokk- anna” frá því í sept. sl. Það er þess efnis að gerðar verði tillögur „um breytingar á lögum og verkefnum Framkvæmdastofnunar ríkisins”. Þannig hljóðar þingsályktunartil- laga sem undirritaður hefur flutt á Alþingi ásamt Jóhönnu Sigurðardótt- ur alþingismanni. Eg hef orðið þess var að tillagan hefur vakið tals- »Tillagan um afl finna Stjórnarrófli islands framtiflarsamastað i nýbygg- verðar umræður og á sýnilega fylgi 'n9u Seðlabankans virðist þvi styðjast við hagkvœmnisrök." BURT MEÐ ÚTVARPS- RÉTTARNEFND Meðal þeirra breytingartillagna sem BJ hefur lagt fram við frum- varp til útvarpslaga er að útvarps- réttarnefnd verði ekki til. Sam- kvæmt frumvarpinu er lagt til að hún stýri og stjómi nánast öllum ráðum og gerðum þeirra aðila sem til hugar kemur að standa að rekstri útvarps- stöðva. BJ leggur til að mennta- málaráðherra veiti leyfi til útvarps- stöðva og fylgist með því að reglum þeirra sá fylgt. Eg mun í þessari grein einungis fjalla um það hvers vegna viö í BJ áUtum útvarpsréttar- nefnd með öllu óþarfa. I frumvarpinu er gert ráö fyrir að kosið skuli í útvarpsréttarnefnd þessa á Alþingi. Nefndin verði með því skipuö af kerfisflokkunum sem fyrir löngu eru orðnir að miðstöðvum mjög þröngrar hagsmunavörslu. Alræðisnefndin Það er fljótgert að færa rök að til- lögu BJ, að ákvæði með útvarpsrétt- arnefnd skuli á brott falla úr frum- varpinu. Til útskýringar vil ég tína fram örfá atriði þeirra fjölmörgu úr frumvarpinu er varða hlutverk út- varpsréttarnefndar. I 2. gr. frum- varpsins segir: „öörum aðilum má veita leyfi til útvarps. Skal starfa sérstök nefnd, útvarpsréttamefnd, sem veitir slík leyfi samkvæmt 3.-6. gr. þessara laga og fylgjast meö aö reglum þeirra sé fylgt.” „Utvarps- réttarnefnd skipa sjö menn. Skulu jjeir ásamt jafnmörgum varamönn- um kosnir hlutfallskosningu á Al- þingi eftir hverjar Alþingiskosning- ar.” Ennfremur segir í 3. gr.: Utvarpsréttamefnd getur veitt sveit- arfélögum. .. „Utvarpsstöðvar, er leyfi fá til útvarps, skulu gera útvarpsréttamefnd grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrirhuguð er. Ef óskað er skal einnig láta í té dag- skrá af böndum.” 14. gr. segir meðal annars: „Utvarpsréttarnefnd á- kveður auglýsingartaxta . . . ”. Glögglega má sjá af framan- greindum glefsum úr frumvarpinu hvers vegna B J er mótfallið útvarps- réttamefnd. Þar á forsjárhyggja kerfisflokkanna í formi pólitískt skipaörar nefndar að hafa eftirlit með hvers konar rekstrarform eigi aö vera á útvarpsstöð. Það er út í hött að viðkomandi stöðvar verði skyldaðar til þess aö gera útvarps- réttarnefnd grein fyrir dagskrár- stefnu sinni. Þessari flokkspólitísku nefnd er ætlaö að velja um þaö og hafna hverjir fá að reka útvarpsstöð. Finnboga skal á foraóið etja Slóttugur var Hjörleifur að etja Finnboga á foraðið en situr á meðan meö hofróðusvip á bakkanum og skeytir því engu þótt fúlustu for- argusurnar ríði yfir hann sjálf an. Hjörleifur Guttormsson hlýtur að hugsa nokkum veginn svona: þetta er vont fyrir mig, en vonandi verra fyriraðra. Finnbogi Jónsson slær því fram eins og saknæmum áburöi, að orku- kerfið okkar sé í stakk búið til þess að framleiða meiri orku en viö þurf- um sjálfir að nota í svipinn. En sú forsjálni er ekki saknæm — sem bet- ur fer eigum viö talsverðan öryggis- forða af orku og þannig verður þaö vonandi um aldur og ævi. Það má svo endalaust deila um hve ríflegan öryggisforða við þurfum. Slíkt er og verður matsatriði og breytir litlu þótt menn vísi hver í kapp við annan til annarra þjóöa um þaðefni. Orkuspámönnum skjátlast Utvaldir orkuspámenn sögðu fyrir um orkuneyslu á Islandi, en þær spár hafa ekki náð fram að ganga, bæði vegna kreppunnar og eins vegna þess að ýmiskonar smáiðnaður á hér alls ekki þá framtíð sem draumóra- menn höfðu talið. En það er þó ekki meö öliu illt, að orkuspár þessar skuli ekki hafa ræst til fuilnustu. Fyrir vikiö er von til þess að við getum safnað gildum orkusjóöi á fáum árum — ef við lát- um röskleikahendurnar standa fram úr kreppuermunum, í stað þess aö láta úrtölumenn ráöa ferðinni. Menningararfurinrt En hvernig er þá hyggilegast að ráðstafa hinum dýrmæta orkusjóði í fyllingu tímans? Sjálfsagt hafa menn ólíkar skoðanir á því eins og öðru, en langbesta hugmyndin gæg- ist fram alveg óvart í Þjóðviljanum, og er þó ekki allt gott sem birtist í því blaði. Hugmynd þessi helgast af þeirri samsæriskenningu félaga Finnboga, að vondir menn með vélaþras séu í óða önn að safna saman á laun gríðarlegum orkuforða til þess að búa í haginn fyrir erlenda stóriðju. Kommarnir eru alltaf með svona samsæriskenningar í gangi og er það liklega eins konar menningararfur frá gömlu, góðu dögunum þegar kommar létu sig dreyma um bylt- inguálslandi. En það leynist samt sem áður ákveöin vitsmunaglæta í þessari nýj- ustu samsæriskenningu þeirra, og hún er auðvitaö sú, að vissulega væri þaö vel til fundiö að auka nú orku- forðann og selja hann á einu bretti til erlendrar stóriðju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.