Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 24
24 Þ'RIÐJtJIJA'GUiriOTÁRS 1987. Bjamleifur Bjam- leHsson - minning Merming Schönberg- kvöld Bjarnleifur ljósmyndari er fallinn í valinn. Minn gamli, góði vinur hefur kvatt þennan heim og kemur ekki aftur. Við sem eftir lifum drúp- um höfði og kveðjum hann með söknuði. Bjarnleiíúr Bjamleifsson fæddist í Reykjavík 21. mars árið 1915 og var því tæplega 72 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Bjarnleifs Jónssonar skósmiðs frá Sauðárkróki og Ólafíu Kristínar Magnúsdóttur frá Nesi við Seltjörn. Bjamleifur var yngstur tólf systkina en eftir lifa tvær systur hans. Bjarnleifur nam skósmíði hjá föður sínum. Hann varð meistari í iðn sinni árið 1943 og hafði þá unnið hjá Hvannbergsbræðmm í eitt ár. Eftirhfandi eiginkona Bjamleifs er María Guðbjörg Jóhannesdóttir. Þau gengu í hjónaband árið 1941. Þau eignuðust fjögur börn en María átti dóttur fyrir, Erlu Einarsdóttur. Böm Bjamleifs og Maríu em Guð- mundur Rúnar. fæddur' 1945. Soffía Hallgerður, fædd 1949, Bjamleifúr Árni, fæddur 1951. og Ólafía Kristín, fædd 1956. Bamabörn Bjamleifs og Maríu em ellefu. Bjarnleif hafði ég lengi þekkt, fyrst sem skósmið en síðar, og lengst af, sem síkvikan og skemmtilegan ljós- myndara. Hvort heldur var á gamla Melavellinum, á fundum í Sjálfstæð- ishúsinu eða í ys og þvs mannlífsins á götum borgarinnar, alls staðar var Kveðja ffá DV Bjarnleifur Bjarnleifsson mættur á staðinn með vélina sína á öxlinni. tilbúinn að ná bestu rnvndinni, festa fólkið og atburðina á filmu. Við urð- um fljótt málkunnugir, enda var auðvelt að kynnast þessum smáa en knáa manni sem heilsaði kumpán- lega. brosti kankvíslega og var hvers manns hugljúfi. Það átti við um fleirí en mig að geðjast að Bjarnleifi ljós- myndara enda fór hann ekki í manngreinarálit. Jafnt háir sem lág- ir þekktu Bjamleif og hann þekkti þá. Fvrir vikið átti Bjarnleifur inn- angengt hjá mörgum manninum sem gerði honum ljósmyndarastarfið auðveldara og árangursríkara. Þegar Dagblaðið og Visir vom sameinuð gerðumst við samstarfs- menn á DV og gamli kunningsskap- urinn varð að vináttu og nánu daglegu samstarfi. Á það samstarf féll enginn blettur. Bjamleifur var samviskusamur, traustur og hlýr fé- lagi. boðinn og búinn til hvers kyns verka. en þess á milli skröfuðum við saman þar sem Bjarnleifur miðlaði mér m.a. af langri lífsrevnslu sinni, glöggskyggni og gamansemi. Bjarnleifur naut sín vel í starfi ljósmyndarans og það sem hann skorti á í faglegri menntun bætti hann upp með árvekni og dugnaði og margar frábærar ljósrnvndir liggja eftir Bjarnleif. En það sem skipti þó höfuðmáli var sú gleði, sú einstaka ánægja og fullnæging sem Bjamleifur hafði af starfi sínu. Hann gekk glaður til starfa og tókst allur á loft af einskærum fógnuði þegar honum tókst vel upp með góðum myndum. Góð mynd var honum sem sigur og gleðin var eftir því. Bjarn- leifur vann líka marga góða sigra um dagana. Nú er hann horfinn af sjónarsvið- inu og við vinnufélagar hans söknum vinar í stað. Aðstandendum Bjamleifs eru sendar dýpstu samúð- arkveðjur. Ellert B. Schram Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur i Áskirkju 12. mars. Efnisskrá: Arnoid Schönberg: Blásarakvint- ett op. 26 og Serenaða op. 24. Vel gafst hjá Kammersveit Reykja- víkur, á síðustu tónleikum hennar, að taka eitt tónskáld fyrir. Reyndar vom þeir algjört „success" svo að sletturnar séu brúkaðar, hvað aðsókn snertir. Það var kannski ekki með því að reikna að sagan endurtæki sig, en TónHst Eyjólfur Melsted samt skilaði sér álitlegur hópur áhug- asamra gesta til að hlýða á strembna efhisskrá. Já, strembinn er Schönberg, jafnt að leika sem á að hlýða, en það gefúr þó sitt í aðra hönd að leggja á sig svolitla strembna hlustun, þegar hann er annars vegar. Mætti kannski sameina hið heyrða og séða? Á eíhisskrá tónleikanna vom tvö verk Schönbergs, hið fyrra var Blásar- akvintettinn opus 26. í hann er gjaman vitnað sem fyrsta tólftóna- verkið fyrir fleira en eitt hljóðfæri. Þama er svo margt sem gerist í einu að ærið er með að fylgjast. Raunar gengur það allra best sé raddskrá höfð við höndina og spuming hvort ekki mætti gera tilraun með að sameina hið heyrða og séða með því að varpa raddskrá á tjald meðan leikið væri. En það gilti svo sem einu hversu flók- in músíkin var á að hlýða, Blásara- kvintett Reykjavíkur sá fyrir því að hún kæmist á skýrasta, þægilegasta og listrænasta máta til eyma áhey- rendanna. Það er alveg sama hvað er, allt blása þeir jafnsnilldarlega, þessir piltar. Háðfuglinn Schönberg Hitt verkið var Serenaðan ópus 24. í henni er sagt að tólftónatæknin birt- ist fyrst meðvituð og skýrt mótuð. Hún er samin fyrir mislita hjörð, fiðlu, lágf- iðlu, selló, klarínettu, bassaklarínettu, gítar, mandólín og djúpa mannsrödd. Þama birtist háðfuglinn Schönberg. Sérstaklega er það í hljóðfæravalinu, en það tekur mið af mansöngshópum sem menn gátu leigt fyrrum væm þeir ekki færir um að kyrja sjálfir. Það var eitthvað annað þá en nú, þegar kveðj- urnar eru bara sendar í óskalagaþátt- um einhvers útvarpssendisins undir nafnnúmeri og afgangurinn helgaður þáttagerðargaurnum. En húmor Schönbergs kemur fram í fleiru en hljóðfæravalinu. Fyrsti þátturinn er harla spaugileg- ur mars og menúettinn næst á eftir minnir oft meir á vals en menúett. Svo er það Sonnettan eftir Petrarca í þýð- ingu Stefan George. í efnisskrá birtist hún einnig í ágætri þýðingu Þorsteins Gylfasonar jafhhliða. Flutningurinn tókst skínandi vel undir hárbeittri stjórn Pauls Zukofskys. Þó fannst mér að þau hefðu á stundum mátt leggja meira upp úr styrkleikabrigðunum, en þeim ætlar Schönberg stóran þátt í að gefa músík sinni lit. En það skiptir annars ekki höfuðmáli, Því að þetta yar í heild úrvals Schönbergkvöld. Menning ^ Þjóð bjamarins Isaldarfólkið á Krímskaga Jean M. Auel: Þjóð bjarnarins mikla. Skáldsaga um börn Jaröar. íslensk þýðing: Fríða Á. Siguröardóttir. Útgetandi: Vaka-Helgatell, Reykjavik 1986. 492 bls. Það var fyrir tveim til þrem árum að ég veitti athygli umsögn í News- week um bókina The Clan of the Cave Bear og varð ég strax heilluð af því sem sagt var um hana og höf- undinn, Jean M. Auel. Bókin kom út í Bandaríkjunum 1980 og var þá, þegar Newsweek greinin birtist, orð- in margfóld metsölu- og verðlauna- bók. Höfundurinn var sögð venjuleg húsmóðir sem hefði verið búin að eignast fimm böm við tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar hún hafði komið bömunum til manns, um það bil sem hún var fertug, greip hana áköf löngun til skrifta og mennta svo að hún steypti sér út í nám og rann- sóknir á uppruna mannsins á jörðunni, sögu hans og þróun, ekki hvað síst Neanderdalsmanna, sem vom undir lok ísaldar, fyrir um 35 þúsund árum, að deyja út og í þann mund að eftirláta Krómagnon- mönnunum heimsbyggðina, þeim hinum sömu og taldir em forfeður okkar. ísaldarfólk í helli Jean M. Auel bjó í helli um hríð (einhvers staðar i frétt um bókina er talað um að hún hafi búið í ís- helli, en það er ekki rétt, hún bjó í venjulegum grjóthelli. ísaldarfólk bjó ekki í eða á ísnum) til að kanna á sjálfri sér hvemig slíkir bústaðir reyndust. Hún lærði af fróðum fom- leifafræðingum að búa til spjótsodda, kynnti sér af feikilegum dugnaði flest sem vitað er um náttúm þessa löngu liðna tímabils og hvaða grös vom þá við lýði og hvaða dýr gengu um fjöll og skóga. Hún aflaði sér fróðleiks um grasalækningar svo sem sjá má í sögu hennar. Þetta hefur hún allt numið við æðstu menntastofhanir, háskólana í Bandaríkjunum, og svo við vett- vangskönnun í Suður-Evrópu. Einnig - og ekki er það minnst um vert - hefur hún kynnt sér hugmynd- ir málvísinda og mannfræðinga um þróun mannsins og stuðst við ný- justu rannsóknir á tjáskiptum manna m.a. þeim sem vísindamenn hafa gert meðal frumstæðra þjóð- flokka sem enn lifa meðal vor. Þrjú ár var hún að undirbúa og skrifa fyrstu bókina, Þjóð bjarnarins mikla. Tveimur árum síðar, 1982, kom út bókin Dalur hestanna (The Valley of Horses) og árið 1985 kom síðasta bókin til þessa, Mammút- veiðimennimir (The Mammoth Hunters) en allar bækumar bera samheitið Böm Jarðar. Fréttir ber- ast nú frá Bandaríkjunum að höfundurinn vinni að rannsóknum og undirbúningi fjórðu bókarinnar um böm Jarðar. Þessi fyrsta bók sagnaflokksins, Þjóð bjamarins mikla, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Fríðu Á. Sigurðardóttur, er jafnframt fyrsta bók höfúndar. En það er eng- inn byrjendabragur á bókinni og hlýtur höfundur að hafa skrifað margt í leyni og búa jafnframt yfir miklum rithæfileikum. Sagan hefst In Media Res þar sem Ayla litla, eða Telpan eins og hún er kölluð í upphafi, er að synda og leika sér í ánni og jörðin byrjar skyndilega að skjálfa. Ayla er formóðir okkar nútíma- manna og er af þeim kynflokki sem kallast Krómagnonmenn, háir til hnésins með hvelft enni, andstæða Neanderdalsmanna, sem era lágir, hjólbeinóttir með afturhallandi enni. Hinir síðamefiidu, sem kalla sig Þjóð bjarnarins mikla, halda til á Krím- skaganum og þar suður af í sögu Auels. Þeir bjarga Aylu eftir jarð- skjálftann mikla og ala hana upp. Hinir, þ.e. Krómagnonmenn (sem ekki 'era kallaðir því nafni í sög- unni) búa norðar um það leyti sem sagan gerist og fara ekki af þeim miklar sögur í þessari bók en átökin þeirra á milli era undirbyggð og undirbúin með því að tefla Aylu fram gegn Ættinni og láta sverfa til stáls ef svo mætti segja, tefla gáfúm henn- ar, forvitni, ályktunarhæfni og frumleika gegn varfæmi, vanafestu og ósveigjanleika ættarinnar og vanhæfni til að hugsa afstrakt. En Ayla tekur ástfóstri við þetta fólk og elskar það, enda er það mörgum kostum búið en eins og margt frum- stætt fólk hrætt við allt sem er Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir framandi og þar af leiðandi einnig við Aylu þegar hún brýtur óskráð lög þeirra. Þá er henni engin mis- kunn sýnd. Kynbundið minni sem gengur að erfðum í gegnum Aylu fáum við hugmynd- ir um hvemig maðurinn stígur sín fyrstu hikandi spor á framfarabraut- inni. Enda þótt ættflokkur bjamar- ins mikla sé mörgþúsund ára gamall og hafi á löngum tíma aflað sér góðr- ar þekkingar á ýmsu, m.a. lækninga- mætti grasa og smíði steinaldar verkfæra, vora þeir óhæfir til flókn- ara náms. Heili þeirra mun hafa verið byggður upp á annan hátt en nútímamannsins. í sögunni erhaldið fram merkilegri kenningu um það að menning Ættarinnar hafi byggst á erfðu minni sem var kynbundið: „Það var minnið sem gerði þá ein- staka“ (35). „Minningamar hjá fólki Ættarinnar vora kynbundnar. Kon- ur höfðu enga þörf fyrir fróðleik í sambandi við veiðar, ekki frekar en karlmennimir höfðu þörf fyrir þekk- ingu á jurtalífi. Munurinn á heilabú- um karla og kvenna var verk náttúrannar, sem menning þeirra byggði síðan á. Þetta var ein tilraun móður náttúra til að takmarka höf- uðstærðina svo að kynþátturinn mætti lifa.“ (43). Talað meðtáknum Það er margt merkilegt við þessa bók. Höfundurinn fléttar inn í spennandi söguþráð fróðleik sem spannar öll mannleg svið og dregur fram það sem gerir manninn svo ein- stakan og skilur hann frá dýrunum. En höfundur hefur engu að síður ást á málleysingjum og leggur þunga áherslu á þá staðreynd að allar lif- andi verur era skyldar og háðar hver annarri. í sögunni kemur fram að fólk Ættarinnar er þannig vaxið að talfæri era lítt þroskuð og hefur þetta fólk þróað með sér táknmál sem er í raun aðalmál þeirra en hljóðin sem það myndar neðarlega í barka era til áherslu. Þetta er þög- ult fólk, kann ekki að hlæja eða gráta en tjáir allar dýpri tilfinningar með táknmáli, hreyfingum og svip- brigðum. Það getur ekki logið því líkaminn segir alltaf til um hvað það hugsar. Ayla verður leikin í að lesa í hug manna á þennan hátt, þ.e. að lesa hreyfingar og svipbrigði og síðar notar hún sömu aðferð til að þekkja dýrin. Og hún gleymir sínu eigin máli í bili. Töfralæknar og töframenn Töfralækningar erfast í kvenlegg og var Iza, fóstra Aylu, töfralæknir hópsins. Hún kenndi Aylu (og les- endum um leið). En töfralækningar áttu ekkert skylt við þann töframátt sem þurfti að beita til að hafa sam- band við æðri máttarvöld og hina framliðnu, eða til að spá fyrir veiði- ferð eða til að bannfæra eða biðja um blessun og sjá inn i framtíðina. Til þess var töframaðurinn, Mogúr- inn, sem ætíð var karlmaður. Og hann stýrði helgiathöfnum hópsins, þar sem konur máttu alls ekki vera viðstaddar. Þær vora sér, oftast fyrir utan hellinn sem athöfnin fór fram í og köstuðu sér út í villtan dans eftir að hafa drukkið eitthvert töfra- lyfið. Þannig komu karlamir út úr helli sínum að afliðinni nóttu, upp- hafnir eftir helgihald, og gengu fram á konur sínar eins og hráviði út um allan völl, dauðuppgefiiar og stein- sofandi eftir æstan dansinn. Spennandi, dulúðug og menntandi saga Það er skemmst frá að segja að fimm hundrað blaðsíðumar sleppa manni ekki fyrr en þær era búnar. Og þá fór undirrituð í bókaleiðangur til að finna framhaldið á ensku og fékk 2. og 3. bindið, The Valley of Horses (544 bls.) Og The Mammoth Hunters (723 bls.). Og hvílík lesning. Það var enginn tími til að skrifa um 1. bindið í DV eins og ég hafði lofað því sagan dáleiddi mig. En mikið hefði ég samt viljað hafa þessi tvö síðari bindi í hinni prýðisgóðu þýð- ingu Fríðu. Það er eitthvað annað að lesa íslensku þýðinguna með stóra og góðu letri á máli sem líður áreynslulaust fram þrátt fyrir mjög mikið af fræðiorðum. Það væri óskandi að Fríða sæi sér fært að þýða framhaldið og að Vaka-Helga- fell komi sem fyrst út með sögumar. Rannveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.