Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Rfifi!  JAflfff .'T'i  F  1  .1::  I l'-nl
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
Fréttir
Sérleyfishafar og hópferðaaðilar biðja um hækkun:
Ekki lengur hægt að
tala um verðstöðvun
- segir yfírviðskiptafræðingur Verðlagsstofhunar
Nú liggur fyrir hjá Verölagsstofn-
un hækkunarbeiðni frá sérleyfis-
höfum og hópferöaaöilum og mun sú
beiöni fara fyrir verðlagsráð. Þetta
er aðeins ein beiðni af mörgum sem
borist hafa til stofnunarinnar síðan
verðstöðvunin gekk í gildi í septemb-
er. Munu hækkunarbeiðnir svo
hundruðum skiptir hafa verið af-
greiddar frá stofnuninni.
Eru flestar hækkunarbeiðnirnar
vegna breytinga á gengi og vóru-
gjaldi en auk þess eru afgreiddar
hækkanir sem mætti halda að væru
geymdar í verðstöðvun. Eru það
hækkanir á margvíslegri þjónustu
sem ekki hefur fengið hækkun í eitt
ár eða lengur. Má þar nefna sem
dæmi hækkun hjá dansskólum,
hækkun hjá íþróttasölum sveitarfé-
laga, hækkun skíðafélaga, hækkun á
ýmiss konar námskeiðum og jafnvel
hækkun á leyfisgjaldi fyrir hunda.
Þá hækkuðu málningarvórur nýlega
og er ekki að fullu unnt að skýra þá
hækkun með gengisfellingunni.
Einnig má geta þess að samþykkt
hefur verið 6 til 7% hækkun á salt-
fiski og harðfiski.
Þá eru ótaldar þær opinberu hækk-
anir sem bíða í pípunum og verðlags-
stofnun hefur ekíu með að gera. T.d.
hafa ýmsar orkuveitur tilkynnt til
iðnaðarráðuneytisins hvað þær ætla
að gera þegar verðstöðvunin rennur
úr gildi.
- Er hægt að tala um að verðstöðvun
sé enn í gildi?
„Það má segja að eins og ástandið
er núna þá er verðstöðvun ekki rétta
orði. Þetta er frekar það sem myndi
vera kallað hert verðlagseftirlit,"
sagði Guðmundur Sigurðsson, yfir-
viðskiptafræðingur hjá Verðlags-
stofnun.
-SMJ
Jón Baldvin Hannibalsson:
Ólaf ur Ragnar
á 4 milljarða
af hallanum
- Ólafur Ragnar breytti fr éttatilkyririingu til aö fela sinn hlut
Ölafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra felldi hlut sinn í 7,2 millj-
arða rekstrarhalla á ríkissjóði út úr
fréttatilkynningu um afkomu ríkis-
sjóðs á síðasta ári. Á ríkisstjórnar-
fundi í gær var lögð fram fréttatil-
kynning til kynningar þar sem glögg-
lega kom fram að af hallanum mátti
rekja um 4 milljarða til síðasta árs-
fjórðungsins. Til tíma Ólafs Ragnars
í fjármálaráöuneytinu má einnig
rekja um 1.135 milljónir af um 1.650
milljóna aukafjárveitingum á árinu
öllu,
„Á síðasta ársfjórðungi var hallinn
4 mUljarðar, annars vegar 2 milljarð-
ar vegna minni tekna og hins vegar
2 milljarðar vegna útgjaldaaukning-
ar. Það vekur athygli þegar litið er á
þennan síðasta ársfjórðung að auka-
fjárveitingar eru allt í einu orðnar
um 1.650 milljónir. Þær voru um 500
milljónir í lok september. Þær jukust
því um rúmar 1.100 milljónir á síð-
asta ársfjórðunginum. Þetta segir
mér að miklu af útgjöldum hefur.
verið sópað á árið 1988 sem undir
eðlilegum kringumstæöum hefði
annaðhvort verið hafnað eða færst
að hluta yflr á næsta ár," segir Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráö-
herra og fjármálaráðherra fram í lok
september á síðasta ári.
- Hvererástæðanfyrirþvíaðþessar
upplýsingar koma ekki fram í frétta-
tilkynningu ráðuneytisins?
„Svona var þetta lagt fyrir á ríkis-
stjórnarfundi í gær. Ef fjölmiðlar
hafa fengið fréttatilkynningu þar
sem þetta kemur ekki fram þá hefur
henni einfaldlega verið breytt eftir
ríkisstjórnarfund," sagði Jón Bald-
vin.
Samkvæmt þessum ummælum
Jóns Baldvins má rekja um 4 miuj-
arða af 7,2 milljarða haUa á rekstri
ríkissjóðs á síðasta ári til þeirra
þriggja mánaða sem Ólafur Ragnar
sat við stjórnvölinn.
-gse
Þessi árekstur varð í Artúnsbrekku i gær.
DV-mynd S
Ók á hundrað í ófærðinni
Einn ökumaður var tekinn í gær-
kvöld fyrir að aka á 99 kílómetra-
hraða í Ártúnsbrekku. Þá var einn
stöðvaður fyrir að aka á 97 á Vestur-
landsvegi og einn var tekinn í gær-
dag á Elliðavogi á 80 kílómetra hraða.
Óþarft er að taka fram að gótur og
veður leyfa ekki hraðakstur þessa
dagána.
Um klukkan tvö í nótt festi öku-
maður bíl sinn á Vesturlandsvegi -
mtiti MosfeUsbæjar og Reykjavíkur.
Um fjórum klukkustundum síðar
barst manninum hjálp. Lögreglu-
maður í Reykjavík, sem búsettur er
í MosfeUsbæ, var þá á leið til vinnu.
Sá sem fastur sat var þá oröinn ör-
þreyttur og kaldur. LítU sem engin
umferð var á Vesturlandsvegi í nótt.
í morgun var viða erfið færð á göt-
um - sérstaklega í Reykjavík. Lítið
varumumferðaróhöpp.      -sme
„Þetta er bara spurning um aö drífa sig af staö," segir Sonja Hólm sem
hélt síodegis í gær áleiðis til Hamborgar, ein í farþegakáetum Laxfoss.
Myndin er tekinn er skipstjórí Laxfoss tók á móti Sonju við skipshlið.
Beitingakona
fyrsti f arþeginn
með Laxfossi
„Eg fer ein með bUinn minn til
Hamborgar. Sá ferðamáti hentar mér
best," segir Sonja Hólm sem í gær
var fyrsti farþeginn tíl að sigla með
Laxfossi, hinu nýja skipi Eimskipafé-
lagsins. Hún er líka eini farþeginn í
þessari ferð.
Sonja er beitingamaður og segir
tíðina hafa verið rysjótta upp á síð-
kastið og lítið að gera í beitingunni.
„Ég ákvað þess vegna að henda
draslinu mínu í bílinn og drífa mig
til Hamborgar. Ætii ég verði ekki
þarna suðurfrá í nokkra mánuði.
Kannski ferðast ég þangað til pening-
arnir eru búnir, jafhvel að ég fari í
vinnu eða skóla. Þetta er aUt óákveð-
ið ennþá."
Sonja er vön sjónum. Hún var há-
seti á vertíðarbátum, „bæöi á netum
og Unu" auk þess sem hún vann á
erlendum kaupskipum.
„Það er ágæt tilhugsun að vera eini
farþeginn. Ég býst við að það verði
srjanað viö mig á leiðinni," segir
Sonja Hólm.
Að sögn Knúts Óskarssonar, fram-
kvæmdastjóra Úrvals, eru 100 manns
búnir að bóka sig í ferðir Laxfoss og
Brúarfoss. Tæpur helmingur bókana
kemur frá Evrópu. Eimskip sigUr á
hverjum fimmtudegi héðan til hafna
í Evrópu og hvort skipið um sig tekur
12 fuUorðna farþega.
-pv
Ekiðá þrjú
hrossfrá
sama bónda
„Hrossin komust, á ísUögðu
vatni, fyrir enda giröingarínnar.
Við sUkt er eriitt aö eiga. Þetta
er leiðinlegt þar sem eigendur
bflanna hafa orðið fyrir miklu
tjóni. Þó hrossin fáist að mestu
bætt væri betra að vera laus
svona nokkuð," sagði Ævar Þor-
steinsson, bóndi að Enni í Aust-
ur:Hunvatnssýslu.
Á fáum vikum hafa þrjó hross
í eigu Ævars ö'rðið fyrir bU og
i drepist. Engin slys hafa orðið á
fólki í þessum óhöppum. Lögregl-
an á Blönduósi hefur lagt að
Ævari að laga girðingar hjá sér -
en þær liggja niðri á löngum köS-
um. TU þessa hefur Ævar ekki
sinnt þessu - en sagst ætia að
leggjarafmagnsgirðingar ánæsta
vori.
„Girðingar þær sem Vegagerð-
ín setur upp eru oftast mjög léleg-
ar. Land hjá mér er þverskorið
af vegum. Það er útilokað að
halda þessu við. Staurarnir ganga
aUtaf upp. Þetta er verra; en óg-
irt," sagði Ævar Þorsteinsson,
bóndi að Enni         -smp
¥ið borðum
minna kjöt
Meðaltalsneysla ísiendinga á
kjöti áriö 1988 reyndist vera 65,6
ldló sem er minna en tvö undan-
farin ár og um þrem kílóum
minna en meðaltal undanfarinna
10 ára.
Þess má þó geta til saman-
burðar að íslendingar borða að
meðaltaU meira kjöt en aðrir
Norðurlandabuar, að Dönum
undansködum. Þessar tölur'eru
byggðar á skýrslum sláturleyfis-
hafa og afurðarstöðva fyrir árið
1988.
Meðai-íslendingurinn snæddi
34,8 kg af kindakjöti 1988 en 35,4
kgl887. Nautakjötsátiðjókstlítö-
lega eða úr 12,9 kg 1987 í 13,2 kg
í ár. Hrossakjötsneysla dróst
saman, er nú 2,3 kg en var 2,9 kg.
Svínakjöt bætir sig hins vegar og
borðaði hver íslendingur 9,8 kg á
síðasta ári en 8 kg 1987. Alifugla-
kjötsneysladrósthms vegar mik-
ið saman. 1987 var hún 7,9 kg en
ernú5,5kg.          ^SMJ
Neyðarblys
viðViðey
Neyðarblys sást á lofti við Viðey
í gærdag. Starfsmenn í Sunda-
borg urðu blyssins varir og létu
vita. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var á flugi við Reykjavíkuröug-
vöfl þegar blysið sást og fór hún
strax á vettvang. í IJós kom að
starfsmaður laxeldisstöðvar
hafði skotiö blysinu eftir áð bát-
ur, sem hann var á, haföi fengjð
aðskotahlut í skrufuna og vélin
stöðvast:
Báturinn var tila útbúinn - tfl
dæmis er engin talstöð í honum.
Maðurinn hafói enga aðra leið til
að láta vita af vandræðum sínum.
Björgunarmenn eru ekki ýkja
hrifnir af slíkri notkun neyðarb-
lyss - þar sem ekM var hætta á
ferðum.              -sme
Sibrotamaður
tekinn í nott
SíbrotamaÖur var hahdtekinn
eftir að hann reyndi að brjótast
inn í Skóverslun Þórðar Péturs-
sonar við Laugaveg í nótt. Mann-
inum haí&i teki9t að brjóta rúðu
í einum glugga verslunarinnar.v
Hann komst ekM inn þrátt ryrir
brotna ráðuna og var handtekinn
skömmu síöar.         -6me
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48