Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. Fréttir_______________________________________ Sérleyfishafar og hópferðaaöfiar biðja um hækkun: Ekki lengur hægt að tala um verðstöðvun - segir yfirviðskiptafræðingur Verðlagsstoftiunar Nú liggur fyrir hjá Verölagsstofn- un hækkunarbeiðni frá sérleyfis- höfum og hópferðaaðilum og mun sú beiðni fara fyrir verðlagsráð. Þetta er aðeins ein beiðni af mörgum sem borist hafa til stofnunarinnar síðan verðstöðvunin gekk í gildi í septemb- er. Munu hækkunarbeiðnir svo hundruðum skiptir hafa verið af- greiddar frá stofnuninni. Eru flestar hækkunarbeiðnirnar vegna breytinga á gengi og vöru- Einn ökumaður var tekinn í gær- kvöld fyrir að aka á 99 kílómetra- hraða í Ártúnsbrekku. Þá var einn stöðvaður fyrir að aka á 97 á Vestur- landsvegi og einn var tekinn í gær- dag á Elliðavogi á 80 kílómetra hraða. Óþarft er að taka fram að götur og veður leyfa ekki hraðakstur þessa dagána. Um klukkan tvö í nótt festi öku- maöur bfl sinn á Vesturlandsvegi - gjaldi en auk þess eru afgreiddar hækkanir sem mætti halda að væru geymdar í verðstöðvun. Eru það hækkanir á margvíslegri þjónustu sem ekki hefur fengið hækkun í eitt ár eða lengur. Má þar nefna sem dæmi hækkun hjá dansskólum, hækkun hjá íþróttasölum sveitarfé- laga, hækkun skiðafélaga, hækkun á ýmiss konar námskeiðum og jafnvel hækkun á leyfisgjaldi fyrir hunda. Þá hækkuðu málningarvörur nýlega milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Um fjórum klukkustundum síðar barst manninum hjálp. Lögreglu- maður í Reykjavík, sem búsettur er í Mosfellsbæ, var þá á leið til vinnu. Sá sem fastur sat var þá oröinn ör- þreyttur og kaldur. Lítil sem engin umferð var á Vesturlandsvegi í nótt. í morgun var víöa erfið færð á göt- um - sérstaklega í Reykjavik. Lítið varumumferðaróhöpp. -sme og er ekki að fullu unnt að skýra þá hækkun með gengisfellingunni. Einnig má geta þess að samþykkt hefur verið 6 til 7% hækkun á salt- fiski og harðfiski. Þá eru ótaldar þær opinberu hækk- anir sem bíða í pípunum og verðlags- stofnun hefur ekki með að gera. T.d. hafa ýmsar orkuveitur tilkynnt til iðnaðarráðuneytisins hvað þær ætla aö gera þegar verðstöðvunin rennur úr gildi. „Eg fer ein með bflinn minn til Hamborgar. Sá ferðamáti hentar mér best,“ segir Sonja Hólm sem í gær var fyrsti farþeginn til að sigla með Laxfossi, hinu nýja skipi Eimskipafé- lagsins. Hún er líka eini farþeginn í þessari ferð. Sonja er beitingamaður og segir tíðina hafa veriö rysjótta upp á síð- kastið og lítið að gera í beitingunni. „Ég ákvað þess vegna að henda draslinu mínu í bflinn og drífa mig tfl Hamborgar. Ætli ég verði ekki þama suðurfrá í nokkra mánuði. Kannski ferðast ég þangað til pening- arnir eru búnir, jaifnvel að ég fari í vinnu eða skóla. Þetta er allt óákveð- ið ennþá.“ - Er hægt að tala um að verðstöövun sé enn í gildi? „Það má segja að eins og ástandið er núna þá er verðstöðvun ekki rétta orði. Þetta er frekar það sem myndi vera kallað hert verðlagseftirlit," sagði Guðmundur Sigurðsson, yfir- viðskiptafræöingur hjá Verðlags- stofnun. -SMJ Sonja er vön sjónum. Hún var há- seti á vertíðarbátum, „bæði á netum og línu“ auk þess sem hún vann á erlendum kaupskipum. „Það er ágæt tilhugsun aö vera eini farþeginn. Ég býst viö aö það verði stjanaö við mig á leiðinni," segir Sonja Hólm. Að sögn Knúts Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra Úrvals, eru 100 manns búnir að bóka sig í ferðir Laxfoss og Brúarfoss. Tæpur helmingur bókana kemur frá Evrópu. Eimskip siglir á hveijum fimmtudegi héðan tfl hafna í Evrópu og hvort skipið um sig tekur 12 fullorðna farþega. -pv DV Ekið á þrjú hross frá sama bónda „Hrossin komust, á ísilögöu vatni, fýrir enda giröingarinnar. Viö slíkt er erfitt aö eiga. Þetta er leiðinlegt þar sem eigendur bílanna hafa oröiö fyrir miklu tjóni. Þó hrossin fáist að mestu bætt væri betra aö vera laus svona nokkuö,“ sagði Ævar Þor- steinsson, bóndi að Enni í Aust- ur-Húnvatnssýslu. Á fáum vikum hafa þrjú hross í eigu Ævars óröiö fyrir bfl og drepist. Engin slys hafa oröiö á fólki í þessum óhöppura. Lögregl- an á Blönduósi hefur lagt að Ævari aö laga giröingar hjá sér - en þær liggja niðri á löngum köfl- um. Til þessa hefur Ævar ekki sinnt þessu - en sagst ætla að leggja rafinagnsgirðingar á næsta vori. „Girðingar þær sem Vegagerð- in setur upp eru oftast mjög léleg- ar. Land bjá mér er þverskorið af vegum. Það er útilokað að halda þessu við. Staurarnir ganga alltaf upp. Þetta er verra en óg- irt,“ sagði Ævar Þorsteinsson, bóndi að Enni. . -smp Við borðum minna kjöt Meðaltalsneysla islendinga á kjöti árið 1988 reyndist vera 65,6 kfló sem er minna en tvö undan- farin ár og um þrem kílóum minna en meðaltal undanfarinna 10 ára. Þess má þó geta til saman- burðar að íslendingar borða að meðaltali meira kjöt en aðrir Norðurlandabúar, aö Dönum undanskildum. Þessar tölur eru byggðar á skýrslum sláturleyfis- hafa og afurðarstöðva fyrir árið 1988. Meðal-islendingurinn snæddi 34,8 kg af kindakiöti 1988 en 35,4 kg 1987. Nautakjötsátið jókst lítil- lega eöa úr 12,9 kg 1987 í 13,2 kg í ár. Hrossakjötsneysla dróst saman, er nú 2,3 kg en var 2,9 kg. Svínakjöt bætir sig hins vegar og borðaði hver íslendingur 9,8 kg á síðasta ári en 8 kg 1987. Alifugla- kjötsneysla dróst hins vegar mik- ið saman. 1987 var hún 7,9 kg en er nú 5,5 kg. -SMJ Neyðarblys við Viðey Neyðarblys sást á lofti við Viðey í gærdag. Starfsmenn í Sunda- borg urðu blyssins varir og létu vita. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi við Reykjavíkurflug- völl þegar blysið sást og fór hún strax á vettvang. í ljós kom að starfsmaður laxeldisstöðvar hafði skotið blysinu eftir að bát- ur, sem hann var á, hafði fengiö aðskotahlut í skrúfuna og vélin stöövast: Báturimi var illa útbúinn - til dæmis er engin talstöð í honum. Maöuriim hafði enga aðra leið til að láta vita af vandræðum sínum. Björgunarmenn eru ekki ýkja hrifnir af slíkri notkun neyöarb- lyss - þar sem ekki var hætta á ferðum. -Sme Síbrotamaður tekinn í nðtt Síbrotamaöur var hahdtekinn eftir að hann reyndi aö bijótast inn í Skóverslun Þórðar Péturs- sonar við Laugaveg í nótt. Mann- inum hafði tekist að bijóta rúöu í einum glugga verslunarinnar. Hann komst ekki inn þrátt fyrir brotna rúðuna og var handtekinn skömmu síöar. .8œe Jón Baldvln Hannibalsson: Ólafur Ragnar á 4 milljarða af hallanum - Ólafor Ragnar breytti fréttatilkynmngu til aö fela sinn hlut Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra felldi hlut sinn í 7,2 millj- arða rekstrarhalla á ríkissjóði út úr • fréttatilkynningu um afkomu ríkis- sjóðs á síðasta ári. Á ríkisstjórnar- fundi í gær var lögð fram fréttatil- kynning til kynningar þar sem glögg- lega kom fram að af hallanum mátti rekja um 4 milljarða til síðasta árs- fjórðungsins. Til tíma Ólafs Ragnars í fjármálaráðuneytinu má einnig rekja um 1.135 milljónir af um 1.650 milljóna aukafjárveitingum á árinu öllu. „Á síðasta ársfjórðunga var hallinn 4 milljarðar, annars vegar 2 milljarð- ar vegna minni tekna og hins vegar 2 milljarðar vegna útgjaldaaukning- ar. Það vekur athygli þegar litið er á þennan síðasta ársfjórðung að auka- fjárveitingar eru allt í einu orðnar um 1.650 milljónir. Þær voru um 500 milljónir í lok september. Þær jukust því um rúmar 1.100 milljónir á síð- asta ársfjóröunginum. Þetta segir mér að miklu af útgjöldum hefur verið sópað á árið 1988 sem undir eölilegum kringumstæðum hefði annaöhvort veriö hafnað eða færst að hluta yfir á næsta ár,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráö- herra og fjármálaráðherra fram í lok september á síðasta ári. - Hver er ástæðan fyrir því að þessar upplýsingar koma ekki fram í frétta- tilkynningu ráðuneytisins? „Svona var þetta lagt fyrir á ríkis- stjórnarfundi í gær. Ef íjölmiölar hafa fengiö fréttatilkynningu þar sem þetta kemur ekki fram þá hefur henni einfaldlega verið breytt eftir ríkisstjórnarfund," sagði Jón Bald- vin. Samkvæmt þessum ummælum Jóns Baldvins má rekja um 4 millj- arða af 7,2 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári tfl þeirra þriggja mánaða sem Ólafur Ragnar sat við stjómvöhnn. -gse Þessi árekstur varð í Artúnsbrekku i gær. DV-mynd S Y” ' - '* „Þetta er bara spurning um að drifa sig af stað,“ segir Sonja Hólm sem hélt síðdegis í gær áleiðis til Hamborgar, ein í farþegakáetum Laxfoss. Myndin er tekinn er skipstjóri Laxfoss tók á móti Sonju við skipshlið. Beitingakona fyrsti farþeginn með Laxfossi Ók á hundrað í ófærðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.