Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Sýningar Arbæjarsafn Sýningin „Reykjavík '44 - fjölskyldan á lýðveldisári" er opin á sunnudögum kl. 13-17. Café Mílanó Faxa<eni11 Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sýnir málverk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 9- 23.30. Gallerí Fold Austurstræti 3 Listamaður mánaðarins er Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Hún sýnir þar þrykk dagana 23. apríl til 1. maí. Opið virka daga kl. 10-18 nema laugardaga kl. 10-16. Allar myndirnar eru til sölu. Gallerí Greip Þar stendur yfir sýning á smáhillum og borðum eftir Gunnar Magnússon. Sýn- ingin stendur til 4. maí. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur nú yfir sýning á verkum Æju (Þórey Magnúsdóttir.) Þetta er hennar fyrsta einkasýning og ber hún heitið „Hrif". Æja sýnir skúlptúra unna i leir, járn, stein, rekavið og gifs sem málaðir eru með jarpikmentlitum. Þetta er sölusýning og stendur hún til 20. maí og er opin á verslunartíma, á virkum dögum kl. 10-18 og laugardaga kl. 10- 14. Gallerí Sólon Íslandus Á morgun kl. 14 opnar Sigurður Örlygs- son málverkasýningu. Ásýningunni eru 19 ný verk, þrjú stór olíumálverk úr myndaflokknum „Sköpun listamanns- ins" og einnig 16 litlar akrýlmyndir unnar á pappir úr myndaflokknum „Söngvarinn hlustar". Sýningin stendur til 23. mai. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir tré og dúkristur. Sýningin er opin þriðju- daga til laugardaga kl. 13-18 og sunnu- daga kl. 14-18. Sýningin stendur til 11. maí. Geröuberg A morgun kl. 14 verður opnuð sýning á Ijósmyndum sem teknar voru af krökkum á aldrinum 9-12 ára á Ijós- myndanámskeiði sem Hans Petersen hf. og Gerðuberg stóðu fyrir á dögun- um. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 13-16. Þá opnar einn- ig Hannes Lárusson myndlistarsýningu. Sýning þessi er sú þriðja i samhang- andi röð sýninga sem Hannes hefur haldið undanfarið. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-412 og föstudaga kl. 10-19. Hafnarborg Strandgötu 34 Síðasta sýningarhelgi á málverkum JónsThor Gíslasonar í aðalsal, málverk- um Anette Ackermann I Sverrissal og teikningum Freydísar Kristjánsdóttur I kaffistofu. Opið alla daga kl. 12-18 nema þriðjudaga. Hlaðvarpinn Vesturgötu 3 Haphazard-hópurinn frá Finnlandi sýn- ir verk sín. Kjarvalsstaðir Þar standa yfir sýningar á verkum eftir Jóhannes Kjarval í austursal, Huldu Hákon I vestursal og Ólaf Gíslason í miðsal. Hulda sýnir myndir af eldi og blómum, bæði I þrívídd og í málverki. Sýning Ólafs ber heitið „Vernissage" eða á nútímamáli „sýningaropnun". A morgun kl. 16 verður opnuð I vesturfor- sal sýning sem ber yfirskriftina „Blómið besta" - fjölskyldan og lýðveldið. Þetta er sýning á úrvali verka sem börn í Álfta- mýrarskóla unnu. Allar sýningarnar standa til 8. maí og eru opnar daglega frá kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyju- götu. Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á túskteikning- um i eigu safnsins eftir Barböru Árna- son við Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar. Sýningin stendur til 8. maí. Þá stendur einnig yfir sýning á verkum Jóns Gunnars Árnasonar. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Sunnudaginn 1. mailýkursýningu vetr- arins Hugmynd - Höggmynd. Safnið verður opið um helgina, laugardag og sunnudag kl. 14-17. Safnið verður lok- að I maímánuði meðan verið er að undirbúa sýninguna Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar. Sigurður Örlygsson á Sóloni: Portrett af Placido Domingo „Á sýningunni eru þrjú olíumál- verk og er hvert þeirra í kringum fimm fermetrar. Þau tilheyra öll ákveðinni seríu sem nefnist Sköpun listamanns. Myndirnar eru í frumlit- unum, ein er blá, önnur rauð og enn önnur gul,“ segir Sigurður Örlygsson listamaður sem opnar sýningu á Sól- oni íslandusi á laugardag kl. 14. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigurður sýnir hreinræktuð olíumálverk á striga. Verkin eru aöallega hugleið- ing um manneskjuna í tækniþjóðfé- laginu. Á sýningunni eru einnig 16 litlar akrýlmyndir á pappír. Myndirnar eru í myndaflokki sem nefnist Söngvarinn hlustar. „Þetta er eiginlega portrett af Placido Domingo. Ég hafði hann í huga þegar ég teiknaði þær. Domingo er í einkennilegum aðstæðum í myndunum og hlustar á mismun- andi hluti,“ segir Sigurður. Sigurður hlaut menningarverð- laun DV fyrir myndlist árið 1988 og honum hafa verið veitt starfslaun listamanna nokkrum sinnum. Sigurður Örlygsson heldur málverkasýningu á Sóloni islandusi. DV-mynd GVA Hafnarborg: Þrjár sýningar Núna stendur yfir sýning á verk- um Jóns Thors Gíslasonar í Hafnar- borg. Jón Thor bregður upp persónu- legri spegilmynd af veruleikanum í verkum sínum, knúinn áfram af reynslu og upplifunum sem verða á vegi hans í lok 20. aldar, á tímum mikillar upplýsingagnóttar. Annette Ackermann sýnir í Sverr- issal Hafnarborgar. Annette er þýsk og hefur sýnt víða þar í landi, meðal annars í ráðhúsi Leonbergs þar sem hún sýndi með Beate Blankenhorn, Jóni Thor Gíslasyni og Matthias Keller. Sýningunni lýkur um helg- ina. Einnig stendur yfir sýning á verk- um Freydísar Kristjánsdóttur í kaffi- stofu Hafnarborgar. Freydís sýnir þar myndasögur og myndskreyting- ar. Myndasögur Freydísar eru ekki í hefðbundnum hasarblaðastíl og skera sig nokkuð úr því sem aðrir hafa verið að gera á þessu sviði hér- lendis. Sýningu Freydísar lýkur einnig um helgina. Jón Thor Gislason sýnir í Hafnarborg. Gerðuberg: Áletraðir prófílar Hannes Lárusson opnar myndlist- arsýningu í Menningarmiöstöðinni Gerðubergi á sunnudag kl. 15. Sýn- ingin er sú þriðja í samhangandi röð sýninga sem Hannes hefur haldið undanfarið. Á sýningunni í Gerðubergi verða veggimir alþaktir áletruðum prófll- um. Auk þess að draga fram grund- vallarforsendur rýmisins er höfuð- viðfangsefni sýningarinnar í Gerðu- bergi, eins og hinna sýninganna, margbreytileiki sjónskynjunarinn- ar, einkum með hti sem útgangs- punkt, og félagsleg og menningarleg frumöfl. Nýlistasafnið: Hringrásir og plön Tvær sýningar veröa opnaðar í Nýlistasafninu á laugardag kl. 16. í neðri sölum sýnir Ráðhildur Inga- dóttir. í verkum sínum fjallar hún um hringrásir og plön. Málverk og teikningar eru hugsuð sem hlutar af óendanlegum flötum í óendanlega mörgum lögum. Eygló Harðardóttir sýnir innsetn- ingar í efri sölum safnsins. Verk hennar fjalla um þau mynstur sem verða til þegar farið er frá einum stað til annars í daglegri yfirferð manna og orkuna sem kviknar á vegamótum. Kjarvalsstaðir: Blómið besta Sýning verður opnuð á verkum barna úr Álftamýrarskóla að Kjar- valsstöðum á laugardag. Sýningin ber yfirskriftina Blómið besta - fjöl- skyldan og lýðveldið. Verkin eru unnin undir handleiðslu kennara í tilefni af ári fjölskyldunnar og lýð- veldisafmælisins. Verkin á sýning- unni eru unnin í leir, tau, vír, og fleira auk málverka. Ljósmyndasýn- ing grunnskóla Sýning á ljósmyndum unglinga í grunnskólum Reykjavíkur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Sýndar verða svart-hvítar myndir unnar á námskeiðum íþrótta- og tómstundaráðs í vetur og litmyndir úr keppninni Ljósmyndasprettur grunnskólanna sem Fuji-umboðið, Ljósmyndavörur hf. styrkti. Sýningar Listasafn Háskóla Islands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listhúsið Laugardal Sjofn Har sýnir oliumálverk og tússlita- myndir í sýningarsal sinum. Verkin eru flest frá árinu 1993. Sýningin er opin á verslunartíma Listhússins. Sunnudaginn 1. maí lýkur myndlistar- sýningu Art-Hún hópsins. Á sýning- unni gefur að lita leirverk með járni og gleri, skúlptúra, kol og krítarteikningar, málverk og pastelmyndir. Sýningin er opin í dag kl. 10-18 og laugardag og sunnudag kl. 14-18. Lóuhreiður Laugavegi59 Steinunn Bjarnadóttir sýnir vatnslita- myndir. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin er opin kl 9-18 virka daga og 10-14 laugardaga. Sýn- ingin stendur til 16. maí. Mokka kaffi Skólavörðustíg „Drög að veggfóðri" nefnist sýning Jóhanns Sigmarssonar (Jonna) sem stendur yfir á Mokka kaffi. Sýningin stendur til 8. maí. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Uppl. I síma 611016. Norræna húsið v/Hringbraut I anddyri hússins stendur yfir sýning á verkum gestanemenda við MHl. Nem- endurnir eru 18 talsins og koma frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Litháen og Þýskalandi. Verkin á sýning- unni eru mjög fjölbreytt og er beitt margvislegri tækni. Sýningin er opin kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga kl. 12- 19. Henni lýkur 4. mai. I sýningar- sölum stendur yfir sýning á myndverk- um barna og unglinga frá Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Heiti sýningarinnar er „Fornnorrænar sagnir" og er þetta farandsýning. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-19 til 8. maí. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Á morgun kl. 16 verða opnaðar tvær sýningar. I neðri sölum sýnir Ráðhildur Ingadóttir. I verkum sínum fjallar hún um hringrásir og plön. Eygló Harðar- dóttir sýnir innsetningar i efri sölum safnsins. Sýningarnar eru opnar dag- lega kl. 14-18 og þeim lýkursunnudag- inn 15. maí. Portið Strandgötu 50, Hafnarf. Á morgun verður opnuð fyrsta einka- sýning Öldu Sigurðardóttur. Verkin á sýningunni eru gerð úr tvinna, bók- bandslimi, plexigleri og stáli. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18 og stendur hún til 15. mai. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, simi 54321. Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. Safnið er opið á laugardög- um og sunnudögum kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13- 17. SPRON Alfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á myndvefnaði eftir Þorbjörgu Þóröardóttir. Sýningin stendur til 26. ágúst og er opin kl. 9-16 alla virka daga. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Þar stendur yfir sýning á stólum eftir Þórdísi Zoéga húsgagnahönnuð. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 14-18 en henni lýkur 8. maí. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Önnurhæð Laugavegi 37 Opnuð hefur verið sýning á verkum Richards Tuttle í sýningarsalnum „Önnur hæð". Sýningin er opin alla daga nema miðvikudga kl. 14-18 út maí. Haukur Halldórsson sýnirí hallgrímskirkju Síðustu sýningardagar sýningar Hauks Halldórssonar listamanns, Trú og tákn i tveim heimum í suðursal Hallgríms- kirkju lýkur 1. maí. öpið kl. 10-18. Ljósmyndasýning í Kringlunni „Island ofar öllu" er heiti á Ijósmynda- sýningu Mats Wibe Lund i Kringlunni. Sýningin stendur yfir 15.-30. apríl í Kringlunni á II. hæð. Myndirnar eru til sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.