Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 JUV 18 H&enning Félagsmálaskóli og gróðurmold Iðnnemasambandið átti hálfrar aldar afmæli 1994 og stefnt var að því að saga þess kæmi út þá. Ýmislegt varð til að tefja þá áætlun en núna er hún komin - Með framtíðina að vopni - í stórri og glæsilegri bók, ríkulega myndskreyttri. Helgi Guðmundsson, trésmiður og rithöfundur, ber ábyrgð á textanum en um myndritstjórn sá Sumarliði ísleifsson, jámsmiður og sagnfræðing- ur. Reyndar kemur fram í formála stjómar sam- bandsins að þetta byrjaði allt meö draumi um sturtuklefa sem varð til þess að pappírsgögn voru ílutt úr geymslu. Þá kom í ljós hve mikil gögn voru til í sögu - en var ástæða til að skrá lagsmálum heldur þurft að standa í réttindabar- áttu eins og hvert annað stéttarfélag. í grann- löndunum voru iðnnemar í sveinafélögum og fengu sjálfkrafa sömu réttindi og sveinar. En þegar ég byrjaði að skrifa fannst mér ófull- nægjandi að binda frásögnina við þessi fimmtíu ár og fór að rýna aftur í tímann. Og viti menn! Eftir nokkra leit fann ég fyrsta iðnnemann! Hann hét því merka nafni Jón Jónsson og lærði prentverk hjá fóður sínum, Jóni Matthíassyni sænska, sem svo var kallaður, í ranni Guð- brands Hólabiskups á seinni hluta 16. aldar. í prentsmiðjunni á Hólum lærðu nokkrir menn bæði bókband og prent og gerðu iðn að lífsstarfi Hárgreiðsla var meðal löggiltra iðngreina árið 1928. Myndin er tekin á 4. áratugnum á hárgreiðslustofu Kristólínu Kragh í Reykja- vík. hana? spurðum við Helga Guðmundsson. „Já, fyllsta ástæða," svarar hann og kveður fast að orði. „Þetta er saga æskufólks og samtaka þess sem eru einstök í sinni röð í okkar heimshluta. Þau voru stofnuðl94-, upp úr því að iðnnemum var meinaður aðgangur að sveinafé- lögum. Þess vegna hafa þau ekki aðeins sinnt fé- sínu, fyrstir íslendinga." - Er þá prentverk fyrsta iðnin sem þörf var fyrir nám í? spyr blaðamaður eins og sannur ís- lendingur. „Ja, við getum út af fyrir sig deilt um það hvort ekki hafi verið meiri þörf fyrir nám í öðr- um greinum, til dæmis skipasmíðum!" svarar Helgi hlæjandi. „En íslendingar hafa löngum lit- ið svo á að menntun og menning komi úr bókum svo ekki þarf að undra þó að prentverkið hafi orðið fyrst. Verkmenntun hefur alla tíð verið í molum hér á landi, það er ein af niðurstöðum mínum í þessu riti.“ Helgi rennir sér gegnum söguna allt til nútím- ans, skoðar fyrstu löggjöfina um iðnnám hér á landi 1893 og þróunina síðan, fyrstu samtök iðn- nema 1898 - það voru skósmíðanemar sem stofn- uðu þau - og lærðir skósmiðir stofa sitt félag um svipað leyti; það reynist aldrei mjög langt á milli samtaka nema og útlærðra í iðngreinunum. For- vitnilegt var að skoða umræður á þingi um þessi efni og gaman að sjá hvað iðnnemar fara snemma að skipta sér af löggjöf um sín málefni og reyna að hafa áhrif á hana. Reyndar gera þeir sitt besta alla tíð til að bæta verkmenntun í land- inu en lengst af með litlum árangri. En hvaða uppgötvun skyldi Helga finnast merkilegust í bókinni? „Það kom mér algerlega á óvart að komast að því að árið 1927 var lagt fram á Alþingi i fyrsta skipti frumvarp til laga um fiölbrautaskóla, „Samskóla Reykjavíkur", afar vandlega undirbú- ið eftir athuganir á svipuðum skólum erlendis. Þetta var nýstárleg hugmynd að skóla þar sem átti að steypa saman vélskóla, iðnskóla, verslun- arskóla og gagnfræðaskóla. En maður nokkur sem Jónas hét og var Jónsson, ættaður frá Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, komst til valda í millitíð- inni og hann steindrap þetta frumvarp. Það reis ekki upp aftur fyrr en áratugum síðan. Ég held að við höfum tapað hálfri öld. Það má hafa nafn- giftina eina á löggjöfinni hans til marks um það hvemig að henni var staðið: „Lög um bráða- birgða-ungmennafræðslu í Reykjavík". Við þau sat í hálfa öld með plástrum hingað og þang að. Þegar kemur að Iðnnemasam- \ bandinu sjálfu þá er merkilegt að sjá hvað þessi geysistóri hópur ung- menna heldur starfinu vel gangandi af ' litlum efhum. Og það er ótrúleg sam- fella í því sem þau eru að gera. Engin rof. Það er meira að segja samfella í menntastefnu samtakanna allan tímann. Að sjálfsögðu breytast aðferðirnar, til dæmis á róttæka tímabilinu upp úr ‘68, en samtökin semja hvað eftir annað mjög vandaðar tillögur um skipun verkmenntun- ar í landinu og það verður að segjast eins og er að hún hefur þróast mjög í þá átt sem Iðn- nemasambandið lagði til. Áhrifa þess gætir meira en maður gerir sér grein fyrir vegna þess hve margir öðluðust félagslega skólun sína þar og urðu svo áhrifamenn á öðrum vettvangi síð- ar. Iðnnemasamtökin eru félagsmálaskóli - og gróðurmold." Mál og mynd gefur bókina út. Af ást í meinum ps ... Eldri en hann sýnist Sindri Freysson hlaut bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness í vikunni sem leið fyrir fyrstu skáldsögu sína, Aug- un í bænum, og er honum hér með óskað til ham- ingju. Sindri er aðeins 28 ára gamall og hefur áður gefið út Ijóðabók (1992) og smásagnasafn (1993). En þessi ártöl segja ekki alla söguna. í raun- inni eru 13 ár síðan Sindri birti eftir sig verk opinberlega því smásaga hans, „Frumur og svoleiðis" kom í Tímariti Máls og menningar árið 1985 þegar Sindri var aðeins 15 ára kotroskinn piltur. Þetta er hryllingssaga sem segir frá mannfríki sem tekur aö sér í neyð að þjóna lund annars manns og smám saman kemur í ljós að sá hefúr hom í síðu rauðhærðs fólks og lætur fríkið útrýma þvl kerfisbundið fyrir sig. Verður fróðlegt að vita hvort við hitt- um „löngu hoknu mannveruna" sem „andaði snörlandi út um nefið“ úr bemskuverki Sindra í nýju skáldsög- unni. Nýr Skírnir Hausthefti Skírnis 1998 er nýkomið út, þykkt og safaríkt. í tveimur greinum er hugað að stöðu heilbrigðishugmynda í nútíð og fortíð; Stefán Hjörleifsson bend- ir á menningarlegar afleiöingar tækni- hyggjunnar sem einkennir læknanám og Unnur Bima Karlsdóttir gerir grein fyrir kynbótahugmyndum íslenskra lækna og fræðimanna á fyrri hluta aldarinnar. Eins og menn muna urðu í fyrra mikil blaðaskrif á Norðurlöndum um' kynbótahugmyndir og aðgerðir þeim tengdar sem illa þoldu dags- ins ljós. Grein Unnar Bimu er fróðleg viðbót við þá umræðu. Tvær greinar eru helgaðar íslenskri bókmenntasögu. Ár- mann Jakobsson fiallar um Laxdælu út frá kenningu \ sinni um leit íslendinga að konungi - og kemst að sjálf- sögðu að því að þar sé hið ásjálegasta konungakyn, þó að besta konungseftiiö hafi verið drepið í blóma lífsins. Svo setja Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir fram róttæka túlkun á rauða skúftium í al- kunnu kvæði Jónasar, „Ég bið að heilsa". Kemur nefnilega í ljós að sá skúfur er grænn í handriti skáldsins og telja höf- undar litarbreytinguna beinlínis póli- tiska og byltingarsinnaða. Sveinn Einarsson leikstjóri beinir sjónum sínum að gróskufúllri leikstarf- semi landsmanna á árunum 1860 til 1920 í greininni „Leikið i hlöðum og á pakk- húsloftum". Kristín Ómarsdóttir er skáld Skfrnis og Magnús Kjartansson er mynd- listarmaður hans. Aðalsteinn Ingólfsson fiallar um list Magnúsar í grein í heftinu. „Sú ást sem ei vogar að nefna sitt nafn" Jón Karl Helgason, hókmenntaffæðingur og útvarpsmaður hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem hann nefnir Næturgalann. Kannski væri réttara að skilgreina bókina sem ritgerð en skáldsögu eða kannski skáld- sögu í ritgerðarformi því bókin samanstendur af brotum héðan og þaðan úr bókmenntasög- unni. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Aðaluppistaðan í Næftmgalanum eru bréf sem fara á milli Helga og Kristínar, langafa og langömmu Jóns Karls, sumarið 1901. Hún er stödd í Skotlandi en þangað hefur hún ráðið sig í vist, hann er bundinn heima á íslandi við vinnu og aðhlynningu sjúkrar móður. Þegar leiðir þeirra skiljast hafa þau ekki gefið hvort öðru neitt ákveðið heit en það heit liggur þó í loftinu og á milli línanna í bréfum þeirra sem eru þó yfirmáta kurteisleg og varfærnisleg. Þau verða líka að vera það því Helgi hefur í upphafi bréfaskriftanna ekki borið óskir sínar og langanir undir móður sína. Því pukrast þau meö skriftirnar og minna hvort annað reglulega á að láta engan sjá eða vita. Þannig fær ást þeirra yfirbragð þeirrar spennu sem einkennir flest ef ekki öll ástarsambönd í byrj- un og gerir þau kitlandi, heillandi og enn eft- irsóknarverðari. Sú spenna verður þó léttvæg í samanburði við brotin úr heimsbókmennt- unum sem Jón Karl vefur inn í sögu þessara íslensku elskenda en þau brot segja öll af elskendum sem ekki ná að eigast en slík stað- reynd gerir þrána enn sterkari og spennuna magnaðri. Bók Jón Karls dregur einmitt nafn sitt af einu bók- menntabrotinu en í því er vísað í Laustiksljóð eftir Marie de France. Þar segir af konu og karli sem laðast hvort að öðru en ástir þeirra eru forboðnar því konan er gift. Sem und- irleikur við ást þeirra er söngur næturgalans en í honum finnur ungi maðurinn „raddblæ ástarinn- ar, tónlistina sem býr honum í brjósti en fæst ekki tjáð með orðunum ein- um“ (20). Söngur næturgalans hljómar undir í öllum ástarsögunum, undurfagur og seiðandi söngur sem laðar og lokkar en sú hætta vofir alltaf yfir að hann hljóðni og hljómi aldrei framar. Sú hætta virðist þó ekki steðja að elskend- unum íslensku því ást þeirra er enn í mótun og fátt því til fyrirstöðu að þau fái að eiga hvort annað. Að því leyti er þeirra saga ólík hinum harmrænu ástum sem lýst er í bók- menntabrotunum og þess vegna nær hún ekki að slá í takt við aðrar sagnir bókarinnar. Það gerir að verkum að lesandinn á stundum erfitt með að fylgja sögunni eftir og ná þeirri tengingu sem höfundur leitast við að ná, þ.e. tengingunni um ljúfsárar ástir í meinum. Sú tenging týnist í aðal- sögunni, sögu Kristinar og Helga, því pukur þeirra er miklu fremur krúttlegt en harmrænt - lesandinn veit allan tímann að þeirra saga fer vel. Þrátt fyrir þessa vankanta er Næturgalinn vönduð og vel unn- in saga eins og við mátti búast af höfundarins hálfu en hann er einmitt þekktur fyrir skemmtilega og frumlega takta í sínum fræðum. Næturgalinn er áhugaverð viðbót við þau. Jón Karl Helgason: Næturgalinn Bjartur 1998 Greinin sem sætir mestum tíðindum í nýjum Skírni er „Ósegjanleg ást“ eftir Geir Svansson bókmenntafræðing. Þar tekur hann fyrir í ítarlegu máli þrjár ný- legar skáldsögim sem „tjá samkynhneigð meö mjög ákveðnum hætti“ (477). Þetta eru Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma (1993) eftir Guðberg Bergsson, Dyrnar þröngu (1995) eftir Kristinu Ómarsdóttur og Z: ástarsaga (1996) eftir Vigdísi Grímsdóttur. Auk þess fiallar hann um hinsegin fræði, sögu þeirra og hinar ýmsu kenningar sem uppi eru um þau nú á tímum. Grein Geirs er aö vísu ílöng en afar vel unnin og skemmtileg. Ekki síst er gaman að sjá dæmin sem hann tekur úr umsögn- um um skáldsögumar þrjár og sem sýna hvernig gagnrýnendur era á hröðum flótta frá raunverulegu inntaki bókanna. Til dæmis klifuðu gagnrýnendur á því að ást kvennanna í Z: ástarsögu væri bara eins og hver önnur ást og höfundur væri að fialla um ástina sem fyrirbæri fremur en ákveðiö ástarsamband. Þetta stafar kannski, segir Geir, af þeirri áráttu okk- ar „Að gera það sem er öðruvísi, eða hinsegin, „eins“, laga það að því „sama“, til að það sé ásættanlegt" (498). Skiljan- legt og virðingarvert - en viðsjárvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.