Dagur - 21.03.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1973, Blaðsíða 1
Dagub LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 21. marz 1973 — 12. tölublað Álsey, en tvíburaskipið Bjarnarey var sjóseít nær samtímis hjá Slippstöðinni. (Ljósm.: E. D.) MYNDLISTA- og handíðaskól- inn í Reykjavík fór þess nýlega á leit við Hjört Eiríksson verk- smiðjustjóra Gefjunnar, að verk smiðjan kæmi fjárhagslega til móts við ofurlítinn nemendahóp þaðan, er hafði hug á að koma norður til að kynnast fram- leiðslunni. Þetta varð og komu níu nemar hingað norður og þrír kennarar, um síðustu helg- ina í febrúar. Nemar Myndlistar skólans kynntu sér svo vörur þær hjá verksmiðjunni, sem eru í framleiðslu eða verið að undir- búa framleiðslu á. Sú ákvörðun mun svo hafa sprottið upp úr þessum kynn- um, að efna til samkeppni um nýjar værðarvoðir, áklæði og gluggatjöld og gerir verksmiðj- an það. Líklegt er, að verksmiðj an fái hugmyndir og ábendingar í þessari samkeppni, sem gagn verður að í framtíðinni. Og einnig á það að vera mikilvægt fyrir nemendur, að komast í snertingu við jafn fjölþætta framleiðslu og raun er á hjá þessari gömlu og viðurkenndu verksmiðju samvinnumanna á Akureyri. Steinunn Pálsdóttir, hönnuð- ur á Gefjun, sagði við blaðið, að spurð um komu nemenda úr Myndlista- og handíðaskólanum, að heimsóknin væri stórt skref til móts við nemendur, til þess að kynna íslenzkan iðnað. □ Hrísey 19. marz. Við höfðum danskennara í Hrísey í eina viku og fögnuðu því hinir mörgu, sem tóku þátt í þeirri kennslu. Hitt þótti okkur lak- ara, þegar hann fór frá okkur, því að þetta var falleg og dug- leg stúlka, sem við hefðum vilj- að hafa lengur. Það er talsverður reytingur á línu hjá bátunum, enda með nýja beitu. Báturinn Vinur á Dalvík fékk í gær 180 tunnur af loðnu við sandinn, Þorskur- inn, sem aflast er vænn, en neta fiskur er svo til enginn. Snæfellið landaði hér á fimmtudaginn 40 tonnum af fiski. Allir hafa nóg að gera, FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Á LAUGARDAGINN varð það umferðarslys hjá Gilsklöpp í Hrafnagilshreppi, að sendiferða- bíll með þrem ungum mönnum fór út af veginum og valt. Pilt- arnir voru allir fluttir í sjúkra- hús, en þeir sluppu með minni- háttar meiðsli, aö því er viróist. Bifreiðin skemmdist mikið. Fyrr varð harður árekstur miili mótorhjóls og bifreiðar á mótum Strandgötu og Geisla- götu. Kastaðist ökumaður mótor hjólsins í götuna, en meiddist minna en ætla mátti. Bæði öku- tækin eru mikið skemmd. (Samkvæmt viðtali við yfir- lögregluþ j óninn.) SKIPIN tvö, sem hleypt var af stokkunum á Akureyri á laugar daginn, eru bæði 150 lesta stál- fiskiskip og bæði í eigu Hrað- frystistöðvarinnar h.f., Vest- sem unnið geta, og segja má, að það sé fremur bjart yfir, eins og löngum þegar atvinna er næg. Svo eru menn að útbúa sig á grásleppuveiðarnar, sem margir munu stunda. En engin grá- sleppunet eru enn komin í sjó. Frosti er kominn heim, eftir að hafa stundað skelfiskinn í Húnaflóa um alllangt skeið. Hann útbýr sig.nú á trolí. S. F. mannaeyjum, Einar Sigurðsson. Þessi skip eru þau fjórðu og fimmtu, sem byggð eru hér í stöðinni fyrir Einar Sigurðsson og hans menn. Hin þrjú skipin voru afhent á síðasta ári, en þau voru „m/b Heimaey VE 1“, „m/b Surtsey VE 2“ og „m/b Gunnar Jónsson VE 500“. Sjósetningin gekk bæði fljótt og vel. Um þetta segir í frétta- tilkynningu Slippstöðvarinnar h.f.: „M/b Bjarnarey VE 501“ og „m/b Álsey VE 502“, sem hleypt er af stokkunum í dag eru út- búin til línu-, neta-, tog- og nóta veiða og í togbúnaði er sú nýj- ung að skipin hafa skuttog. Þessi skip eru annað og þriðja í raðsmíði 150 lesta fiskiskipa, sem stöðin framleiðir um þessar mundir. Skipin eru búin öllum nýjustu siglingar- og fiskleitar- tækjum og má þar nefna að í hvoru þeirra eru tvær ratsjár af gerðunum KELVIN HUGHES og DECCA, ATLAS fisksjá og asdic af gerðinni SIMRAD. Aðal vélar eru af gerðini MANN- HEIM, 765 hestöfl. Auk þess er í hvoru skipi tvær hjálparvélar af gerðinni BUKH, 84 hestöfl hvor, sem geta framleitt 72 kw samtals. í báðum skipunum eru innbyggðir hraðamælar af gerð- inni SAL-LOG 64. Senditæki eru af gerðinni SAILOR T 122, NÁMSKEIÐ FYRIR TRÚNAÐARMENN NÝLOKID er á Akureyri nám- skeiði fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum, sem haldið var á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu og Alþýðu- sambands Norðurlands. Nám- skeiðið sóttu 46 nemendur. Nemendur störfuðu í Alþýðu húsinu og Félagsheimili Verka- lýðsfélagsins Einingar í Þing- vallastræti 14. Þá var dvalið einn dag við hópvinnu í orlofs- húsum á Illugastöðum. Leiðbeinendur voru: Sigurð- ur Líndal prófessor, Jón Ingi- marsson formaður Iðju, Óskar Garibaldason formaður ■ Vöku, Guðjón Jónsson formaður Fé- lags járniðnaðarmanna í Reykja vík og Jón Ásgeirsson formað- ur Einingar á Akureyri. Einnig svöruðu þeir Þórodd- ur Jónasson héraðslæknir, Björn Guðmundsson heilbrigðis fulltrúi og Sigmundur Magnús- son öryggiseftirlitsmaður spurn ingum þátttakenda, Stjórnandi námskeiðsins var Helgi Guðmundsson starfsmað- ur verkalýðsfélaganna. Q 16 rása og viðtæki 23 rása. Lengd skipanna er 31 meter og breidd 6.7 m. Allar íbúðir, sem eru fyrir 12 manns, eru í aftur- skipi. Áætlað er að „Bjarnarey“ verði tilbúin til afhendingar fyrri hluta aprílmánaðar n. k. og „Álsey“ í maílok. Byrjað er að reisa næstu 150 lesta skip og eru þau byggð fyr- ir Þingeyringa og Ólafsvíkinga. Áætlað er að smíði fyrra skips- ins ljúki í haust og ess síðara í byrjun næsta árs. Q Stefán Valgeirsson, alþingisni. FRAMSÓKNARVIST Á FÖSTUDAGINN Á FÖSTUDAGINN verður Framsóknarvist á Hótel KEA og er þetta eitt af mörgum spila- kvöldum, sem Framsóknarmenn efna til í kjördæminu. Hefur 20 aðalverðlauna áður verið getið. En auk þeirra eru veitt kvöldverðlaun. Stefán Valgeirsson alþingis- maður flytur ávarp og þegar Framsóknarvistinni lýkur verð- ur stiginn dans. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu í dag. Q Fyrsta loðnan veidd á Akureyri þetta árið og kom lvún snemma. (Ljósm.: E. D.) Atvinna er næg lyrir alla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.