Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 30. aprfl 1992 81. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Maður sá er rannsóknarlög- reglan á Akureyri hefur haft til yfirheyrslu vegna gruns um þjófnað á sjö skotvopnum úr vopnasafni Alberts Söiva Karlssonar á Akureyri játaði verknaðinn síðla dags í gær. Sem komið hefur fram í Degi var brotist inn í íbúð við Eiðs- vallagötu sl. mánudag og sjö skotvopnum stolið úr byssusafni húsráðanda. Um var að ræða eina haglabyssu, þrjá riffla og þrjár skammbyssur. Grunur féll strax á mann búsettan á Akureyri sem tekinn var til yfirheyrslu. Yfirheyrslur leiddu til þess að hinn grunaði játaði og vísaði á skotvopnin. Byssuþjófurinn var látinn laus og mál hans fer nú rétta boðleið í dómskerfinu. ój Frá fundi heilbrigðisráðherra með deildarhjúkrunarforstjórum og hjúkrunarframkvæmdastjórum að Hótel KEA, heilbrigðisráðherra Sighvatur Björgvinsson í ræðustól. Mynd: Goiii Fundur hjúkrunarforstjóra um málefni aldraðra: Verðum að leggja aukna áherslu á þjón- ustu við eldra fólk sem býr í heimahúsum - sagði Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra Meöalaldur Islendinga er nú lægstur Norðurlandabúa eða aðeins um 31 ár. Meðalaldur- inn fer hækkandi og sam- Ársreikningar Sauðárkróksbæjar: Skuld á hvern íbúa lækkaði um 18% Ársreikningar bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja Sauðárkróks- bæjar voru teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn sl. þriðjudag. Bæjarstjóri fylgdi reikningunum úr hlaði og sagði m.a. að ef Iitið væri á útkom- una í heild kæmi Sauðárkrókur ekki illa út í samanburði við marga aðra staði, því fyrirtæki bæjarins stæðu vel. Heildarskatttekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja námu á síð- asta ári 433 milljónum króna. Að frádregnum rekstri málaflokka, vöxtum af hreinu veltufé og greiðslum vegna lána, voru skatt- tekjur til ráðstöfunar tæpar 30 miiljónir. Fjárfesting bæjarins var síðan samtals 56,5 milljónir og greiðsluafkoma ársins var því neikvæð upp á 26,6 milljónir króna. Tekin voru ný langtímalán á síðasta ári upp á 26,5 milljónir króna og þegar breytingar á næsta árs afborgunum vegna langtímaskulda og langtíma- krafna og annað, hafa verið tekn- ar inn í uppgjörið er hækkun á hreinu veltufé 5,6 milljónir króna. Veltufjárhlutfall í árslok var 0,84. Peningalegar eignir Sauðár- króksbæjar og fyrirtækja, eru samkvæmt ársreikningunum, 178,1 milljón króna og heildar- skuldir nema 408,3 milljónum. Peningaleg staða er því neikvæð sem nemur 230,2 milljónum króna. Samkvæmt þessu var skuld, umfram peningalegar eignir, á hvern íbúa Sauðárkróks í árslok 1991, 89 þús. krónur, en var í árslok 1990, krónur 108 þús. Litlar umræður urðu um árs- reikningana á bæjarstjórnarfund- inum og var þeim vísað til seinni umræðu og nefnda. SBG kvæmd mannfjöldaspá verður hann orðinn um 39 ár árið 2021 - eftir 30 ár. Eldra fólki mun einnig fjölga hlutfallslega og að þrjátíu árum liðnum mun verða mjög ör fjölgun fólks 65 ára og eldra. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Sighvats Björgvinssonar, heilbrigðis- ráðherra á fundi deildarhjúkr- unarforstjóra og hjúkrunar- framkvæmdastjóra sem hald- inn var á Akureyri í gær. Sighvatur sagði að þessari fjölgun myndi fylgja kostnaðar- bylgja fyrir samfélagið, sem erfitt yrði að mæta bæði vegna þess að þá dreifðust byrðarnar á hlut- fallslega færri herðar vinnandi manna og einnig væri ljóst að miðað við núverandi framþróun yrði lífeyrissjóðakerfi lands- manna orðið gjaldþrota á þessum Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps: 13,3 milljóna króna hagnaður í fyrra Hagnaður af rekstri Sparisióðs Akureyrar og Arnarneshrepps á síðasta ári nam 13,3 milljón- um króna en árið 1990 nam hagnaðurinn 8,5 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam 84,6 milljónum króna, sem er 28,4% aukning frá fyrra ári en eiginfjárhlutfall sjóðsins sam- kvæmt lögum um sparisjóði er 42,1% en lágmarkið er 5%. Heildarinnlán námu 242,1 milljón króna og höfðu aukist um 28,8% frá fyrra ári. Heildarútlán námu 265 milljónum króna og Ama Jakobína kjörin formaður STAK Arna Jakobína Björnsdóttir var kjörinn formaður Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar í stað Jóhönnu Júlíusdóttur á aðalfundi þess sl. þriðjudags- kvöld. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara kynnt og mælti frá- farandi formaður með að félagar í STAK myndu greiða henni atkvæði í atkvæðagreiðslu, sem væntanlega verður 5. og 6. maí á skrifstofu félagsins. Aðrir í stjórn STAK til tveggja ára voru kjörin Jón G. Knutsen, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir og Hólmkell Hreinsson. í stjórn sitja áfram í eitt ár þau Valdimar Pétursson, Sigurlaug Anna Sig- tryggsdóttir og Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir. óþh iiöfðu aukist um 35,2% á milli ára. Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps á samkvæmt árs- reikningi eignarhlut í sjö fyrir- tækjum og stofnunum samtals að upphæð tæpar 5 milljónir króna. Þetta eru Lánastofnun sparisjóð- anna hf., Kreditkort hf., Eimskip hf., Greiðslumiðlun hf., Kaup- þing Norðurlands hf., Sparisjóð- ur Hornafjarðar og nágrennis og Reiknistofu bankanna. Á aðalfundi Sparisjóðs Akur- eyrar og Arnameshrepps sl. mánudag var samþykkt að gefa Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri kr. 250 þúsund og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. sömu upphæð. Stjórn Sparisjóðsins var endur- kjörin á aðalfundinum, en hana skipa Oddur C. Thorarensen, formaður, Júlíus Jónsson og Ingi- mar Brynjólfsson. Kosnir af Akureyrarbæ eru þeir Júlíus Snorrason og Páll Jónsson. Spari- sjóðsstjóri er Helga Steindórs- dóttir. óþh tíma. Pær greiðslur sem nú væru lögbundnar í lífeyrissjóði næðu einfaldlega ekki að standa undir þeim skuldbindingum sem sjóð- unum væri ætlað að inna af hendi. Sighvatur sagði að þjóðin hefði nú þrjá áratugi til þess að búa sig undir þær breytingar sem mikil fjölgun eldra fólks og líf- eyrisþega hefði í för með sér. Fundinum var ætlað að fjalla um hvernig skipuleggja skuli þjónustu við aldraða í framtíð- inni og að hvað miklu leyti leggja eigi áherslu á rekstur elli- og hjúkrunarheimila annars vegar og starfsemi heimahjúkrunar og annarrar félagslegrar þjónustu hinsvegar. Sighvatur Björgvins- son sagði að á síðasta áratug - síðan lög um málefni aldraðra hefðu verið samþykkt á Alþingi - hefði orðið mikil aukning á hjúkrunarrými fyrir gamalt fólk og aukningin hefði orðið mest á landsbyggðinni. Sighvatur benti á að fyrir 1980 hefði ekkert hjúkr- unarrúm verið fyrir aldraða í mörgum landshlutum og aðeins 78 rúm á Norðurlandi eystra en þar væru þau nú yfir 200. Mikill skortur væri hinsvegar á hjúkrun- arrými á höfuðborgarsvæðinu þar sem veruleg eftirspurn væri eftir því. Sighvatur sagði að við hefðum einblínt um of á dýrustu lausnirn- ar í málefnum aldraðra sem væri steinsteypan. Við hefðum byggt dýrt og vandað húsnæði en minna hefði verið gert af því að spyrja gamla fólkið sjálft hvernig bað vildi haga sínum málum. Flestir óskuðu eftir að dvelja á heimilum sínum á meðan þeir gætu. Því þyrfti að leggja aukna áherslu á hjúkrun og aðra þjónustu við gamalt fólk, sem byggi á heimil- um sínum, á næstunni en hægja á sér varðandi byggingu dvalar- heimila. ÞI Umferðarslys á Húsavík: Ökumaður fluttur á sjúkrahús á Akureyri Mótorhjólaslys varð á Húsavík um kl. 16,00 í gær. Ökumaður mótorhjólsins var fluttur á sjúkrahús staðarins og síðan með sjúkrabifreið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík voru tildrög slyssins þau að bifreið og mótorhjóli var ekið til norðurs á Garðarsbraut. Á móts við Esso skullu bíll og mótorhjól saman er bifreiðinni var beygt inn á bifreiðastæði til vesturs. Ekki var búið að taka skýrslur af vitnum en svo virðist sem mótor- hjólamaðurinn hafi verið að taka framúr. Ekki var vitað um líðan þess slasaða er blaðið fór í prentun. ój Akureyri: Byssuþjófur játar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.