Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1944, Blaðsíða 1
238. tölublað. 9. árgangur. ■BBBHHBBHHKBBBBBnBBBBBBnBKS Laugardagur 25. nóv. 1944- 18. þing Alþýðusambands íslands „Það verður ad brjóta sundrungaröílin ínnan verb- lýðshreyfíngarínnar á bafe affur" Framkoma Sæmundar Olafssonar og »iáluféla$aM hans smáná^ bletfur á islenzkrí vevklýðshrevfingu SlOrt iiiistiBði i og iloo Faoiflio oigoo HalDíta- tatlo Brezku hernaðaryf- irvöldin hafa talið nauðsynlegrt að banna, vegna kafbátahættu, umferð skipa í myrkri um visst svæði í og ut- an Faxaflóa, og hefur ríkisstjórnin ákveðið að verða við þeim til- mælum og banna fyrst um sinn, þar til öðru vísi verður ákveðið, fiskiveiðar, siglingar og umferð allra skipa um þetta svæði í myrkri. Fundur hófst í gær kl. rúml. 1. Fyrir lá að ræða skýrslu sambandsstjómar. Eins og Þjóðviljinn hefur lítillega drepið á, hóf Sæmundur Ólafsson og „sálufélagar“ hans þegar í upp- hafi þingsins, hatramlega árás á meiri hluta sambands- stjórnar og starfsmenn Alþýðusambandsins og héldu þeir samskonar árásum áfram í gær. Vöktu þær megna andúð fulltrúanna sem komnir eru á þingið til þess að ræða mál verklýðsstéttarinnar. Ummæli Sæmundar Ólafssonar í garð íslenzkrar sjómannastéttar voru svo svívirðileg að þingheimur reis úr sætum í mótmælaskyni. Sameiningarmenn röktu í ræðum sínum starf Al- þýðusambandsins fyrir sigrum verklýðsstéttarinnar, munu flestir fulltrúar á einu máli með Hermanni Guð- mundssyni er hann sagði: Til þess að eining verkalýðs- ins geti orðið að veruleika verður hverskonar spilling að skerast burt. Til þess áð tryggja sigur verklýðshreyf- ingarinnar verður að brjóta sundrungaröflin innan hennar á bak aftur. Umræður stóðu langt fram á kvöld. Fundur hófst í gær kl. rúmlega 1. Skýrsla sambandsstjórnar var til umræðu. Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, hóf umræður um skýrslu sambandsins og starf þess á síðasta starfstímabili. Jón Ilafnsson, erindreki Alþýðu- sambandsins, tók því næst til máls um störf þess 2 s.l. ár. Hóf hann mál sitt með því að rekja baráttuna fyrir einingu verkalýðsins, eínkanlega eftir þau tímamót í sögu samtakanna þeg- ar skipulagsbreyting sambandsins var samþykkt 1940 og sögu þcirra jsigra er unnizt hafa frá því ein- ingin sigraði 1942. „Aldrei í sögu Alþýðusambands- ins hefur ríkt meiri friður og sam- heldni milli verkamanna og verka- kvenna í samtökunum, cn 2 s.l. ár. Þessi eining verkamannanna sjálfra var höfuðstyrkur samtak- anna á þessu tímabili. Áhrif verklýðshreyfingarinnar út á við hafa margfaldazt og sam- starf Alþýðusambandsins við aðr- ar stéttir hefur stigið alveg nýtt skrcf með tilrauninni til myndun- ar Bandalags vinnandi stétta á ís- landi“. Þá vék hann að því, að fulltrú- um myndi hafa orðið Ijóst af of- forsi Sæmundar Olafssonar og „'sálufélaga" hans í upphafi þings- ins, að sigrar undanfarandi ára hafi ekki unnizt án baráttu, bæði utan frá og innan. Því næst ræddi hann uin skemmdarstarfsemi Sæmundar Ól- afssonar og „sálufélaga", sem sam- þykkti sjálfur að vinna að stofn- un Bandalags vinnandi stéttanna, en hóf síðan hatramma baráttu gegn því. Rakti hann árásir aftur- haldsaflanna, sem hófust með vegavinnudeilunni og framkomu „sálufélaganna“ í því sambandi, stéttardóma Félagsdóms í vega- vinnudeilunni og Iðjudeilunni, af- stöðu Sigurjóns Á. Ólafssonar í dóminum, kröfu „sálufélaganna“ um upplausn Iðju, árásir þeirra á Dagsbrún og Hlíf. Þetta, ásamt skrifum Alþýðu- bláðsins, er Reykvíkingum vel kunnu'gt, en síður ýmsum fulltrú- um utan af landi. Svo hélt Jón llafnsson áfram: „Það er því ljóst, að sigra vark- lýðssamtakanna hefur orðið að vinna gegn baráttu bæði utan og innan frá. Að þeir unnust er að þakka einingu verkamannanna í samtökunnm og því, að það voru ábyrgir menn frá Alþýðu- flokknum í miðstjórn Alþýðu- sambandsins, menn sem var fulikomin alvara með einingu og bræðralag allra vinnandi manna á íslandi. Það er ]iess vegna að sigrarnir unnust, þess vegna að ekki tókst Frumvarpið um nýbyggingarráð afgreitt sem lög Fi'umvarp ríkisstjómannnar um nýbyggingarráð var í gœr ajgi'eitt sem lög frá Alþingi, óbreytt eins og það var lagt fyrir. Lögin eru svohljóðandi: að sundra félögunum. Þess vegna tókust ekki áform „sálufélaganna“ og afturhaldsaflanna, þess vegna að ekki tókst myndun afturhalds- ríkisstjórnar, og þess vegna tókst myndun ríkisstjórnarinnar á þeim grundvelli að taka tillit til stefnu- mála verkalýðsins“. Þá vék hann að bréfi, er Hanni- bal Valdimarssbn hafði veifað í upphafi þingsins sem dæmi um hið ægilega sundrungarstarf „komm- únista“. Las Jón bréf þetta fyrir ])ing- heimi, en bréf þetta er skrifað af Framhald á 8. síðu. Fulltrúar á þiugi Sósíalistaflokksins eru beðnir að koma við í skrifstofu miðstjórnar áð- ur en þingið hefst. — Skrif stofan er á Skólavörðustíg 19. 1. gr. Af inneignum Landsbanka íslands erlendis skal jafngildi að minnsta kosti 300 milljóna ísl. króna lagt á sérstakan reikning og skal eingöngu verja fjárhæð þeirri til kaupa á framleiðslutækjum og til annarrar nýsköpunar í atvinnu- lífi þjóðarinnar, samkvæmt nán- ari ákvörðun nýbyggingarráðs. 2. gr. Ríkisstjórnin skipar fjög- urra manna nefnd, er nefnist ný- byggingarráð. Iílutverk þess er að búa til heildaráætlun, fyrst um sinn mið- aða við næstu fimm ár, um ný- sköpun íslenzks þjóðarbúskapar. Skal þar áætlað, hver atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og ann- að þurfi til sjávar og sveita, til þess að allir íslendingar geti haft vinnu við sbm arðbærastan at- vinnurekstur svo og hvernig bezt verði fyrir komið irmflutningi fá- anlegra tækja og cfnis á næstu ár- um með það fyrir augum að hag- nýta sem bezt vinnuafl þjóðarinn- ar og auðlindir landsins. Þá skal nýbyggingarráð gera á- ætlanir um, hvar tækin skuli stað- sett og tillögur um byggingar og aðrar framkvæmdir í því sam- bandi. Nýbyggingarráð hlutast til um að slík tæki verði keypt utan lands eða gerð innan lands svo fljótt sem Framh. á 8. síðu. SipasfeiFi á ualði Baiðiaana Framvarðasveítír feomnar yfír Rín Enda þótt taka Strasburgs hafi ekki verið tilkynnt opinberlega ennþá, er fullvíst að 9/10 hennar eru á valdi Bandamanna. Óvíst er hvort Bandamenn hafa náð nokkurri af hinum þrem brúm sem þarna eru á Rín, en fullyrt er, að framvarðasveitir séu komnar yfir fljótið fyrir aust- an Strasburg. Brýrnar þrjár frá Strasburg yfir Rín voru allar óskemmdar, er síðast fréttist, en vitað er, að Þjóðverjar hafa viðbúnað til að | sprengja þær. Þegar hafa verið teknir meir en 3000 fangar í Strasburg, — þar af 2 hershöfðingjar. — Þjóð- verjar hafa skilið eftir miklar birgðir hergagna. Talið er að um-50 000 Þjóð- verja eigi innikróun á hættu fyrir vestan Strasburg. Þjóðverjar vonuðu, að Vog- esafjallgarðurinn mundi verða þeim sem órjúfanlegur virkis- veggur í vetur. — En nú er SÚ von úti. Flugvélar Bandamanna hafa eyðilagt 10 brýr á Rín frá Karls ruhe til Svisslands YFIR SAARÁNA 3- bandaríski herinn er kom- inn yfir ána Saar, 42 km. frá Sarbrucken. — Hefur hann hrakið Þjóðverja 3 km. frá eystri bakkanum. HÖRÐ VÖRN í ÞÝZKALANDI Þjóðverjar gerðu ofsaleg gagn áhlaup hjá Geilenkirchen 1 gær. — Er þarna háður harðasti bar- dagi síðan barizt var við Caen. Við bílbrautina (Autobahn) geisar skriðdrekaorusta. ísfirzkt hlufafélao um Svíiijóðarbát í fyrradag var stofnað á ísa- firði hlutafélag til kaupa á ein- um sænskum 80 smálesta bát, og nefnist það „Skutull h. f.“ Hluthafar eru flestir sjó- menn, hlutaféð 120 þúsund kr., og er félagið þegar búið að fá loforð fyrir báti. Stjórn félagsins skipa: Har- aldur Guðmundsson formaður, Helgi Ketilsson og Kjartan Jóhannsson læknir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.