Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1967, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. marz 1967, — 32. árgangur — 67. tölublað. Einar Olgeirss. og Ragnar Arnalds ffytja merka tillögu um stjórnarskrárbreytingu □ Einar Olgeirsson og Ragnar Arnaids flytja á Alþingi frumvarp um stjóm- arskrárbreytingu og er það sama frumvarpið og flutt var á síðasta þingi. □ Verður síðar rakið efni þessarar gagnmerku tíllögu um breytingar og ný ákvæði, m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu. <s>- Uppbætur og niðurgreiðslur í ár nema um 1740 milj. krónum „Bjargráðafrumvarpið" sönnun þess að „viðreisnarstefnan" hefur mistekizt Þorkell máni með Litlafell í togi í fœr. —(Ljósmynd: Sjónvarpið). Litlafellið var hætt komið á Breiðafirði í gærdag ■ Klukkan 7,45 í gærmorgun sendi olíuskipið Litlafell út neyðarkall, þar sem það var statt 10 mílur undan Skor á Breiðafirði. Hafði stýri skipsins laskast og rak það stjórn- laust fyrir sjó og vindi. Mjög hvasst var á þessum slóðum í morgun, ein 10—12 vindstig af suðvestri og var óttast að skipið ræki upp í land. Tveir brezkir togarar, Cold- streamer og Joseph Conrad voru þarna á næstu grösum og lögðu þegar af stað að leita að skipinu, en fundu það ekki. Togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Þorkell máni, var nokkru lengra undan og lagði þegar af stað Litlafelli til aðstoðar. Mikið um þjófn- aði í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi hefur að undanförnu uppiýst allmarga innbrotsþjófnaði, flestir voru framdir frá því í október í haust en sumir fyrir allt að því fjórum árum. / Að þjófnuðum sem framdir voru í vetur stóðu tveir og þrír 16—17 ára piltar úr Kópavogi og handtók lögreglan þá á heim- ilum þeirra sl. fimmtudag og föstudag. Hafa þeir á þessu tímabili stolið fyrir tugþúsundir króna, síðast stálu piltarnir 26 flöskum af áfengi í félagsheim- ilinu í itópavogi. Óvenju mikið hefur verið um þjófnað i Kópa- vogi að undanförnu að sögn lög- reglunnar. í gær voru allar eldspýtur upp- seldar hjá Tóbaksverzlun ríkis- ins, og þær voru einnig uppseld- ar í ýmsum verzlunum bæjarins. ® Skipið rak ekki til lands eins og gert hafði verið ráð fyrir, heldur suður og austur á Breiða- fjörð. Stýrisútbúnaðurinn var svo iila brotinn að ekki var hægt að koma neinni viðgerð við og ekki heldur að setja við bráða- birgðaútbúnað vegna veðurofs- ans, en skipið lónaði suður eftir fyrir eigin vélarafli, en rak jafn- framt hratt inn fjörðinn. Laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun var skipið komið á 65 gr. og 13 mín. norður breiddar, og 23 gr. og 32 mín. austur lengdar, eða inn undir miðjan Breiðafjörð. Þá voru togararnir Coldstreamer oé Þorkell máni um klukku- stundarsiglingu í burtu, Mán- inn þó heldur fjær. Rétt eftir klukkan 11 rofnaði loftskeytasambandið við Litla- fellið og var álitið að loftnet þess hefði slitnað niður. Veður var enn hið versta. Kl. 12,10 e.h. tilkynnti Þorkell máni að hann yrði kominn að Litlafeili eftir 10 mínútur, en Fellið var þá statt 15 mílur frá Höskuldsey. Þorkell máni var svo búinn að koma dráttarvír um borð í hið nauðstadda skip klukkan 13 og var nú ekki um annað að gera en að halda því frá landi og frekara reki. Ekki var hægt að leggja af stað með það til hafnar vegna veðursins, sem nú var orðið norðvestlægt. veðurhæðin var 8 vindstig. Rétt fyrir klukkan 17 í gær var veðrið farið að lægja. Veð- urhæðin komin niður í 6 vind- stig og togarinn að leggja af stað til Reykjavíkur með Litla- fellíð 1 eftirdragi. ★ Litlafellið er eign Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Það var að koma af Vestfjörðum og var með 590 tonn af olíu innan- borðs, sem áttu að fara á hafnir við Snæfellsnes. ■ Stjórnarfrumvarpið um stuðning við sjávarút- veginn er sönnun á því að „viðreisnarstefnan“ hef- ur mistekizt. Eftir sjö ára „viðreisn“ er milli- færslukerfið jafnmikið og nokkru sinni fyrr. Af því ber að draga réttar ályktanir. B Þessar staðreyndir minnti Lúðvík Jósepsson á við 2. umræðu frumvarpsins í neðri deild Alþingis í gær; en í nefndaráliti Lúðvíks sýnir hann fram á og uppbætur og niðurgreiðslur muni samtals nema um 1740 miljónum kr. 1 nefndaráliti sfnu segir Lúð- vík m.a.: Sá stuðningur við sjávarútveg- inn, sem ákveðinn er í frv., mun vera óhjákvæmilegur, eins og komið er hag þeirra þátta sjáv- arútvegsins, sem hér er um að ræða. Þannig mun t.d. það fisk- verð, sem ákveðið hefur verið, að meðtöldum þeim greiðslum, sem frá ríkinu koma,. sízt vera of hátt. Miklu líklegra er, að það sé enn allt of lágt, til þess að bátaútvegur landsmanna geti tai- izt ha£i viðunanlegan rekstrar- grundvöll og sjómenn bátaflot- ans sambærileg iaunakjör á við aðra í landinu. Það hlýtúr að vekja athygli allra, sem um atvinnu- og fjár- hagsmálefni hugsa, að núverandi ríkisstjóm skuli nú, eftir sjö ára viðreisn og einstakt góðæri til lands og sjávar og sérstaklega hagstæð kjör á erlendum mörk- uðum fyrir íslenzkar útflutnings- vörur, koma fram með frumvarp á Alþingi um víðtækar uppbóta- greiðslur tiil atvrnnuveganna. Upp- bótargreiðslumar til sjávarút • útvegsins eru þó í rauninni orðn- ar mun meiri en þetta framvarp bendir til. 1 stóram dráttum munu uppbótargreiðslur til sjáv- arútvegsins nú vera orðnar sem hér segir: Uppbótargreiðslur samkv. frv. 320 milj. kr. Greiðslur vegna vátryggingar- kerfis 200 milj. kr. Uppbætur til togara í gegnum aflatryggingasj. og ríkissj. um 80 milj. kr. Verði verðlækkun á frystum fiski 20n/n árið 1967, eins og eig- endur frystihúsa áætla, hækka bætur samkv! frv. um 60 miilj.kr. Samtals 640 miljónir króna. Niðurgreiðslur á vöraverði í landinu miðað við núgildandi greiðslur, allt árið um 850 mil.i- kr. Útflutningsuppbætur á land- búnaðarvörar 250 miljónir kr. Samtals ríiunu því uppb. og niðurgreiðslur á árinu 1967 nema um 1740 milj. kr. Hér er því orðið um allálitlega millifærslu- eða uppbótakerfi að ræða. Þegar núverandi ríkisstjóm hóf viðreisnarstefnu sína fyrir rúm- um 7 áram, lýsti hún því yfir, að hennar aðalstefnumál í efna- hagsmálum væri að afnema alla styrki og uppbætur til atvinnu- veganna. Þdnnig hefur þá farið um þetta aðalstefnumál stjórnar- innar. En uppbótargreiðstamar eru þó ekki aðalatriði þessa máls. Það sem mikta meira máli skiptir, er, að þrátt fyrir allar þessar greíðsl- ur er ástand átvinnuveganna hið bágbomasta í mörgum greinum. 1 sjávarútveginum blasir t. d. það við, að togaraútgerðin í land- inu er að leggjast niður. 1 upp- hafi viðreisnartímans, eða á ár- Framhald á síðu 8. Svikasöfnun í nafni Styrktarfél. vangefinna S.l. laugardag kærðu for- stöðumenn Styrktarfélags vangeflnna til lögreglunnar yfirstandandi fjársöfnun hér I borginni í nafni þeirra. Óhlutvandir menn hafa tekið sig til og sent börn með söfnunarlista í hús til þess að safna fé til sityrkt- ar vangefnum og stungið svo þessu fé i eigin vasa. Lögrcglan hcfur unnið að rannsókn þéssa máls og er ennþá óljóst, hversu viðtæk söfnun þessi hefur verið, en þó nokkur undirbúningur virðist hafa faríð fram þessu viðvíkjandi. Vitað er þó um börn, sem gengu í hús við Auð- arstræti og við Háaleitis- braut og söfnuðu fé hjá I- búum þessará gatna. Þá gaf starfsmaður hjá Morgun- blaðinu kr. 200,00 í þessa söfnun og þannig mætti lengi telja. Dularfullar konur koma við sögu í þessu söfnunar- máli og virðast hafa gefið sig út fyrir að vera fulltrú- ar Styrktarfélágs vangef- inna, — er til þess tekið, hvað svipurinn var góðleg- ur á þessum konum, þegar þær gengu á fund eins bamakennara vi® skóla hér í borginni til þess aðfáléða krakka fll þess að ganga með áðumefnda söfnunar- Iista í hús. Á öðrum stað hér í blað- inu er hægt að Iesa tilkyrm- ingu frá Styrktarfélagi van- gefinna út af þessari söfn- un. Frá aðalfundi Kven- félags sósíálista Aðalfundur Kvenfélags sósíal- ista var haldinn 7. marz í Tjarn- argötu 20. Á starfsárinu vom haldnir 7 félagsfundir og auk þeirra tveir skemmtifundir, annar fyrsta maí með vandaðri dagskra og 25. febrúar var góufagnaður með borðhaldi og skemmtiatriðum, sem góður rómur var gerður að. A hinum almennu félagsfund- um vom flutt ýmis fræðsluerindi, sem flest fjölluðu um þjóðfélags- mál. Á s.l. sumri fóra tvær konur á vegum félagsins á kvennaráð- stefnu Eystrasaltsvikunnar og ein kona fór sem fulltrúi fé- lagsins á fund Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðra kvenna, sem haldinn var í Stokkhólmi. Sá fiundur fjallaði um lífsskilyrði bama í heiminum. Þrjár félags- Framhald á 8. síðu. Stjórnarfrumvarp lagt fram í gær um lækkun kosningaaidurs í 20 ár B Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp um þá breytingu á stjórnarskránni að kosningaréttur til kosn- ingar til Alþingis skuli miða við 20 ára aldur, í stað 21 árs. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktun um að kjósa milli- þinganefnd sem athuga skyldi um lækkun kosningaaldurs. Nefndina skipuðu Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari, Björn Fr. Björnsson sýslumaður, Ragnhildur Helgadóttir lögfræð- ingur, Óli Þ. Guðbjartsson kenn- ari, Örlygur Hálfdánarson skrif- stofumaður, Ragnar Arnalds al- þingismaður og Björn Friðfinns- son lögfræðingur. • í áliti milliþinganefndarinnar sem prentað er sem fylgiskjal með frumvarpinu segir hún m.a.: „Er það sammæli nefndarinn- ar, að rétt sé að hverfa 'að því að lækka kosningaaldur til al- þingiskosninga og annarra al- ménnra kosninga frá því sem nú er. Skiptar skoðanir voru hins vegar um það innan nefnd- arinnar hve langt æti að ganga í þessu efni, en nefndin er þó sammála um það að mæla með því, að hann verði á þessu stigi lækkaður um eitt ár eða niður í 20 ár.“ Frumvarpið fjallar einnig um að niður falli ákvæði stjórnar- innar um 5 ára búsetu í land- inu sem skilyrði fyrir kosninga- réttL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.