Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 1
LANDIÐ MANNLÍF Alusuissesamningurinn SYNDAKVITTUN Ríkisstjórnin látin samþykkja að fallafrá 10 miljón dollara kröfum. Fékk3 miljónir fyrir. Ragnar Arnalds: Þetta er uppgjöf. Sverrir Hermannsson: Þetta eru sœttir. Iðnaðarráðherra Sverrir Her- mannsson skrifaði uppá synda- kvittun til eigenda Alversins í Straumsvík þar sem fallið er frá öllum kröfum á hendur auðhring- num um sviksamlegt athæfi í við- skiptum við íslendinga. Fyrir kvittunina ætlar Swiss Alumini- um að greiða 3 miljónir dollara sem er aðeins þriðjungur þeirrar fjárhæðar sem stjórnvöld höfðu krafist greiðslu á fyrir dómstólum vegna skattsvika og „hækkunar í hafi“. Nýi álverssamningurinn og syndakvittunin voru lögð á borð þingmanna í gær en ráðherra hef- ur óskað eftir að þingheimur samþykki samninginn innan viku! „Ég lít svo á að menn hafi gefist upp á miðri leið. Við höfum verið í harðri sókn í þessu máli með sterkan málstað en ríkisstjórnin telur sig þess umkomna að taka málið úr gerðardómi og veita ál- hringnum syndakvittum gegn greiðslu sem er aðeins þriðjungur af þeirri kröfu sem við íslending- ar höfum gert. Þar til viðbótar verða þessar 3 miljónir aldrei til nema á pappírnum þar sem þær verða dregnar frá 7 miljón doll- ara skattainneign auðhringsins sem er tilkomin vegna þess að þeim hefur tekist að skjóta miklu hærri upphæðum undan skatti“, sagði Ragnar Arnalds um samn- ing iðnaðarráðherra í gær. Sverr- ir Hermannsson sagði að samn- ingurinn væri ekki syndakvittun. „Þetta eru sættir“, sagði ráð- herra. Ekki náðist í Hjörleif Guttormsson fyrrv. iðnaðarráð- herra í gær en hann dvelur nú á þingi S.Þ. í New York. -Ig Kikisstjornin samþykkir að leysa Alusuisse og ISAL, og levsir þau licr með. Irá ollum kröfum hverju nafni sem nefnast. aö lögum. cöli máls eð;i í oðru tilliti. þar á meðal öllum kröfum þegar gerðum fyrir dómnefndunum. sent ríkisstjórnin helur nokkru sinni átt. á nu eða getur hér eltir átt eða mundi ciga gegn Alusuisse eða ÍSAL af hvaða atvikum eöa orsökum sem er, sem nti cru tyrir hendi eða hafa gerst fram á þann dag, sem greinir hér í upphafi. aö undanskildum sérhverjum kröfum sem ríkisstjórnin kann aö eiga i tengslum við tramleiðslugjaldsskyldu ISALs fyrir árið 1984. Alusuisse samþykkir að levsa ríkisstjórnina, og leysir hana hér með. frá öllum kröfum hverju nafni sem nefnast. að lögum. eöli ináls eöa i ööru tilliti, sem Alusuisse og/eöa ÍSAL getur hér eftir átt eöa mundi eiga gegn ríkisstjórmnni af hvaöa atvikum eöa orsökum sem er. sem nú eru fyrir hendi eða hafa gerst frant á þann dag. sem greinir hér í upphafi, að undanskildum sérhverjum kröfum. sent Alusuisse og/cöa Sjá baksíðu Sverrir Hermanns- son a alþingi i gær. Syndakvittunii| sem raðherrann f skrifaði undir geta lesendur kynnt sér her.tg^N ísafjörður Neita að róa Rœkjusjómenn orðiðfyrir nœr 40% kjaraskerðingu á einu ári Miðað við þær kauphækkanir sem orðið hafa á þessu ári og þá 11% verðlækkun á rækju nú, höfum við rækjusjómenn orðið fyrir um 40% kjaraskerðingu á árinu einir stétta. Við einfaldlega samþykkjum þetta ekki og því hafa allir þeir 22 rækjusjómenn á 20 bátum á ísafirði skrifað undir skjal þess efnis að þeir ráði sig ekki á bátana nú, en leyfi til rækjuveiða kemur einhvern allra næstu daga, sagði Sigurður Ól- afsson formaður rækjusjómanna á Isaflrði í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann afhenti Þjóðviljanum undirritað plagg frá rækjusjó- mönnum þessa efnis. í plagginu stendur að, ef út- gerðarmenn rækjubáta muni ráða utanbæjarmenn í þeirra stað, þá muni enginn þeirra sem undirrita ráða sig aftur á bát, að breyttum aðstæðum, fyrr en sjó- maður, sem misst hefur skipsrúm sitt fyrir utanað komandi aðila, verður aftur ráðinn. Þá benda sjómenn í skjali sínu á að það sé fyrir neðan allt vel- sæmi að miða verð á rækju við 20,75% nýtingu, þegar vitað er og viðurkennt að nýtingarprós- entan er 25%-30%, en hvert nýt- ingarprósentustig þýðir miljóna hagnað yfir árið. Einnig telja þeir að framreiknaður framleiðslu- kostnaður frá árinu 1981 sé ór- aunhæfur og telja það ekki sam- boðið Þjóðhagsstofnun að stunda slíkan útreikning, hvað þá yfir- nefnd verðlagráðs að taka mark á henni. Loks má geta þess að þeir benda á að verð á rækju á heimsmarkaði sé nú aftur á upp- leið eftir nokkra lægð. Þeir benda einnig á að rækjuverksmiðjur hafi leikið það að yfirbjóða stór- lega verð á úthafsrækju frá utan- bæjarbátum með margskonar fyrirgreiðslu, sem standi heima- mönnum ekki til boða. Þeir nefna einnig í skjali sínu að síðustu 3 ár hafi verið sérstaklega hagstæð rækjuverksmiðjunum og því geti þær tekið á sig tímabundna verð- sveiflu niður á við, því uppsveifla í verði hafi aldrei komið sjó- mönnum til góða sem verðupp- hót. -Sdór Kosningasigur Reagans: Hvaðnæst? Hversvegna? Fréttaskýring bls. 2 og leiðari bls. 4 Alþingi Vantraust í kvöld Tillaga stjórnarandstöðuflokk- anna um vantraust á rflds- stjórnina verður tekin til umræðu í sameinuðu alþingi kl. 20.00 í kvöld. Útvarpað verður frá um- ræðunni. Umræðum um tillöguna var frestað á sínum tíma þar sem starfsemi útvarpsins lá niðri vegna verkfalls BSRB. Ræðumenn Alþýðubandalags- ins í umræðunum í kvöld verða þeir Svavar Gestsson, Helgi SeU- an og Guðmundur J. Guðmunds- son. -*g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.