Þjóðviljinn - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Blaðsíða 1
LANDIÐ ÞJÓÐMÁL Atvinnusjúkdómar Tapaöi sjón við tölvuskemi Lœknaritari fékk hastarlega lithimnubólgu eftir að hafa starfað um tíma við tölvuskerm á Landspítalanum. Sérfrœðingar: Ekki hœgt að fortaka að skermurinn hafi valdið blindunni daginn en ekki þó við tölvu- skerm. Hún sagðist aldrei mundu . vinna við fyrrnefndan skerm aft- ur og sagði það vera furðulega tilviljun ef hann ætti ekki ein- hvern þátt í sjúkdómi sínum. Vésteinn Jónsson augnlæknir, sem hefur annast konuna, sagði í samtali við Þjóðviljann að lit- himnubólga væri af óþekktum uppruna en hann teldi ólíklegt að samband væri milli tölvu- skermsins og lithimnubólgunnar án þess þó að hægt væri að for- taka það. f sama streng tók dr. Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu en það fékk málið til meðferðar. Margrét Sigurðardóttir sagði að ein samstarfskona sín hefði líka fengið óþægindi í augu eftir að hafa unnið við umtalaðan skerm en við rannsókn hefði komið í ljós að hún var með slím- himnubólgu. -GFr. Háværar raddir hafa verið uppi um margra ára skeið þess efn- is að tölvuskermar geti haft skaðvænleg áhrif á heilsu þeirra sem við þá vinna. Lækn- aritari hjá Landspítalanum tap- aði sjón á báðum augum eftir að hafa unnið við slíkt tæki. Hún er nú á batavegi en áhöld eru uppi um hvað hafi í raun valdið sjúkdómnum. Ljósm. Svala. íslenskt hugvit Flugvél í fæðingu Einar Einarsson vélstjóri hefur hannað nýjaflugvél sem getur tekið sig á loft hvaðan sem er. Erlendir aðilar sýnt áhuga. Fjárskortur tefur framkvœmdir. Kona sem vinnur við tölvu- skerm i töl vudeild Landspítal- ans missti skyndilega nær sjónina er hún var að vinna við skerminn fyrir rúmum þremur vikum og kom í Ijós við rannsókn að hún var með lithimnubólgu á báðum augum. Orsakir lithimnubólgu eru ekki kunnar en Gunnar Ingi- mundarson yfirmaður tækni- deildarinnar sagði að ekki væri hægt að útiioka að ýmsir sam- verkandi þættir gætu hafa valdið bólgunni t.d. staðsetning skerms- ins fyrir framan glugga og ryk- myndun en eitt væri víst að um geisiun væri ekki að ræða. Konan sem heitir Margrét Sig- urðardóttir sagði í samtali við Þjóðviljann að hér væri um skerm af eldri gerð að ræða og hefði hún ekki unnið við hann um eins árs skeið en vann svo við hann í einn dag og um kvöldið hefðu augu sín verið orðin blóð- hlaupin og hún gat ekki lesið venjulegan texta og sá ljós tvö- föld. Hún er nú á nokkrum bata- vegi og er farin að vinna hálfan Olíuinnflutningur Sjálfs- bjargar- viðleitni Það gerist nú æ algengara að togarar sem sigla með afla til Bretlands eða Þýskalands, koma með alla tanka skipsins fulla af olíu til baka. Hún er síðan notuð á önnur skip við- komandi útgerðar hér heima. Olíuverð er nú um 40% lægra í Bretlandi en hér á landi og vitað að olíukostnaðurinn er að sliga útgerðina, þannig að hér er um sjálfsbjargarvið- leitni að ræða, þó ólögleg sé. Það sem meira er, yfirvöld vita vel af þessu en láta af- skiptalaust, þar sem það myndi stöðva stóran hluta fiskiskipaflotans. Þjóðviljinn veit dæmi um útgerðarfyrirtæki með mörg skip í gangi hagnast um 570 þúsund krónur á því að láta eitt skipa sinna sigla með afla en koma með alla tanka fulla af olíu til baka handa hinum skipunum. Það munar um minna. -S.dór Islenskur hugvitsmaður, Einar Einarsson vélstjóri hefur nú um nokkurt skeið unnið að hönnun á farþegaflugvél sem hefur þá ein- stöku hæfileika að geta tekið sig beint á loft lóðrétt og lent á sama máta líkt og þyrla. Slíkar farjjeg- aflugvélar hafa aldrei áður verið smíðaðar og hafa hugmyndir og tillögur Einars vakið mikla at- hygli fróðra manna í flugmálum bæði hér heima og erlendis. Einkaleyfi er fengið fyrir útbún- aðinum hér heima en eftir á að afla einkaleyfis erlendis sem er mjög dýrt auk þess sem fjár- skortur hefur tafið mjög alla framkvæmd mála hérlendis. „Ég er búinn að vera í mörg ár að smáþróa þetta. Þessi vél er mjög svipuð og venjuleg flugvél en hefur þann eiginleika að geta náð sér hvar sem er upp. Ég hef talið heppilegt að miða til að byrja með við 4-5 manna vél“, sagði Einar Einarsson er Þjóð- viljinn hafði tal af honum í gær. „Því miður þá hefur þetta verið nær stopp vegna peningaleysis og aðstaðan er nær engin til að hrinda þessu í framkvæmd. Ég hef verið að leita eftir fjárstuðn- ingi ýmissa aðila hérlendis og einnig kynnt þessar hugmyndir erlendis og það virðast allir hafa áhuga á þessu, og ég hefði sann- arlega áhuga á að vinna að þessu frekar hérna heima. Það þarf þá að tryggja einkaleyfi um allan heim því annars geta allir gengið í þetta og hugmyndin hreinlega hirt“. Einar vildi ekki ræða útbúnað vélarinnar frekar, né leyfa birt- ingu á útliti hennar meðan málið væri ekki komið lengra á rekspöl. „Svona vél þekkist ekki í heimin- um í dag og það hafa engir séð þetta áður“, sagði Einar. Uppfinning Einars hefur m.a. verið kynnt fyrir forráðamönnum Boeing verksmiðjanna í Banda- ríkjunum og líst þeim mjög vel á. Sagði Einar að bandarískir flug- vélahönnuðir byrjuðu um 1960 að hanna svipaða vél og hafa þeir lýst því yfir að með þeim lausnum sem kæmu fram í hugmynd Ein- ars væri ekki ólíklegt að slíkar flugvélar myndu líta dagsins ljós fyrir lok þessa áratugar. -Ig- [ K2HHII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.