Vísir - 02.06.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 02.06.1970, Blaðsíða 1
Gjaldeyrisstaðan batnaði um 255 milljónir króna Gjaldeyrisstaðan batnaði um 255 milliónir í apríl. í lok apríl- mánaðar var hún hagstæð um 2814 milijónir, en hafði verið hagstæð um 2559 milljónir í marzlok. Aukningin var meiri á sama tima í fyrra. í apríllok 1969 var gjaldeyrisstaðan hagstæð um 913 milljónir, en hafði verið hagstæö um 443 milljónir í marzlok 1969, svo að þá bætt- ust við 470 milljónir. í aprílmán uði nú gætti lána og afborgana ekki svo, að neinu skipti um þetta. — HH Eitt B lenti atkvæði hjá A — og B-listinn tók manninn af A-listanum Aðalsteinn Halldórsson, sem er i yfirkjörstjórn á Norðfirði, sagði blaðinu í gær, að hann teldi mjög vafasamt hvort hægt væri að kæra í þessu tilfelli samkv. kosningalög- um, þar sem engar athugasemdir hefðu komið fram að lokinni taln- ingu. — þs • Eitt atkvæði B-listans lenti f bunka A-listans f talningu á Norð- firði og kom þetta í liós við endur- talningu í gær. Breyttust hlutföll- in þá þannig að B-listinn tók mann af A-listanum. Hefur þetta orðið nokkurt hitamál á Norðfirði, en minnihlutaflokkarnir létu bóka f gjörðabók, að þeir áskildu sér rétt til að kæra. Hvernig komast þeir til Mexico? — sjá bls. 4 Geimstöð og úthaldsmet — sjá bls. 3 Hreinlæti hér og erlendis — sjá bls. 5 og 9 verk- falla? • Framkvæmdir við Kringlu- mýrarbrautina, sem komnar voru á undan áætlun tefjast vegna verkfallsins. Vonir stóðu til þess að verktakinn skilaði sínu verki fyrir 17. júní, en nú er óvíst, að það hafist af. • Búið er að malbika eystri helming brautarinnar endanna á milli, og báðar akgreinar hafa verið malbikaðar á kaflanum millj Sléttuvegar og Kópavogs- lsekjar. Sá kafli hefur þó ekki verið opnaður til umferðar, held ur hefur umferðinni verið beint eftir gamla veginum sjávarmeg- inn. — gp Nýr gígur opnast í Heklu Mikill hávaði á gosstöðvunum í gær. Hraunið stefnir niður í Rangárbotna HEKLA var óvenju hávaðasöm í gær og gat slíkt þýtt nýjar hrær- ingar. Höfðu Búrfellsmenn þvf allan vara á, og fylgdust vel með þeirri gömlu, ef hún skyldi fara að ausa úr sér. Töldu marg- ir sig sjá voldugan reykjarstrók suðvestan við gömiu gígana í Skjólkvíunum, er liggja í sprungu í NA og SV. Er blaöið hafði samband við Gísla Júlíusson stöðvarstjóra í morgun •sagði hann, að þarna hefði hugs- anlega opnazt nýr gígur. Var mik- ill hávaði í gær og titringur „og reykjarmökk sáum við voldugan suðvestur af gömlu gígunum í Skjólkvíum. Hins vegar virðist hann ekki ætla að verða lífseigur þessi nýi og i gærkvöldi sáum við eng- ar hræringar á nýja staðnum. Var engar hræringar að sjá nema í-vest- asta gígnum f Skjólkvíum. Hraunið | hefur runnið hratt undanfama viku, og er nú komið að norðuröxl á Sauðafelli og virðist það stefna nið- ur Rangárbotna og ofan í Ytri- Rangá. Hraunið er aö því er mér virðist um 2 km að breidd,“ sagði Gísli ennfremur. — mv Tvö hundruð umsóknir um Breiðholtsíbúðir — umsóknarfrestur lengdur til 12. júni Um sfðustu helgi höfðu borizt um 200 umsóknir í 100 íbúðir f Breiðholtshverfi, samkvæmt upp lýsingum Sigurðar Guðmunds- sonar skrifstofustjóra hjá Hús- næðismálastjórn. Hefur umsóknarfrestur verið fram lengdur til 12. júní, en ástæðan fyrir því er sú, að auglýsingin, sem kom í blöðunum þótti hafa mistekizt og var gerð ný auglýsing. Taldi Sigurður að eftirspurn eftir Breiðholtsíbúðum væri stöðug, og sagði hann að mikið af umsóknar- eyðublöðum hefði verið afhent síð- ustu dagana, þó að ekki væri gert ráð fyrir jafn gifurlegum fjölda um sókna og 1968 en þá bárust á fimmtánda hundraö umsóknir um 283 íbúðir. —þs í laugum um hánótt 5 — 6 ungmenni hirti lögreglan upp úr sundlauginni hjá barnaskól anum í Garðahreppi klukkan 4 að- faranótt sunnudags. Höfðu piltam ir fundið einhveria undarlega köllun til þess að baða sig á þess um tíma sólarhrings en það hafði ekk; gengið hávaðalaust fyrir sig og því ibúar í nágrenninu vaknað. Gerðu þeir lögreglunni viðvart. Reyndist sundfölkið allt vera undir áhrifum áfengis. — gp 30 norrænir verkamenn Samband verksmifijuverka- á Norðurlöndum heldur fund sinn hér á landi um þessar mundir í Norræna húsinu og komu fulltrúar saman til fyrsta fundarins klukkan tíu i morg un. Um þrjátlu 'fulltrúar sitjá fundinn frá öllum Norðurlönd- verksmiðju- þinga hér um og auk þess tveir áheyrnar fulltrúar frá Islandi, en íslend ingar eru enn ekkj orðnir aðilar að neinu hinna norrænu verka- mantiasambanda. Fundinum lýkur á morgun, en fulltrúamir verða hér út vikuna enda koma þeir hingað með kon ur sínar og munu ferðast eitt- hvað um landið. —JH— FuIItrúar sambands norrænna verksmiðjuverkaman na í upphafi fundarins 1 Norræna húsinu í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.