Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 07.07.1971, Blaðsíða 1
DRÓ NIÐUR FÁN- Ungur lögregluliösforingi í flugher hans hátignar Bretakon- ungs dró niöur fána brezka flug hersins á Reykjavíkurflugvelli viö hátíðlega athöfn fyrir 25 ár- um. Þetta geröist 6. iúlí 1946 og voru bví 25 ár liðin í gær frá þvi flugvöllurinn varð íslenzkur. Sennilega hafa fáir, sem þarna voru viðstaddir, tekið eftir þess- um unga foringja, sem dró ís- lenzka fánann að húni. Hann heitir raunar Brian Hoit, og er sendiráðsritari brezka sendiráðs ins hér í Reykjavík, talar vand- aða íslenzku O'g er reyndar orð- inn sem hálfgerður íslendingur, enda þótt fasið sé ekta brezkt. Reykjavíkurflugvöllur, stað- settur í hjarta borgarinnar, hef- ur löngum verið umdeiidur, — en engu að síður hafa tvö ís- lenzk flugfélög komizt á legg þarna við völiinn, Loftleiðir og Flugfélag fslands. Þar fer fram enn þann dag í dag merkileg Með á annað hundrað flugvélar á taflhorðinu — sjá bls. 9 þjónusta við aiþjóðlega flug- starfsemi, flugstjóm fyrir lis- len zka úthafsflugstj órnarsvæðið. BRIAN HOLT á Reykjavíkur- flugvelli í morgun. Miklar breyt ingar hafa átt sér stað þama síðan Brian dró brezka fánann niður og þann íslenzka að húni fyrir 25 árum. Nýr flugtum og glæsileg hótelbygging svo nofek uð sé nefnt. ► „Líta ekki við öíru en síld" — Islendingar hafa ekki sinnt kolmunnaveibum en útlendingar hafa mokað honum upp við Island „Rússar hafa verið að moka upp kolmunnan- um fyrir austan landið í vor. Þeir eru með stór skip og veiða hann í flot vörpu“, sagði Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur Vísi í morgun. „íslendingar hafa aldrei veitt kolmunnann, og við höfum ekki fylgzt mjög með háttalagi hans hér ennþá.“ — Hvernig stendur á þvií að við lítum ekki við þessum fiski? „Sennilega bara það, að mönn um dettur ekki annað f hug en síld á þessum árstíma. — Það þyrfti að fá til að byrja meö einn bát til að sinna þessu. — Kolmunninn gengur 1 torfum á vorin og vær; kannski mögúleiki að drepa hann í herpinót. Kolmunninn gengur í torfum og hann kemur undir ísland þeg- ar hitastigið er hagstætt, hann virðist kunna bezt við sig þeg-. ar sjórinn er 4—5 gráða heitur“. — Hvernig vinna Rússar kol- munnann? „Það þarf að vinna hann mjög fljótt — ef hann á ekki ailur að fara í mjöl, en Þjóðverjar frysta mikið af honum Annars fara þessar veiðar mikið eftir verð- laginti hverju sinni". — GG Enginn atvinnulaus á austurhelmingi landsins Ekki danskar fáaspýtur Innviöir i húsum í Bernhöftstorf- unni, sem stendur til að rífa eru heilir og ófúnir — og þvi ekki danskar fúaspýtur eins og hefur verið baidið ftam, segdr áhugafólk um verndun Bernhöftstorfunnar, I heiliega götumynd liðins tíma í sem nú er farið af stað til að safna Reykjavík“ segir það einnig. Sjá undirskriftum undir beiðni um | frétt á bis. 16. verndun gömlu húsaraðarinnar í Lækjargötunni. „Þetta er s'xöasta Atvinnuleysingjar á öllu landinu eru 354. Á sama tíma í fyrva voru atvinnuiausir á landinu 729 eða rúm lega tvöfalt fleiri en nú. í júnímánuði fækkaði atvinnu- leysingjum um 32. Alls eru 267 at- vinnulausir í kaupstöðum en voru 332 fyrir mánuði. í kauptúnum með fleiri en 1000 íbúa var einn maður atvinnulaus, á Dalvík. Eng- inn var atvinnulaus um mánaðamót EKKI FLUGHRÆDDUR Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra og menntamálaráðherra var einn þeirra ágætu borgara, sem blaðamaður og Ijósmyndari hittu fyrir á götunni í gærdag og spurðu: Eruð þér hræddur við að fljúga? en flughræðsla er tilfinning sem óðum er að hverfa I Gylfi hefur oft verið talinn sá íslendingur, sem hvað mest hefur þurft á flugvélum að halda og ver- ið víðförull mjög. Kvað hann það af og frá að hann væri flughræddur — en aftur á móti líkaði sér betur að sigla, — til þess væri bara sjaldnast nokkur tími. — Sjá svör- in við spurningunni á bls. 10. 19 voru atvinnulausir á Hóima- vik um mánaðamótin. en höföu verið 9 fyrir mánuði. 13 atvinnu- lausir voru á Skagaströnd (6 fyrir mánuði). Alls eru því 75 atvinnu- leysingjar í þessum þremur pláss- um og því aðeins 11 £ öllum öðrum þorpum landsins samanlagt. Mikil breyting til batnaðar hefur orðið nær hvarvetna á landinu síð- ustu mánuði. Þetta atvirmuleysi er eitthvert hið minnsta, sem þekkzt hefur um árabil. — HH Um helmingi færri atvinnulausir á landinu en i fyrra Englnn maður var um þessi mánaðamót skráður atvinnulaus á „austurhelmingi“ landsins, það er að segja á svæðinu austan Akureyrar austur um land og síðan hálfhringinn vestur til Hell isheiðar. Full atvinna var í öll- um þorpunum á Norðaustur- og Austurlandi og á Suðurlandi og í kaupstöðunum Húsavík, Seyð- isfirði, Neskaupstað og Vest-' mannaeyjum. in í hinum 9 kauptúnunum með yfir 1000 fbúa. 1 minni kauptúnum jókst atvinnu leysið litilsháttar vegna aukningar, sem varð á Hofsósi, þar sem fisk- vinna var nær engin 1 mánuðinum vegna bátleysis. Alls eru 86 atvinnu Iausir í þessum þorpum. sem er fjölgun um 39. Þar af óx atvinnu- leysið á Hofsósi einum um 33, úr 10 upp í 43 manns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.