Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. desember 1988 KRINGLAN Úr gripah úsum í Kringluna Rætt við Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra í Hagkaup EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR Þegar hugmyndin aö Kringlunni fæddist kom fáum á óvart aö hún skyldi koma frá Pálma Jónssyni, stofn- anda og eiganda Hagkaups. Pálmi haföi áöur hrint í fram- kvæmd hugmyndum sem höföu þótt ólíklegar til aö veröa aö veruleika. Hugmynd- ina aö Hagkaup fékk hann í Bandaríkjunum fyrir réttum þrjátíu árum og þegar starf- semi fyrirtækisins hófst var þaö í húsnæöi sem er eins ólíkt Kringlunni og nokkurt húsnæði getur verið. En áöur en viö ræðum meira um Kringluna og þátt Hagkaups í þeirri byggingu er rétt að rifja upp sögu Hag- kaups, fyrirtækis sem brydd- aö hefur upp á nýjungum í verslunarháttum og risiö upp gegn hefðum og ríkjandi skipulagi. HAGKAUP í HLÖÐU Á MIKLATORGI Hagkaup byrjaöi sem póst- verslun og veröandi viö- skiptavinir voru valdir af handahófi úr símaskránni. Þeim var sendur póstlisti sem hægt var aö panta úr fatnað og vefnaðarvöru og undirtektir uröu strax góöar. Póstlistarnir komu út á nokk- urra mánaða fresti og áskrif- endur uröu tólf þúsund. Næsta skref var því að opna afgreiðslu og fékk Hagkaup inni fyrir starfsemi sína I gripahúsum og hlööu Geirs bónda viö Eskihlíö, þar sem verslun var opnuö áriö 1960. Fjórum árum síðar færöi Hagkaup út kvíarnar og opn- aöi verslun I Lækjargötu 4, húsinu sem neöri hæöin hrundi úr fyrir skömmu þegar flytja átti þaó I Árbæinn. Á þeim árum þótti lítt fínt aö versla í Hagkaup og oft talað um Hagkaups-vörur í niðrandi tón. Menn héldu því fram aö ódýrar vörur gætu ekki verið vandaöar og sá hugsunar- háttur loddi lengi viö. HINN FRÆGI HAGKAUPSSLOPPUR Fatnaöur og vefnaöarvara voru lengi vel stærstur hluti vöruvalsins í Hagkaup og Ijóst þótti aö hagkvæmt væri aö opna saumastofu til að sinna þörfum viðskiptavina. Hún var sett á laggirnar um svipað leyti og verslunin I Lækjargötu var opnuð og frægasta flíkin sem þar var hönnuö er án efa hinn vin- sæli Hagkaupssloppur, sem flestar húsmæöur þeirra tíma gengu daglega í. Þegar fram- leiöslu þessara sloppa var hætt höföu verið saumaðir hátt á annað hundraö þúsund sloppar, svo enginn þarf aö efast um vinsældir þeirra! Það var ekki fyrr en áriö 1967 sem Hagkaup fór aö selja matvörur og þá fór skriðan af staö fyrir alvöru. Hagkaup byrjaöi aö selja appelsínur frá Flórída sem kostuöu helmingi minna þar en I öðr- um verslunum í Reykjavík og þegar sendingin seldist upp á svipstundu ákvað Pálmi Jónsson að opna matvöru- deild viö Miklatorg, þar sem boðið var upp á vörur frá heildsölum og framleiðend- um auk þess sem Hagkaup flutti inn beint. Smásalar kvörtuöu undan samkeppn- inni og sumir kaupmenn gengu svo langt að hætta aö skipta við þá heildsala sem MVND: MAGNÚS REYNIR seldu Hagkaup vörur, sem aftur leiddi til þess aö margir heildsalanna hættu viöskipt- um viö Hagkaup. Stríö var hafiö. Kaupmenn kæröu Hag- kaup fyrir of litla álagningu. Hagkaup benti á lítinn til- kostnaö og hagkvæm inn- kaup og stríðinu lyktaði á þann veg að kaupmenn uróu aö sætta sig viö aö verslun yrði aö búa vió frjálsa sam- keppni. Umsvif fyrírtækisins jukust og iöngu fyrir 1970 haföi hús- næði Hagkaups sprengt utan af sér. Fyrirtækió tók á leigu skemmu í Skeifunni og búð- inni viö Miklatorg var lokaö. Síöan tóku viö útibú víöa um land, Hagkaup setti upp verslun á Laugavegi og í haust leigöi Hagkaup rekstur SS í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. í Kringlunni rekur Hagkaup tvær verslanir á sex þúsund þá voru ráðnir breskir ráö- gjafaarkitektar, íslenskir arki- tektar og verkfræöistofa að húsinu. Við vissum ekkert hvernig þaö gengi aö selja verslunarrými í Kringlunni og reyndar voru undirtektir það dræmar I upphafi aö við gát- um ekki verið sérlega bjart- sýnir. Framkvæmdir viö hús- ið hófust áriö 1985 og ári síó- ar sáum viö fram á aö draum- urinn gæti ræst. Á þeim tíma sem til stóö að byggja i Mjóddinni sáum viö á athug- unum okkar aö svona versl- unarmiðstöö yröi aó byggjast upp af einum aðila, enda sést hversu langan tíma það tók aö byggja upp Mjóddina, þar sem hver hefur byggt fyr- ir sig. Að okkar mati eru hug- myndir manna þar ekki nógu vel samhæfóar. Viö vildum aó einn byggingaraöili tæki aö sér aö reisa húsiö, og selja síöan og leigja út einingar." Jón segir hugmyndina að í upphafi var aö fá menn til að trúa því að þetta yröi nokkurn tíma aö veruleika," segir Jón. „Þegar byrjaö var aö byggja húsið, árió 1985, var ekki búiö aö selja nema örlítinn hluta húsnæóisins. Menn voru margir hverjir mjög tregir aó taka þátt í þessu. í fyrsta lagi fannst þeim þetta mjög mikil fram- kvæmd og þoróu ekki aó taka þá áhættu að kaupa hluta í húsinu á fyrstu stig- um málsins. Margir sáu einn- ig ákveöna annmarka á þvi aö Hagkaup skyldi vera bygging- araöilinn, samkeppnisaðili viö marga þá sem þarna var um aó ræóa. Síðan var dreift ótrúlegum sögum um hugs- anlegan hagnað okkar af þessari byggingu, en í stuttu máli má segja þaö aö hagn- aóur okkar er enginn. Þótt þessi bygging hafi staóist betur kostnaðaráætlun en önnur álíka stór mannvirki á væri óþarfa fjárfesting, versi- unarhúsnæöi í Reykjavík væri orðiö nægilegá stórt og aö þetta væri samkeppni viö gamla mióbæinn. Síöan voru birtar alls konar tölur því til staðfestingar, sem voru úr lausu lofti gripnar." Þessa fullyrðingu staöfestir Jón með tölum sem hann segir réttar: „Því var haldið fram aö hér í Reykjavík væru 7—8 fer- metrar af verslunarhúsnæði á hvern íbúa, en staðreyndin er sú aö þeir eru í kringum tveir og þaö eftir aö Kringlan var tekin í notkun." Hann segir að jafnframt hafi verió mikiö um þaó talað hvernig Hag- kaupsmenn ætluöu sér aó gína yfir starfseminni, „en strax i upphafi var gerður mjög ítarlegur samskipta- samningur þannig aö menn vissu nákvæmlega aö hverju gengiö var varðandi sam- skipti í Kringlunni", segir Jón. í samningi þessum er meðal fermetrum, matvöruverslun á neöri hæö, sérvörudeild á þeirri efri. KRINGLAN VAR ÁHÆTTA Hagkaupsmenn með Pálma Jónsson í fararbroddi tóku ákvöróun um aö reisa húsnæöi yfir starfsemi Hag- kaups upp úr 1980. Hagkaup fékk úthlutað lóö í Mjóddinni, en ákveðnir skilmálar voru settir varöandi byggingu verslunarhúss þar, skilmálar sem Hagkaupsmenn gátu ekki vió unaó. Þeir skiluöu lóðinni því aftur og þegar kom að því aö ákveöið var aö hefja framkvæmdir I Kringlu- mýri, nýja miðbænum, tók Hagkaup aö sér að reisa þar stórhýsi. Fyrir þaö voru þeir af mörgum gagnrýndirog menn sögöu tilgang Hag- kaups aðeins þann aö geta byggt ódýrt. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, vísaröllum slíkum fullyróing- um á bug og segir Hagkaups- menn þvert á móti hafa tekið mikla áhættu með byggingu Kringlunnar: „Við fengum lóöina hér afhenta 1983 og þeirri blöndu sem í Kringl- unni er hafa komiö frá Pálma Jónssyni, sem hafði komið í svipaðar verslunarmiðstöðvar erlendis: „íslendingar feröast mikiö og Pálmi haföi komió í verslunarmiðstöðvar sem þessa í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Lokaútkoman er út- færsla arkitekta á okkar hug- myndum. Það var lögö rík áhersla á þaö strax í upphafi aö Kringlan yröi bjart og vist- legt hús, hátt til lofts og vítt til veggja, og viö vildum hafa gróóur í húsinu. Sérfræöing- arnir voru því næst fengnir til aö hjálpa okkur aö velja verslanir í húsið þannig aö hér yröi eins góð blanda af verslunarfyrirtækjum og hægt væri að nálgast. Þaó þýddi ekki aö vera með þrjá- tfu skóbúðir eöa tuttugu úra- búöir, þaö varö aó bjóöa upp á fjölbreytta þjónustu." HAGNAÐUR HAGKAUPS ENGINN Þegar búiö var aö hanna húsió var farió að selja hug- myndina: „Mesta vandamálið Islandi, þá seig hún þó þaö langt fram yfir upphaflegar áætlanir aö viö höföum ekk- ert annað út úr þessu en fyr- irhöfnina." FUNDU HUGMYNDINNI ALLT TIL FDRÁTTU Þótt margir hafi strax ýtt hugmyndinni um Kringluna frá sér voru aðrir trúaðir á þessa byggingu: „Fyrstur til að skrifa undir samning var Magnús Baldvinsson úrsmiö- ur,“ segir Jón. „Hann þoröi aö taka þessa djörfu ákvörð- un, enda var honum viö opn- un hússins veittur sá heiöur aö vera afhentur húslykillinn eöa „clef du la porte,“ sem hann geymir í verslun sinni. Síðan komu menn hver af öðrum en mjög fljótlega fóru kaupmenn margir hverjir aö finna þessari hugmynd allt til foráttu. Það var upphafin ótrúleg rógsherferö gegn okkur og meira aö segja sá formaður Kaupmannasamtak- anna, Sigurður Haraldsson, ástæöu til aö hnýta í okkur. Kaupmenn töldu þá — og telja kannski enn — aö þetta annars kveðið á um forkaups- rétt og vald stjórnarinnar til aö stýra því hvaöa aðilar geti veriö með starfsemi í Kringl- unni: „Hagkaup á tvo menn í stjórninni og kaupmenn þrjá,“ segir Jón, „og þessar reglur voru settar til að stjórna því hvaöa blanda af verslunum yröi þarna til fram- búðar.“ OF MARGAR TÍSKUVÖRUVERSLANIR Hann segir að sjálfsagt megi gagnrýna ákveðna þætti í Kringlunni: „Sjálfum finnst mér persónulega aö þar heföu mátt vera fleiri dömuverslanir og eins finnst mér vanta verslun sem selur hversdagsfatnaö fyrir karl- menn. Mér finnst kannski vera of mikið af tískuvöru- verslunum í Kringlunni," seg- ir Jón og leggur áherslu á aö þetta sé eingöngu persónu- legt álit sitt. Eins og málin standa nú er ekki hægt aö bæta verslunum við í Kringl- unni en ef húsnæói losnar er þaö í hendi stjórnarinnar að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.