Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. des. 1989 3 1989: Ár nýrra vona: EVRÓPA ÚR ÁLÖGUM ÓTTANS Árið 1989 verður okkur öllum sem það lifðum ógleymanlegt. Al- veg eins og árið 1945, lok seinni heimsstyrjaldarinnar, verður for- eldrum okkar ógleymanlegt. Heyndar var þaö ekki fyrr en á þessu ári, sem séð er fyrir endann á þeim átökum, sem hófust með seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1989 hverfur því inn í annála sögunnar sem eitt af þessum tímamótaárum. Barnabörn okkar, sem nú lifum, munu fjalla ítarlega um viðburða- ríka atimrðarás og dramatis per- sone þessa árs í sögubókum framtíð- arinnar. Og það sem meira er: Vonir standa til að sögulegir atburðir þessa árs séu í reynd fyrirheit um annað og meira; að uppskera næsta árs verði jafnvel ennþá ríkulegri. Hrunin spilaborg Þetta var árið þegar hið ógnvæn- lega hugmynda- og valdakerfi Sov- étkommúnismans hrundi eins og spilaborg fyrir augum okkar. Þetta var árið þegar þjóðir Mið- og Austur- Evrópu risu upp, hver á fætur ann- arri, og hristu af sér ok harðstjórnar, sem þröngvað hafði verið upp á þær með vopnavaldi í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Þetta var árið þegar þjóðir Evrópu voru leystar úr álög- um óttans — óttans við valdið, sem taldi sig hafa öll ráð fólksins í hendi sér. Þetta var hið stórkostlega ár vonarinnar — en um leið óvissunn- ar. Vonarinnar um það að þessar þjóðir gætu með friðsamlegum hætti þokað sér inn á brautir lýð- ræðis, réttarríkis, virðingar fyrir mannréttindum og valddreifingar í efnahagsmálum, í förmi blandaðs hagkerfis, félagslegs markaðskerfis. En um leið ár óvissu, óvissu um hvað við tæki: óðaverðbólga, upp- lausn og stjórnleysrí suður-amerísk- um stíl og þá hugsanlega afturhvarf til harðneskjulegri stjórnarhátta í skjóli hervalds. Eins konar evrópska Perónisma? Þetta var allavega árið þegar kalda stríðið var loksins fyrir bí. Ár- ið þegar Berlínarmúrinn hrundi og tvískipting Evrópu í nafni mann- eskjufjandsamlegrar hugmynda- fræði var lokið. Þetta var árið, þegar vígbúnaðarkapphlaupinu slotaði, þótt vonir standi til að næsta ár verði hið stórkostlega ár afvopnun- arkapphlaupsins. Þetta var stórkostlegt ár. Örlaga- rikt ár. Ár vonar og fyrirheits um bjartari framtíð. Undirstraumar sögunnar Hvað hratt skriðunni af stað? Fyrst og fremst tvennt: Perestroika í austri og sameining Evrópu í vestri. Þetta eru þeir þungu undirstraumar, sem mestu ráða um það, í hvaða far- vegi sagan brýst fram á næstu árum. Lítum fyrst á Perestroiku og merk- isbera hennar, Mikail Gorbatsjov. Hann er sá stjórnmálaleiðtogi sam- tímans sem gegnir stærstu sögu- legu hlutverki. En það er ekki hlut- verk hins mikla arftaka Leníns, þótt að forminu til beri hann enn skikkju hans á herðunum. Þvert á móti. Hann gegnir hlutverki hins mikla reputiators — afneitarans. Hug- myndir Perestroiku, þær sem líf- vænlegar eru, eru allar sóttar í hug- myndasmiðju lýðræðisjafnaðar- stefnunnar, eins og þær hugmynd- Austur-þýskir landamæraverðir við Brandenburgar-hliðið fylgjast með vestur-þýskum mótmælendum ráðast á Berlínarmúrinn. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra og formann A Iþýðuflokksins ir hafa mótast í skóla reynslunnar á þessari öld. Þær hugmyndir eru mannúðarstefna okkar tíma, enda er alþjóðahreyfing jafnaðarmanna öflugasta friðarhreyfing heimsins á vorum dögum. Á þessari stundu er reyndar öld- ungis óvíst hvort Gorbatsjov getur leikið þetta hlutverk á enda. Enn vantar herslumuninn til þess að Sov- étleiðtoginn hafi varpað formúlum Lenínismans fyrir róða. En undir því er það komið, hvort umbótahreyf- ingin i Sovétríkjunum skilar árangri eða vekur aðeins upp falskar vonir og þ.ar með hættuna á afturhvarfi til hárðstjórnar og hernaöarhyggju. En það er til marks um snilligáfu þessa mikilhæía stjórnmálaleiðtoga að áhrif hans á gang heimsmála skuli vera mest þegar ríkið, sem hann byggir vald sitt á, er viö þaö aö hrynja í frumparta sína. Þannig fer um heimsins dýrð Lítum á, það eina sem átti að gefa alræðisvaldi kommúnista í Sovét- ríkjunum lögmæti, í augum valdhaf- anna sjálfra og jafnvel þegnanna, var hugmyndafræði Lenínismans. En einmitt þetta fólskulega trúboð valdsdýrkunarinnar er nú svo ger- samlega ótrúverðugt — réttara sagt siðferðilega gjaldþrota — að sá þjóð- arleiðtogi er ekki lengur til á byggðu bóli, fyrir utan kannski Fidel Kastro á Kúbu, sem leggur á það trúnaö. Hversu skammt er ekki síðan her- skarar hálfmenntamanna á Vestur- löndum og leiðtogar þjóöfrelsis- hreyfinga fyrrverandi nýlendna vitnuðu í Lenín og fordæmi Sovét- ríkjanna sem vegvísi til framtíðar- landsins? Við þetta bætist að nýlenduveldi Sovétríkjanna, sem Kauði herinn lagði undir sig í lok stríðsins, er að leysast upp. Og innan landamæra Sovétríkjanna sjálfra rís hver þjóð- ernishreyfingin á fætur annarri upp og krefst pólitísks, efnahagslegs og menningarlegs sjálfstæðis, þannig að ríkjasambandið sjálft rambar á barmi upplausnar. í þessu er fólgin stærsta hættan á afturhvarfi til fyrri stjórnarhátta — þ.e.a.s. að aftur verði beitt valdbeitingu til að halda hinum sundurleitu þjóðernum alrík- isins saman, nauðugum viljugum. En til skamms tima er ástand efnahags mála hættuiegast. 70 ár- um eftir byltingu eru Sovétríkin í efnahagslegu tilliti líkari þriðja heims ríki en iðnveldi — með þeim ógnvænlega mun að þau ráða yfir takmarkalausum fjölda kjarna- og vetnisvopna. Þetta gerist þrátt fyrir að Sovétþjóðirnar eru vel menntað- ar; Eiga fleiri verkfræðinga en Bandaríkjamenn; fleiri sérhæfða rannsóknamenn og vísindamenn en Japanir; fleiri lækna per þúsund íbúa en Vestur-Evrópa. Þrátt fyrir slíkan afbragðs mannafla er fram- leiðnin í þriðja heims líki, fram- leiðslu- og dreifingakerfið í molum. Meðalfjölskyldan sovéska hefur minni líkur til þess á næsta áratug að eignast bíl en blökkumannafjöl- skylda í Suður-Afríku. Kjötneysla er minni en í mörgum þriðja heims ríkjum. Sólundin og árangursleysið er yfirþyrmandi. Það er skeifilegt tilhugsunar að öllum heimildum ber saman um að það hafi orðið umtalsverð afturför í efnahagsmálum á sl. tveimur árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.