Alþýðublaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 7.AAAÍ 1991 UTANRÍKISRÁÐ- HERRA FÆR FULLAN STUÐNING: Ríkisstjórn- in samþykkti á fundi á sunnudag umboð til Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra vegna Evrópusamning- anna og lýst var yfir fullum stuðningi við meðferð hans á málinu. Aðalsamninga- maður íslands mun í fram- haldi af því taka aftur sæti sitt við samningaborð EFTA-ríkja og EB. KÓPAVOGSVIKA HEFST í DAG: Kópavogsvika hefst í dag með ávarpi Sigurðar Geirdals bæjarstjóra og opnun myndlistarsýningar og kórsöng. Skipulag bæjarins verður kynnt á morgun, miðvikudag, og á laugardag opnar Jón Sigurðsson sýninguna KÓP 91, en á henni sýna yfir 60 fyr- irtæki og þjónustuaðilar starfsemi sína. Fjöimargt annað verður á dagskrá vikunnar, sem lýkur á sunnudag. WILLY BRANDT TIL ÍSLANDS: Von er á Willy Brandt, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýskalands og for- manni jafnaðarmanna þar í landi, þann 27. júní. Hann kemur til með að vera hér á landi í fjóra daga. Fyrirhugað er að hann skoði Arnastofnun, fari í skoðunarferð til Þing- valla og hitti ýmsa af helstu ráðamönnum þjóðarinnar. Þá mun Brandt hitta flokksbræður sína i Alþýðuflokknum. Það er Germanía sem skipuleggur heimsókn Willy Brandts. IÐJA VILL HÁTEKJUSKATT 0G RAUNHÆFA SAMNINGA: Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, samþykkti ályktun um kjaramál þar sem lögð er áhersla á að í komandi samningum verði á raunhæfan hátt samið um kjarabætur til þeirra sem lægst hafa launin. M.a. er lagt til að tekinn verði upp hátekjuskattur, skattleysismörk verði færð upp og ekki verði greiddur hærri virðisauka- skattur af nauðsynjavörum en 10%. VERK ÓLA Þ. TEKIN UPP: Þorsteinn Pálsson, eftir- maður Óla Þ. Guðbjartssonar, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, hefur ekki verið alls kostar ánægður með embættis- verk Óla. Samningi við aðstoðarmann fanga hefur verið sagt upp, skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn verður ekki settur í stöðuna og hjúkrunarfræðingur sem ráðinn var í fullt starf á Litla Hrauni verður í hálfu starfi. BRYNJÓLFUR NÆSTI BORGARSTJÓRI? Eins og fram kom i viðtali Morg- unblaðsins um helgina við Davíð Oddsson hefur borg- arstjóri látið sér detta í hug að næsti framkvæmda- stjóri stærsta bæjarfélags í landinu gæti allt eins kom- ið utan úr bæ. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið á nafn sem hugsanlegir fram- bjóðendur Davíðs er Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda. Borgarstjóraefnin úr röðum Sjálfstæðisflokksins telja það þó fráleitt aö leitað verði út fyrir hóp borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. LEIÐARINN í DAG Leiðarinn í dag fjallar um stuðningsyfirlýsingu Cos- siga, forseta Ítalíu, við sjónarmið íslendingar í sjávar- útvegsmálum í samningaviðræðunum um evrópskt efnahagssvæði og mikilvægi þess að íslendingar afli sér stuðnings einstakra ríkja EB. Þá hefur nýmynduð ríkisstjórn veitt Jóni Baldvin Hannibalssyni fullt um- boð til samningagerðar um EES. Sjá leiðara bls. 4: ítalir styðja sjónarmið íslands Framkvæmdir í kjölfar álsamninga Ekkert er að vanbúnaði að hefja framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun strax í kjölfar ál- samninga, segir í fréttaskýr- ingu Sæmundar Guðvinsson- ar. „Heldur aftur af grasvexti" Björn E Hafberg fjallar um erfiðleika í Evrópubandalaginu við að skilgreina sláttuvélar. Fleira er forvitnilegt í greininni. Evróvisjón í lélegum klæðum Við lentum í 15. sæti og get- um eflaust kennt um mis- heppnuðum flutningi og léleg- um klæðnaði, er niðurstaða rannsóknarblaðamanna Al- þýðublaðsins. Tillaga EFTA til aö leysa EB-hnútinn GRÆNMETI FYRIR FISK Talið er að innflutningur á suðrænum landbúnaðar- afurðum geti orðið helsta skiptimyntin á lokaspretti samninga EFTA-ríkja við EB. Fyrir tollfrjálsan að- gang fiskafurða Islend- inga geti komið vilyrði um að Spánverjar og fleiri ríki í Suður-Evrópu fái að flytja landbúnaðarafurðir til EFTA. Spánverjar krefjast þó enn veiðiheimilda í lög- sögu EFTA-ríkjanna. ,,EB hefur sagt að á móti niðurfellingu tolla af fiskaf- urðum óski þeir eftir greiðari aðgangi fyrir landbúnaðaraf- urðir," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Byggi EB kröfuna á þeim ásetningi að jafna lífs- kjör innan EB, en listi yfir 72 landbúnaðarafurðir frá Suð- ur-Evrópu yrði fyrsta skrefið í þá átt. „Það er ekkert á þess- um lista sem veldur okkur vandkvæðum. 90% af þess- um lista er frjáls innflutning- ur nú þegar,“ segir Jón Bald- vin. Utanríkisráðherra segir að á listanum séu nokkrar tegundir sem verði í sam- keppni við íslenska fram- leiðslu, þar á meðal tómatar, gúrkur og afskorin blóm, en að íslendingar hafi lagt til að málið yrði leyst með tíma- bundnum ákvæðum. ,,lnn- flutningur yrði heimill þann tíma ársins sem innlend fram- leiðsla er ekki lengur á mark- aðnum." Utanríkisráðherra segir að EB hafi óskað eftir því að stefnt yrði að því innan ramma samnings EFTA ríkja og EB að frekar yrði greitt fyrir viðskiptum á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir land- búnaðarafurðir í anda GATT-samkomulagsins. „Öll Norðurlöndin hafa sett fram tilboð vegna GATTs sem EB á sínum tíma sigldi í strand, þannig að þeim hlýtur að vera útlátalaust að leggja fram tilboð gagnvart EB sem er til jafns við það sem þau gerðu í GATT. Okkur ætti heldur ekki að vera að van- búnaði að stíga eitthvað lengra, ekki síst gagnvart Suður-Evrópuríkjunum. Þar eru okkar beinu hagsmunir, þar sem við krefjumst þess aö fá tollfrelsi fyrir okkar sjávar- afurðir." Spánverjar halda stífast fram kröfu um veiði í fisk- veiðilögsögu EFTA-ríkja. Jón Baldvin utanríkisráðherra kveður Spánverja í raun vera að lýsa óánægju með hlut sinn innan EB. Spánverjar segist vera afskiptir i veiðum innan lögsögu EB og þrátt fyrir verulega byggðastyrki til Spánar telji þeir sig greiða ámóta mikið til EB eins og þeir fái í staðinn. „Þetta eru þeir óánægðir með. Þéir eru því í baráttu við fram- kvæmdastjórnina um að bæta hlut Spánar í heild, en hafa sent reikninginn á rangt heimilisfang, ísland.“ Jón Baldvin segir að í raun sé toll- frelsi á innfluttum íslenskum afurðum til Spánar hags- munamál Spánverja, þar sem verð á fiski lækki til neyt- enda. ■ RITSTJÓRN (Ö 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR ® 625566

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.