Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 1
■ Bullandi ágreiningur á stjórnarheimilinu um formennsku í fjárlaganefnd Klárt mál að Framsókn á að fá formennskuna -segir Guðni Ágústsson. Geir H. Haarde: Vænti þess að við fáum formennsku í nefndinni. Sturla Böðvarsson er okkar kandidat. „Við framsóknarmenn álít- ústsson þingmaður í samtali mennsku í fjárlaganefnd. væntu þess að þeir fengju ekki saman um samkomulag um það klárt mál að við eig- við Alþýðublaðið í gær- Geir H. Haarde, formaður formennsku, og að Sturla Davíðs Oddssonar og Hall- um að fá formennsku í þess- kvöldi, aðspurður um deilur þingflokks Sjálfstæðisflokks- Böðvarsson væri þeirra dórs Ásgrímssonar í þessum ari nefnd,“ sagði Guðni Ag- milli stjórnarliða um for- ins, sagði að sjálfstæðismenn kandidat. Guðna og Geir ber efnum. Sjá bls. 4 ■ Framsóknarmenn velja þingflokksfor- mann í dag „Alveg ekta fyr- ir mig" -segir Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn. „Þetta er alveg ekta fyrir mig. Eg hef svo gaman af að stjóma, og sleppi engu tækifæri til þess,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, alþingis- maður Framsóknarflokksins, að- spurð hvort hún sæktist eftir for- mennsku í þingflokknum. Formaður þingflokksins verður valinn í dag, og samkvæmt öllum heimildum Al- þýðublaðsins mun Valgerður hreppa hnossið. Hún nýtur stuðnings Hall- dórs Ásgrímssonar. Guðni Ágústsson var sterklega orðaður við formennsku í þing- flokknum, en í samtali við blaðið í gær kvaðst hann ekki hafa áhuga: „Ég sækist ekki eftir þessu. Ég get stutt hvem sem er af þingmönnunum í þetta ágæta embætti." Guðni Ágústsson hafði áður lýst áhuga á ráðherraembætti, en þar varð Páll Pétursson fyrir valinu. Guðni sagði ástæðu þess að hann sæktist ekki eftir þingflokksformennsku frá- leitt þá að hann væri í fýlu yfir því að hann fékk ekki ráðherrastól. „Engan- veginn. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á þessu embætti.“ Valgerður: Sleppi engu tækifæri til að StjÓma. A-mynd: E.ÓI. Riddarar Jóhanns landlausa... I\lý ríkisstjórn á fyrsta ríkisráðsfundinum ásamt Vigdísi forseta. Frá vinstri: Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Vigdís Finn- bogadóttir forseti, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason um- hverfis- og landbúnaðarráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Borðið sem ráðherr- arnir sitja við er hluti innbús sem Sveinn Björnsson keypti til Bessa- staða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri. Jónas Jónsson frá Hriflu gaf borðinu nafn enska konungsins Jóhanns landlausa. O I a f U r kveður Bjöm Bjarnason tekur við lyklavöldum í menntamálaráðuneytinu af Ólafi G. Einarssyni, sem var skákað til hliðar í valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Þarmeð eiga sjálfstæðismenn á Reykjanesi engan ráðherra og er mikil ólga inn- an flokksins vegna þess. Ólafur verður forseti Alþingis - leysir af hólmi Salome Þorkelsdóttur, sem hafnað var með eftirminnilegum hætti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í vetur. ■ GuðniiJVgústsson alþingismaður Framsóknarflokksins um nokkur atriði stjórnarsáttmálans „Eg myndi aldrei samþykkja sölu á Búnaðarbankanum" - nema að höfðu nánu samraði við stjórnendur, starfsfólk og viðskiptavini. Og ennfremur: „Eg styð ekki sölu á Pósti og síma." ,Að leggja ffam áætlun um verk- efni á sviði einkavæðingar sem unn- ið verður að á kjörtímabilinu. Áhersla verður lögð á að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka," segir meðal annars í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Ríkisstjómin áætlar ekkert um að breyta þessum bönkum í hlutafélög og selja þá svo. Ekki ennþá. Það er ekkert ákveðið í þessum efnum, en ég er tilbúinn til að skoða málið, sagði Guðni Ág- ústsson, bankaráðsmaður í Búnaðar- bankanum, í samtali Við Alþýðublað- ið. En ef lögð verður fram tillaga á kjörtímabilinu um að selja Búnaðar- bankann - mun Guðni þá styðja slíka hugmynd? „Þetta er bara allt saman órætt. Ég myndi aldrei samþykkja sölu á Búnaðarbankanum nema að höfðu nánu samráði við stjómendur, starfsfólk og viðskiptavini. Ég er til- búinn að skoða málið með því for- orði.“ I stjómarsáttmála er gert ráð fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja, og fyrir kosningar kom ífam að Hall- dór Blöndal samgönguráðherra vill einkavæða Póst og síma. Styður Guðni Ágústsson þau áform? „Nei, ég styð ekki sölu á Pósti og síma.“ Afhveiju? „Það er einokunarfyrir- tæki.“ Sú skoðun hefur komið fram, að stjómarsáttmálinn sé meira og minna í anda Sjálfstæðisflokksins, en þar finnist lítt merki þess að Framsókn- arflokkurinn sé í ríkisstjóm. Þurftu framsóknarmenn að kokgleypa flest sín kosningamál? „Nei, það er rangt. Stjómarsátt- málinn er að mörgu leyti sniðinn eft- ir kosningastefnu Framsóknar- flokksins. Við kokgleyptum ekkert og fengum það verðuga verkefni að taka við ráðuneytum Alþýðuflokks- ins og landbúnaðarráðuneytinu." ■ Nærmynd af Halldóri Ásgrímssyni, utanríkis- ráðherra og formanni Framsóknarflokksins Brúnaþungur gleðimaður Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra er maður sem er í góðu jarðsambandi, hefur jafnaðargeð en þunga skaphöfn. Engu að síður á hann létt með að bregða á gamanmál og er hrókur alls fagnaðar á skemmtifundum flokksins. Halldór lætur ljölskylduna og ættina ganga fyrir í frítíma sínum. Þykir gaman að vera úti í náttúrunni og skíðamaður góður. Hann er þrjóskur og stundum ósveigjanlegur en þó sanngjam. Jafnréttissinni og þekkir alla kjós- endur Austurlands. Þetta er í stórum dráttum það sem samferðamenn Halldór Ásgrímsson- ar höfðu um hann að segja í samtöl- um við Alþýðublaðið. Þar komu ekki fram neinar óvæntar upplýsingar heldur komu sömu lýsingarorðin upp hvað eftir annað í þeim dúr sem að framan segir. Þau tjá sig unt Hall- dór: Mörður Ámason, Helgi Seljan, Jón Baldvin Hannibalsson, Helgi Laxdal, Amþrúður Karlsdóttir, Egill Jónsson, Alli ríki, Níels Ámi Lund, Kristjana Bergsdóttir. Siá onnu. JT Ovænt úrslit í Frakklandi Glóðvolg fréttaskýring frá París 7 Guðni: „Við kokgleyptum ekkert og fengum það verðuga verkefni að taka við ráðuneytum Alþýðu- flokksins og landbúnaðarráðu- neytinu." A- mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.