Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 1
Alþýðubandalagið neitar viðrteðum um nýskðpun Á fundi þingflokks Alþýöubandalagsins, sem hófst klukkan tíu i morgun, var bréfi Benedikts Gröndals um viðræður við Alþýðu- Benedikt heldur óffram tilrawnum Fœr sennilega umboð flokks- stjórnar til að reyna vinstri stjórn bandalagið um nýsköpunarstjórn svarað neitandi. Þingflokkurinn mun hafa bent á, að staðfestur hafi verið vilji fyrir við- ræðum um aðra tegund af meirihlutastjórn þ.e. vinstri stjórn og flokkur- inn sé tilbúinn til við- ræðna um þann mögu- leika, en ekki ný- sköpunarmöguleikann. Forseti tslands fól Benedikt i gær tilraun til myndunar meirihluta- stjórnar og virðist sem það hafi verið ótakmark- að umboð til myndunar hvaöa meirihlutastjórnar sem er, þótt svo Benedikt hafi svarað forsetanum játandi á þeirri forsendu að vilji lægi fyrir hjá Alþýöuflokki um myndun nýsköpunarstjórnar. Þegar nei Alþýðu- bandalags liggur fyrir á borði Benedikts er ljóst að nýsköpunarhug- myndin er fyrir bi i bili. Ekki er búist við að Benedikt Gröndal muni að svo stöddu ganga á fund forseta og gefa mál- ið frá sér, heldur muni hann óska eftir nýju um- boði flokkstjórnar vegna hins skýra vilja, sem fram kom þar um mynd- un nýsköpuanrstjórnar. Samkvæmt heimildum Visis mun Benedikt óska eftir þvi við Lúðvik Jósepsson að hann kanni myndun vinstri stjórnar I sérstökum hliðarvið- ræðum við Framsóknar- menn. Kunnugt er, að Alþýðu- bandalagsmönnum þótti viðtökur Framsóknar- manna langt frá þvi nógu góðar á fundi þeirra s.l. mánudag. Munu þeir ekki fallast á forystu Fram- sóknarmanna en Fram- sóknarmenn á hinn bóg- inn ekki fallast á forystu Alþýðubandalagsins. Innan Alþýðubanda- lagsins mun vera nokkur urgur vegna hins ótak- markaöa umboðs, sem Benedikt fékk hjá forset- anum, og telja ýmsir Alþýðubandalagsmenn, að óeölilegt sé að Bene- dikt hafi einhverja for- göngu um myndun vinstri stjórnar, þar sem það stjórnarfyrirkomulag hafi verið neðarlega á óskalista Alþýðuflokks- ins. Þvi kunni allar til- raunir Benedikts i þá átt að veröa sýndarmennsk- an ein. —Gsal/óM Líkfundur i Kefiovfk Lfk sextíu og tveggja ára gamals Hafn- firðings fannst í gærmorgun í grjóturð við Keflavíkurhöfn. Averkar voru á höfði mannsins og hafði hann einnig verið rænd- ur. Því var í fyrstu talið, að dauðsfall hans hefði verið af manna völdum. Nú er hins vegar talið vist að hann hafi fallið niður nokkurra metra há- an kamb, rekið höfuðið i stein og látist. Tveir 13 ára drengir hafa viðurkennt að hafa rænt manninn kvöldið áður, þar sem hann lá of- urölvi og ósjálfbjarga of- an við staðinn, þar sem hann fannst látinn. Þeir tóku af honum veski og vinflösku og földu til hlið- ar i grasi. Annar drengj- anna kom siöan um morguninn og sótti þýfið og taldi manninn vera farinn Þegar hið sanna kom i ljós sagði hann lög- reglunni hvernig málum var háttað. Hinn drengur- inn vissi ekkert um lát mannsins. Látni maöurinn var bú- settur i Hafnarfirði en hafði unnið um skeið á Keflavikurflugvelli—GA. Frysfihúsin á Suði liwmt Hoetta fiskmót- töku 26. júlí Nitján frystihús á Suðurnesjum hafa ákveðið að hætta móttöku á fiski eftir 26. júli næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi sem eigendur og forstöðumenn þessara húsa héldu með sér i gærkvöldi. t ályktun fundarins segir að þar sem verð- jöfnunarsjóður geti ekki staðið við skuldbindingar sinar um greiðslu vegna frosinna fiskafurða fái frystihúsin 11% lægra verð en ákveðið var við siöustu verðákvöröun. Frystihúsin geti ekki staðið unilir þessari lækk- un ásamt þeim kostn- aðarhækkunum sem oröið hafa. Til að auka ekki enn á vanskil við viðskiptaaðila sé þvi gripiö til þessa ráðs, en „útilokað er aö óbreyttum aðstæðum að standa i skilum á vinnu- launum og hráefni” segir i ályktuninni. —H.L. Krakkarnir I Vinnuskóla Reykjavikur, sem unnið hafa I Heiðmörkjögðu niður vinnu i morgun til þess að mótmæla þvi að laun þeirra séu mun iægri en f öðrum vinnuskóium, t.d. i Mosfeiissveit og Kópavogi. Börn, sem fædd eru 1964 og stunda vinnu I vinnuskóla Reykjavikur fá fyrir vinnu sfna kr. 305 á timann en félagar þeirra I Kópavogi fá kr. 479 i timakaup og í Mosfellssveit fá krakkarnir kr. 335 á timann. Krakkarnir ætla aö ganga á fund Sigurjóns Péturssonar borgarstjóra og skýra frá wáluni sinuni. r I tjöld- um á Grœn- lands- iökli Það hrýs vist flest- um hugur við þeirri tilhugsun, að uppi á miöjum Grænlands- jökli skuli menn hafast við i tjöldum. En svo er það nú samt, og i VIsi i dag er viðtal við Sigfús Jóhann Johnsen, I e k t o r v i ð Kaupmannahafnar- háskóla, sem hefur veriö við rannsóknir á jöklinum siöan 1969. Sjá bls. 11. Stúr- laxar á ferö- inni Laxveiöiþáttur hefur nú á ný hafið göngu sina hér I Visi, og mun hann birtast daglega I sumar. t blaðinu i dag og næstu daga munu þvi áhugamenn um lax- og silungsveiði geta lesið nýjustu fréttir af veiðinni. Sjá bls: 2. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.