Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 1
102. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. MAÍ 2002 YASSER Arafat hét því í gær að endurreisa heimastjórn Palestínu- manna en stjórnkerfi hennar er í rúst eftir langvarandi hernaðarað- gerðir Ísraela. Arafat, sem í gær fór frjáls ferða sinna í fyrsta skipti síðan í desember, krafðist þess ennfremur að Ísraelar hættu þeg- ar umsátri sínu um Fæðingar- kirkjuna í Betlehem en þar hafast enn við nálægt tvö hundruð Pal- estínumenn, þ.á m. nokkur hópur vopnaðra manna. Ísraelar léttu í gær herkví sinni um höfuðstöðvar Arafats í Ramall- ah og fögnuðu um eitt hundrað stuðningsmenn forsetanum þegar hann kom undir beran himin á nýj- an leik en hann hefur verið innan- dyra undanfarna 34 daga. Arafat, sem fordæmdi Ísraelsstjórn harkalega, notaði því næst tæki- færið og skoðaði ummerki hern- aðaraðgerða Ísraela í Ramallah. „Finnst umheiminum þetta við- unandi?“ spurði Arafat frétta- menn, sem fylgdu honum eftir um Ramallah, en hann heimsótti m.a. sjúkrahús og kirkjugarð í borg- inni, auk gjöreyðilagðra híbýla pal- estínsku öryggislögreglunnar í út- jaðri Ramallah. „Þetta er kyn- þáttahatur, þetta er fasismi,“ sagði Arafat reiður í bragði. Boða friðarráðstefnu í sumar Samkomulag náðist um að herkvínni í Ramallah yrði aflétt með milligöngu Bandaríkjamanna. Sagði George W. Bush Banda- ríkjaforseti að nú yrði Arafat að sýna að hann geti veitt þjóð sinni þá forystu sem hún þarfnaðist. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og tilkynnti jafnframt að Banda- ríkin, Sameinuðu þjóðirnar, Evr- ópusambandið og Rússland stefndu að því að halda friðarráð- stefnu með þátttöku Palestínu- manna og Ísraela í sumar. En þó að Arafat sé nú laus úr herkví eru fá teikn á lofti um þíðu í samskiptum Ísraela og Palest- ínumanna. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, lét þess t.d. getið að engan veginn væri víst að Ísr- aelar leyfðu Arafat að snúa aftur ef hann færi úr landi. Þá hótuðu liðsmenn Hamas-hreyfingarinnar því að efna til nýrrar öldu ofbeld- isverka gegn ísraelskum borgur- um. Sagði Saeb Erekat, aðalsamn- ingamaður Palestínumanna, að sú ákvörðun Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að leysa upp nefnd, sem ætl- að hafði verið að rannsaka ásak- anir um að Ísraelsher hefði framið fjöldamorð í borginni Jenín, væri mikið áfall fyrir Palestínumenn. „Sú ákvörðun að leysa nefndina upp er heimild til handa Sharon og ríkisstjórn hans að endurtaka leik- inn, fremja fleiri fjöldamorð, fremja fleiri stríðsglæpi,“ sagði Erekat. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch greindu hins vegar frá því að rannsókn þeirra hefði ekki leitt í ljós að fjöldamorð hefðu verið framið í Jenín. Hins vegar benti ýmislegt til að þar hefðu e.t.v. verið framdir stríðsglæpir. AP Yasser Arafat veifar til stuðningsmanna sinna í Ramallah í gær en hann er nú frjáls ferða sinna. Arafat laus úr herkví Ísraela í Ramallah Ramallah, Betlehem, Washington. AFP.  Vandi Arafats/26 EINN helsti ráðgjafi Slobodans Mil- osevic, fyrrverandi Júgóslavíufor- seta, í Kosovo-deilunni árið 1999 gaf sig í gær fram við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Maður- inn heitir Nikola Sainovic, var for- sætisráðherra Serbíu 1993 og um hríð aðstoðarforsætisráðherra Júgóslav- íu, hann stjórnaði einnig leyniþjón- ustu lögreglunnar og hersins í tíð Mil- osevic. Sainovic er sakaður um að hafa tekið þátt í að skipuleggja ofbeldis- fullan brottrekstur um 800.000 Alb- ana frá Kosovo. Annar Serbi, Momcilo Gruban, kom til Haag í gær með sömu flugvél og Sainovic en Gruban var stjórnandi alræmdra fangabúða í Omarska árin 1992–1995. Mennirnir voru báðir fluttir í fang- elsi í Scheveningen, skammt frá Haag en Sainovic mun koma fyrir réttinn í dag og kynna þar vörn sína. Lögmað- ur hans, Toma Fila, sagði að Sainovic myndi ekki bera vitni gegn Milosevic vegna þess að „ekki er hægt að öðlast frelsi með svikum“. Myndir af föngum í Omarska Sjónvarpsmyndir af grindhoruðum föngum í Omarska-búðunum vöktu á sínum tíma athygli um allan heim og áttu mikinn þátt í að stríðsglæpadóm- stóllinn var stofnaður 1993. Verðirnir í Omarska beittu fangana pyntingum, nauðguðu þeim og margir voru myrt- ir. Gruban er sakaður um að hafa ekki reynt að hafa hemil á undirmönnum sínum eða refsa þeim. Talsmaður stríðsglæpadómstóls- ins, Jean-Jacques Joris, fagnaði því í gær að mennirnir tveir hefðu gefið sig fram en sagði að mikið væri enn óunnið. Hann minnti á að um þrjátíu menn, sem dómstóllinn vildi draga fyrir rétt, lékju enn lausum hala. Meðal þeirra eru Ratko Mladic, yf- irhershöfðingi Bosníu-Serba og helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra, Radovan Karadzic. Síðasttöldu mennirnir eru báðir sakaðir um aðild að hryðjuverk- um gegn múslimum og Króötum í Bosníu. Njósnaforingi Milosevic gefur sig fram í Haag Haag. AP, AFP. TVÆR stúlkur virða fyrir sér stærsta blóm í heimi sem nú er til sýnis í Kew-görðum í London en blómið, sem ber latneska heitið Am- orphophallus titanum, blómstrar þessa dagana sem gerist afar sjald- an. Blómið vex um tíu sentimetra dag hvern en það þykir alveg ein- staklega illa þefjandi – sagt er að lykt þess sé eins og blanda af saur og rotnandi holdi. Blómið er af lilju- ætt og vex í regnskógum Súmötru. Reuters Risavaxið og illa þefjandi KOSIÐ var til sveitarstjórna á Eng- landi í gær og var úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu. Var talið að þau gætu sagt nokkuð til um stöðu Tony Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, og Verkamannaflokksins og einnig hvort áróður hægriöfgamanna hefði náð eyrum kjósenda. Vegna nýlegs sigurs hægriöfga- manna í Frakklandi undir forystu Le Pens var þess beðið með mikilli spennu hvernig skoðanabræðrum þeirra í Breska þjóðarflokknum myndi ganga í kosningunum en í þeim var tekist á um 6.000 sæti í 174 sveit- arstjórnum. Frambjóðendur flokks- ins voru að vísu aðeins 68 en talið var að ef þeim vegnaði vel gæti það orðið til að vekja mikla athygli á honum. Fyrstu tölur bentu ekki til að hægriöfgamenn hefðu náð markmið- um sínum. Hafði þeim mistekist að fá menn kjörna í Sunderland og Oldham en á þessum stöðum hafði flokkurinn lagt nokkuð undir. Verkamannaflokk- urinn stóð vel að vígi, hafði tryggt sér 703 sæti, þegar búið var að telja í 72 sveitarstjórnum af 174, íhaldsmenn höfðu 408 og frjálslyndir 275. Fylgst með gengi öfga- manna London. AFP. Kosið á Englandi MEÐ því að senda boð beint inn í heilann á rottum hefur hópi vís- indamanna tekist að búa til hina fullkomnu rannsóknarstofu- rottu – dýr sem hægt er að stýra með fjarstýringu og láta klifra yfir girðingu, upp tré, í gegnum rör og yfir ófæru í allt að hálfs km fjarlægð. Vísindamennirnir segja að tilraunirnar geti leitt til þess að hægt verði að búa til „vélrottur“ er nota megi til björgunarstarfa, eftirlits eða sprengjuleitar. Vísindamennirnir komu fyrir rafnema í þeim hluta heilans í rottunum er stjórnar skynjun og atferli dýranna. Síðan æfðu þeir rotturnar í að bregðast við rafboðum sem send voru um nemana. Þegar dýrin höfðu fengið æfingu var auðveldlega hægt að stjórna þeim frá venju- legri tölvu sem sendi boð í mót- takara sem komið var fyrir í litlum bakpoka á rottunum. Greint var frá tilrauninni í vís- indaritinu Nature sl. miðviku- dag, og eru niðurstöðurnar „al- veg stórmerkilegar“, að sögn manna sem starfa á sviði tengsla hugar og véla. Er talið að heila- örvunartæknin sem notuð var í tilrauninni með rotturnar myndi a.ö.l. einnig virka á aðrar dýra- tegundir, þ. á m. menn. Lifandi rottum fjarstýrt Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.