Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna Peysan er tvö ferköntuð stykki Nýlega rakst ég á þessa peysu- eða vestisuppskrift i erlendu blaði. Var hún sögð sérstaklega hentug fyrir þá, sem sjaldan eða aldrei hefðu prjónað. Ég geri nú ekki ráð fyrir, að þannig sé ástatt fyrir nokkrum af lesendum Heimilis Timans, en samt ætla ég að birta hér uppskriftina, þar sem þetta er allra skemmtilegasta flik. Peysan er úr tveimur ferköntuðum stykkjum, og þvi er varla hægt að hugsa sér einfaldari prjónaskap. Hún er saumuð saman á öxlunum og á hlið- unum er hún reimuð og bundin saman. Það er hægt að sleppa snúrunni, ef maður vill ekki hafa hana, og sauma stykkin saman upp undir hendur. Stærð: 38 (40) 42. Brjóstmálin eru 86 (90) og 94 cm. EFNIÐ :Sex tilsjö 100 gramma hnotur af garni. Prjónar nr. 7. PHJÓNAFESTA: 11 réttar lykkjur = 10 cm. Bakstykki: Fitjið upp 48(50)52 lykkjur, prjónið 6 umferðir garðaprjón, og haldið siðan áfram að prjóna fjórar yztu lykkjurnar hvoru megin með garðaprjóni. Á milli þeirra er svo venulegt slétt prjón (önnur umferðin slétt, hin brugðin). Þegarstykkiðerorðið 14 cm. langt á að prjóna göt i hvora hlið. Prjónið fyrst tvær lykkjúr sléttar, sláið einu sinni upp á og siðan tvær iykkjur sam- an. Þegar komið er út aö hinum kant- inum er endað með að prjóna tvær lykkjursaman, slá einu sinnu upp á og prjóna tvær lykkjúr sléttar. Prjónið þannig göt i kantana með fjögurra centimetra millibili, samtals fjögur göt. Þegar stykkið er orðið 45 cm. langt eru prjónaðar sjö garðaprjóns- umferðir. Framstykkið: Prjónið á sama hátt og bakstykkið, þar til stykkið er orðið 29 cm. langt. Prjónið þá vasaopið. Prjón- ið 9 lykkjur, fitjið upp tvær lykkjur, prjóna 9 1/2 cm. Prjónið þá saman báða hlutana og fellið af lykkjurnar tvær =48 (50) 52 1. Þegar stykkið er orðið 45 cm langt eru prjónaðar sjö garðaprjónsumferðir. Fellið siðan af. Samsetning: Saumið saman á öxlun- um, ca 11 cm að lengd, hvoru megin. Vasinn: Takið upp með finna garni lykkjurá neðri brún vasans og prjónið sléttaprjón niu cm. Saumið finlega við peysubrjóstið, þannig að vasinn fari vel innan á. Einnig má búa vaxann til úr þunnu efni, ef vill. Búið til tvær 15 cm langar snúrur og dragið i hliðar- götin. Eins og sagt var i upphafi má sauma peysuna saman á hliðunum, ef fólk vill ekki hafa snúrur og göt, og þá losniðþið auðvitað við að prjóna götin i hliðarnar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.