NT - 20.11.1984, Blaðsíða 5

NT - 20.11.1984, Blaðsíða 5
 fíí i Þriðjudagur 20. nóvember 1984 5 LlL Ff éttir Bandaríska sendiráðið: Móttökuskermar fyrir Keflavíkursjónvarpið ■ Komið hefur verið upp mót- tökuskermum á byggingu bandaríska sendiráðsins að Laufásvegi 28 til að hægt sé að sjá útsendingar frá sjónvarpinu á Keflavíkurvelli í sendiráðinu. Var þetta gert skömmu fyrir forsetakosningarnar, sem ný- lega eru afstaðnar vestra, en mikill áhugi var meðal starfs- fólks sendiráðsins að geta fylgst sem best með talningu úrslita. Að sögn Gústavs Arnar yfir- verkfræðings hjá Pósti og síma settu þeir núverandi búnuð upp til bráðabirgða, en þau tæki sem eiga að vera til frambúðar eru á leið til landsins. Sagði hann að þetta væri eins og hver önnur þjónusta sem Póstur og sími .annaðist og greiddi bandaríska sendiráðið stofngjald og leigu fyrir skerminn. Gústav sagði einnig að hér væri einungis um að ræða sendingar frá Keflavík- urvelli en ekki móttöku frá gervihnöttum. Hefði verið sótt um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkur til að fá að setja upp skermana sem eru um 2m í þvermál, og hefði verið reynt að koma þeim fyrir á sem minnst áberandi stað til að raska ekki götumyndinni um of. Aðspurð- ur sagði Gústav ekki líklegt að Islendingar gætu sett upp slíka skermi til að ná Keflavíkursjón- varpinu. Það bryti í bága við útvarpslögin og eins væri spurn- ing hvort Ameríkanarnir leyfðu að það yrði tekið niður af öðrum en bandarískum þegnum. | Stighækkandi eignaskattur - tillaga Alþýðuflokksins á Alþingi ■ Alþýðuflokksmenn hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um skipan nefndar sem hafi það hlutverk að semja frumvarp til laga um stighækk- andi eignaskatt. í tillögunni segir að stefnt skuli að því að tekjur ríkissjóðs af eignaskatti þrefaldist og skuli því fé varið til stórátaks í húsnæðismálum og til að létta greiðslubyrði af húsbyggjend- um og íbúðakaupendum. Pá segir í tillögunni að miðað skuli við að fjölskylda með með- altekjur og í eigin húsnæði auki ekki skattbyrði sína, en að tekn- anna skuli aflað með skattlagn- ingu á „sannanlega stóreigna- menn og stóreignafyrirtæki". Tillagan gerir ráð fyrir að skattur þessi gildi í tvö ár. Leiðrétting: Aðrir-ekki allir aðrir ■ Vegna ónákvæmni í orðalagi t' frétt um kaup lífeyrissjóða landsins á skuldabréfum fjárfesting- arlánasjóða á baksíðu NT s.l. miðvikudag vill blaða- maður biðja viðkomandi velvirðingar. í fréttinni segir m.a. að skuldabréfakaup sjóð- anna séu ákaflega misjöfn. Sumir þeirra séu búnir að ljúka sinni kaupskyldu (þar af þrír tilnefndir). „Aðrir sjóðir hafa engin skuldabréf keypt á árinu". Pað er þessi síðasta setn- ing sem valdið hefur mis- skilningi. Að sjálfsögðu er ekki átt við að „allir aðrir sjóðir..." hafi engin skuldabréf keypt. Hefði því setningin t.d. átt að hljóða: „Aðrir sjóðir eru til sern hafa engin skulda- bréf keypt á árinu" - eða „Til eru sjóðir sem engin skuldabréf hafa keypt á árinu". Setninguna er sjálfsagt hægt að orða á marga vegu, en vonandi kemst merkingin hér með til skila, þ.e. að sumir liafa keypt að fullu, aðrir hafa ekkert keypt og margir sjóðir eru með kaup sín einhversstaðar þarna mitt á milli. Veiðistöðvun smá- báta var mótmælt ■ Skúli Alexandersson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á þingi í gær og mótmælti þeirri ákvörð- un sjávarútvegsráðherra að stöðva veiðar báta undir 10 tonnum. Sagði Skúli að fyrirvar- inn sem gefinn var, en stoppið var auglýst í blöðum á laugardag og á að taka giidi 25. nk., væri of stuttur. Halldór Asgrímsson sagði í svari sínu, að þessir bátar væru nú þegar komnir með meifi afla en kvóti þeirra segir til um, en 10 tonna bátar og minni veiða úr sameiginlegum kvóta. Sagði Halldór að áætlað afla- mark fyrir tímabilið sept, til des. hefði verið 2080 tonn en á föstúdag hefðu borist upplýsing- ar um að nú þegar væru 2326 tonn komin á land. Hann sagði að fyrirvarinn væri svo stuttur þar senr upplýsingar hefðu ekki borist um afla vegna verkfalls BSRB. Halldór sagði að búast hefði mátt við þessu stoppi og minnti á svör sem hann hefði gefið við fyrirspurn á alþingi 16. október, en þá sagði ráðherrann að búast mætti við að þessir bátar yrðu stöðvaðir í nóvember, enda þá afli farinn að tregast og veður farin að gerast válynd til sjó- sóknar. Halldór sagði einnig að á- kveðið hefði verið að halda fast við reglur um kvótaveiðina, og að margir bátar 11 tonn og stærri hefðu þurft að hætta veið- urn þar sem kvóti þeirra væri búinn, og eitt þyrfti að ganga yfir alla. Eiður Guðnason tók til máls og skoraði á ráðherra að endur- skoða ákvörðun sína. Árni Johnsen tók til máls og benti á að veiðar á bátum af þessari stærð stunda bæði at- vinnusjómenn og aðrir sem hafa sjósókn fyrir áhugamál og að þarna þyrfti að gera greinar- mun. Þá tók Valdimar Indriðason til máls og sagði að annað hvort settu menn reglur eða ekki. Hann sagði að mönnum hefði alltaf verið ljóst að reglurnar sköpuðu einhvern vanda og að unnið hefði verið að því að lagfæra þær eins og hægt væri en sagði ekki réttlætanlegt að auka kvóta 10 tonna báta þegar 11 tonna bátar væru stöðvaðir. Barn fyrir bifreið ■ Níu ára stúlkubarn varð fyrir bíl á Réttar- holtsvegi við Garðsapótek um hádegisbilið á sunnu- dag. Hún var flutt á slysa- deild en meiðslin voru ekki meiriháttar. Leiðrétting Ekki Alþýðubandalagið ■ í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson á laugardag urðu þau mistök að Bandalag Jafnað- armanna varð að Alþýðubanda- laginu. Mistökin urðu þar sem Jón ræðir um ritstjórnarstefnu sína á Alþýðublaðinu og því er það að sögn Jóns, Bandalag Jafnaðarmanna sem er að stela línu hans en ekki Alþýðubanda- lagið. ■ Annar móttökuskermanna trjónir yfir byggingu bandaríska sendiráðsins að Laufásvegi 28 og skapar táknræna þrenningu með flagginu og skjaldarmerkinu. A innfclldu myndinni sjást báðir skermarnir nýtt tilbrigði í sjónvarpsgrciðuskóginum sem vísar veg til nýrra tíma. NT-myndir: Arni Bjnrna Áldeilan: Sérfræðingar mæltu með sáttaleiðinni - gerðardómur hefði tafið fyrir samningum um endanlegt orkuverð ■ Endurskoðendafyrir- tækið Coopers & Lybrand og bandaríski lögfræðing- urinn Charles J. Lipton, sem unnu fyrir ríkisstjórn- ina í deilumáli hennar við Alusuissc, mæltu með því, að gert yrði út um deilur aðilanna með sáttagerð, eins og raunin varð á með samningi þeim, sem nú er til umfjöllunar á Aiþingi. Alusuisse féllst á að greiða íslenska ríkinu 3 milljónir dollara vegna deilu uni framleiðslugjald ísals fyrir árin 1976-1980, og þar með var deilan tekin úr gerðardómi. í bréfi Coopers & Ly- brand til Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra frá því í júlí í sumar segir, að það gæti haft mjög alvarlega ókosti í för með sér fyrir ríkisstjórnina að halda gerðardómsmeð- ferðinni áfram. Síðan seg- ir orðrétt í bréfinu: „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu, að mjög æski- legt væri að semja um reikningsskil. Pá yrði komist hjá óvissu og tals- verðuni útgjöldum í sam- bandi við langdregna gerðardómsmeðferð og væntanlega mundi Alusu- isse fagna því, en með tilliti til lélegrar afkomu félagsins á undanförnum árum ætti það að gleðjast yfir því að fækka vanda- málum sínum." Charles J. Lipton lög- fræðingur segir í bréfi til Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra frá því í byrjun október, að 3 mill- jónir dollara sem uppgjör krafanna um framleiðslu- gjald fyrir árin 1976-1980 væru nijög viðunandi lok skattadeilunnar og réttlæt- ing afstöðu ríkisstjórnar- innar frá upphafi. Síðan segir hann: „Það mundi taka meiri tíma að halda málarekstr- inum áfram, leiða til tals- verðs kostnaðar og eflaust frekari tafa á samningum varðandi endanlegt orku- verð. Það er vafasamt, að ríkisstjórnin gæti vænst betri árangurs en þeirra 3 milljóna Bandaríkjadala, sem Alusuisse býður til uppgjörs, ef málarekstrin- um samkvæmt bráða- birgðasamningnum yrði haldið áfram til loka og dómnefnd sérfræðinga í lögum rnundi gefa álit sitt eða úrskurð undir þessum kringumstæðum."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.