Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 1
Kísiliðjan við Mývatn hættir starfsemi í vikunni. LITLAR líkur eru taldar á að fjármögnun kís- ilduftverksmiðju í Mývatnssveit takist. Þetta segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Promeks, fyrirtækis í eigu norskra aðila sem hefur haft áform um verksmiðjuna og verið að leita fjárfesta. Hugmyndin hefur verið að vinnsla á kísildufti taki við af kísilgúrvinnslu en Kísiliðjunni í Mývatnssveit verður lokað nú um mánaðamótin og framleiðslu hætt. Þar hafa starfað 40–50 manns, sem nú eru í mikilli óvissu um framtíð sína. Hákon sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekki hefði tekist að ná endum saman. Um tíma hefðu vonir glæðst í haust um að fjárfestar fengjust í verkefnið, bæði hér á landi og erlend- is, en það hefði ekki gengið eftir. Ekki væru margir möguleikar sjáanlegir í stöðunni og hverfandi líkur á að af verksmiðjunni verði. Hann vildi ekki upplýsa hve mikið fjármagn hefði vantað upp á en upphaflega lagði ríkið til 200 milljónir króna úr Nýsköpunarsjóði til verk- smiðjunnar. Hákon sagði frekara framlag frá ríkinu hafa komið til tals en ekki með form- legum hætti. Stofnkostnaður þessarar fram- leiðslu hefur verið áætlaður um tveir milljarðar króna. Promeks hefur haft áform um að flytja inn kvarts frá Noregi til að framleiða kísilduft hér á landi. Var starfsmönnum Kísiliðjunnar heitið forgangi að störfum í nýrri verksmiðju en frá lokum fjármögnunar áttu að líða 18–20 mánuðir þar til að framleiðsla hæfist. Áform um kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit eru í mikilli óvissu Ólíklegt að fjármögnun takist „EINS og ástandið er, óttast ég, að til alvarlegra átaka geti kom- ið,“ sagði Tjörvi Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður en hann er nú staddur í Kíev í Úkraínu. „Afstaða fólksins er að harðna. Hér koma daglega saman hundr- uð þúsunda manna og það er al- veg ljóst, að fólkið mun ekki sætta sig lengur við núverandi stjórn- völd, sem það sakar um spillingu og gífurlegt kosningasvindl. Ég get að sjálfsögðu ekki staðfest eitt né neitt en sagt er, að at- kvæðaseðlar og jafnvel kassar með greiddum atkvæðum hafi fundist hér og þar að kosning- unum loknum, inni á klósettum sums staðar og úti í skógi,“ sagði Tjörvi. Tjörvi sagði, að ástandið í Kíev minnti um sumt á risastóra Wood- stock-hátíð og tilraunir stjórn- valda til að fá stuðningsmenn sína, aðallega námamenn frá austurhlutanum, til borgarinnar hefðu mistekist. Sagt væri, að þeim hefðu verið greiddir doll- arar fyrir en það endað með því, að þeir hefðu farið á blindafyllerí þegar til höfuðborgarinnar kom. Hefði þeim síðan verið hjálpað upp í lestina heim. Tjörvi er nú í Kíev við að gera heimildarmynd um götubörn í borginni. Segist óttast alvarleg átök STOFNAÐ 1913 326. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Blessuð jólin á næsta leiti Jólaböll haldin í Faktorshúsi í rúma öld | Daglegt líf MAHMOUD Abbas, forsetaefni Fatah- hreyfingarinnar meðal Palestínu- manna, fékk í gær stuðning Al-Aqsa- píslarvottasveit- anna og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir, að hann verði kjörinn næsti for- seti og eftirmaður Yassers Arafats. Abbas, sem hefur lagt áherslu á frið- samlegar aðgerðir í baráttunni fyrir sjálfstæðu palest- ínsku ríki, fékk stuðning frá Al-Aqsa- sveitunum sama dag og hann ögraði þeim og öðrum vopnuðum sveitum með því að lýsa yfir, að meðal Palestínu- manna ætti enginn að bera vopn nema öryggissveitirnar. Ný skoðanakönnun bendir til, að hann muni sigra örugg- lega í væntanlegum kosningum. Embættismenn í Ísrael sögðu í gær, að Ísraelsstjórn vildi hafa samvinnu við Palestínumenn um brottflutning Ísr- aela og ísraelskra hermanna frá Gaza. Þykir yfirlýsingin boða gott fyrir nán- ara samstarf við nýja stjórn í Palestínu. Abbas styrkir stöðu sína Jerúsalem, Gaza. AP, AFP.  Lengi álitinn/14 Mahmoud Abbas RÁÐAMENN í austurhéruðum Úkraínu hótuðu í gær að kljúfa þau að nokkru frá öðrum hlutum lands- ins og boðuðu almenna atkvæða- greiðslu um það ef svo færi, að Víktor Jústsjenkó yrði forseti landsins. Kom þetta fram á miklum hita- fundi í borginni Severodonetsk í austurhluta landsins en þar er rússneskumælandi fólk í miklum meirihluta og stuðningsmenn Víkt- ors Janúkóvítsj forsætisráðherra. Hefur hann opinberlega verið lýst- ur sigurvegari í forsetakosningun- um 21. nóvember en stjórnarand- staðan sakar stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl. Sat Janúkóvítsj fundinn ásamt Júrí Lúzhkov, borgarstjóra Moskvu, en hann sóttu um 3.500 fulltrúar frá 17 af 27 héruðum Úkraínu. Leiðtogar héraðanna sögðu, að kæmist Jústsjenkó til valda, myndu þeir í „sjálfsvarnar- skyni“ efna til almennrar atkvæða- greiðslu um sjálfstjórn. Í einu hér- aðanna, kolanámahéraðinu Donetsk, hefur þegar verið ákveð- ið, að atkvæðagreiðslan fari fram 15. desember. Tugþúsundir stuðningsmanna Jústsjenkós halda enn til á Sjálf- stæðistorginu í Kíev og sagði Jústsjenkó í gær, að strax ætti að sækja til saka þá héraðsleiðtoga, sem hótuðu að kljúfa ríkið. Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti Úkra- ínu, sagði í ávarpi til landsmanna, að finna yrði einhverja málamiðlun því að annað myndi hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar. Hafði Kútsjma áður setið fund í örygg- isráði landsins, sem varaði við til- raunum til að kljúfa landið, og í yf- irlýsingu frá úkraínsku öryggis- lögreglunni, SBU, sagði, að hún myndi standa vörð um „landfræði- legt fullveldi“ Úkraínu. Deiluaðilar ætluðu að ræðast við í gær en talsmaður Jústsjenkós sagði, að yrði ekki orðið við þeim kröfum stjórnarandstöðunnar, að Janúkóvítsj forsætisráðherra yrði vikið frá ásamt aðskilnaðarhéraðs- stjórum, yrði viðræðum hætt. Hefði Kútsjma forseti sólarhring til að verða við þessu. Skoraði hann jafnframt á herinn að verja úkra- ínsku þjóðina og sagði hættu á, að stjórnvöld létu til skarar skríða gegn stjórnarandstöðunni í nótt. Hæstiréttur Úkraínu tekur í dag fyrir ásakanirnar um svindl í kosn- ingunum 21. nóvember sl. Hóta klofningi í aust- urhéruðum Úkraínu Stjórnarand- staðan krefst brottreksturs Janúkóvítsj Reuters Stuðningsmenn Jústsjenkós hrópa slagorð á fundi í Kíev í gær. Á sama tíma höfðu stuðningsmenn Janúkóv- ítsj forsætisráðherra í austurhéruðum landsins uppi hótanir um að kljúfa þau að nokkru frá alríkinu. Severodonetsk. AP, AFP. UM þessar mundir er liðin öld frá því að rafmagnsljós knúin með vatnsafli voru tendruð í fyrsta skipti á Íslandi. Hingað til hefur þessa merka viðburðar verið minnst 12. desember en nú hafa komið fram upp- lýsingar sem benda sterklega til þess að ljósin hafi í raun og veru verið tendruð 29. nóvember 1904. Sindri Freysson, rit- höfundur, hefur skoðað heimildir um rafmagn á Íslandi og segir að ekki sé vitað hvaðan dagsetningin 12. desember er fengin og svo virðist sem hún komi í raun fyrst fram þegar fimmtíu ára afmæli fyrstu vatnsvirkjunarinnar var fagnað. Hins vegar kom í leitirnar bréf sem Karl Sveinsson, síðar rafmagns- fræðingur, sendi foreldrum sínum 3. des- ember 1904 þar sem hann segir að fyrsta rafmagnsljósið hafi verið kveikt 29. nóv- ember og segir Sindri líklegt að það sé hin rétta dagsetning. Atburðurinn átti sér stað í Hafnarfirði fyrir tilstilli Jóhannesar Reykdals en hann naut dyggrar aðstoðar rafmagns- fræðingsins Halldórs Guðmundssonar. Í sameiningu leiddu þeir rafmagn í sextán hús í Hafnarfirði en orkan var fengin úr Hamarskotslæk./6 Nýjar upplýsingar um fyrsta rafljósið Aldarafmæli í dag eða eftir tvær vikur? Fasteignablaðið og Íþróttir í dag Fasteignir | Mikið fjárfest í nýju íbúðarhúsnæði  Línur að skýrast á lánamarkaði Íþróttir | Bergsveinn aðstoðar Viggó  Valsmenn unnu tvöfalt  Tólfta jafntefli Inter Milan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.