Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 1
Mikið umbótastarf — sjá bls. 9 ^fÆNGIfíT Slöngur — Barkar — Tengi Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduóc BúðardalOi ! Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður jjm ^ Sjúkra- og leiguflug um allt land 7 Símar: tL i 2-60-60 oa 2-40-66 ■ , 61. tölublað —Þriðjudagur 15. marz 1977—61. árgangur SAAIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-600 LJ Mikill stétta- og tekjumunur eftir hverfum i Reykjavík: Tekjur fólks í Laugarási þrefalt meiri en í tekjuminnsta hverfinu JH-Reykjavik. — Læknar i Reykjavik eiga langflestir aö tiltölu heima viö Hvassaleiti og Stórageröi og þar i grennd, Fossvogsh verfi vestra, I Hliöunum og Hög- unum. Alls enginn læknir býr i smáibúöahverfinu, vestur- hluta Bústaöahverfis, vestri hluta Árbæjarhverfis né f Fellunum. t grannbyggöum Reykjavíkur, Garöab- og Mosfellsveit, búa hlutfalls- lega fleiri læknar en nemur meöaltali i Reykjavik i heild. Yfirleitt skera Garöabær og Seltjarnarnes sig úr um mik- inn fjölda háskólamenntaöra manna. Frá þessu og mörgu öðru segir i grein eftir Bjarna Reynarsson, sem birtist i siðasta hefti Fjármálatiö- inda. t greininni er um það fjallað, hvernig fólk skiptist á bæjarhverfi I Reykjavik eftir menntun, atvinnu, tekj- um, aldri fjölskyldustærð og ýmsu öðru. Verkfræðingar eru hlut- fallslega fjölmennastir i Garðabæ og á Seltjarnar- nesi, en i Reykjavik sjálfri eru kjörsvæði þeirra Stekkir, hluti Bakka, Vesturberg, Hólar i Breiðholti og Laugarásinn. Þeir eru aftur á móti sjaldhittir i Þingholt- um, i hverfinu vestan Reykjavikurtjarnar, smái- búðahverfi, gamla vestur- bænum, Túnunum, Árbæjar- hverfi og Selási. Konur i verkakvenna- félaginu Framsókn eru flest- ar i sömu hverfum og minnst er um háskólamenntaö fólk — Túnunum, við Laugaveg og i Skuggahverfi, i Norður- mýri og Rauðarárholti. Stekkjum og Bökkum i Breiðholti, smáibúðahverfi og Bústaðahverfi. Þær eru fáar i vesturhluta Fossvogs- hverfis, Laugarási, Arbæj- arhverfi og austurhluta Hlið- anna. Roskið fólk meö uppkomin börn býr hlutfallslega margt i vesturhluta Reykjavikur, en ungir foreldrar meö börn á skólaskyldualdri i austur- bænum. Til dæmis má nefna að árið 1974 var aðeins 16% ibúa á Tjarnarsvæðinu yngri en sextán ára, en 49,5% i Fellunum i Breiðholti. Eftir- tektarvert er, að barnafjöl- skyldur virðast mynda hring út frá miðbænum og vera flestar i úthverfunum, en einhleypt fólk eða roskið þeim mun fleira á miðsvæð- unum. Tekjuhæsta fólk býr i Laugarási, en hið tekju- lægsta við Laugaveg og i Skuggahverfi, og munaði þar hvorki meira né minna en einni milljón og tvö hundruð og fimmtiu þúsundum á meðaltekjum árið 1974. Mjög háar voru lika meöaltekjur fólks á Vesturbergi og i Hól- um, Stekkjum og Bökkum, austurhluta Hliöahverfis og i Skjólum. Sérstaklega lágar tekjurvoruiTúnunum og við Skólavörðuholt. Við þetta, sem hér hefur verið sagt er þess þó að gæta, að ekki mun hafa verið búið að rýma braggahverfið neðan viö Samtún til fulls þegar athugun var gerð, svo að tilvitnanir um Túnin hafa sjálfsagt breytzt siðan. 1 niöurstöðum greinar- höfundar segir: „Einangrun ákveðinna aldurs-, menntunar- og tekjuhópa i borginni fellur ekki vel viö hugmyndir um stéttlaust samfélag, sem verða þvi að dæmast ómerk- ar og úreltar. Landfræöileg dreifing hinna tveggja meginfélagsþátta, fjöl- skyldu- og efnahagsþáttar, i Reykjavik er ekki jafnreglu- leg og i mörgum vestrænum borgum, en virðist samt fylgja sömu grundvallarlög- málum. Ekki er jafnmikill munur á einstökum ibúareit- um i Reykjavik og I mörgum bandariskum borgum, sér- staklega er tekjumunur milli reita i Reykjavik mun minni.” 1 þessu hverfi býr rikasta og tekjuhæsta fólkið I Reykjavik. KRAFLA AÐ RÓAST? gébé Reykjavlk — Klukkan 15 I gærdag höfðu mælzt 100 jaröskjálftar I Mývatnssveit frá deginum áður. Sólar- hringinn þar áöur urðu þeir 136, og 121 á laugardaginn. Virknin virðist þvl eftir þessu að dæma, fara minnk- andi. Landris heldur áfram en mjög hægt. Norðurendi stöðvarhússins, miðað við suöurendann, var kominn i 8,311 mm I gær og hefur ekki mælzt meiri siðan gosiö varð I Leirhnúk. Frá klukkan 15 i gær til kl. 17, .mældust aöeins fimm jarðskjálftar að sögn Einars Svavarssonar á skjálftavakt i gær,— Menn vinna á virkj- unarsvæðinu við Kröflu i fullri vinnu og kippa sér litt upp við skjálftana. A laugar- dagskvöldið mældust sterk- ustu skjálftarnir sem komiö hafa i þessari hrinu, 3,6 og 3,5 stig á Richterkvaröa. Skjálftarnir siðan hafa yfir- leitt verið litlir að styrkleika og i gær mældist aðeins einn vera 2,5 stig á Richter, hinir allir töluvert minni. ,,Dugar ekki að gleðjast of lengi heldur setja markið hærra” sagdi Hreinn, sem varð Evrópumeistari í kúluvarpi á innanhúsmóti i San Sebastian á sunnudaginn SOS-Reykjavik. — Ég er mjög ánægður með þennan áfanga, en það þýðir ekkert að gleöjast of lengi, heldur stefna að bvi að bæta enn árangurinn sagði Hreinn Ilalldórsson, kúluvarparinn sterki, sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn I Hreinn Halldórsson er frá Hróbergi f Steingrlmsfirði. Hér er hann með kúluna á öxlinni. kúluvarpi innanhúss I San Sebastian á Spáni á sunnu- daginn. Arangur Hreins hef- ur vakiðheimsathygli, þvi að á Spáni voru saman komnir miklir afreksmenn I kúlu- varpi, sem hafa unniö til verðlauna á stærstu frjáls- Iþróttamótum heims. Hreinn hefur nú endurvakiö hróður Isiands i kúluvarpi, en nú eru liðin 27 ár siðan Gunnar Huseby varö Evrópumeistari i Brussel 1950, en þar varði hann Evrópumeistaratitilinn, sem hann náði 1946 i Osló. Hreinn kastaði kúlunni 20.59 m i San Sebastian, sem er nýtt glæsilegt Islandsmet. Þess- um árangri náði Hreinn i fyrsta kastinu sinu og ætlaöi þá allt vitlaust að verða á áhorfendapöllunum, þar sem 3 þús. áhorfendur voru sam- an komnir. Nánar segir frá þessu afreki Hreins i Iþrótta- siðum blaösins. Sjá bls. 18-21 • Fær ísaf jörður hitaveitu? — Sjá bak

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.