Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 1
Siðumula 15-Postholf 370Reykjavik—Ritstjórn86300—Auglýsingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 PÁLL MAGNIÍSSON RÁÐINN ÞING- FRÉTTAMAÐUR SJONVARPSINS ■ Á fundi útvarpsráðs í gær var fjallað um umsóknir um starf þingfréttaritara sjónvarps, og urðu lyktir þær að mælt var með Páli Magnús- syni. Markús Örn Antonsson formaður útvarpsráðs upplýsti Tímann í gær um að meirihluti útvarpsráðs hefði mælt með Páii, en hann neitaði að segja hvernig atkvæði hefðu fallið. Tíminn hefur aflað sér upplýs- inga um skiptingu atkvæða í útvarpsráði og var hún þannig að sex greiddu Páli atkvæði sitt, en einn greiddi Herdísi Porgeirsdóttur sitt atkvæði. I’að má því fastlega reikna mcð því að Páll Magnússon verði ráðinn næsti þingfrétta- ritari sjónvarps. -AB AMD1983 LÉHIST 64 f$- UNMNGAR AF SLYSFÖRUM ■ Alls létust 64 íslendingar af slysförum á árinu,sem nú er að líða,en það er einum fleiri en á síðasta ári. 3 útlendingar létust liériendis af slysförum en 4 á síðasta ári. í skýrslu.sem Slysavarnarfélag íslands hefur tekið saman,kemur fram að 17 íslendingar drukkn- uðu á árinu en 14 á síðasta ári. Þar eru ekki taldir með 7 menn sem fórust þegar þýska skipið Kampen fórst hér við land. í umferðarslysum biðu 20 fs- lendingar og 1 útlendingur bana en á síðasta ári létust 26 íslend- ingar og 2 útlendingar í umferð- inni hérlendis. Sjö fórust í flugslysum sem er sami fjöldi og á síðasta ári. Þá lést bandarísk kona við fallhlífa- stökk í Grímsey í júlí. 20 íslendingar létu lífið í ýms- um slysum og 1 útlendingur á árinu, en það er fjórum fleira en á síðasta ári. Til þessa flokks eru talin vinnuslys, slys af völd- um þyrlu, hraps og falls, slys af völdum eldsvoða, slys af völdum snjóflóða o.fl. -GSH Lögfrædingamálid: kUgl ■ CJCUII IgCll ■ InHUi mr HERADSDOMARINN DÆMD- UR í hAlfs Ars FANGELSI — Hinn lögfrædingurinn og sölumaðurinn fengu 3ja mánada skilordsbundid fangelsi kostnað til ríkissjóðs og skiptist hann þannig að Sigurberg greiðir helminginn en hinir sinn fjórða hluta hvor. ■ Sigurberg Guðjónsson, fyrrum héraðsdómari í Kópa- vogi, var í gær dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbundið fang- elsi í Sakadómi Reykjavikur fyrir fjárdrátt, okur, og umboðssvik. Þá voru þeir Steindór Gunnars- son lögfræðingur á Akureyri og Þórir Rafn Halldórsson sölu- maður dæmdir í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi, Stein- II „Er þetta nyja arið sem þarna er að byita ser;‘ gæti jólasvcinninn verið að hugsa. En hann gæti einnig verið að gá til veðurs og færðar upp í fjöllin að afloknum skyidu- störfum í byggðinni um jólin. Tímamvnd ARI dór fyrir fjársvik og Þórir fyrir skjalafals. Mál þetta kom upp í janúar s.l. þegar Þórir varð uppvís af að hafa falsað ávísanir sem hann sagðist hafa notað til að greiða Sigurbergi okurlán. Við rann- sókn kom í Ijós að Sigurberg hafði notað fé úr sektarsjóðum embættis síns í heimildarleysi um nokkurra ára skeið, m.a. til lánastarfsemi. Yfirleitt var um litlar upphæðir að ræða í hvert sinn og hafði Sigurberg gert upp þær fjárhæðir sem hann hafði tekið í heimildarleysi um hver áramót. Steindóri var síðan gefið að sök að hafa ásamt Sigurberg haft fé út úr manni með sviksam- legum hætti. Sigurberg var sakfelldur í Sakadómi fyrir brot á 1. máls- grein 247. gr. sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga; 2. mg. 6. gr. laga nr. 58 frá 1960; og 249 gr. almennra hegningarlaga. Þórir var sakfelldur fyrir brot á 1. mg. 155 gr. almennra hegning- arlaga og Steindór var sakfelldur fyrir 248. gr. almennra hegning- arlaga. Sakborningarnir voru einnig dæmdir til að greiða málskostn- að, m.a. 35.000 krónur í sakar- Ekki hefur verið afráðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar en saksóknari hefur 3ja mánaða frest til ákvörðunar og lögmenn hinna dæmdu hafa einnig sinn frest. Birgir Þormar sakadómari kvað upp dóminn. Efst í huga við áramót — Sjá bls. 4,5,10,12 og 13 Bla 1 ð 1 Tvö blöd Tdag Laugardagur 31. desember 1983 I 303. tölublað 67. árgangur FÉLLÍ SVARTÁ OG DRUKKN- AÐI ■ Maður, sem var að vinna að íshreinsun við vatnsinntak í virkjun í Svartá í Bárðardal, féll í ána og drukknaði. At- burður þessi varð um hádegis- bilið á fimmtudag. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hafði maðurinn verið að vinna við íshreinsun ásamt öðrum manni og var á lcið aftur í stöðvarhúsið þegar hann rann til á klakabunka og féll í ána, þar sem er djúpur hylur undir fossi. Leit var þegar hafin af heimamönnum pg mönnum úr björgunarsveitinni Þingey og síðar komu menn úr Björgun- arsveitinni Stefáni til hjálpar. Leitað var fram á nótt en án árangurs. Leit var haldið áfram í birtingu í gær af sömu björg- unarsveitum ásamt björgunar- sveitinni Garðari frá Húsavík. Lík mannsins fannst síðan um kl. 11.15. Veður var gott meðan á leit stóð en aðstæður til leitar voru mjög erfiðar. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.