Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 19
63G t laciT ?a-/6r.v,oulv,/iv-! Föstudagur 21-. nóvember-1986 ■ ■ lllllllllHllillllllllllHli HELGIN FRAMUNDAN Ágúst Petersen listmálari Ágúst Petersen og Jón úr Vör í Listasafni ASÍ í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, efstu hæð, stendur yfir mál- verkasýning Ágústs Petersen. Á sýningunni eru 64 verk, einkum landslags- og mannamyndir og er liðlega helmingur þeirra til sölu. Ágúst tók fyrst þátt í samsýn- ingu árið 1951, en fyrstu einka- sýningu sína hélt hann 1958. Síð- an hefur hann haldið fjölda sýn- inga, bæði á íslandi og víða erlendis. Verk eftir Ágúst eru í eigu margra listasafna. Hann hef- ur hlotið listamannalaun óslitið síðan 1970 og einnig starfslaun listamanna. Jón úr Vör les úr eigin ljóðum með kaffinu á sýningunni, sunnu- daginn 23. nóv. kl. 16. Þess má geta, að Listasafn ASÍ hefur gefið út skyggnuflokk til kynningar á list Ágústs Petersen og fæst hann i safninu. Opið daglega til 7. des., virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-22. Iíaffiveitingar um helgar. ATH. Lokað 24. og 25. nóv. 11 listamenn sýna í Nýlistasafninu Föstudaginn 21. nóvember, kl. 20.00 verður opnuð samsýning ellefu ungra listamanna í húsa- kynnum Nýlistasafnsins Vatns- stíg 3b. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Ómar Stefáns- son, Guðrún Tryggvadóttir, ívar Valgarðsson, Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Jón Axel Björnsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Axel Jó- hannesson, Hrafnkell Sigurðsson, Steingrímur E. Kristmundsson, Þór Vigfússon og Daði Guðbjörns- son. Sýningin stendur til 30. nóv- ember. í formála sýningarskrár segir m. a.: „... Við vildum fá fram listaverk, i sem við vissum að lægju einhvers staðar á vinnustofum eða í geymslum og láta Nýlistagustinn leika um þau og dusta af þeim rykið. “ Sýningin er opin frá 16.00-20.00 virka daga en 14.00-20.00 um helgar. Listdanssýning í Þjóðleikhúsinu Á fimmtudagskvöld voru frum- sýndir þrír íslenskir ballettar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru ballettarnir DUEND og AMALGAN eftir Hlíf Svavarsdótt- ur og ÖGUHSTUND eftir Nönnu Ólafsdóttur. íslenski dansflokkur- inn tekur allur þátt í sýningunni auk gestadansarans Patricks Dadcy. Aðeins verða 3 sýningar alls á ballettunum og eru tvær síðustu á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöld. Upp með tepp ið, Sólmundur! Sólmundur verður sýndur út þennan mánuð, en óvíst er hvort hann verður sýndur lengur. Því er betra að hafa hraðann á ef hópar ætla sér að sjá sýninguna. í leikrit- inu er á gamansaman hátt greint frá stofnun og upphafsárum L.R. og verkið er sett upp í tilefni af 90 ára afmæli Leikfélagsins (11. jan. n. k.) Guðrún Ásmundsdóttir er höfundur leiksins og jafnframt leikstjóri. Listamennirnir fyrir utan Gall- erí Grjót, - en Steinunni Þórar- insdóttur vantar á myndina (Tímamynd Pjetur) Sýning í Gallerí Grjót Opnuð verður sýning í Gallerí Grjóti, Skólavörðustíg 4A, í dag, föstudaginn 21. nóvember kl. 18.00. Á sýningunni verða ný verk eftir þá sem að galleríinu standa, en það eru : Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Björnsson, Hagnheiður Jónsdótt- ir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þor- björg Höskuldsdóttir og Örn Þor- steinsson. Sýningin verður opin kl. 12.00- 18.00 virka daga, en kl. 14.00- 18.00 laugardaga og sunnudaga. Nýtt leikhús: FRÚ EMILÍA Nýtt leikhús hefur tekið til starfa i Reykjavík, en það nefnist „Frú Emilía". Fyrsta verkefnið sem sett verður á svið þar er leikritið “Mercedes" eftirThomas Brasch. Leikendur í „Mercedes" eru: Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundarson og Þröstur Guðbjartsson. Leikstjóri er Guð- jón Pedersen. Þýðingu gerði Haf- liði Arngrímsson, en lýsingu ann- ast Ágúst Pétursson. Anna Jóna Jónsdóttir sér um búninga. Frumsýning á „Mercedes“ verður á laugardagskvöld kl. 21.00. Sýningar verða í Kjallara- leikhúsi Hlaðvarpans, Vesturgötu 3 og hefjast kl. 20.30. Miðasala er alla daga frá kl. 17.00 í djúsbarn- um í Hlaðvarpanum. Miðapantan- ir allan daginn í síma 19560. Guðný Helgadóttir og Ragnheið- ur Tryggvadóttir í hlutverkum sínum í Veruleika Veruleiki í Hlaðvarpanum Sýningum á Veruleika eftir Sús- önnu Svavarsdóttur, sem sýnt hefur verið í kaffistofu Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, fer senn að ljúka. Sýningin hefur hlotið góðar undirtektir hjá áhorfendum, ekki hvað síst hjá konum, þar sem þær mæðgur Nína og Hallbera velta fyrir sér ýmsum hliðum á tilver- unni og sýnist sitt hvorri. Á kaffistofu Hlaðvarpans bjóð- um við upp á kaffi og konfekt á meðan á sýningu stendur. Sýning- una á Veruleika má panta fyrir starfshópa og/eða félagasamtök, hvort heldur sem er i Hlaðvarpan- um, á vinnustaði eða félagsheim- ili. Upplýsingar í síma 19055. Ásmundar salur: Sýning Álfhildar Ólafsdóttur Þetta er síðasta sýningarhelgi á málverkasýningu Álfhildar Ólafs- dóttur, sem nú stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni eru aðallega landslags- og blómamyndir, sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 23. nóvember. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-21.00. Bryndís og Ellert Alþýðuleikhúsið: Kötturinn sem fer sínar ain leið:“ Ipyouleíkhúsið sýnir söngleik- mn Kötturinn sem fer sinar eigin leiðir í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 15. Leikgerðin, gerð eftir sögu Kiplings, er eftir Ólaf Hauk Símon- arson, sem einnig hefur samið ljóð og lög. Miðapantanir eru allan sólar- hringinn í síma 50184. I I iViV ii 3' fíminn 19 Pétur Þór sýnir á Mokka Dagana 23. nóvember til 10. desember heldur Pétur Þór myndlistarsýningu á Mokka-kaffi i Reykjavík. Þetta er fyrsta sýning Péturs í höfuðborginni, en hann hefur áður sýnt í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og tekið þátt í samsýningum í Danmörku, en Pétur þór stundar nám við Det fynske kunstakademi í Óðinsvéum í Danmörku. Á sýningunni er 21 verk, bæði olíu- og pastelmyndir, sem unnar eru á síðustu mánuðum. Mokka-kaffi er opið mánudaga til laugardag kl. 09.00-23.00 og á sunnudögum kl. 14.00-23.30. „Leikslok í Smyrnu“ í Lindarbæ N emendaleikhúsið: „Leikslok í Srayrnu" - síðustu sýningar Nú er Nemendaleikhúsið að ljúka sýningum á „Leikslok í Smyrnu" eftir Horst Laube. Leikritið gerist í Feneyjum og fjallar um samskipti greifa nokkurs og Tyrkja við óperufólk. Leikurinn er í gamansömum tón en alvaran liggur þó alltaf undir niðri. Leikritið hefur verið vel sótt og þegar eru búnar 12 sýningar. Síðustu sýningar verða: fim. 20.11. fös. 21.11.og lau. 22.11. Sýningarnar eru í Lindarbæ og hefjast kl. 20.30. Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í Gallerí Listver, Seltjarnarnesi Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari opnar sýningu á morgun, laugard. 22. nóvember kl. 14.00 í Gallerí Listver, Austurströnd 6 á Seltjarnarnesi. Á sýningunni eru um 70 verk frá árunum 1974-'85 olíumálverk, vatnslita- og olíukrítarmyndir, einnig „mónóþrykk" eða einþrykk. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis, seinast í Norræna húsinu 1982 og á sama ári í Drammen (Kunstforening- en). Steinþór Marinó hefur ferðast víða og farið kynnisferðir til Bandaríkjanna og Evrópu í tengslum við málaralistina. Mest heillandi mynd og yrkisefni Steinþórs eru minningar um leikvang bernskuáranna í þorpinu (Suðureyri), sem er fjaran og nálægð ólgandi brimöldunnar. Einnig sækir hann myndefnið í öræfin og nálægð náttúrunnar. Sýningin er opin 14.00-20.00 alla daga til 30. nóvember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.