Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Föstudagur 28. nóvember 1986 Árnessýsla: Sláturleyfishafar borga bændum misvel Stjórn Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu hafa borist svör frá flest- um sláturleyfishöfum vegna fyrir- hugaðra greiðslna þeirra fyrir sauð- fjárafurðir í haust. Af svörum þeirra er ljóst að greiðslurnar verða með misjöfnum hætti og misjafnlega hag- stæðar bændum. Þetta verður m.a. rætt á fundi sem haldinn verður að Borg í Gfímsnesi þriðjudagskvöldið 2. des. n.k. kl. 21.00. A fundinum verður fjallað um fullvirðisrétt, framleiðslu- og markaðsmál og munu Bjarni Guð- mundsson aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra og Jóhannes Kristjáns- son form. L.S. mæta á fundinn. Samkvæmt upplýsingum slátur- leyfishafa um fyrirhugaðar greiðslur til bænda í haust kemurfram að 80% grundvallarverðs ergreitt 1. október hjá Höfn hf. á Selfossi og síðan í upphafi hverrar viku meðan slátrun stendur, en fullnaðargreiðsla sem á lögum samkvæmt að fara fram 15. desember er háð fjárhagslegri fyrir- greiðslu. Greiðslur eru reiknings- Æðarvarp er á um 400 bæjum Æðardúnstekjur um 40 milljónir - en grásleppunet og vargur ógnar æðarfugli Æðarræktarfélag íslands, Haf- rannsóknarstofnun og sjávarút- vegsráðuneytið vinna nú að undir- búningi á könnun þess hversu mik- ið af æðarfugli farist árlega í grá- sleppunetum. Þetta kom fram á aðalfundi Æðarræktarfélags ís- lands sem haldinn var nú í nóvem- ber. Æðarbændur fá nú um 15.300 kr. fyrir hvert kg af dún sé hann hreinsaður en útflutningstekjur af æðardúni fyrir árið 1986 voru á bilinu 35-40 milljónir króna. í at- hugun er að senda 300 kg af æðardún til Japans fljótlcga til að hefja markaðsleit þar, auk þess sem sendiráð Islands munu reyna að afla markaða fyrir æðardún að beiðni utanríkisráðuneytisins. Æðarvarp cr nú á yfir 400 bæjum á íslandi og gekk varp víðast hvar vel síðastliðið vor en sums staðar herjar vargur sífellt á æðarvörp. A fundinum gerði veiðistjóri grein fyrir aðgerðum gegn vargi í æðarvörpum en því miður nýtur vargurinn þess hve fjárhagur embættis veiðistjóra er þröngur um þessar mundir. Hins vegar hefur friður ríkt í þeim varplönd- um sem vargfugli hefur verið fækkað. ABS færðar á viðskiptamannareikning og áburðarskuldir eru gerðar endanlega upp með afurðainnleggi að hausti. Hjá Matkaup hf. er 1.750 króna uppígreiðsla á hverja kind í næstu viku eftir innlegg og greiðslur vegna áburðarkaupa eru dregnar frá fyrstu greiðslu. 75% haustgrundvallar- verðs verður reikningsfært frá 15. október. Hjá Kaupfélagi Suðurnesja er engin uppígreiðsla en þegar síátrun er lokið er greitt fullt grundvallar- verð inn á reikninga nema hjá þeim sem hljóta skerðingu. Vaxtareiknað er frá 15. október og innleggjendur geta tekið innstæður st'nar út eftir hentugleikum. Áburðarkaup eru færð á reikning viðkomandi bónda og síðan gerð upp með haustinn- leggi. Ekki hafa borist svör frá SS vegna fyrirhugaðra greiðslna til bænda í haust en þar hefur verið greidd uppígreiðsla kr. 1.350,- á kind í lok fyrstu viku eftir innlegg. Fyrir- greiðsla vegna áburðarkaupa hefur dregist frá þessari greiðslu. ABS Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis og Skotvís: Villibráðarkvöld MF 300 koma í ýmsum stærðum, frá 47-100 hestöfl. Hér má sjá 47 hestafla fjórhjóladrifna vél í vinnu. Massey Ferguson: NÝ EFNINOTUD í DRÁTTARVÉL Búvörudeild Sambandsins á von á nýrri gerð Massey Ferguson dráttarvéla, en hér er um að ræða gerðirnar MF 300 g MF 3000 og eru jjessar gerðir fáanlegar í ýmsum stærðum. Meðal þess sem skapar þessum vélurn sérstöðu er að hlutar þeirra sem áður voru gerðir úr málmi eru nú gerðir úr endingargóðri plast- blöndu og gler styrktu plasti. Dæmi um þetta eru olíutankurinn, mæla- borð og þök á húsum. Þökin á húsum dráttarvélanna eru úr gler- styrktu plasti og standast ströng- ustu alþjóðlegar kröfur um örygg- isstaðla. Þá má nefna að með notkun þessara nýju efna næst auðveldar að hljóðeinangra húsið og fara þau niður á 85 dba, auk þess sem rýntið inni í húsunum nýtist betur. Boðið upp á vatna- Víðfrægt villibráðarkvöld Skot- veiðifélags íslands og Skotveiðifé- lags Rekjavíkur og nágrennis verður haldið á laugardaginn í veitingahús- inu Ártúni við Vagnhöfða 11. Átið upphefst fljótlega eftir að húsið opnar klukkan 19:30. „Það eina sem vantar upp á að við náum jafn góðum veislum og Róm- verjar héldu til forna, eru vínberin. Að öðru leyti eru þessar veislur ekki síðri,“ sagði Sverrir Scheving einn aðalhvatamaður og skipuleggjandi villibráðarkvöldsins í samtali við Tímann í gær. , land- og sjávarbráð Þeir sem mæta geta smakkað á því helsta sem einkennir flóru íslenskrar villibráðar. Miðaverð er kr. 1.350,-. Siðameistari verður Sigmar B. Hauksson og veislustjóri verður Stefán Jónsson. Fjórar forláta byssur verða í verð- laun í happdrætti sem dregið verður út um kvöldið ásamt fleiru. Svo eitthvað sé nú nefnt af því sem á boðstólum verður má nefna: Rjúpu, gæs, hreindýr, svartfugl, lax, sel og að ónefndu tófugúllasi sem er réttur sem sérstaklega er matreiddur í tilefni kvöldsins. -ES Flugfélagið Grunlandsfly hefur í samvinnu við Flugleiðir fekið við áætlunarflugi SAS milli Narsarsuaq á Grænlandi og Kaupmannahafnar með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Þcssi flugleið var formlega opnuð í gær, en áætlað er að halda uppi reglulegum ferðum með Boeing 727-200 þotu Flugleiða. Reiknað er nieð að 19.500 farþegar nýti sér þessa leið á ári. Hér má sjá Pétur Thorsteinsson, sendiherra, og Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, á flugvellinum á Grænlandi við opnunina. (límamynd Pjctur) Jólahappdrætti SÁÁ: Voslensky ræðir um leiðtogafundinn Dr. Michael S. Voslensky, próf- essor í Múnchen, flytur erindi á ensku og svarar fyrirspurnum á há- degisfundi, sem Samtök um vest- ræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameiginlega í Átthagasalnum í Hótel Sögu laugardaginn 29. nóv- ember. Salarkynni verða opnuð klukkan tólf. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum og gestum þeirra. Dr. phil. Arnór Hannibalsson, dósent við Háskóla íslands, kynnir ræðumann í upphafi fundar. Voslensky er höfundur hinnar heimsfrægu bókar um herrastéttina í Sovétríkjunum, „Nómenklatúra", og er nú forstöðumaður Sovétrann- sóknastofnunarinnar í Múnchen, en áður var hann m.a. framkvæmda- stjóri Afvopnunarmáladeildar Sov- ésku vísinda-akademíunnar og starfsmaður Heimsfriðarráðsins. Dregið úr seldum miðum í jólahappdrætti SÁÁ verður ein- göngu dregið úr seldum miðum. Er það gert með leyfi dómsmálaráðu- neytisins í framhaldi af mikilli ó- ánægju fólks yfir lágu vinningshlut- falli happdrætta hér á landi. Dómsmálaráðuneytið hefur hing- að til sett ákveðnar reglur um happ- drætti, m.a. þær að heildarverðmæti vinninga skuli nema sjötta hluta verðmætis útgefinna miða. Reyndin hefur síðan oft verið sú að ákveðinn hluti útgefinna miða hefur selst og sama hlutfall vinninga verið dregið út, þ.e. ef fjórðungur miða selst, þá hefur fjórðungur vinninga verið dreginn út. Vegna þessarar óánægju fólks hef- ur happdrætti ekki verið eins gjöful fjáröflunarleið fyrir líknarfélög og áður og því mun SÁÁ reyna þessa nýju leið nú fyrir jólin. Vinningar hjá SÁÁ verða einn Daihatsu Rocky jeppabifreið, þrír Daihatsu Charade , 10 Daihatsu Cuore, 8 JVC videotökuvelar, 75 verðmæti vinninga er tæpar 7 millj- JVC tvöföld kassettuútvarpstæki og ónir króna, en hver miði kostar kr. 75 BMX lúxus reiðhjól. Heildar- 350,- 1 DAIHATSU ROCKY 3 DAIHATSU CHARADE 110 DAIHATSU CUORE J 8 VIDEOTOKUVELAR IVC GR-C7 »75 UTVORP nrc RC-W402

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.