Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 1
 í GÆRKVÖLDI samþykkti Framkvæmdastjórn SUF eftirfarandi ; ályktun: „Framkvæmdastjórn SUF lýs- i ir megnustu vanþóknun á vinnubrögð- um vissra frambjóðenda í prófkjöri ‘ framsóknarmanna í Reykjavík. Ljóst f: er að kosningabandalag var myndað f gegn Finni Ingólfssyni frambjóðanda : ungs framsóknarfólks. Bandalagið var stutt af flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum. Þrátt fyrir bað hlaut Finnur ; víðtækan stuðning. I Ijósi þessa telur f framkvæmdastjórn SUF Finn alls óbundinn af úrslitum prófkjörsins og skorar á hann og annað ungt fólk 1 innan Framsóknarflokksins að íhuga gaumgæfilega stöðu sína innan flokksins." FJÁRDRÁTTUR sá sem upp komst hjá Bílaborg hefur verið fullrann- sakaður af hálfu RLR. Það er nú til skoðunar hjá embættinu hvort málið verður sent til ríkissaksóknara. Sölu- maðurinn sem dró sér fé fyrirtækisins hefur skilað því til baka. Maðurinn hefur látið af störfum og kæran á hendur honum hefur veríð dregin til baka. SEXMANNANEFND sam i þykkti um 0,5% hækkun á sauðfjáraf- urðum í gær. Heildsöluverð á heilum dilkaskrokkum hækkar því um eina krónu á hvert kíló og hámarks smá- söluverð um það sama. Fyrsti flokkur (D1) kostar nú mest krónur 236,40 miðað við ósundurtekna heila skrokka I smásölu en mest 239,30 kr. ef skrokkurinn er hlutaður i sundur eftir ósk kaupanda. ÍRANSTJÓRN gæti gert opin- berar segulbandsupptökur af samtali Róberts McFarlane, fyrrum öryggis- ráðgjafa Reagans Bandaríkjaforseta, við aðila innan Hvíta hússins sem sýndu að Reagan forseti hefði „logið ao bandarískum almenningi." Það var talsmaður íranska sendiráosins í Par- ís sem lét hafa þetta eftir sér nýlega. VESTUR-ÞYSKAR stúlkur sækja nú af meiri krafti í hefðbundin karlastörf en áður. Þetta kom fram í könnun sem vinnumálaráðuneytið þýska lét gera nýlega. Þar kom þó einnig fram að konur lentu enn í ;; miklum erfiðleikum í sambandi við að fá störf í þessum greinum sem gefa vanalega meira af sér en hefðbundin kvennastörf. MENNINGAR OG fræðslu- samband alþýðu heldur ársfund sinn 5. september. Þar verður m.a. fjallað um grundvallaratriði í stefnumótun og skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Rætt verður um valddreifingu og mið- stjórnarvald, hvort rétt sé að dreifa valdinu eða leggja áherslu á aukið miðstjórnarvald félaga, landssamb- anda og ASÍ. ARNARFLUG HF. fiutti meira af vörum milli íslands og Evrópu í nóvembermánuði sl., en nokkru sinni fyrr á einum mánuði. Alls voru flutt 191 tonn. Aukning er bæði á inn- og útflutningi sérstaklega hefur flutningur á ferskum fiski til Amsterdam og Hamborgar aukist. Bwwwwmwb KRUMMI „Nú hættum við sölu til Nígeríu og borðum þetta sjálfir." Albert Guðmundsson: Mjög óvenjuleg töf á ákvörðun listans - framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveðinn eftir næstu áramót „Þctta er óvenjulegt og ég minn- ist þess ekki að svona tafir hafi verið á þessu áður. Að öðru leyti get ég lítið sagt um þetta, það hefur ekkert verið haft samband við mig,“ sagði Albert Guðmunds- son iðnaðarráðherra við Tímann í gær þegar hann var inntur álits á því að kjörstjórn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hefur enn ekki lagt fram tillögur sínar að framboðslista flokksins í Reykjavík, en kosið var í prófkjöri þann 18. október sl. Samkvæmt reglunum var kosn- ingin bindandi í 10 efstu sætin og ber kjörstjórninni að hafa þá fram- bjóðendur á listanum sem lagður er fyrir fulltrúaráð, en fulltrúaráðið getur síðan gert sínar athugasemd- ir við þann lista. „Andstæðingar mínir innan flokksins byrjuðu strax daginn eftir prófkjörið að tala um breytingar á listanum. Það er í sjálfu sér eðlilegt og gerist í öllum flokkum," sagði Albert aðspurður um það hvort hann teldi að verið væri að leita að höggstað á honum til að breyta listanum. Um þetta sagði Albert ennfremur: „Ég veit ekkert um það og skil ekki hvaða höggstaður það ætti að vera. En ég get engu svarað þér um það hvað veldur þessari töf, ég veit ekkert. Ég hef líka verið að hugsa um þetta og það er ekki nema eðlilegt að fólk spyrji sig hvað er að. Af hverju þessar tafir?“ Jón Steinar Gunnlaugsson for- maður kjörstjórnar í Reykjavík kannaðist ekki við að óeðlileg töf hafi orðiö á því að kjörstjórn skilaði tillögum sínum. „Það hefur jafnan verið þannig að liðið hefur töluverður tími, að vísu misjafn- lega langur frá prófkjöri og þar til listinn er ákveðinn. Við erum nú kontin fram í desember og liggur ekkert á að klára þetta þannig að nefndin ákvað að láta kyrrt liggja fram yfir áramótin," sagði Jón Steinar. Jón sagðist ekki skilja hvað Albert ætti við með því að finnast það taka óeðlilega langan tíma að ákveða listann og að ótrúlegt væri að fulltrúaráðsfundur myndi hafa verið haldinn fyrir áramót til að ganga endanlega frá listanum þó kjörstjórnin væri búin að skila af sér. „Þær hugrenningar að einhverjar aðrar annarlegar hvatir liggi að baki þessu eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar," sagði Jón Steinar. -BG Afurðasölulán vegna staðgreiðslu kindakjöts 15.desember. með skreið Um 300 milljónir vantar á lánin - „legg áherslu á að staðið verði við samþykkt ríkisstjórnarinnar," segir Jón Helgason. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra óskaði eftir því við viðskipta- bankana fyrir nokkrum dögum að þeir reiknuðu afurðasölulánin út á sama hátt og gert var f fyrra. „Ég hef lagt áherslu á að afurða- lánin yrðu með sama hætti og í fyrra og þannig verði staðið við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, en samkvæmt bréfum sem nú hafa borist frá viðskiptabönkun- um hefur komið í Ijós að lánin þurfa að hækka um 300 milljónir frá því sem nú er búið að afgreiða," sagði Jón Helgason í samtali við Tímann í gær. Landbúnaðarráðuneytið vill að miðað sé við uppgjörsdaginn sem staðgreiðsla á að fara fram á, þ.e. 15. desembcr, en Seðlabankinn miðar við áramót. Einnig hefur ráðuneytið lagt áherslu á að birgða- stöðudagurinn sé 1. nóvember eins og verið hefur en Seðlabankinn miðar nú við 1. desember og áætlar því sölu í nóvembermánuði. Þá er lögð áhersla á að gjaldfallinn slát- urkostnaður sé reiknaður á sama hátt og áður. -ABS Réttimir bragögóöir og ódýrir Veitingastaðurinn Úlfar og ljón hefur vérið að gera tilraun- ir með rétti úr skreið. Tilraunir hafa tekist vel og að sögn Rúnars Þórarinssonar mat- reiðsluntanns á staðnum hefur gestum sem boðið hefur verið að smakka, líkað vel. Aðallega hefur verið um tvo rétti að ræða, annars vegar með hvít- laukskeim og hinsvcgar að ítölskum hætti. Rúnar Þórarinsson mat- reiðslumaður sagði í samtali viö Tímann að tilraunirnar hefðu verið hafnar að frum- kvæði éins af skreiðarfram- leiðendum í landinu. Sagði Rúnar að vel gæti farið svo að réttirnir yrðu settir á matseðil- inn upp úr áramótum. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.