Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1987, Blaðsíða 1
ÁRSÞING Félags íslenskra iðn- rekenda var haldið í gær á Hótel Loftleiðum. I ályktun þingsins er lógö áhersla á að íslensk fyrirtæki greiði verulega skatta í dag og því þurfi að breyta.gera verði „þá kröfu til skattkerf- isins að það dragi ekki úr hvatningu til ! í fyrirtækja og einstaklinga að auka | I framlag sitt.“ Segir í ályktuninni að meginhluti skatta | fyrirtækja sé lagður á framleiðslu- kostnað, en slík skattheimta veiki sam- keþpnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum, auk þess sem hún valdi mismun milli fyrirtækja og atvinnugreina. Því þurfi að hverfa frá þeirri stefnu að skattleg- gja framleiðslukostnað fyrirtækjanna, og taka þess í stað mið af afkomu þeirra. SKIPSTJÓRAR kaupskip- anna og Landhelgisgæslunnar og full- trúar VSl hófu samningafund hjá sátt- asemjara ríkisins klukkan níu í gærm- Eorgun og stóð hann fram á kvöld. r Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari sagði að staðan í deilunni væri mjöq óljos. Um miðjan dag hefði ástandio litið sæmilega út en hefði heldur versn- að um kvöldmatarleytið. Verkfall skip- stjóra skellur á á miðnætti í kvöld náist Iekki samkomulag. FÓSTRUR, sem starfa hjá , Reykjavíkurborg, hafa ályktað eftirfar- 3 andi: „Þrátt fyrir nokkra hækkun á byrjunarlaunum fóstra í nýgerðum kjarasamningum St.Rv. og Reykjavík- urborgar, telja fóstrur að sú heildar- hækkun launa sem hann felur í sér sé óviðunandi. Meirihluti fóstra hefur að baki töluverðan starísaldur og fær sá hópur sáralitlar launahækkanir, allt niður i rúmlega 4%. Jafnframt þessu er það staðreynd að fóstrur sem vinna hjá öðrum sveitarfé- lögum, svo sem Kópavogi, Akureyri og Vestmannaeyjum, hafa mun hærri laun en þessi samningur gefur. Þar að auki náðu sérkröfur fóstra ekki fram að ganga. Því sjá fóstrur starfandi hjá Reykjavík- urborg sér hvorki fært að samþykkja þennan samning né draga uppsagnir sínar til baka.“ HÆSTIRÉTTUR sýknaði ný lega ritstjóra Samúels, en hann var kærður í janúar síðastliðnum fyrir birtingu areinar um þýskar sígarettur í Samúel. I undirrétti varólafurdæmdur til að greiða 12.000 krónur ella sæta viku varðhaldi. Tveir dómarar Hæsta- réttar greiddu sératkvæði og töldu að sakfella bæri ritstjórann og að dómur undirréttar skyldi standa óhaggaður. VESTFIRSKAR onur héldu I upp á konudaginn þ. 22. febrúar s.l. með því að stofna til kvennalista á Vestfjörðum. Á fundi, sem haldinn var á Hótel isafirði þann dag var kosin nefnd til að undirbúa framboð. Sú nefnd hefur nú lokið störfum og lagt fram lista til framboðs í komandi al- þingiskosningum. Listann skipa: 1. Sigríður Björnsdóttir, kennari, ísafirði. 2. Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur, Suðureyri. 3. Guðbjörg Þorvarðardóttir, dýralæknir, Hólmavík. 4. Sigríður Steinunn Axels- dóttir, kennari, Isafirði. 5. Þórunn Ját- varðardóttir, starfsstúlka, Reykhólum. ÁFUNDI lökkviliðsmanna í Reykja- I vík þann 18. mars var samþykkt ein- róma að greiða atkvæði gegn nýgerð- um kjarasamningi Starfsmannafelags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. KRUMMI Fornleifafundur á Bessastöðum: Konungsgarður og hús landfógeta frá miððíd - fannst þegar skipta átti um gólf í Bessastaðastofu Það hefur iengi staðið til að skipta um gólf í Bessastaðastofu á Bessastöðum, og þegar fram- kvæmdir loks hófust í byrjun mars, brá mönnum heldur í brún, því undir gólfinu reyndist vera einn merkasti fornleifafundur á íslandi um langan tíma. Fornleifafræðingar telja að hér sé um að ræða austari hluta kon- ungsgarðsins og leifar af húsi land- fógeta frá fyrri hluta 17. aldar og spurning er hvort yngsti hluti rúst- anna sé grunnur húss sem hirð- húsameistari teiknaði 1736 og var bæði aðsetur landfógeta og amtmanns. Þessi hús eru alveg einstök í byggingarsögu íslands. Þau voru erlend að allri gerð og hentuðu afar illa í íslenskri veðr- áttu. Húsin voru „múruð upp í binding" sem kallað er, þ.e. múr- steinar voru múraðir saman með kalki og þoldu því veðráttuna illa en voru um leið glæsilegustu hús landsins á sínum tíma. Byggingarsaga Bessastaða er margbrotin og má rekja allt til 10. aldar er staðurinn var í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Mannvistar- lögin undir Bessastaðagólfi eru rúmlega 3,5 m að dýpt, en þar undir virðist vera hellulagt gólf sem gæti verið íbúðarhús frá því sncmma á miðöldum. Um svipað leyti var bærinn færður til, trúlega nær kirkjunni og gamla bæjarstæð- ið gert að öskuhaug. Á gamla bæjarstæðinu er nú um 1,5 m þykkt móöskulag. Ymsir munir hafa fundist í húsa- rústunum. Fyrsta apótek í landinu Guðmundur Ólafsson fornleifa-1 fræðingur, Guðmundur Jónasson ' verkstjóri hjá ístak, Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands og Krist- ín Sigurðardóttir fornleifafræðing- ur í húsarústunum sem fundust undir gólfi Bessastaðastofu. Á inn- felldu myndinni má sjá hluta af þeim munum sem fundist hafa. f lyjaglasinu í miðjunni er vökvi en eftir er að efnagreina vökvann. Tímamynd Pjetur var á Bessastöðum og nú hafa fundist lyfjaglös, þar af citt með einhverjum vökva í sem ætla má að sé lyf, kínversk postulínsbrot, leirker, bein úr mat þeirra Bessa- staðaíbúa svo líklega er hægt að komast fyrir um mataræði þeirra og ýmsan annan fróðleik má finna í rústunum. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands sagði að búið væri að ákveða að varðveita fornleifarnar og þarf því að grafa djúpan kjallara undir Bessastaðastofu til þess að rústirn- ar verði aðgengilegar. Áætlað er að nýtt gólf verði komið í Bessastaðastofu í byrjun júní. ABS Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar: Verkfall á miðnætti? Deildum þegar lokað Viðræðum samninganefnda háskólamenntaöra hjúkrunar- fræðinga og ríkisins var fram- haldið kl. 21 í gærkveidi, eftir aö hlé hafði vcriö gert á fyrri fundi aðila í gær. Magnús Ólafsson, formaður félags háskólamenn- taðra hjúkrunarfræðinga sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði engar fréttir af fram- gangi samningaviðræðnanna. Stjórn félagsins væri hins vcg- ar að undirbúa verkfallsaðgcrðir af fullum krafti og allt útlit væri að til vcrkfalls kæmi klukkan tólf á miðnætti. Væri þegarbyrj- að að rýma handlækningadeild og lyflækningadeild á Land- spítala. Sagði Magnús að hjúkrunar- fræðingum bæri skylda til, sam- kvæmt samningsréttarlögum að halda opinni einni handlækn- ingadeild og tveimur lyflækn- ingadeildum. Hins vegar væri félagið enn að bíða eftir túlkun ráðuneytisins á því hverjir það . teldi að ættu að vinna í verkfall- inu. Auk þess væri til þess ætlast í áðurnefndum lögum að skipuö yrði tvcggja manna nefnd scnt ætti að fjalla um nauösynlegustu undanþágur í verkfallinu og hefðu hjúkrunarfræðingar til- nefnt mann í þá nefnd sl. þriðju- dag. Fjárrnálaráðuneytið hefði hios vegar enn ekki tilnefnt sinn fulltrúa og teldu hjúkrunar- fræðingar ansi seint að verki staðiö, því það þyrfti t.d. að biðja um undanþágu fyrir cinn aðila á næturvakt í nótt. Það verða um 90 hjúkrunar- fræðingar sem fara í verkfall, en samkvæmt samningsréttarlögun- um iná búast við að einn þriðji hluti þess hóps starfi áfram i verkfallinu. - P^h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.