Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.07.1951, Blaðsíða 19
Eftir stofnun Ræktunarfélags Norð- urlands byrjuðu menn fljótlega að afgirða bletti við heimili sín, þar senr fáeinar trjáplöntur, og ef til vill nokkr- ar fjölærar blómjurtir, gátu átt frið- land. Snmir þessara bletta eru nú löngu orðnir fyrirmvndar skrúðgarð- ar. — Þar sem Gróðrarstöðin ásanrt Trjá- garðinum í útjaðri kaupstaðarins vorn upplraflega tilraunastöðvar fyrir trjá- rækt, er ekki nenra eðlilegt, að þar sé nú fjölbreyttari og jafn þroskameiri trjágróður en annars staðar á Aknr- eyri. Ræktunarsaga Gróðrarstöðvar- innar verður ekki rakin hér, en aðeins skal þess getið, að nreð útvegun plantna og sölu þeirra tif áhugamanna unr garðrækt ruddi stofnun þessi skrúðgarðaræktinni á Akureyri og víð- ar braut fyrr en e!la hefði orðið. Gróðrarstöðin er nú löngu kunrr sem glöggt dænri um það, hvert konrast má í ræktnn erlendra, harðgerðra trjáteg- unda. Fyrir aldarfjórðungi voru þar í ræktun yfir 100 trjákenndra plantna og fjölærra jurta, flestar af erlendum uppruna, og síðar liafa allmargar teg- undir bætzt við. Sérstaklega vekja hin þróttmiklu lerkitré athygli þeirra, senr þangað koma. Trjágarðurinn eða trjá- ræktarstöðin, þar sem fyrstu skipu- lögðu tilraunirnar vorn gerðar með ýrnsar trjátegundir, er nú sem einka- garður við Kirkjuhvol, hús Baldvins Ryel, kaupmanns. Snm trén eru þar 50 ára gömul, enda vaxin samtegund- um sínum annars staðar yfir höfuð. Önnur bezt þekkta ræktunarstöðin á Akureyri er Lystigarðurinn, sem konur stofnuðu (nú 37 ára gamall), rétt sunnan við Menntaskólann. Hann er hvort tveggja í senn: skemmtigarð- ur og skrúðgarður. í skjóli margraða bjarkartrjáa, senr náð hafa myndarleg- um vexti, eru nú ræktaðar þar flestar þær fegnrri blómjurtir, er revndar bafa verið á Akureyri, og eru sumar þeirra mjög fáséðar í ræktun hér á landi. Fyrir fáum árum var svo garð- ur þessi stækkaður að mun, og er þar fjöldi trjáa í uppvexti. Nefna mætti fleiri skrúðgarða á Akureyri, til dæmis skrúðgarðinn og uppeldisstöðina að Fífilgerði, sem stendur skamnrt innan við bæinn. Vaxa þar sem næst 250 fjölærra, er- lendra plöntutegunda, þar af 40 teg- undir trjáa og runna, og mun þetta vera alfjölskrúðasti skrúðgarðurinn á landinu. Freistandi væri að nefna fleiri snotra og vel lrirta skrúðgarða, er auðsjáan- lega eiga glæsilega franrtíð fyrir hönd- unr, og veita gestum og gangandi vina- legt viðmót, en þurrar upptalningar lrafa ekki mikið gildi í þessnnr efnnnr. Þið, senr lrafið álruga fyrir ræktun trjáa og blóma, skuluð konrast í kynni \ið skrúðgarðana á Akureyri og þá nrunuð þið sannfærast unr það, að „sjón er sögu ríkari.“ Eplatré í garfii Jónasar Þór, Brekkugötu 34, Akureyri. Bifröst i bjarkarlundi blessist pitt nafn og inni, Samvinnu liáleit hugsjón höfð sé cetið i minni, pegar að djarfar dróttir dvelja i nálœgð pinni. Bifröst veit andanum orku yfirsýn langt og víða, pegnskap og pjóðarliyggju prótt til að vinna og stríða, bceta og breyta kjörum brceðra, sem pjást og liða. Bifröst i bjarkarlundi birta frá pér Ijómi. Vertu allra yncli okkar glcestasti blómi Sambandsins friðarfáni fögnuður pess og sómi. Frá samvinnumanni, að kvöldi 22. júni 1951. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.