Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 39

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 39
► Róbert Spanó sigraði verðskuldað í söngvakeppni Verzlunarskól- ans, Verzlóvæli. ◄ Frá sýningu á leikritinu Börn mánans sem var sett upp á lista- hátíð. auglýsingar hanga uppi í viku áöur en kosið er. Allir nemendur skólans hafa kosningarétt en komið hafa upp hugmyndir um að láta atkvæði þeirra sem eru á síðasta ári ekki gilda jafnmik- ið og annarra. Rökin á móti því eru að þeir þekkja frambjóðendurna vel og ættu því að vita hverjum er treystandi. Nemendur hafa ekki rétt á að fara í framboð á fyrsta og þriðja ári. Þessu fylgja bæði kostir og gallar. Þetta eykur fjölbreytnina i félagslíf- inu mjög mikið. Ef fyrirkomulagið væri ekki svona væri hætta á að einhver sterkur árgang- ur gæti yfirtekið öll embættin öll árin sem hann væri í skólanum. Allir sem sitja f nefndum og ráðum innan skólans, sem og formenn klúbba og bekkjar- ráða eru i svokallaðri miðstjórn. Allt í allt eru þetta um 60-70 manns. Hlutverk þeirra er í fyrsta lagi að vinna sitt starf af krafti og smita þannig út frá sér auk þess sem þeim er ætlað að vera nokkurs konar upplýsingamiðlun við bekkjarfélaga sína um það sem er að gerast í félagslífinu. Ef tekst að ná upp góðum anda í miðstjórn er öruggt að það verður gott félagslíf þann vet- urinn. Til að ná upp samrýmdum hópi höfum við til að mynda farið í miðstjórnarferðalög sem í raun eru málþing þar sem menn gera sér einnig glaðan dag.“ - Verzló hefur löngum verið þekktur fyrir öfl- ugt félagslíf. Heldur þú að það hafi mikið að segja þegar krakkar eru að velja sér fram- haldsskóla? „Ég vona það. Ég held að þeir krakkar sem velja skóla eftir félagslífi komi í Verzló. Félags- lífið sþilaði stórt inn í þegar ég valdi framhalds- skóla. Fyrir utan það var ég ákveðinn i að fara í skóla þar sem væri bekkjakerfi og fannst mér Verzló vera langbesti kosturinn." - Nú er Verzlunarskólinn einkaskóli og skólagjöld þar talsvert hærri en í öðrum fram- haldsskólum, eða 37.000 kr. Telur þú að það hindri marga krakka í að fara í skólann? „Nemendur sem ekki geta greitt skólagjöldin geta sótt um styrk til nemendafélagsins. Ef í Ijós kemur að viðkomandi þarf virkilega á styrknum að halda borgar nemendafélagið skólagjöldin og því ættu þau ekki að vera fyrir- staða fyrir neinn við að sækja um nám við skólann. Ástæðan fyrir því að skólagjöldin eru svona há er að Verzlunarskólinn býður upp á betri að- stöðu en aðrir framhaldsskólar. Margir halda að NFVÍ sé ríkasta skólafélag á landinu en til- fellið er að við erum meö lægstu nemenda- félagsgjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það höldum við uppi besta félagslífinu á land- inu og er það kannski ekki sist vegna þess að þeir sem halda um stjórnvölinn kunna að fara með peninga. Verzlunarskólinn er í nýju húsnæði. Skóla- stjóri og skólayfirvöld hafa verið mjög meðvit- uð um mikilvægi félagslífsins. Við byggingu þessa skóla var tekið með í reikninginn að hafa góða aðstöðu fyrir nemendafélagið og erum við mjög þakklát skólanefndinni fyrir það.“ - Finnst þér vera mikið um að krakkar úr ákveðnum grunnskólum komi frekar í Verzló en aðrir? „Nei, það er frekar að krakkar úr ákveðnum skólum sæki síður hingað en aðrir. Verzló er hins vegar ekki hverfisskóli og hingað koma krakkar hvaðanæva af landinu. Það er mjög gott að því leyti að maður kynnist mörgum nýj- um krökkum og umgengst ekki bara krakka sem voru með manni í grunnskóla. Mér finnst rétt að benda á þaö að Verzló er ekki aðeins fyrir þá sem ætla sér einhvern frama á við- skiptasviðinu og margir krakkar koma hingað aðeins til þess að fá gott almennt stúdentspróf. Nám í Verzló er mjög góður undirbúningur fyrir alls kyns háskólanám. Eftir að hafa lokið versl- unarprófi sem tekur tvö ár getur þú valið um að halda áfram á hagfræðisviði eða valið annað- hvort stærðfræði- eða málabraut. Sjálfur er ég að hugsa um að fara í sögu eða stjórnmála- fræði í Háskólanum og fara síðan til Banda- ríkjanna í háskólanám - annars er það allt óráðið." - Hvernig taka svo eldri Verzlingar á móti nýnemum í upphafi skólaárs? „Nýnemar eru ekki busaðir í eiginlegri merk- ingu þess orðs, það er að segja við mökum þá ekki út í lýsi og skyri eða hellum yfir þá vatni. Við höldum svokallað þriðjabekkjarkvöld en fyrsti bekkur skólans kallast þriðji bekkur. Þar er tekið á móti nýnemum með kökum og kóki. Fyrri hluti kvöldsins fer í kynningu á því sem er að gerast í félagslífinu og er sú kynning á léttu nótunum. Skemmtinefnd tekur siðan við og tekur þriðjubekkinga upp í alls konar leiki og þrautir þar sem reynt er að gera frekar lítið úr þeim með græskulausu gamni. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu en ekki særa neinn. Við reynum að fá þriðjubekkinga til að taka þátt í félagslífinu strax frá uþþhafi. Fá þá til að sækja atburði og taka þátt í námskeiðum og fleira. Síðastliðið haust gáfum við í stjórn NFVÍ út dagbók Verzlunarskólanema sem við kölluð- um Snobb. í henni er að finna ýmsar upplýs- ingar um starfsemi nemendafélagsins auk þess að vera venjuleg skóladagbók. Við gáfum öllum þriðjubekkingum þessa bók en seldum öðrum nemendum skólans á vægu verði.“ - Hvað hefur veríð um að vera í félagslífinu hjá ykkur í vetur? „Það er eitthvað að gerast á hverju einasta kvöldi. Ef ekki eru einhvers konar uppákomur þá eru það alls kyns námskeið. í vetur hefur verið haldið leiklistarnámskeið, ofurminnis- Frh. á næstu opnu 3. TBL 1992 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.