Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 16

Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 16
56 VORIÐ KAUPENDUR Á AKUREYRI eru beðnir að greiða blaðið hið fyrsta á afgreiðslu þess: Þing- vallastræti 6. Allt sonui Keiðina. Tötralega búinn maður stóð fyrir utan dyrnar á veitingahúsi einu og starði stöðugt á dyrnar. »Á hvað ert þú að horfa?« spurði maður nokkur, sem fór þar fram hjá. »Ég er nú bara að horfa á þessar dyr«, sagði maðurinn, »og það ekki að ástæðulausu. Fyrir nokkru átti ég fallegt þriggja hæða hús, en það hvarf inn um þessar dyr. Ég átti stóran skóg, svo stóran, að það var ekki hægt að ganga í kringum hann á ein- um degi. Hann fór líka inn um þessar dyr. Ég átti 20,000 krón- ur í bankanum, þær fóru sömu leiðina. Ég átti mylnu með 4 kvörnum svo stórum, að það er ótrúlegt að þær skyldu komast þarna inn, og þó fóru þær einnig þessa sömu leið. Ég átti 10 hesta, 50 kýr, 100 kindui, 200 svín og 300 hænsni; allt hefir þetta horf- ið inn um þessar dyr. Ég átti krafta í vöðvum mínum, og æsku- roða á kinnunum. Þetta fór ég með þarna inn, en kom ekki með það aftur. Ég átti gott nafn og góðan orðstír, en það hefir allt horfið inn um þessar ægilegu dyr, og aldrei komið út aftur. Nú óska ég þess innilega að eiga peninga til að láta mála hina sorglegu sögu mína þarna á hurð- ina. öllu því beztá og dýrmætasta sem ég átti, hefi ég fórnað þarna innan við dyrnar. Aleigu mína og allt sem ég átti bezt og dýr- mætast til, hefi ég farið með inn- um þessar dyr, sem nú er búið að loka fyrir mér. (»Magne«). RÁÐNINGAE á þrautum í síðasta blaði: Felumyndin: Látið myndina standa á liöfði, sézt þá stúlkan á milli trjánna til vinstri. Felunöfnin eru þessi: Hjálmfríður, Unnur, Lauga, Dóra, Alda, Hulda. Reikningsþnmtin: Hann er 23 ára gamall. Gátumar: 1. Skórnir mínir. — 2. Hægri ölnboginn. Frá íslandi til Grænlands eru 300 km., til Færeyja eru 420 km., til Jan Mayen eru 550 km., til Skotlands eru 800 km. og til Noregs eru 970 km. »V O R I Ы kemur út mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess er desem- berblaðið — jólablaðið — tvöfalt. Ár- gangurinn kostar 2 krónur og greiðist fyrir 1. maí. — Afgreiðsla blaðsins er í Þingvallastræti 6, Ak. — Sími 174. Ak. Prentsmiðja Odds Björnssonar. ’34.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.