Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Blaðsíða 4
148 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hann hátt og glaðlega; »eg sé að þér eruð ferðbúinn. Þetta eru hentug föt.« Hugh hafði klæðst fötum úr grágrænu efni, eins og þeir hafa í enska hernum á Indlandi, og hafði hann oft borið þann búning á veiði- ferðum í kjarrhólmunum þar. Þegar ofurstinn mintist á fataefnið, tók Hugh fyrir brjóst sér og brá —hann hafði gleymt bók Smarögdu heima, en hana var hann altaf van- ur að bera sem næst hjarta sér. En bréfið til Armeningsins bar hann í vasa sínum —ogbók- inni hlaut að vera óhætt. »Dr. Miiller vissi ekki fyrir víst í nótt hvort hann yrði með eða ekki,« sagði Hugh. »Þarna kemur hann,« sagði ofurstinn. Þeir heilsuðust þar með handabandi, en þeim virtist ekki liggja vel á dr. Muller. »Hvaða fólk verður með okkur?« sagði hann. »Verið þér rólegur, «sagði ofurstinn; »héðan höfum við ekki aðra með en þjóninn minn, en eg hef haft þann viðurbúnað, að við hittum eina tólf áreiðanlega og vel vopnaða menn í Belgradsþorpi, sein fara með okkur. Annars hef eg með mér ágæta magasínbyssu, og eg væri ekki hræddur við að fara skóginn þvert og endilangt með hana, og það við þriðja mann.« Dr. Múller steig á bak. »Af stað þá,« sagði hann; »en það væri ekki nema tilhlýðileg kurteisi að koma við hjá Nazarbegian Effendi á leiðinni, til þess að segja honum að við förum á veiðar þrátt fyrir að- varanir hans.« »Nazarbegian Effendi* stóð utan á bréfi því, sem Hugh hafði í vasa sínum. »Jú,« sagði hann, »það væri kurteisi — en hvar er hann að hitta, þann mann?« »Leið okkar liggur yfir Ajas Aga; þar á Nazarbegian Effendi sveitahöll, og þar er hann vafalaust að finna.« Ofurstinn kinkaði kolli; Grikkinn hljóp á undan, en þeir riðu eftir veginum yfir garð- inn út að útborg þeirri, er Kasim Pascha kall- ast. »Fagurt loft og fallegur végur,« kallaði ofurstinn þegar hestarnir komu út úr bænum með þá og beygðu inn í grasdal einn fagran; á ein lítil rann eftir dalverpinu og var vöxtur í henni eftir rigninguna um nóttina. Það var líka fagurt þá um morguninn; loft- ilmurinn og útsýnið yfir dalinn fagra hresti jafnvel dr. Múller svo upp, að hann gleymdi allri sinni hjátrú og allri ólund. Hann varð skrafhreifinn eins og hann var vanur. »Já, það verður nú enn fallegra, þegar lengra líður,« sagði.hann. »Það er nokkuð til- breytingalítið hérna niður við vatnadalina, en hærra uppi er landið hið fegursta, Belgrads- þorpið var sumarstaður sendiherranna fyrrum, en nú er Therapía orðin það. En margir eru þeir sem skreppa við og við út í skóginn, þó þeir haldi til í Therapía og í Böjukdere.* »Þá getur skógurinn ekki verið hættulegur,* »Hann skiftist ýmislega niður,« svaraði dr. Múller; »eiginlega er hann vatnsforðabúr borg- arinnar. Hálf miljón rétttrúaðra manna, hundr- að og fimmtíu þúsundir Grikkja, jafnmargir Ar- menar og margar þúsundir annara manna mundu vanmegnast af þorsta í Konstantínópel ef skóg- urinn þornaði upp. Þess vegna má engin tré höggva þar, og íbúarnir í Belgrad og öðrum skógarþorpum eiga að gæta uppstífluðu skóg- artjarnanna, sem vatnið rennur frá til bæjarins. Þeir eru skattfrjálsir fyrir það.« Þeir náðu til Ajas Agra, en þar fréttu þeir í sumarhöll Nazarbegians Effendi, að hann væri ekki heima, en væri í höll sinni í Belgrad. »Þá ríðum við til Belgrad,« sagði dr. Múll- er. Svo héldu þeir í áttina og náðu til skóg- arins. Brautin var ágæt innanum hnúskóttar eik- ur, bækitré, popla og kastaníur, og lagði af þeim sterkan ilm í sólarhitanum eftir óveðrið um nóttina. Við hliðin í Belgrad kom einn af þjónum ofurstans og sagði,*að liðið, sem hann hafði útvegað, væri tilbúið. Kom þá þegar til þeirra dálílill hópur, eitthvað tíu manns, sem lágu þar i forsælunni fram með veginum. Það voru Tyrkir, og voru þeir vopnaðir með byssum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.