Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1974, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.05.1974, Blaðsíða 1
18. TÖLUBLAÐ . 58. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1974. VÖRUSALAN SR' HAFNARSTRÆT1104-AKUREYRI Vtl 14+444% kowí. b VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI 4 Stórsigur Sjólfstæðisflokksins — Fengu 5 bæjarfullirúa á Akureyri og 2 á Húsavík í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum vann Sjálf stæðisflokkurinn einn sinn mesta kosningasigur og hlaut yfir 50% greiddra atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum, eða þar sem sveitarstjórnarkosningar fóru nú fram. Á Akureyri jók Sjálfstæðisflokkurinn atkvæða- magn sitt úr 1589 atkvæðum 1970 í 2228 atkvæði og fékk fimm bæjarfulltrúa. Á Húsavík jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt um 50% og bætti við sig einum bæjarfulltrúa. í Ólafsfirði jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt verulega, en tapaði þó meirihlutanum, þar sem hin- ir flokkarnir höfðu sameiginlegt framboð. í kaupstöðunum fjórum hlaut Sjálfstæðisflokk- urnn 2846 atkvæði. ÓLAFSFJÖRÐUR Á Ólafsfirði komu fram tveir lista. D-listi, Sjálfstæðisflokk- ur, fékk 283 atkv. og 3 fuíi- trúa eða 48.29%, en hlaut 251 atkv. 1970 og 4 fulltrúa. Bæjarfulltrúar hans eru Ás- grímur Hartmannsson, Jakob Ágústsson og Ásgeir Ásgeirs - son. H-listi, vinstri menn, fékk 303 atkv. og 4 fulltrúa, eða 51.71%. 1970 buðu Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag fram hverr fyrir sig og hlutu 417 atkv. og 3 fulltrúa. Bæjarfulltrúar H- listans eru Ármann Þórðarson, Bragi Halldórsson, Sigurður Jó hannsson og Gunnar Jóhanns- sqn. DALVÍK Á Dalvík komu fram fjórii listar. A-listi óháðra kjósenda, fékk 72 atkv. og 1 fulltrúa eða 12.61%. Bæjarfulltrúi hans er Hallgrímur Antonsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, fékk 122 atkv. og 1 fulltrúa eða 21.72%. Bæjarfulltrúi hans er Aðalsteinn Loftsson. G-listi, Alþýðubandalag fékk 63 atkv. og 1 fulltrúa eða 11.03%. Bæjarfulltrúi hans er Rafn Arnbjörnsson. I-listi, Framsóknarmenn og SFV, fékk 312 atkv. og 4 full- trúa eða 54.64%. Bæjarfulltrú ar hans eru Jóhann Antons- son, Hilmar Daníelsson, Bragi Jónsson og Helgi Jónsson. 1970 voru úrslit þessi: Al- þýðubandglag, Alþýðuflokkur og SFV fengu 148 atkv. og 2 fulltrúa. Framsóknarflokkur fékk 192 atkv. og 3 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkur fékk 152 atkv. og 2 fulltrúa. HÚSAVlK í Húsavík komu fram fjórir listar. B-listi, Framsóknar- flokkur, fékk 318 atkv. og 3 fulltrúa eða 30.78%, en hlaut 230 atkv. 1970 og 2 fulltrúa. Bæjarfulltrúar hans eru Har- Framhald á bls. 7. „Mér er þakklæti efst í huga“ — Rætt við Gísla Jónsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðísflokksins AKUREYRI Á Akureyri voru 6874 á kjör- skrá. B-listi, Framsóknarflokk ur, fékk 1708 atkv. og 3 full- trúa eða 30.73%, en hlauí 1662 atkvæði 1970 og 4 full- trúa. Bæjarfulltrúar hans eru: Sigurður Óli Brynjólfsson, Stef án Reykjalín og Valur Arn- þórsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, fékk 2228 atkv. og 5 fulltrúa eða 40.09%, en hlaut 1589 atlcv. og 4 fulltrúa 1970. Bæj- arfulltrúar hans- eru: Gísli Jónsson, Sigurður Hannesson, Sigurður J. Sigurðsson, Jón G. Sólnes og Bjarni Rafnar. G-listi, Alþýðubandalag, fékk 695 aflcv. og 1 fulltrúa eða 12.50%, en hlaut 514 at- kv. 1970 og 1 fulltrúa. Bæjar- fulltrúi hans er frú Soffía Guð mundsdóttir. J-listi, Jafnaðarmenn, fékk 927 atkv. og 2 fulltrúa eða 16.68%. Að þessum lista stóðu Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra, en 1970 fengu þessir flokkar 1480 atkv. og 2 fulltrúa. Bæjarfulltrúar J-list- ans eru Freyr Ófeigsson og Ingólfur Árnason. Við þökkum Akureyr- ingum þann stuðning og það traust, sem okkur var sýnt í kosn- ingunum á sunnudag- inn var. Sérstaklega þökkum við öllu því marga fólki, sem vann fyrir okkur ómetanleg sjálfboðastörf og vann á allan hátt að sigri okkar. Frambjóðendur D-listans íslendingur náði tali af Gísla Jónssyni bæjarfulltrúa á þriðju dag og lagði fyrir hann nokkr- ar spurningar: — Hvað er þér efst í huga? — Því er nú fljótsvarað. Gísli Jónsson. Það er þakklæti, — þakklæti til allra þeirra fjölmörgu, sem studdu okkur í kosningunum og léðu okkur fylgi sitt. — Af hverju stafar fylgis- aukningin? — Til hennar liggja vafa- laust margar ástæður. I fyrsta lagi mun okkur hafa tekist með prófkjörinu að setja sam- an lista, sem fólk var ánægt með. í öðru lagi er þetta krafa Akureyringa um það að Sjálf- stæðisflokkurinn taki þar for- ystuna um stjórn bæjarmála. Og í þriðja lagi eru þetta mót- mæli gegn ríkisstjórninni og al veg sérstaklega gegn stefnu hennar í efnahags- og varnar- málum. Þess má einnig geta, að við einir flokka í bænum höfðum ungan mann í alvöru- sæti, og ég held, að ungir kjós- endur hafi metið það og mál- flutning okkar í kösningunum. — Hvað tekur nú við í bæj- arstjórn? — Þegar ég segi þessi orð, veit ég' ekkert um það. Við- Bjarni Rafnar yfirlæknir vann 5. sætið fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Akureyri. — Hvað viltu segja um kosn ingaúrslitin? — Þau eru glæsilegri fyrir okkur Sjálfstæðismenn en mað ur gat búist við. Ástæðan fyr- ir því er auðvitað áfellisdómur á lélega og kraftlausa ríkis- stjórn, en ótrúin á hana hefur valdið því, að fólk missir líka ræður eru enn ekki hafnar, en við munum hafa forgöngu um það, að mynda meirihluta- stjórn í bænum, en eins og augljóst er, þá skortir oklair bolmagn til þess að stjórna trú á því, að þessir flokkar standi sig í sveitarstjórnarmál- um. Varnarmálin hafa haft mik- ið að segja og áberandi ræfil- dómur Framsóknarmanna í viðskiptum þeirra við komm- únista. Loks hefur fóllc litla og minnkandi trú á sambræðslu, af því að það veit, að hún kost ar alltaf eitthvað. Menn verða einir. Og kannski sameinast bæjarfulltrúar allra hinna flokkanna gegn okkur eins og eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar 1958, þegar við fengum líka fimm menn kjörna. að slá af í slíkri samvinnu og ganga að kostum annarra, sem veldur því, að enginn ber í raun og veru ábyrgðina. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem gengur heill og óskiptur gegn vinstri stjórn inni. Þess naut hann í kósn- ingunum nú og mun væntan- lega gera í enn ríkara mæli við alþingiskosningarnar. — Hvaða áhrif hafa kosn- ingaúrslitin á bæjarmál Akur- eyrar? — Við stefnum að því að mynda sterkari og ábyrgari meirihluta um stjórn bæjarmál efna en verið hefur. Bjarni Rafnar. Unga fólkið kýs Sjálfstæðisflokkinn Stórsigur Sjálfstæðismanna í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Þrjár meginstaðreyndir eru athyglisverðastar: 1. Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans í bæjar- og lands- málum, hefur fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu, en stefna stjórnarflokkanna vantraust. 2. Meirihluli íslenskra kjósenda vill að ísland sé, eins og nú standa sakir, VARIÐ LAND. 3. Unga fólkið hefur flykkt sér um Sjálfstæðisstefnuna. Þessi staðreynd hefur varanleg heillaáhrif á íslensk stjórnmál og afsannar þá kenningu, að unga fóklið sé vinstri sinnað öfgafólk, þótt nokkrir háværir smáhópar hafi reynt að láta líta svo út. „Lítil og minnkandi trú á sambræðslu66 — Rætt við Bjarna Rafnar, bæjar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.