Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 TÓNLISTARHÁTÍÐIN Við Djúpið stendur nú öðru sinni fyrir viðamikilli leit að nýjum tónskáldum. Að þessu sinni er verkefnið í samstarfi við Rás 1 og tónlistarsjóðinn Kraum. Nýjum tónskáldum er boðið að senda umsóknir um þátttöku. Sérstök dómnefnd velur svo þátttakendur en allt að þremur nýjum tónskáldum verður boðið að taka þátt. Þau eiga að skrifa verk fyrir blásarakvintett. Af því tilefni hefur Nordic Chamber Soloist-hópurinn verið ráð- inn til samstarfs en hann æfir verkin undir vökulu auga hinna nýju tónskálda meðan á tónlistarhátíðinni Við Djúp- ið stendur á Ísafirði. Verkin verða síðan frumflutt á sér- stökum lokatónleikum hátíðarinnar 27. júní 2010. Tilgangurinn er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum. Sérstök dómnefnd hefur var skipuð vegna samkeppn- innar. Í henni sitja: Daníel Bjarnason tónskáld, formaður, Dagný Arnalds, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Þuríður Jónsdóttir tónskáld og Ólafur Óskar Axelsson tónskáld. Leit að nýjum tónskáldum Tónskáldin 2009 Högni Egilsson, Gunnar Karel Másson og Viktor Orri Árnason, ásamt Bent Sörensen. Þetta er bara gaman, sagðiBjörn vinur minn Árnasongjarnan á góðum djass-tónleikum og sú setning hljómaði í huga mér þegar ég hlustaði á Frelsissveit hins nýja Íslands leika á Vetrardjassinum á föstudagskvöld. Tónlistin var mjúk og áferðarfalleg einsog fínasti vesturstrandardjass af svölustu sort og fátt sem kom á óvart uns lúðrar hljómuðu skært í „Sjá roð- ann á hnjúkunum háu“; lagi föður ís- lenskrar blásaramenningar, Helga Helgasonar, í útsetningu Jóns Laxdals fyrir blandaðan kór. Annars var allt samið og útsett af hljómsveitarstjór- anum Hauki Gröndal, sem er með smekkvísustu djassleikurum landsins. Ég man ekki eftir að hafa heyrt tvo djassbassaleikara íslenska leika sam- an heilan konsert með hljómsveit eins- og þeir Valdi Kolli og Toggi gerðu hér. Bassahljómur þeirra setti sterkan svip á tónlistina allt frá fyrstu göngubass- anótum Togga skreyttum spuna Valda Kolla í fyrsta verki kvöldsins er nefnd- ist „Yfirklór“, einfalt og mjúklega út- sett með fínum sólóum. Þar stóð bás- únuleikarinn ungi, Bergur Þórisson, sig vel með messingshljómi og jarð- bundnu nótnavali – ævintýraspuninn fylgir í kjölfarið með auknum þroska og reynslu. Það var enginn skortur á spuna af því tagi þetta kvöld hjá hin- um blásurunum, sér í lagi Óskari, og stundum hljómaði brassið einsog mexíkósk lúðrasveit og kom þá upp í hugann Frelsissveit Charlie Hadens sem Carla Bley skrifaði fyrir. Það var gaman að stælingu Hauks á Andrew D’Angelo, sem stjórnaði blás- urunum öllum á síðustu Stórsveit- arstónleikum. „Andrés Engilberts“ nefndist verkið og var frjálsboppað a la Andrew. Í uppklappinu brá fyrir dá- litlum „ Far East Ellington“ og Snorri fínn með demparann og Scott þyrlaði meira að segja, en hann var bindiefni hljómsveitarinnar alla tónleikanna einsog hans er von og vísa. Þessi fína skemmtun, með tveimur klassabassaleikurum, er vonandi að- eins vísir að því er koma skal og áfram haldi Haukur og félagar að kanna hina ólíku djassstíga er liggja til allra átta. Ættjarðarlög og svalur djass Múlinn á Café Kúltúra Frelsissveit hins nýja Íslands bbbbn Snorri Sigurðarson trompet og flygil- horn, Bergur Þórisson básúnu, Óskar Guðjónsson sópran- og tenórsaxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þor- grímur Jónsson kontrabassa. Scott McLemore trommur. Hljómsveitastjóri, tónskáld og útsetjari Haukur Gröndal, sem jafnframt blés í altósaxófón og flautu. Föstudagskvöldið 12. febrúar 2010. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Í DAG verður opnuð sérstök yfirlitssýning á klippi- myndum Errós í Galerie d’art graphique-salnum í Pompidou-listasafninu í París. Sýningin, sem hefur yfirskriftina Erró, 50 ár klippimynda, mun leggja áherslu á þennan þátt í listsköpun hans sem fengið hefur minni athygli en málverkin, en er engu að síð- ur mikilvægur þáttur í ævistarfi hans, en fyrstu klippimyndir Errós urðu til 1958 þegar hann bjó í Ísrael. Meðal verka á sýningunni eru 66 klippimyndir sem Erró gaf nýverið til safnsins, en einnig verða aðrar myndir úr eigu safnsins sýndar. Sýningarstjóri er Christian Briend og hann skrifaði líka sýning- arskrána sem fjallar um klippimyndir Errós í sögulegu samhengi klippimyndalistarinnar. Klippimyndir Errós Listamaðurinn Erró. Yfirlitssýning í Pompidou-listasafninu KRISTINN Örn Kristinson píanóleikari og Þórunni Ósk Marinósdóttir víóluleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, 16. febr- úar, kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tíbrá. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Árna Egilsson, Georges Enesco, Benjamin Britten og Johannes Brahms. Kristinn og Þórunn komu m.a. fram á Tíbrártónleikum árið 2001 og fengu mikið lof gagnrýnenda svo það má sannarlega bú- ast við mögnuðum tónleikum annað kvöld. Miðaverð á tónleikana er 2.500 kr. og hægt er að fá miða á www.salurinn.is. Tónlist Víóla og píanó á Tíbrártónleikum Þórunn Ósk Marinósdóttir ÚT ER komið hjá Bókaútgáf- unni Opnu veglegt rit um vatnslitamálun á Íslandi. Bók- in, sem gefin er út í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, ber heitið Blæbrigði vatnsins – Vatnslitir í íslenskri myndlist 1880-2009. Í bókinni fjallar Aðalsteinn Ingólfsson ítarlega um sögu vatnslitamálunar á Íslandi og koma flestir okkar virtustu listamanna við sögu. Bókin er fagurlega mynd- skreytt og veitir því góða sýn yfir þátt vatnslita- málunar í íslenskri myndlist. Samhliða útgáfu bókarinnar hefur verið opnuð sýning á Kjarvals- stöðum með verkum listamannanna. Myndlist Heillandi heimur vatnslitanna Aðalsteinn Ingólfsson MINNINGARSJÓÐUR Berg- þóru Árnadóttur söngvaskálds efnir til árlegra tónleika í Saln- um, Kópavogi, í kvöld kl. 20. Fluttar verða í fyrsta sinn nýjar útsetningar á lögum Bergþóru í flutningi Nýja kvartettsins, en hann skipa; Gissur Páll Gissurarson tenór, Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Örnólfur Kristjánsson selló- leikari og Pálmi Sigurhjart- arson píanóleikari. Sérstakur gestur á tónleik- unum verður Vadim Fedorov á harmóníku. Tónleikarnir eru að venju haldnir á fæðing- ardegi Bergþóru. Upplýsingar um tónleikana er að finna á salurinn.is og midi.is Tónlist Nýjar útsetningar á lögum Bergþóru Bergþóra Árnadóttir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is SARA Vilbergsdóttir sýnir sextán olíumyndir í Galleríi Fold á Rauðarárstíg. Myndirnar eru málaðar á síðustu tveimur árum. „Það má kannski segja að þessi sýning sé eins konar framhald af sýningu sem ég hélt í Gallerí Fold fyrir tveimur árum,“ segir Sara. „Myndirnar á báðum sýn- ingum voru af fólki en nú sýni ég nærmyndir meðan persónur voru í meiri fjarlægð á fyrri sýningunni. Þetta eru stórar myndir, nokkrar mun stærri en ég. Í þeim eru bjartir litir og ég einfalda frekar en að flækja.“ Fyrirmyndirnar eru fólk úr fjölskyldu Söru. „Ég er að sýna samskipti og laða fram andrúmsloft með því að mála svipbrigði,“ segir hún. „Þar sem myndirnar eru stórar myndast miklu meiri nánd en var til dæmis á sýn- ingunni fyrir tveimur árum. Í myndunum speglast gleði- og sorgaratburðir, sem sagt allt tilfinningagalleríið.“ Systurdætur í aðalhlutverkum Margar myndanna eru af systurdætrum Söru, sem heita Björg og Sólrún og eru tólf og tíu ára gamlar. „Þær eru mjög fótógenískar og fullar af skemmtilegri orku,“ segir Sara. „Ég hef tekið ljósmyndir af þeim frá því þær voru pínulitlar. Þær koma oft á vinnustofuna til mín, eru vanar því að ég máli af þeim myndir og taka mikinn þátt í þessu ferli. Þær hafa verið mikil upp- spretta fyrir mig, eru eiginlega Guðs gjöf til Söru frænku.“ Guðs gjöf til Söru frænku  Sara Vilbergsdóttir sýnir olíumálverk í Galleríi Fold  Ungar systurdætur hennar eru fyrirferðarmiklar á myndunum  Myndir sem sýna svipbrigði Morgunblaðið/Golli Sara Vilbergsdóttir „Ég er að sýna samskipti og laða fram andrúmsloft með því að mála svipbrigði,“ segir Sara um myndirnar sínar. Sara Vilbergsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og í Statens Kunstakademi í Osló. Hún hefur stundað listmálun og skúlptúrgerð, haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýning- um. Hún hefur sinnt kennslu í myndlistarskólum og kennt bæði börnum og fullorðnum. Listakonan Í DAG: Kl. 21:00 Bebopfélagið leiðir jamsession í kjallaranum á Kaffi Kúltúra og rekur síðasta naglann í Vetrarjazzinn 2010. Vetrarjazzhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.