Austurland


Austurland - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Austurland - 25.01.1996, Blaðsíða 1
Velta Síldarvinnslunnar hf. 3.1 milljarður á síðasta ári Skipalœkur í Fellahreppi. Ljósm.SÞ. NESKAUPSTAÐUR _______________ Velta Síldar- vinnslunnar hf. var 3.1 mill- jarður króna á siðasta ári og er það svipað og árið þar á undan. Að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra voru rekstrar- tekjur svipaðar í fyrra og árið 1994, en endanlegar afkomu- tölur fyrirtækisins liggja ekki fyrir fyrr en um hálfum mánuði fyrir aðalfund. Aflaverðmæti skipa Síldar- vinnslunnar á síðasta ári var tæplega 1280 milljónir, sem er um 40 milljón króna meira afla- verðmæti en 1994. Heildarafli þeirra var rúmlega 68 þúsund lestir og skiptist þannig á milli skipa: Barði 1613 lestir, afla- verðmæti 224.7 millj. þess ber að geta að í verðmætatölu Barða er einnig loðnufrysting. Beitir 20.737 lestir, aflaverðmæti 173.3 millj. en Beitir var frá veiðum í fjóra og hálfan mánuð vegna breytinga. Bjartur 2.780 lestir, aflaverðmæti 212.6 millj. Blængur 2.081 lest, aflaverð- mæti 443 millj. Börknr 41.000 lestir, aflaverðmæti 225.9 millj- ónir. Nú er lokið við að steypa grunn undir viðbyggingu við loðnubræðslu og verður húsið reist í febrúar eða mars og tæki eru væntanleg í mars. Aætlað er að þessar framkvæmdir við loðnubræðsluna kosti um 400 milljónir króna. Rís Hótel Örk í Fellahreppi? Við undirskrift samningsins á skrifstofu bcejarstjóra á sunnudaginn. F.v. Guðmundur Bjarnason bœjarstjóri, Viðar Þorkelsson útibússtjóri og Magnús Jóhannsson fjármálastjóri Neskaupstaðar. Ljósm. Eg. FELLAHREPPUR ____________ Samkvæmt heim- ildum blaðsins hyggst Jón Ragn- arsson eigandi Hótel Arkar í Hveragerði byggja hótel, vænt- anlega Hótel Örk i Fellabæ og munu framkvæmdir jafnvel heijast í sumar. Jón Ragnarsson sagði í samtali við Austurland að vissulega væru þessi mál í at- hugun. Hann hafi verið að skoða ýmsa valkosti í sambandi við hótelbyggingu á þessu svæði en allt hafi þetta byrjað þegar hluta- bréf Egilsstaðabæjar í Hótel Valaskjálf voru auglýst til sölu. Jón sagði að ekki hefði náðst samkomulag við bæjaryfirvöld um kaup á bréfunum og því hefði hann farið að skoða aðra valkosti og þeir væru ýmsir. í raun er þetta allt á viðræðu- stigi sagði Jón. Ég á í samninga- viðræðum við landeigendur á Skipalæk og ég met það sem svo að hótel þar sé mun vænlegri kostur en það sem ég hafði hugsað í upphafi. í landi Skipa- læks er einn fallegasti staður sem ég hef fundið fyrir hótel- byggingu og útsýnið yfir fljótið og umhverfið allt, er er yndislegt Hvort þessar þreyf-inar enda með hótelbyggingu er ómögu- legt að segja til um á þessari stundu. Ég get þó bætt því við sagði Jón að þær markaðs- kannanir sem ég hef látið gera lofa góðu, en þetta skýrist allt með vorinu.. Fyrsti samningur sinnar tegundar milli sveitarfélags og banka NESKAUPSTAÐUR Nýlega var undirritaður þjónustusamningur milli Landsbankans annars vegar og bæjarsjóðs Neskaup- staðar hins vegar um fjámögnun og innheimtu fasteignagjalda. Samkvæmt samningnum mun útibú Landsbankans í Neskaup- stað annast innheimtu allra fasteignagjalda, vegna álagning- ar ársins 1996 og annast uppgjör við bæjarsjóð samkvæmt nánara samkomulagi. Samningur þessi er sá fyrsti sinnar tegundar sem gerður hefur verið á milli sveitarfélags og banka, að sögn Viðars Þorkelssonar útibússtjóra Landsbankans í Neskaupstað. Viðar segist fagna því að bæjarsjóður Neskaupstaðar hafi ákveðið að vera brautryðjandi á þessu sviði og bendir á að bankinn geti boðið fjölbreyttari greiðslutilhögun fasteigna- gjalda en áður hafi tíðkast m.a. beingreiðslur og greiðsludreif- ingu gjaldanna á tólf mánuði. Að sögn Guðmundar Bjama- sonar bæjarstjóra mun hið nýja fyrirkomulag hafa í för með sér verulega hagræðingu í rekstri bæjarskrifstofunnar. Ekki ' liggur fyrir hver upphæð fasteignagjalda í Nes- kaupstað verður í ár en reikna má með samkvæmt fjárhags- áætlun síðasta árs að álagning verði í heild rúmlega fimmtíu milljónir króna, þar af em fasteignagjöld af eignum bæjarsjóðs um fimm milljónir króna. I meirihluta í hálfa öld NESKAUPSTAÐUR _____________ Næstkomandi laugardag 27. janúar er hálf öld síðan vinstri meirihluti komst til valda i bæjarstjóm Nes- kaupstaðar. Það var Sósíalista- flokkurinn forveri Alþýðu- bandalagsins sem þá fékk fimm menn kjöma og hefur félags- hyggjufólk þ.e. í dag Alþýðu- bandalagið, haldið þessum meirihluta síðan. A þessum fimmtíu ámm hefúr það gerst þrisvar sinnum að meirihlutinn hefur haft sex menn í bæjarstjóm, en aldrei hefur kosningasigurinn verið naumari en áriö 1970. A árinu verður ýmislegt gert til að minnast þessara tímamóta og verður byrjað með þorra- blóti Alþýðubandalagsins n.k. laugardag, á sjálfan afmælis- daginn. I blaðinu í dag skrifar Smári Geirsson um “Meirihluta í 50 ár” og Kristinn V. Jóhannsson f.v. forseti bæjarstjómar skrifar “Vangaveltur” um hálfrar aldar meirihluta. Igartilboó 136.- Klementínur Tómatar Gul epli Kótilettur Pizzur br.pr.feg. 99,- fer.pr.bg. 99 - br.pr.feg. 697.- fer.pr.bg, 199.- kr.stk. r r Kornflefes 530 gr. 197.-fer. S477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.