blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaðið INNLENT ÞJÓFNAÐUR Dýrt leðursprey Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á föstudag pólskan karlmann til 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnað. Hann stal pakka sem innihélt sprey fyrir leður og inn- eignarnótu að verðmæti 3.990 krónur. Hann hefur ekki komist í kast við lögin hér á landi áður. DÓMSTÓLAR Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 180 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir að hafa haft í vörslu sinni og reynt að smygla inn til fanga á Litla-Hrauni um sex grömmum af sveppum sem innihéldu ávana- og fíkniefnið psilocybin, LSD og fjórum grömmum af hassi. LISTAHÁSKÓLINN Flytur í Vatnsmýrina Menntamálaráðherra, borgarstjórinn og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um bættan húsakost skólans. Skólinn fær ellefu þúsund fermetra lóð sunnan við náttúrufræðihús Háskólans í Vatnsmýrinni. Skólinn rísi árið 2011. Portúgal: Madeleine leitað Lögregla í Portúgal hefur bætt við mannafla og stækkað leitar- svæðið í leit sinni að Madeleine McCann, þriggja ára breskri stúlku sem var rænt í Praia da Luz í Portúgal síðasta fimmtudag. Um fimmtíu sjálfboðaliðar leituðu stúlkunnar auk hvítra náttfata sem hún klæddist þegar henni var rænt í bænum í gær. Talið er að stúlkunni hafi verið rænt úr íbúð fjölskyldunnar þegar foreldrar hennar voru á nálægum veitingastað, en fjölskyldan var í fríi í Portúgal þegar Madeleine var rænt. Kamerún: Allir taldir af Yfirvöld í Kamerún segja að engar líkur séu á að fólk finnist á lífi í og við brak flugvélar keníska flugfélagsins Kenya Airways sem hrapaði í mýri í Kamerún á laug- ardaginn. 114 manns voru um borð í vélinni og voru þeir af 23 þjóðernum. Vélin var á leið frá Fílabeins- ströndinni til Nairobi, höfuð- borgar Keníu, en hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak. „Það er útilokað að nokkur finn- ist á lífi, þar sem nánast öll vélin var grafin í mýrinni," sagði tals- maður yfirvalda, en vélin fannst um tuttugu kílómetrum suðaustur af borginni Douala. mótorhjólagæja Mats Wibe Lund Erhrædd- ur um líf og limi barna í hver- fi sínu og við hávaöamengun ef mótorhjólaverslun verður opnuð við Rofabæ. bmíö/fmí íbúar í Árbæ eru áhyggjufullir: Óttast kúnstir ■ Barnafjölskyldur fórna höndum ■ Engar skráöar reglur til ■Gætu kært á grundvelli óskráöra grenndarreglna Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Við erum hrædd við þann hrað- akstur og hávaða sem myndi fylgja slíkri starfsemi," segir Mats Wibe Lund, íbúi í Árbæ, aðspurður um þann orðróm að til standi að opna mótorhjólabúð í fyrrum húsnæði Landsbankans við Rofabæ 7 sem staðið hefur autt um nokkurn tíma. „Ég hef nefnt þetta við nokkrar barna- fjölskyldur hérna í hverfinu og þær fórna bara höndum. Að hafa mótor- hjólaverslun í miðri íbúabyggð er ekkert sérstaklega sniðugt svo vægt sé til orða tekið.“ Mats segir að verslunin myndi standa við Rofabæ, sem sé löng gata með mörgum hraðahindrunum. „Þar gætu mótorhjólagæjar í góðri sveiflu stokkið og verið með alls kyns kúnstir. Við höfum ekkert á móti mótorhjólafólki, en setjum spurningarmerki við að hafa slíka Geta höfðað einkamál á grundvelli óskráðra reglna Siguröur Helgi Guð- jónsson, formaður Húseigendafélagsins. starfsemi í miðri íbúabyggð. Við vitum hins vegar ekki hvort við íbú- arnir getum nokkuð gert til að koma í veg fyrir þetta, en við verðum að sjá til þess að allt verði gert til að fyr- irbyggja slys því að börn eru á stöð- ugum hlaupum hérna við götuna." Hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar fengust þær upp- lýsingar að engin ákvæði séu í skipu- lagi sem komi í veg fyrir að verslun með bifhjól verði við Rofabæ, og að engar skráðar reglur séu til um slíka verslunarstarfsemi í íbúabyggð. Hjá Húseigendafélaginu fengust hins vegar þær upplýsingar að íbúar á svæðinu gætu höfðað einkamál fyrir almennum dómstólum á grundvelli óskráðra grenndarreglna. „Þær byggjast á aldargömlum dómsfor- dæmum varðandi hávaða, mengun og fleira,“ segir Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður félagsins. „Þær setja mönnum skorður á hagnýt- ingu fasteigna með tilliti til þeirra sem eiga aðrar fasteignir í nánasta nágreni. Þetta er hagsmunamat; annars vegar verða menn að hafa athafnafreísi og hins vegar verða menn að virða frið og hagsmuni nágrannanna.“ Sigurður segir að nokkur dóms- mál hafi verið höfðuð þar sem reynt var á þessi atriði. Oftast hafi þau verið höfðuð vegna hávaða og titrings, en einnig vegna trjáa sem skyggja á útsýni. Ef dómur fellur kæranda í vil, þá skal í fyrsta lagi reynt að draga úr óþægindunum að eðlilegum mörkum, en ef það er ekki hægt þá verður að hætta við starfsemina. ÁFRAM MEEH SMlP^\ www.smjor.is Danmörk: Khader stofnar nýjan flokk Naser Khader, fyrrum þingmaður danska stjórnmálaflokksins Radik- ale Venstre, boðaði til fréttamanna- fundar í gær þar sem tilkynnt var að hann hefði gengið úr Radikale Venstre og stofnað nýjan stjórnmála- flokk, Ny Alliance. Khader og annar þingmaður, Anders Samuelsen, hafa báðir gengið úr Radikale Venstre, en Gille Seeberg, þingmaður Evrópuþings- ins, er einnig einn af stofnendum flokksins. Khader er einn helsti talsmaður hófsamra múslíma í Danmörku og segir að hann hafi sagt sig úr Radik- ale Venstre þar sem samvinnan við Danska þjóðarflokkinn væri orðin of mikil.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.